blaðið

Ulloq

blaðið - 14.06.2005, Qupperneq 28

blaðið - 14.06.2005, Qupperneq 28
dagskr £1 þriðjudagur, 14. júní 2005 I blaðið Stutt spjall: Hjálmar Hjálmarsson Hjálmar kynnir tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna í þætti í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Auk þess er hann, ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, kynnir á hátíöinni sjálfri sem er sýnd beint á RÚV næstkomandi fimmtudagskvöld. Molar Hvemig hefurðu það f dag? ,Ég hef það bara bærilegt. Það er reyndar brjálað að gera, ég er á kafi við að undirbúa hátiðina. Ég er nokkurs konar dagskrárstjóri og kynnir, ásamt Ólafíu Hrönn, þannig að það er að ýmsu að huga.“ Hvernig líst þér á tilnefningarnar? .Ágætlega. Sýningar úr stærri leikhúsun- um - Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu • eru mest áberandi. Eg sakna fleiri tilnefninga úr sjálfstæðu leikhúsunum en það á sér kannski eðlileg- ar skýringar." Htakkarðu til á fimmtudaginn? „Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er alltaf svolítil spreng- ja. Leiklistarverð- launin eru vitanlega uppskeruhátíð. Þar hittist leikhúsheimur, -skemmtir sér saman og gleðst yfir leikár- inu. Það má segja að þetta sé eitt stórt partí.“ Viltu segja fyrir um úrslitin? „Nei, ég get það eiginlega ekki. Það er einna helst tilnefningin karlleikari í auka- hlutverki sem ég get sagt fyrir um en ég held að það verði einhver úr Þjóðleikhús- inu. Það er líka mikil eftirvænting að vita hverfær heiðursverðlaunin en það hvílir jafnan leynd yfir því. Svo kjósa áhorfend- ur sýningu ársins og það verður einnig forvitnilegt að sjá.“ Hvað ertu að gera utan þess að kynna leiklistarverðlaunin? „Ég er með alls konar verkefni í gangi. Ég var að Ijúka við að leikstýra finnsku sakamálaleikriti í útvarpi, sem verður frumflutt í júlí. Auk þess les ég inn á myndir, auglýsingar og teiknimyndir. Svo eru alltaf einhver önnur verkefni, eins og þessi leiklistarverðlaun. Það má því segja að ég sé svona sjálfstæður listamaður." OC-stjarnan býður fundarlaun Sæti strákurinn úr OC, Adam Brody, býður 100 dali íyrir hvern þann sem getur fundið eintak af auglýsingu sem hann lék í áður en hann varð frægur. Brody lék strák sem þurfti á bólumeðferð að halda og sýndi auglýsingin myndir af hon- um með bólur og bólulausan eftir meðferðina. „Fyrsta auglýsingin mín var fyrir bólukrem. Það þurfti að farða mig í tvær klukkustundir. Ég hef aldrei séð auglýsinguna en vinir mínir hafa séð hana.“ Brody sagðist hafa verið með mikið af ból- um við upphaf auglýsingarinnar en hafi huggað sig við að í lokin myndu áhorfendur sjá að hann væri í raun ekki með svo slæma húð. ...draumórafólk spennufíkla Eitthvað fyrir.. Bíórásin - Vanilla Sky - kl. 22 Ein af umtöluðustu kvikmyndum síðari ára. Þetta er mynd sem varla er hægt að lýsa í orðum, enda allt í senn; dram- atísk, rómantísk og spennandi. Útgef- andinn, David Aames, tekur öllu sem sjálfsögðum hlut. Hann er bráðmyndar- legur og af peningum á hann nóg. Ástar- lífið er fjörugt en svo fer að gæfan snýr við honum baki og það svo um munar. Eða er þetta kannski allt saman bara draumur? Aðalhlutverk: Tom Cruise, Penélope Cruz, Cameron Diaz, Kurt Russell. Leikstjóri er Cameron Crowe. 2001. Bönnuð bömum. RÚV - Rannsókn málsins - kl. 22.20 Æsispennandi bresk sakamálamynd í tveimur hlutum frá 2002 og er þetta fimmta sagan úr flokki sem hefur yfir- skriftina „Rannsókn málsins" (Trial and Retribution). Þar segir frá því þeg- ar beinagrind af ungri konu finnst á lóð þar sem áður stóð gistihús og lögreglan reynir að komast til botns í málinu. Leikstjóri er Aisling Walsh og meðal leikenda eru Kate Buffery og David Hay- man. Seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni. Morgun Síðdegi Kvöld 18:30-21:00 17.05 Leiðarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Pétur kanína (5:6) (World of Peter Rabblt) 18.30 Gló magnaða (11:19) (Kim Possible) 19.00 Fréttir og íþróttir 19.35 Kastljósið 20.10 Everwood (9:22) (Everwood II) 20.55 Gríman 2005 í þættinum verða kynntar tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. WL B 06.58 ísland í bi'tið jig 4 09.00 Bold and the w m Beautiful (Glæstar vonir) 09.20 I fínu formi (Þolfimi) 09.35 Oprah Winfrey (Addicted To Lying) 10.20 ísland í bítið 12.20 Neighbours (Nágrannar) 12.45 í fínu formi (Þolfimi) 13.00 Perfect Strangers (75:150) (Úr bæ í borg) 13.25 George Lopez 3 (23:28) (e) 13.50 Married to the Kellys (6:22) (e) (Kelly-fjölskyldan) 14.15 Kóngur um stund (4:18) 14.40 The Sketch Show 2 (7:8) (Sketsaþátturlnn) 15.05 Extreme Makeover (8:23) (e) 17.53 Nelghbours (Nágrannar) 18.18 ísland í dag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 ísland í dag 19.35 Simpsons (Simpson-fjölskyldan) 20.00 Strákarnir (Brot af því besta) 20.30 Fear Factor (9:31) (Mörk óttans 5) Fear Factor er alvöru raunveruleikasjónvarp þar sem keppendur fara bókstaflega út á ystu nof. © 17.55 Cheers 18.20 One Tree Hill (e) Hér er á ferðinni vandað fjölskyldu- drama af bestu gerð. 19.15 Þak yfir höfuðið (e) 19.30 According to Jim (e) 20.00 The Biggest Loser Caroline Rhea er umsjónarmaður The Biggest Loser. í þáttunum keppa offitusjúklingar, með hjálp sérvalinna einkaþjálfara, um hverjum gengur best að megra sig og halda reglurnar. 20.50 Þak yfir höfuðið 07.00 Olíssport crQn 07.30 Olíssport 08.00 Olíssport 17.45 Olíssport 18.15 David Letterman 19.00 NBA (Úrslitakeppni) 08.30 Olíssport ...fræga fólkið Skjár 1 - Jay Leno - kl. 22.45 Jay Leno hefur verið kallaður ókrýndur konungur spjallþátta- stjómenda og hefur verið á dagskrá Skjás eins frá upphafi. Hann tekur á móti gestum af öllum gerðum í sjónvarpssal og má með sanni segja að fína og fræga fólkið sé í áskrift að kaffisopa í settinu þegar mikið hggur við. í lok hvers þáttar er boð- ið upp á heimsfrægt tónlistarfólk. 06.00 Vanilla Sky Bönnuð börnum. 08.15 Mr. Deeds (Herra Deeds) 10.00 Kissing Jessica Stein (Að kyssa Jessicu) 12.00 Gentlemen's Relish (Herrayndi) 14.00 Mr. Deeds (Herra Deeds) 16.00 Kissing Jessica Stein (Að kyssa Jessicu) 18.00 Gentlemen's Relish (Herrayndi) 20.00 In America (í Ameríku) Dramatísk kvikmynd um unga fjölskyldu sem reynir að fóta sig í New York. Þau eru af írskum ættum en fjölskyldufaðirinn freistar þess að sjá þeim farborða með leiklist. Aðbúnaðurinn á nýja heimilinu er ekki góður en fjölskyldan reynir að gera það besta úr öllu saman. Bönnuð bömum. 07.00 Meiri músík 19.00 Tvíhöfði (e) Af netinu? One Tree Hill þættimir eru alveg að gera sig ennþá. Lucas er bara hrikalega eitt- hvað góður og sætur og allt. Ég vona að hann og Brooke eigi eftir að ná saman aftur, maður beið með öndina í hálsinum eftir að þau myndu kyssast í síðasta þætti. Það gerisí örugglega í næsta. Ég á ekki orð yfir það hvað Dan er vondur maður. Það sem hann gerði bróður sínum er ófyrirgefanlegt, aumingja Keith. Ég vona bara að hann finni brúðina sína og þau gifti sig after all. Ég var ekk- ert smáánægð með Önnu, þvílíkt fífl sem bróðir hennar er, gott á hann, hehe... Ég varð nú fyrir smávonbrigðum með að Haley skyldi ekki koma heim með Nat- han, æ, hann er svo yfir sig ástfanginn af henni en það þarf víst tvo til. Svo þetta dæmi með Jake og Jenny. Ég er ekki að gúddera að tuðran nái af honum barninu, það bara má ekki gerast. Þau eru svo sæt lítil fjölskylda Jake, Payton og Jenny. Hann er voða sætur, kærasti Karenar, mömmu Lucasar, en come on, mér finnst alltof sýnilegur aldursmunur á þeim. Mér finnst hún gæti verið mamma hans, þau eru samt voða dúllur eitthvað. Mér finnst bara eitthvað svo ótrúlegt að svona sætur, ríkur gæi myndi falla fyrir henni, veit ekki af hverju http://blog.central.is/harpamel Haha, One Tree Hill er alveg að missa sig, úff, sápur eru skemmtilegar í hófi en ég held að þeir sem skrifi þessa þætti séu alveg búnir að missa sig. Ég vil frekar O.C. One Tree Hill er annaðhvort ekki með nógu ýktar persónur eða alltof ýktar, ég held að þetta seinna sé sennilegra. Ég ætla samt ekki að hætta að horfa á það, þetta er ekkert leiðinlegt, bara dáldið kjánalegt og hlægilegt. Ég held að einhver fari að deyja bráðum, það væri dæmigert. http://www.folk.is/laran88/ Athugasemd í fjölmiðlapistli Blaðsins 30. maí, sem er að mestu ánægjuleg lesning um mannauðinn á fréttastofu Stöðvar 2, er því klínt á undirritaðan að rugla saman hagsmunum eigenda fyrirtækisins og fréttum. Mér er gefið að sök að hafa sveigt út af „hreinstefnu" minni í fréttum og „tekist að koma því inn“ í frétt um trampólinslys að Húsasmiðjan hafi selt svo og svo marga tugi slíkra leiktækja daginn sem hún opnaði nýja verslun. Látum vera þótt ég hafi bara lesið kynn- inguna á fréttinni og hafi hvorki veriö höfundur hennar né umsjónarmaður umrædds fréttatíma. Látum vera þótt í fréttinni hafi verið talað um fleiri verslan- ir en Húsasmiðjuna sem selja trampólín, í þeim augljósa tilgangi að sýna fram á söluæðið. Mér er samt gersamlega fyrirmunað að skilja hvemig Blaðið geti talið það vera sérstaka hagsmunagæslu fyrir eigendur Húsasmiðjunnar að vara við vöru sem þeir selja. Þór Jónsson, varafréttastjóri Stöðvar 2

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.