blaðið - 14.06.2005, Side 25

blaðið - 14.06.2005, Side 25
blaðið 1 þriðjudagur, 14. júní 2005 e Nýr timi fyrir heiminn „Verkiö, sem var íjögur ár í undirbún- ingi, er hugleiðing um hugsjónir sem eru af skornum skammti í dag,“ seg- ir Hlynur Helgason sem sýnir verkið Decimal Time Project í Hoffmanns- galleríi á Reykjavíkurakademíunni. Verkið er tilraun til að breyta tíma- kerfi jarðar. „Tíminn er eina kerfið sem við búum við núna sem er ekki komið inn í metrakerfið. Tímakerfi okkar byggist á tvö til þrjú þúsund ára gömlu talnakerfi Babylóníu- manna en ég hef skapað nýjan tíma fyrir heiminn. Grunneiningin er dag- ur og kílódagur er þúsund dagar,“ seg- ir Hlynur. „Verkið byggist á þeirri full- yrðingu að algjör nauðsyn sé að koma þessu kerfi á. Þungamiðja verksins er risastór klukka sem telur niður og síðan fylgja útskýringar hvernig kerf- ið virkar fyrir almenning." Annað verk á sýningunni er 3X1X Praha, myndir teknar í Prag, sem byggjast á stuttum kvikmyndabrot- um með hljóðrás og ljósmyndum, unnum upp úr kvikmyndunum. Þar skoðar Hlynur hversdagslegt um- hverfi borgarinnar og skilgreinir á einfaldan hátt. Sýningin stendur til 29. júlí. Hún er opin alla virka daga frá 9-16, eða samkvæmt hinu nýja tímatali heims- ins frá 155-323. Safn til minningar um Dahl í litlu þorpi, Great Missenden, í Buck- inghamshire hefur verið opnað safn til minningar um barnabókahöfundinn vinsæla, Ro- ald Dahl. Dahl, sem lést árið 1990, skrifaði margar af bókum sínum í þorpinu. Safnið er hannað í kring- um bækur og skáldsagnapersón- ur Dahls. Þarna eru til að mynda súkkulaðidyr og bekkur sem við nánari skoðun reyndist vera krókó- dffl. Roald Dahl er nokkuð í sviðsljós- inu þetta árið en á næstunni sýnir BBC heimildarmynd um hann og í júlí verður frumsýnd ný Tim Bur- ton mynd eftir sögu Dahls, Kalli og súkkulaðiverksmiðjan, þar sem Johnny Depp fer með aðalhlut- verkið. Sumarnámskeið í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið og söng- og leik- listarskólinn Sönglist standa fyr- ir leiklistarnámskeiðum í sumar. Skólinn hjá Sönglist hefur verið starfræktur síðan 1998, þar af tvö síðustu árin í Borgarleikhús- inu. Mikil aðsókn er í skólann og hafa færri komist að en viljað. Borgarleikhúsið var með leiklist- arnámskeið síðasta sumar, sem naut mikilla vinsælda, og verður nú leikurinn endurtekinn í sam- vinnu við Sönglist. Kennsla fer fram í leikhúsinu sjálfu og einung- is fagmenntaðir kennarar sjá um kennslu. Hvert námskeið er í fimm daga og er kennt frá 10-16. Hægt er að fá gæslu frá kl. 8.45. Aldur þátt- takenda er 8-13 ára og er aldurs- skipt í hópa. í yngri hópnum eru þátttakendur 8-10 ára en 11-13 ára í þeim eldri. Kennd verða undirstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði. Unnið er markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og að efla sjálfstraust þeirra. Þó svo að kennslan byggist aðallega á leiklistaræfingum verð- ur einnig sungið. Undirstöðuatriði í réttri söngtækni verða kennd og æfð lög. í lokhvers námskeiðs verður op- in kennslustund, þar sem foreldr- ar og aðstandendur koma og fylgj- ast með afrakstri vinnunnar. Kennarar í sumar eru Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Kolbrún Anna Björnsdótt- ir, Kristbjörg Kari Sólmundsdótt- ir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Svava K. Ingólfsdóttir. Námskeiðin verða sex, hið fyrsta hefst 20. júní og lokanám- skeiðið er 25. júlí. Skráning á námskeiðin fer fram í miðasölu Borgarleikhússins og á www.borgarleikhus.is. Þáttöku- gjald er 15.000 kr. og skal gengið frá greiðslu við skráningu. Veittur er 10% systkinaafsláttur. Meet The Fockers Og þú sem hélst að ÞÍNIR foreldrar væru eitthvað skrítnir. Stórstjörn- urnar Robert DeNiro, Ben Stiller og Dustin Hoffman í sprenghlægilegri framhaldsmynd. \ Closer Þeir eru ófáir sem halda því fram að Closer sé ein besta mynd sem gerð var á síðasta ári og hefur hún verið hlaðin lofi og viður- kenningum enda toppleikarar í öllum aðalhlutverkum. Sideways í leit að rétta víninu, réttu konunum og sjálfum sér... Hreint út sagt stórkostleg mynd sem farið hefur sigurför um heiminn.Tilnefnd til Óskars verðlauna sem besta mynd ársins. Lemony Snicket's... Óhamingja. Ógleði. Ótuktarskapur. Sem sagt: Loksins eitthvað skemmti- legt. Jim Carrey fer á kostum sem hinn gráðugi Olaf greifi í frábærri ævintýra- mynd. After the Sunset Glæpir borga sig aldrei. Bara stund- um. Pierce Brosn- an, Woody Harrel- son og Selma Hayek í gaman- samri spennu- og fléttumynd frá Brett Ratner. Alexander Heppnin fylgir þeim sem þora. Margar af stærstu stjörnum sam- tímans í stórvirki Olivers Stone um ævi Alexander mikla. National Tresure Til að komast að sannleikanum er nauðsynlegt að brjóta allar reglur. Ofurtöffarinn Nicolas Cage er í kapphlaupi við tímann í þrumu- góðri hasar-mynd Blade: Trinity Hingað til hefur hann barist einn. En ekki lengur. Wesley Snipes er kominn aftur sem hinn eitursvali Blade í pottþéttum spennuhasar. Alfie Hjartaknúsarinn Jude Law er kvennaflagarinn Alfie sem nýtur lífsins til hins ýtrasta en nú er komið upp smá vandamál White Noise Raddir hinna dauðu eru allt í kringum þig.... Michael Keaton reynir að ná sambandi við nýlátna eiginkonu í dulrænum spennu- trylli.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.