blaðið - 01.06.2005, Page 16
16 sumarbús
miðvikudagur, 1. júní 2005 i blaðið
............., ... ... ., ............................
Hvaða
Þóra Kristín Steinarsdóttir
„Ég fer nú voða lítið í sumarbústaði
en mér hefur þótt fínt að fara í Hval-
fjörðinn.“
Hitasveppirnir eru mjög vinsælir í
ár en þeir gefa frá sér hita, sem er
einstaklega sniðugt fyrir íslenska
veðráttu. Þá eru hitasveppirnir
sniðugir undir markísuna þegar
kalt er í lofti en markísan einangr-
ar hitann. Hentar vel þegar verið
er að borða úti en eins eru til litlir
hitasveppir sem hægt er að setja
upp á borð.
Margrét Kristjánsdóttir
„Öndverðarnes er tvímælalaust í
uppáhaldi hjá mér en fjölskyldan á
bústaó þar. Ég er mikið þar og á ör-
ugglega eftir að fara oft í sumar.“
Silkiblóm vilj a allmargir sumar-
bústaðareigendur eignast en þetta
eru gerviblóm sem haldast mjög
vel. Flott er aö setja silkiblóm á
sumarbústaðapallinn en auk þess
er hægt að fá lítil blóm sem ganga
vel inni í bústaðnum.
í sumarbústöðum
Sumarbústaðir
en nokkru sinni fyrr
Miki! bylting í útliti sumarbústaða
Spurn eftir sumarbústöðum hefur
aukist mikið síðustu árin og æ fleiri
leita sér að góðum bústað til að nota í
fríum. Það sem kannski hefur breyst
hvað mest er að fólk er upp til hópa
hætt að nota gamla dótið sitt í sum-
arbústaðina, það kaupir allt nýtt og
gerir bústaðinn að sínu öðru heimili
með öllu tilheyrandi. Yfirleitt geng-
ur fólk út frá því að bústaðurinn sé
heilsárs - að hægt sé að fara allan
ársins hring, og að glæsileikinn sé í
fyrirrúmi. „Gamlir sófar fá að víkja
fyrir leðursófum og flestir gera sum-
arbústaðinn óaðfínnanlegan, með
öllu nýju og flottu. Mikið er orðið um
uppþvottavélar og fleiri hluti sem
létta undir með fólki - það vilja flest-
ir hafa sem minnst fyrir lífinu þegar
þeir eru komnir upp í sveit. Gömlu
dagarnir, þegar fólk var að vaska upp
í bala, heyra sögunni til,“ segir Agnar
Kárason, starfsmaður vörustjórnar
Byko, en hann er vel að sér í sumar-
bústaðamenningu landans. „Verðlag
hefur þar að auki hækkað til muna,
verð á sumarbústöðum við vatn hefur
t.d. fjórfaldast á einu ári. Svo er, eins
og áður kom fram, mun meiri lúxus
í þessu; það er mjög mikið um að
fólk fái sér veglega rafmagnshitaða
útipotta, dýrari grill, ný hjól til þess
að eiga í sumarbústaðnum, sérstaka
trjákofa í garðinn fyrir t.d. sláttuvél-
ina og þar fram eftir götunum. Við
seljum mun meira af dýrari og veg-
legri hlutum í ár en t.d. í fyrra. Það
er greinilegt að fólk vill hafa fallegt
í kringum sig í sumarbústöðunum,
sem og heima. Það er því oft og tíð-
um um gífurlegar upphæðir að ræða
en það eru margir sem setja það ein-
faldlega ekki fyrir sig. Það er kannski
bara eðlilegt miðað við að fólk er farið
að eyða meiri tíma í bústöðum en var
hér áður fyrr.“
Geir Brynjólfsson
„Ég er eiginlega hrifnastur af Þrastar-
skógi. Ég fer án efa eitthvað þangað
í sumar en fjölskyldan á bústað þar.“
Rafmagnshitaðir úti-
pottar hafa aukist
til muna í sölu en
þeir kosta allt upp í
600.000. Afar hent-
ugt í sumarbústaðinn,
hvort sem er fyrir garð-
partíin eða slökunina.
Markísa er eitt af því
sem flestir vilja á bú-
staðina sína, enda
útlitslega flott og
praktískt. Markísan
er skrúfuð á vegg og
svo dregin fyrir þegar
fólk vill. Gott skyggni
á húsið og þegar rign-
ir úti. veitir markísan
skjól. Skemmtilegt ef
borðað er úti.
eru vinsælust?
Hulda Jónsdóttir Tölgyes
„Ég er hrifnust af sumarbústaðaland-
inu í Skorradalnum. Ég fór oft þang-
að á yngri árum.“
Sigrún Halldórsdóttir
„Grímsnesið er sá staður sem ég hef
mest farið í. Annars fer ég eflaust
ekki mikið í sumar, ég leigði mér
sumarhús á Spáni sem ég ætla að
dvelja í með bamabörnunum.“
Jón Helgi Sigurðsson
„Grímsnesið heillar mest. Kannski
að maður fari þangað í sumar, ann-
ars er það alveg óákveðið."