blaðið - 14.06.2005, Page 10
þriðjudagur, 14. júní 2005 ! blaðið
íslendingar að
drepast úr velmegun
Ofeldi helsti heilbrigðisvandi samtímans
magnus@vbl.is
Búast má við holskeflu sjúkdóma í
kjölfar aukinnar tíðni ofþyngdar, of-
fitu og annarra neysluvandamála hér
á landi, nema komi til róttækra opin-
berra aðgerða, að mati Heilbrigðis- og
trygginganefndar Alþingis.
Ný pólitísk stefna nauðsynleg
„Ef það á að nást árangur í þessu
þarf að marka nýja pólitíska stefnu
og skapa skilyrði íyrir breyttum lífs-
stíl og breyttum hugsunarhætti,"
segir Sigurbjöm Sveinsson, formaður
Læknafélags íslands. Hann telur að
örva þurfi fólk til að komast að ann-
arri niðurstöðu um líf sitt en það lifir
eftir núna. „Það er gert með því að
setja fræðslu um rétt og hollt mat-
aræði inn í námskrá leik- og
grunnskólanna. Síðan
þarf að auka fjármagn í
almenningsíþróttum
þannig að fólki standi
fleiri íþróttamögu-
leikar til boða og að
fjárhagsástæður
standi ekki í vegi
fyrir því að fólk
hreyfi sig meira.“
Sigurbjöm telur
að verðlagning
matvæla sé einnig
stór áhrifaþáttur
en óholl matvæli
eru jafnan ódýrari
og aðgengilegri en
þau sem hollari eru.
„Þarna þurfa því
fleiri en eitt ráðu-
neyti að leggjast
á eitt. Það þýðir
ekki að skora á ein-
staka ráðherra, eins
og heilbrigðis- eða
menntamálaráðherra.
Það þarf samræmdar
aðgerðir allra ráðu-
neyta en fyrst þarf að
horfast í augu við stærð
vandans."
Ofgnótt helsta heilsu-
ógn landsmanna
Um 60-70% íslendinga
stunda ekki næga hreyf-
ingu og nýjustu
rannsóknir sýna
að vandinn snýr
ekki síst að börn-
um og unglingum.
53% íslenskra stúlkna hreyfa sig of
lítið og 25% íslenskra drengja. Arið
2002 vom 57% karla og 40% kvenna
á aldrinum 15-80 ára yfir kjörþyngd.
Á sama tíma hafa átraskanir, bæði
lystarstol og lotugræðgi, orðið meira
áberandi hér á landi og víðar á Vest-
urlöndum. í greinargerð sem fylgir
þingsályktunartillögu heilbrigðis- og
trygginganefndar, um aðgerðir til að
bæta heilbrigði í slendinga með hollara
mataræði og aukinni hreyfingu, eru
ofgnótt og ofneysla tvímælalaust tald-
ar vera helsti og alvarlegasti vandi ís-
lenskra neytenda
nú um stund-
ir og þeir
þættir
taldir
vera helsta núverandi ógn við heilsu
landsmanna. Fram kemur í greinar-
gerðinni að í útreikningum á vægi
mismunandi áhættu- og umhverfis-
þátta á heilsu eða sjúkdómabyrði
raða holdarfar og hreyfingaleysi sér
í fimm af sjö efstu sætum yfir þá
þætti sem helst stytta líf og minnka
lífsgæði.
Ekki óhjákvæmileg afleiðing
í greinargerðinni er því enn fremur
haldið fram að breyta verði ýmsum
grundvallarhliðum neyslu- og þjón-
ustusamfélags nútímans. Sigurbjörn
telur neyslu- og hreyfingarvandann
þó ekki vera óhjákvæmilega afleið-
ingu þjóðfélagsskipulagsins. „Það
er enginn vandi að hugsa öðruvísi.
Það þýðir ekkert annað en að byrja á
börnunum og þar með geta fullorðnir
að einhveiju leyti verið með í þessu.
Það eru þó ókomnu kynslóðirnar sem
munu til fulls njóta góðs afbreyttum
hugsunarhætti - en einhvers stað-
ar verðum við að byrja og við get-
um alls ekki haldið áfram á sömu
braut. Ef þjóðirnar halda áfram að
þyngjast af þessum ástæðum þá
munu fylgja því vandamál sem
ekki verður hægt að takast á
við nema með lyfjagjöf." Fátæk
þróunarríki glíma mörg hver
við sama vandamál en Sigur-
björn bendir á að fátækt leiði
til einhæfrar fæðu og sóknar
í orkuríkan mat. „Það getur
valdið ofþyngd, jafnvel offitu,
samhliða næringarskorti. Það
hljómar kannski einkennilega
en svona er þetta. Mataræði sem
þú velur þér fyrir fátæktarsakir
getur allt eins leitt til offitu."
Þjóðfélagsskipulagi um að
kenna
í greinargerðinni er talið að „þjóð-
félagsaðstæður samfara aukinni
velmegun eigi hér vafalítið stærst-
an hlut að máli“. Því er haldið fram
að stóraukið framboð á girnilegum
mat, stærri matarskömmtum og
ágeng markaðssetning orkuríkrar
fæðu, hafi hvatt til ofneyslu en á
sama tíma hafi dregið úr hreyfingu
við athafnir daglegs lífs vegna tækni-
væðingar, sjónvarps- og tölvuvæðing-
ar, og breyttra samgönguhátta. Þá
er bent á að tómstundir bama
hafi gjörbreyst þar sem kyrr-
setur við tölvuleiki og sjón-
varpsáhorf hafi að miklu
leyti tekið við af útileikjum og ærsl-
um. „Við megum ekki taka því sem
gefnu að mannkynið þróist í ein-
hverja sjúka akfeita einstaklinga,“
segir Pétur Blöndal alþingismaður,
sem á sæti í heilbrigðis- og trygg-
ingarnefnd. „Það sem maður rekur
fyrst augun í er mikil aukning á
fjölda þungra barna - mörg böm
eru einfaldlega orðin of feit. Það
er sennilega vegna hreyfingarleys-
is eða breyttra lífshátta. Meiningin
er að grípa þar inn í með forvörnum
strax í byijun. Að finna þau börn sem
eru að verða of feit og hafa samband
við foreldra og veita þeim ráðlegging-
ar varðandi breytingar á lífsstíl og
mataræði og öðru slíku." Þannig er
áætlað að hægt sé að vekja foreldra
til umhugsunar um eigin velferð um
leið og þau hugi að neysluvenjum
bama sinna. „Við getum ekki horft
aðgerðalaus á og litið á þetta sem ein-
hveija óhjákvæmilega þróun. Þessi
„Við
megum
ekki taka
því sem
gefnu að
mannkynið
þróist í
einhverja
sjúka
akfeita
einstak-
linga"
þingsályktun var
einmittt sett fram
ámjögbeinskeytt-
an máta til að
upplýsa fólk um þennan gríðarstóra
vanda og til að færa hann framar í
forgangsröðina þannig að fólk fari al-
mennt að taka á þessu.
Það hefur t.d. orðið sú breyting á
hugarfari unglinga að það virðist vera
í lagi að vera sæmilega vel holdugur.
Það hugarfar þekktist ekki áður.“
Forsætisráðuneytið mun á næstu
mánuðum fela Lýðheilsustöð yfirum-
sjón með gerð tillögu um orsakir og
upprætingu vandans.
Verð matarkörfunnar
tvöfaldast rúmlega
milli verslana
Bónus kom best út úr verðkönnun flokka sem kannaðir voru, var hæst í
sem Blaðið gerði f sex matvörubúðum Nóatúni, eða rúmlega tvöfalt hærra en
á höfuðborgarsvæðinu í gær. í fimm í Bónus.
af þeim sex vöruflokkum sem voru Verslanir voru valdar af handahófi.
skoðaðir reyndist ódýrast að versla
(Bónus. Samanlagt verð þeirra vöru-
10-11 Bónus Hagkaup Nettó Nóatún Krónan
Lágmúli Smáratorg Skeifan Mjódd Smáralind Skeifan
Nýmjólk 1L
770 g Heimilisbrauð
1 kg. tómatar* í lausu
ms skyr - 500gr
1/2 L Kók í plasti
1 kg Bananar
89.- 28.- 87.- 65.- 134.- 30.-
259.- 79.- 189.- 179.- 199.- 149.-
275.- 89.- 239.- 249.- 349.- 96.-
134.- 107.- 128.- 115.- 129.-
129.- 84.- 119.- 95.- 120.- 85.-
228.- 114.- 199.- 159.- 199.- 129.-
*Ekki var gerður greinamunur á íslenskri og erlendri vöru.
OpiÖ virka daga: 10-18 & laug: 11-15
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954
P,e oe GERÐU GÓÐ KAUP ÞVÍ NÚ ER
•\5-30% AFSL^TTUR
Frábær sumartilboð á: Rúmum, springdýnum, latexdýnum, svampdýnum,
yfirdýnum, eggjabakkadýnum, koddum og sérsniðnum svampi.