blaðið - 01.06.2005, Síða 24

blaðið - 01.06.2005, Síða 24
miðvikudagur, 1. júní 2005 ! blaðið 24 mennin „ . JVIaó íprnnn afhjupaður kolbrun@vbl.is Árið 1991 kom út bókin „Villtir svan- ir“ eftir Jung Changogvakti gríðarlega at- hygli. Hún seldist í rúm- lega 10 millj- ónum eintaka og var þýdd á 30 tungumál. í bókinni rakti Chang sögu fjölskyldu sinnar, þriggja k y n s 1 ó ð a kvenna, á hörmungar- tímabili 20. aldar í Kína. kínversk stjóravöld vöruðu fólk, sem var í innsta hring Ma- ós, við því að ræða opinskátt við hana. Tíu ár í vinnsiu Nú er komin út ný bók eftir Chang. Þetta er 800 blaðsíðna ævisaga Ma- ós, sem var 27 ár við völd í Kína, og hefur að minnsta kosti 70 milljónir mannslífa á samviskunni. „Hann var jafnmikið illmenni og Hitler og Sta- lín og vann mannkyninu jafnmikinn skaða og þeir. Samt veit heimurinn svo furðulega lítið um hann,“ segir Chang, sem var tíu ár að skrifa bókina. Hún segir að Maó hafi aldr- ei aðhyllst nokkra teg- und af hug- myndafræði - persónuleg völd hafi skipt hann Jung Chang. Höfundur öllu máli og Villtra svana var tíu ár hann hafi að skrifa ævisögu Maó. í fvrirlítið SundayTimesfærbókin hugmyndri frábæradóma. um jafnrétti. Meðhöfundur Chang að bókinni er eiginmaður hennar, Jon Halliday, sem er sagnfræðingur. Hann segir að bókin sé ekki skrifuð fyrir sagnfræð- inga heldur almenning. Þau hjón ferð- uðust víða um heim til að safna efni og tóku hundruð viðtala. Versta skrímslið Bókin fékk frábæra dóma í The Sunday Times um síðustu helgi. Rit- dómarinn er Simon Sebag Montefi- ore, ungur sagnfræðingur, höfundur stórmerkilegrar ævisögu um Stalín, „The Court of The Red Csar“. Hann segir bókina mikinn sigur þeirra hjóna og furðar sig á því að fram að þessu hafi menn einbeitt sér að því að deila um hvor hefði verið verri, Stalín eða Hitler, en enginn hafi nefnt Maó sem hafi verið versta skrímslið. Bönnuð í Kína „Villtir svanir“ er bönnuð í Kína og engar líkur eru á því að ævisaga Ma- ós komi þar út á næstu árum. Chang fór nokkrum sinnum til Kína til að afla heimilda og kínversk stjómvöld vöruðu fólk, sem var í innsta hring Maós, við því að ræða opinskátt við hana. Hún segir að þessar viðvaran- ir hafi ekki borið nokkum árangur og heimildarmenn hafi verið afar viljugir að deila reynslu sinni með henni. Einnig ræddi Chang við fjölda framámanna víða að úr heiminum og þar á meðal má nefna Dalai Lama, Imeldu Marcos og Henry Kissinger. Maó. “Hann var jafn mikið illmenni og Hitler og Stalín og vann mannkyninu jafn mikinn skaða og þeir. Samt veit heimurinn svo furðulega lítið um hann,” segir Chang. Blaðið/Esther Frá $álmasöng í sigaunatórííist Á fimmtudagskvöld klukkan 20 hefj- ast í Hafnarfjarðarkirkju tónleikar þar sem kallast á þjóðlagahefðir úr sitt hvoru homi Evrópu, frá íslandi og Ungveijalandi. Pram koma söng- konan Svava Kristín Ingólfsdóttir og Antonia Hevesi, sem leikur undir á orgel og píanó. „Þetta verða frekar óhefðbundn- ir kirkjutónleikar því þeir eru leik- rænni en venja er til. Dagskráin er á þjóðlegum nótum og okkur þótti rétt að endurspegla það með búningum og látbragði," segir Svava Kristín. „Dagskráin hefst raunar á stuttri hugvekju síra Þórhalls Heimisson- ar og fyrstu lögin em sálmakennd. Síðan verðum við eilítið veraldlegri eftir því sem á líður og leikurinn æsist. Á endanum skiptum við svo úr íslensku þjóðlögunum yfir í ung- Dagskráin er á þjóð- legum nótum og okkur þótti rétt að end- urspegla það með búningum og lát- bragði versk þjóðlög og erum svo komin á end- anum yfir í blóðheita sí- gaunatónlist." Svava segir hin svellköldu íslensku þjóð- lög fara ágæt- lega við hina funheitu sí- gaunatónlist. „Andstæðurn- ar eru miklar en það gerir dagskrána bara skemmti- legri. Það má þó ekki gleyma því að íslensku þjóðlögin kalla líka á fjölbreytta tilfinningatúlkun þótt við sleppum okkur ekki eins og sí- gaunarnir. Þetta eru harmkvæði, ástarljóð, barnagælur, gamanvísur og drykkjusöngvar. Ætli það sé ekki svipað og hjá sígaununum þótt nálg- unin sé önnur hjá okkur?“ Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 og standa í 45 mínútur. Þeir eru hluti Bjartra daga, menningarhá- tíðar Hafnarfjarðar, og er aðgangur ókeypis. Auglýsingadeild 510-3744 Tvær nýjustu skáldsögur Braga Ól- afssonar, „Gæludýrin" og „Samkvæm- isleikir", eru komnar út í kilju hjá bókaforlaginu Bjarti. Báðar sögumar hafa fengið lof gagnrýnenda. Sú fyrri var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna og Menningarverð- launa DV og sú síðari fékk Menning- arverðlaun DV fyrr á þessu ári. „Gæludýrin" segir frá Emil, ungum manni sem kemur heim til Reykjavík- ur eftir stutta dvöl í útlöndum og verður þá var við að gamall kunningi hans, Hávarður að nafni, er á höttum eftir honum. Emil reynir hvað hann getur til að forðast Hávarð en fer jafn- framt að rifja upp með sjálfum sér afdrifarfka daga sem þeir höfðu átt saman í London nokkrum árum fyrr. „Samkvæmisleikir" hefst undir morgun þegar prentneminn Friðbert hefur kvatt síðustu gestina í þrítugs- afmælisveislu sinni. Þá rekur hann augun í svarta rúskinnsskó fyrir á stigapallinum framan við dymar, skó sem hann kannast ekki við að hafa séð áður. Þess má geta að „Gæludýrin“ eru að koma út í Þýskalandi síðar á þessu ári en bókin hefur áður komið út í Danmörku og fékk frábæra dóma. ■ Sólheimaleikhúsið sýnir Þumalínu Vegna 75 ára afmælis Sólheima efnir Sólheimaleikhúsið til hó- tíðarsýningar á aðalsviði Borgar- leikhússins fimmtudaginn 2. júní kl. 20. Sólheimaleikhúsið sýnir leikritið „Ævintýri Þumalínu", sem er byggt á ævintýri H.C. Andersen í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Leikstjóm og leikgerð er eftirÁsu Hlín Svavars- dóttur, söngtextar eftir Kristján Hreinsson, tónlist eftir Magnús Kjartansson og grímur eftir Ólaf Má Guðmundsson. „Ævintýri Þuma- línu“ er eitt af þekktari verkum H.C. Andersen og eins og önnur verk hans höfðar sagan til allrar fjölskyldunn- ar. Sólheimaleikhúsið valdi þetta verkefni í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins. Miða- sala hófst í Borgarleikhúsinu mánu- daginn 30. maí. Leiksýning Sólheimaleikhússins er einn þáttur í fjölbreyttri dagskró í tilefni 75 ára afmælis Sólheima. Sunnudaginn 3. júlí fer fram vígsla Sólheimakirkju og undirritun stofn- anasamnings um rekstur umhverf- isseturs í Sesseljuhúsi. Á afmælis- daginn sjálfan, þriðjudaginn 5. júlí, verður fjölbreytt afmælisdagskrá að Sólheimum, með þátttöku innlendra og erlendra gesta. myndatexti. Á fimmtudag sýnir Sólheimaleikhúsið leikritið „Ævin- týri Þumalínu", sem er byggt á ævin- týri H.C. Andersen.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.