blaðið - 14.06.2005, Side 30
þriðjudagur, 14. júní 2005 i blaðið
V\M\J...
Halldór og smásálirnar
Er ekki alveg ótækt að vera að
vasast í honum Halldóri mínum
bara út af því að einhver skrifstofu-
blók gleymdi að segja honum að
hann væri að skrifa tékka handa
sjálfum sér upp ó einhveija sprill-
jarða í kvóta eða einhveiju? Mér
finnst þetta óttaleg smámunasemi.
En það er alltaf þannig - það er allt-
af ráðist á framámenn þjóðarinnar
með ómögulegt skítkast.
Mútuþægni? Vitleysa alltaf
hreint
Eins og bévítans fréttamennim-
ir sem vora eitthvað að klína lax-
veiðiferðum upp á einn ráðherrann
um árið og ásaka hann um mútu-
þægni. Mútuþægni! Á íslandi!
Ekki nema það þó. Ég veit ekki
betur en búðareigendur séu alltaf
að bera vínarbrauð í þessa írétta-
menn alltaf hreint. Svei þeim í
allar áttir. Mega menn ekki bara
vera vinir hver annars? Og hittast
í laxi? Það er bara eðlilegt að menn
sem stunda mikil viðskipti saman
tengist svolítið - og ef það verður
til þess að afhjúpa sameiginleg
áhugamál - er það þá ekki bara
gott og blessað? Það heitir ekki við-
skiptavinur fyrir ekki neitt. Ég er
viss um að þetta fólk er bara öfund-
sjúkt af því að það er ekki duglegt
eins og hann Halldór okkar. En
það er nú svo.
Fjaðrafok
Annars ríður vitleysan ekki við
einteyming þessa dagana. Það
spurðist út að einhver fótbolta-
spjótrungur ætlaði að heiðra land-
ið með nærveru sinni - og hvað
gerðist? Það varð allt vitlaust!
Blaðamenn og æstar smámeyjar
hrúguðust fyrir utan gamla Al-
þýðuflokkshúsið - í fyrsta sinn frá
upphafi - og hvers vegna í ósköpun-
um? Bara af því að þeir sem eiga
landið bjóða vinum sínum í heim-
sókn. Mér finnst þetta svindl, og
ég er bara móðgaður. En svo kom
hann ekkert. Gott á þá, segi ég.
Maður á ekki að trufla ríka fólkið.
Það á nógu erfitt fyrir.
Sanngjörn laun fyrir sann-
gjarna vinnu
Mér finnst bara að þeir sem eru
duglegir eigi að fá verðskulduð
laun síns erfiðis. Mér finnst að það
komi bara fólki ekkert við sem er
ekki í þessu hvort eð er að vera eitt-
hvað að agnúast út af einhverjum
svona kvóta- og innheijaviðskipt-
um og bitlingum og einkavæðingu
og spillingu og svona hlutum sem
fólk skilur ekki hvort eð er. Ég er
viss um að þetta hafa verið sömu
öfundsýkipésamir og skömmuðust
sem mest út af laxveiðinni í stað-
inn fyrir að fara bara út í búð og
kaupa sér sinn eigin - og það eru
sömu skrambans smásálimar sem
eru að agnúast út í hann Halldór
okkar. Þú veist hvemig þetta er.
D1§}
- -iny s.Child
eysist upp
Hljómsveitin Destiny's Child mun
hætta þegar tónleikaferðalagi þeirra
um Bandaríkin lýkur í september.
Kelly Rowland lýsti þessu yfir fyr-
ir hönd meólima Destiny's Child á
tónleikum í Barcelona á laugardags-
kvöld. í yfirlýsingu ó MTV á sunnu-
dag þakkaði þríeykið, Rowland, Bey-
oncé Knowles og Michelle Williams,
aðdáendum sínum og sögðu mikinn
systurkærleik vera sín á milli. „Vió
höfum unnið saman sem Destiny's
Child síðan við voram m'u ára og höf-
um farið í tónleikaferðalög síðan við
voram 14 ára. Eftir miklar umræður
og hugleiðingar áttuðum við okkur á
því að þetta tónleikaferðalag er tilval-
ið tækifæri til að yfirgefa hljómsveit-
ina á toppnum, sameinaðar í vinskap
okkar og uppfullar þakklæti fyrir tón-
listina, aódáenduma og hveija aðra.“
Stúlkumar sögðu líka að eftir að hafa
unnið saman í öll þessi ár áttuðu þær
sig á því að nú væri kominn tími til að
halda sína leið. Stúlkumar ætla allar
að vinna að einstaklingsferli sínum í
sjónvarpi, kvikmyndum, leikhúsi og
tónlist. „Hvað svo sem gerist þá mun-
um við alltaf elska hver aðra, sem vin-
ir og sem systur, og við munum allt-
af styðja hver aðra sem listamenn.
Við viljum þakka öllum aðdáendum
okkar fyrir ómetanlega ást þeirra
og stuðning og vonandi munum við
sjó ykkur aftur.“ Yfirlýsingin kom á
óvart þar sem undanfarið hefur þrí-
eykið í sífellu þaggað niður orðróm
um endalok hljómsveitarinnar en sá
orðrómur fór hæst í kjölfór sólóplötu
Knowles árið 2003. Destiny's Child
er söluhæsta kvennahljómsveit sög-
unnar og hefur selt yfir 40 milljónir
platna um allan heim.
MacEo ina
osaff við imvnc
rmýna sína
Madonna hefur viðurkennt að hún
gekk of langt með kynþokkafulla
ímynd sína í upphafi ferilsins. Söng-
konan þekkta segir að áleitin lög eins
og „Like a Virgin", kræfir tónleikar
og hin ögrandi bók, „Sex“ árið 1992,
gætu haft misvísandi áhrif á aðdá-
endur. „Stundum var ég áberandi
kynþokkafull, bara til að sýna mig
þótt ég þyrfti þess ekki. Ég held ég
hafi sært sjálfa mig.“ Madonna segir
að vitanlega vilji engin vera dæmd,
viðurkennd eða elskuð vegna þess
hvemig hún líti út eða hve kynþokka-
full hún er en hún hafi látið þetta
allt ýta undir sjálfsálitið og: „Éghugs-
aði: Er ég ekki fróbær? Þeir era að
skrifa um mig, mínar myndir eru á
forsíðum tímarita. Ég er svo frábær.“
Madonna segir að hún hafi sent mis-
vísandi skilaboð til aðdáenda, annað-
hvort sagt „trúðu á sjálfan þig“ eða
„vertu ögrandi og kynþokkafull".
Þessi yfirlýsing Madonnu kemur í
kjölfar útgáfu fimmtu bamabókar
hennar.
Spurlock
á kreik á ný
íslandsvinurinn Morgan
Spurlock hefur enn á ný fund-
ið verkefni sem vekur mikla
athygli, og eins og áður snýst
verkefnið um að kvelja hann og
hans nánustu. Eins og margir
muna borðaði Spurlock einung-
is McDonalds-máltíðir í mánuð í
heimildarmynd sinni Super Size Me
og hafði það töluverð áhrif á heilsu
hans, sem og samlíf hans og
unnustunnar. í nýrri sjón-
varpsseríu notar hann
svipaða aðferðafræði
til að taka á alvarleg-
um málefnum í Banda-
ríkjunum. í hveijum
þætti mun einhver lifa
gjörólíku lífi í mánuð.
Sem dæmi má nefna að
dreifbýlismamma mun
verða dagdrykkjumanheskja í mán-
uð, íhaldssamur ráðherra býr með
samkynhneigðum herbergisfélaga
og sannkristinn einstakhngur mun
verða múslími. í fyrsta þættinum
munu Spurlock og unnusta hans
flytja af vel búnu heimili sínu og
freista þess að lifa af lágmarkslaun-
um í Ohio. Eftir mánaðardvöl bjuggu
þau fyrir ofan dópbæli og vora orðin
skuldug. „Þetta lífgar við vandamál
sem mörg okkar heyra bara um,“ seg-
ir Spurlock. „Við höfðum enga hug-
mynd um hve erfitt þetta yrði fyrir
okkur. í lok dagsins gátum við farið
heim en það era milljónir manns sem
búa svona allt árið um kring.“ Það
má því segja að Spurlock rannsaki
mannlega eymd með votti af kímni
og hæðni. Viðfangsefnið verður því
hvorki þungt né í fyrirlestraformi.
Hvað segja stjörnurnar?
Vatnsberi yjjP (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maí-21. júnQ |S|Vog (23. september-23. október)
$ Þeir sem sýna þér óvenju mikinn áhuga í dag gætu ætlað að hafa not af þér. Kíktu undir yfirborðið og vertu vakandi. V Stattu fastur á væntingum þínum og þú munt fá þess konar ást sem þú átt skilið. Vertu þolinmóður. Ef þú flýtir þér þá gætirðu misst af einhverju mikilfenglequ. S Það verður fjölbreytilegur dagur í vinnunni í dag. Ekki fresta ákveðnum verkefnum, þú hef- ur alveg tíma til að Ijúka þeim. V Það eru of marglr að skiþta sér af ástarlífi þínu. Þeir meina vel en afskiptasemi einkennir tal þeirra. S Ekki hafa áhyggjur af mistökum sem þú gerir I vinnunni. Það er fullkomlega eðlilegt og enginn er að pæla I því, fyrir utan þig. 1F Samkennd þln er óvenjusterk þessa dag- ana og marair sem leita til þín. Þú munt hjálpa einhverjum i vanda.
Fiskar (19. febrúar-20. mars) Krabbi (22. júnl-22. júlQ Sporðdreki (24. október-21. nóvember)
$ Þú hefur sýnt einhverjum á vinnustað þ(n- um ómetanlega góðsemi. Jafnvel þótt þig langi til að láta í þér heyra þá er góðsemi þín það sem persónan þarfnast. V Einstaka sinnum, eins og í dag, ættirðu að hvila heilann og leyfa hjartanu að stjórna. Ekki hafa áhyggjur af smáatriðunum, þú leysir úr öllum vanda síðar. S Ekki bíða með að leysa úr litlu málunum því án athugunar geta litil mál orðið ansi stór. V I dag er dagur viðræðna. Vertu óhræddur við að taka og ræða um hvað svo sem pirrar Þig. S Það er rólegur og góður dagur í dag. Ein- hver vinnufélagi þarfnast greiða, vertu opinn fyr- ir hverju sem er. V Það er góður dagur I dag fyrir elskendur. Engin vandamál heldur skemmtilegur og róman- tískur dagur.
Q Hrútur (21.mars-19. apríl) #31Ljón ^•7 (23. júlf- 22. ágúst) Bogmaður (22. nóvember-21. desember)
S Það er óhollt að sitja við skrifborð allan daginn. Farðu í stuttan göngutúr á hverjum degi. Bæði er það hollt og svo gætirðu kynnst einhverjum skemmtilegum. V Gerðu eitthvað fallegt fyrir ástvin í dag. Jafnvel minnsti verknaður getur gert gæfumun- inn. S Vinnupartí eru ekkert spennandi lengur. Þú þarft ekki að vera vinur allra og þaðan af síð- ur að mæta ef þú vilt það ekki. V Vertu sáttur fyrir hvar þú stendur 1 llfinu. Klapþaðu þér á bakiö fyrir þann árangur sem þú hefur náð. Ef þú átt aukapening þá skaltu eyða honum i sjálfan þiq. S Það er margt að gerast í vinnunni þessa dagana. Þótt þú vildir helst rjúka áfram og klára allt þá er betra að hafa sig hægan. V Ást er yndisleg tilfinning en vertu viss um að þú hugsir skýrt þegar þú tekur ákvarðanir.
Naut (20. apríl-20. maí) Mewa (23. ágúst-22. september) Steingeit (22. desember-19. janúar)
S Leyfðu þínum sanna persónuleika að koma í Ijós í dag. Vinnustaðurinn er frábær staður til að sýna þokka þinn. V Astin er skær í llfi þínu um þessar mundir, hvort sem þú veist af því eða ekki. Sýndu nær- gætni í að hafna óliklegum elskhugum. S Vinnufélagi I vandræðum þarfnast hjálpar þinnar. Þú munt uppgötva að hann þýr yfir hæfi- leikurp sem þú þarft að þróa betur. V Það er rólegt tímabil að hefjast um þessar mundir og I dag er frábær dagur til endurmlnn- inga. Þegar þú leitar að leiðum til áframhaldandi þroska, hugsaðu um hvernig þú getur hjálþað öðrum. S Taktu þér tíma til að senda gömlum vinnu- félögum stuttan tölvuþóst. Vinaleg kveðja getur haldið mikilvægu viðskiptasambandi á llri. V Þetta er frábær dagur til að hrista upþ I gömlum samböndum. Gefðu öllum tækifæri, hver veit nema þeir hafi breyst rétt eins og þú.