blaðið - 01.06.2005, Side 18
miðvikudagur, 1. júní 2005 I blaðið
afsláttur af
sumardekkjum
-20%
afsláttur af
low-profile
-20%
afsláttur af
sendibíladekkjum
T®r Vaxtalausar léttgreiðslur!
s EÍQiÍfÍ TOtól
Smiðjuvegur 34 | Rauð gata
www.bilko.is | Simi 557-9110
CT
Mataræði og sæðisgæði:
's?E
agnar.burgess@vbl.is
Það eru flestir karlmenn sammála
því að karlmennskan kemur úr nær-
buxunum þeirra. Burtséð firá sígildu
stærðar/lengdar/ummálsklisjunni
skiptir meira máli að skotin sem
koma úr hólknum þurfi að hafa sín
áhrif. Sæðisgæði er þannig eitthvað
sem menn og konur mættu gefa meiri
gaum. Mataræði hefur mikil áhrif á
sæðisgæði, magn og auk þess bragð,
en það er víst eitthvað sem sumir
hafa áhuga á að vita. Lág sæðistala,
léleg hreyfigeta sáðfrumna og kekkir
í sæði þurfa ekki að þýða að um var-
anlegt vandamál sé að ræða.
Til að byrja með skal bent á
nokkra hluti sem komið geta
hreyfingu á málið:
- Of þröng fót eru ekki af hinu
góða, þar með talin nærfót. Notið box-
era sem loftar um.
- Heitir pottar og langar setur í
baði geta soðið sundkallana.
- Reykingar drepa ykkur og sáð-
frumumar ykkar. Líka þær óbeinu.
- Áfengi skerðir jafn-
vægisskyn manna og
sundhæfileika sáð-
frumna.
- Veikindi og slappleiki
dvelja oft lengur í pungn-
um.
- Álag og streita trufla
alla líkamsstarfsemi, þar
með talið þessa.
- Hinir og þessir
áhættuþættir í starfi
(skordýraeitur, þung-
málmar, þjmnir, röntgen-
geislar o.s.frv.) hafa einn-
ig áhrif.
Hreyfanleiki er meg-
inatriði
Næring og mataræði hef-
ur einnig mikil áhrif, eins og áður
sagði, og er þá sumt bétra en annað.
Sérstaklega ber að nefna C-vítamín
en lítið magn þess er talið tengjast
lágu sáðfrumutali, lélegum sáðfrum-
um og kekkjamyndunum. C-vítamín
er að finna í öllum sítrusávöxtum,
t.d. kívíi, sítrónum, súraldinum og
appelsínum. Annað efni sem skiptir
miklu máli er sink en það er að finna
m.a. í kjúklingum, lambakjöti, nauta-
kjöti og ostrum. Skortur á fólínsýru
(e. folic acid) er samkvæmt rannsókn-
um líka talin ástæða lítils magns sáð-
frumna en hún fyrirfinnst aðallega í
grænu grænmeti.
Kók, kaffi og sígarettur
Það sem ber að varast í mataræði er
svokallað ruslfæði og mikill sykur.
Einnig er koffín óvinur sáðfrumn-
anna og reyndar einnig bragðkirtl-
anna. Koffínið fyrirfinnst í kaffi og
einnig í þónokkru magni í kóladrykkj-
um og orkudrykkjum.
u er?
dag
adalbjorn@vbl.is
„gleym mér ei“ nærbux-
um. Nú geti hann fylgst
með henni hvenær sem
er og ef hann grunar
eitthvað misjafnt geti
hann einfaldlega hringt
í hana eða sótt, án þess
að hana gruni nokkuð.
Það er ekki öll vitleysan eins - eins
og sjá má á heimasíðunni „forgetmen-
otpanties.com". Þar er að finna það
nýjasta í „nærbuxnatækni" heimsins.
Um er að ræða nærfatnað fyr-
ir konur, sem í sjálfu sér
væri ekki í frásögur fær-
andi ef ekki væri búið að
sauma í þær staðsetning-
artæki. Á heimasíðunni
segir að „gleymdu-mér-ei“
nærbuxurnar geti hjálpað
karlmönnum að vemda kon-
una í lífi sínu. Þær geti sýnt
þér nákvæmlega hvar eigin-
konan, dóttirin eða kærastan er
allan sólarhringinn og jafnvel fylgst
með hjartslætti og líkamshita. Nær-
fótin em þannig útbúin að konan á
aldrei að komast að því að með henni
er fylgst.
Á síðimni segja tveir einstakling-
ar frá reynslu sinni af þessari nýju
vöm. Tim segir að hann hafi gift sig
fyrir þremur árum en fljótlega farið
að gmna eiginkonuna um framhjá-
hald. Hann hafi nú fengið gmn sinn
staðfestan, sé nú að skilja og hafi
gögn sem hann geti beitt í skilnað-
armálinu. David segir að eftir að
dóttir hans hafi náð kynþroska hafi
hann keypt fyrir hana nokkur pör af
Nútíma skírlífis-
belti?
í gegnum aldimar hafa
sögur af konum sem nota þurftu skír-
lífisbelti skotið reglulega upp kollin-
um. Þessar sögur hafa oftar en ekki
verið af fóngulegri prinsessu
sem búið var að lofa illum
og ófríðum greifa, en hún
elskaði fagran og góðan
prins úr nálægu ríki. Til
að tryggja tryggð henn-
ar var hún látin ganga
í slíku belti - en tekið
skal fram að í flestum
slíkum ævintýmm
var endirinn ham-
ingjuríkur - og hið ástfangna
par náði saman að lokum. Hvort end-
irinn á sögu þeirra, sem þessa fram-
leiðslu kaupa, verði ávallt jafngóður
veit enginn.
Bara fyrir konur
Herlegheitin em framleidd í Japan,
eins og svo margt annað skrítið, en
sérstaka athygli vakti að ekki var
hægt að fá nærbuxur fyrir karlmenn
í þessari nýju línu. Ennfremur að eng-
ar þvottaleiðbeiningar er að finna á
síðunni þannig að ómögulegt er að
segja til um hvort búnaðurinn virkar
eftir fyrsta þvott eða ekki.
Dodge Ram húsbíll
árg.1997 ek. 73.600 mílur.
Vel með farinn með glæsil.
viðar- og leðurinnréttingu.
Rafm.svefnb. 4 kapteins-
stólar o.mfl. Nýjar bremsur,
ný dekk, sk. ‘06.
Tilbúinn í ferðalagið
Verðkr. 1.750.000,-
Uppl. í síma 896 8633
Af netinu:
Horfðu á brjóst - lifðu lengu
Eða hvað?
Að horfa á konubijóst er ekki bara
góð skemmtun - það er einnig heilsu-
samlegt. Þetta er innihald fréttar
sem nú fer eins og eldur í sinu um net-
ið. Þar er sagt frá rannsókn sem kona
að nafni dr. Karen Weatherby gerði,
og niðurstaða hennar er vægast sagt
áhugaverð. Hún er sú að það að horfa
á kvenmannsbrjóst í um 10 mínútur
á dag sé jafnheilbrigt og 30 mínútur
í ræktinni og geti lengt líf meðalkarl-
mannsins um fjögur til fimm ár.
Þessar niðurstöður hljóma eins og
þær séu of góðar til að vera sannar
- enda er það raunin. Svo virðist sem
óprúttnir blaðamenn á einhveij u slúð-
urblaðinu úti í heimi hafi einfaldlega
búið fréttina til. Nú gengur hún á
netinu og svo virðist sem margir hafi
lítinn áhuga á að kanna réttmæti
hennar og kjósi að gleypa þennan
vafasama „sannleik" hráan.
Græja vikunnar...
Græja vikunnar að þessu sinni er
EPSON P2000 Storage Viewer. Þetta
skemmtilega tæki er með 40 GB diski
og kortalesara fyrir SD og Compact
flash. Þetta er mjög hentug græja til
að geyma stafrænu ljósmyndirnar
á. Á tækinu er 3,8”, skjár með mjög
góðri upplausn, þannig að hægt er að
fletta í gegnum myndirnar og skoða
hvar og hvenær sem er. Hægt er að
tengja tækið við hvaða sjónvarp sem
er og skoða myndirnar þar. Ennfrem-
ur er hægt að setja inn í tækið tónlist
og bíómyndir og horfa eða hlusta
hvar og hvenær sem er - sem ætti að
freista þeirra sem t.d. fljúga mikið.
Tækið kostar 59.000 krónur og fæst
meðal annars í BT-verslununum.