blaðið - 23.06.2005, Síða 8

blaðið - 23.06.2005, Síða 8
SHOPL/SA.IS / sSHOPUSAAS/ Uppreisnarmenn á heræfingu í Bouake á Fílabeinsströndinni. Fátækt og vonleysi knýja bagaða æsku til að taka þátt í bar- dögum fyrir hvern sem getur boðið það sem þau fengju ekki annars: Peninga og tilgang til að lifa. Hjálparstarfsmenn segja forgangsverkefni að ungviði Afríku séu sköpuð ásættanleg lífsskilyrði. 8 erlent fimmtudagur, 23. júní 2005 i blaðið Segist enn vera forseti Iraks Fyrrverandi fangaverðir Saddams Hussein tjá sig bjornbragi@vbl.is Saddam Hussein elskar Doritos- snakk, talar stöðugt, hefur mikla hreinlætisþráhyggju og heldur því fram að hann sé ennþá forseti íraks. Aðspurður um forseta Bandaríkjanna segist hann dást að Ronald Reagan, Bill Clinton sé „ágætur" en Bush-feðg- arnir „fyrirlitlegir". Þetta er á meðal þess sem fimm hermenn, sem ný- lega hættu störfum sem fangaverðir Saddams, segja í viðtali í júlíútgáfu GQ-tímaritsins. Fyrrverandi íraksfor- setinn hefur verið í haldi Bandaríkja- manna síðan í desember 2003. Hermennirnir greina frá þvi að þeir hafi engum mátt segja frá störfum sín- um, hvar Saddam hafi verið í haldi né gefa nokkrar upplýsingar um staðinn sem honum var haldið á. Segja þeir hann hafa verið í algjörri hámarks- gæslu á meðan hann beið réttarhalda írakskra yfirvalda yfir honum vegna fjöldamorða og annarra glæpa. Her- mennirnir gátu þó sagt tímaritinu frá persónulegum samskiptum við Sadd- am. Létu þeir hafa eftir sér að hann talaði bjagaða ensku, hefði haft mik- inn áhuga á að heyra um líf þeirra og hafi m.a.s. boðið þeim að koma í heim- sókn til sín þegar hann sneri aftur til valda í írak. „Hann talaði stöðugt um að hann væri enn forseti í írak. Hann er fullviss um það,“ sagði Jesse Daw- son, einn hermannanna. „Fyrst um sinn var hann mjög harðorður í garð Bush-feðganna. Með tímanum róað- ist hann þó og sagðist aðeins vilja tala við hann og jafnvel verða til vina við hann.“ Dawson sagði að Saddam hefði áréttað við herrnennina: „Hann (Bush) veit að ég á ekki neitt, engin stór vopn. Hann veit að hann mun aldrei finna þau.“ Hermennirnir segja Saddam hafa verið sérstaklega vinalegan gagnvart yngri vörðunum og átt það til að gefa þeim fóðurleg ráð. „Þegar einn þeirra sagði honum að hann væri að fara að kvænast sagði Saddam: „Þú verður að finna þér góða konu. Ekki of gáf- aða, ekki of heimska. Ekki of gamla, ekki of unga. Einhveija sem kann að elda og þrífa.“ Svo brosti hann og hló og hélt áfram að þvo þvott í vaskinum hjá sér.“ Saddam er sagður hafa verið afar hreinlátur og t.d. hafi hann þveg- ið sér um hendurnar eftir hvert ein- asta skipti sem hann tók í höndina á fólki og notað bleyjuþurrkur til að þrífa matarbakka. Saddam bað bæn- ir fimm sinnum á dag og hafði hjá sér Kóran sem hann sagðist hafa fundið í braki hjá felustað sínum. „Hann sýndi okkur Kóraninn stoltur, því brúnir hans voru brenndar og byssu- kúla hafði farið í gegnum hann.“ Saddam sagði einnig að eina ástæð- an fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu náð honum væri sú að eini maðurinn sem vissi hvar hann var hefði kjaftað frá. „Hann var mjög reiður yfir því,“ sagði Dawson. „Hann bar sig saman við Jesúm og hvernig Júdas sveik hann og sagði að ef hann hefði ekki verið svikinn af sínum Júdasi hefði hann aldrei náðst.“ Enginn talsmað- Saddam Hussein ur Pentagon í Bandaríkjunum hefur fengist til að tjá sig um greinina. ■ um morð Breska konungs- fjölskyldan eyoslusöm Útgjöld bresku konungsfjölskyldunn- ar eru tæpir 4,4 milljarðir ísl. kr. árlega samkvæmt niðurstöðum rann- sókna á útgjöldum fjölskyldunnar. Ferð Karls Bretaprins til Sri Lanka, Ástralíu og Fiji-eyja kostaði t.a.m. rúmar 36 milljónir ísl. kr. Þá fékk Elísabet Bretadrottning endurgreidd- ar rúmar 120 milljónir króna fyrir viðskiptagjöld Buckingham-hallar. Alan Reid, umsjónarmaður með fjár- málum konungsfjölskyldunnar, sagði ekki verið að leitast eftir því að bjóða upp á ódýrt konungsveldi. „Við erum að bjóða upp á konungsveldi með góð gildi, í miklum gæðum." Edgar Ray Killen, áttræður fyrrum meðlimur Ku Klux Klan, hefur ver- ið fundinn sekur um morð á þremur mönnum, en morðin áttu sér stað ár- ið 1964. Fyrst um sinn var kviðdóm- urinn tvískiptur í niðurstöðu sinni, eins og frarn kom í Blaðinu í gær, en þegar fundað var á ný var hann ein- róma um sekt Killens. Svo kaldhæðn- islega vildi til að nákvæmlega 41 ár var liðið frá morðunum þegar kvið- dómurinn skýrði frá úrskurði sínum. Killen, sem bundinn er við hjólastól, sýndi lítil sem engin viðbrögð við niðurstöðunni. Hann mun að öllum líkindum eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi en dómsuppkvaðning er ráðgerð næstkomandi þriðjudag. Edgar Ray Killen. Killen fundinn sekur Norður-Kórea vill aukna aðstoð Chung Dong-young, Sameiningar- ráðherra Suður-Kóreu, ásamt Kwon Ho-ung, fulltrúa Norður-kóresku sendi- nefndarinnar. Bandarísk njósnaflugvél, af gerðinni U-2, hrapaði í Suðvestur-Asíu laust Norður-Kóreumenn segjast ekki myndu þurfa á kjamorkuvopnum að halda ef Bandaríkjamenn kæmu fram við þá sem vini. Þetta kom fram á fundi þeirra við grannríkið Suður- Kóreu í gær. Chung Dong-young, Sameiningarráðherra Suður-Kóreu, þrýsti á norðanmenn að ganga til við- ræðna við önnur ríki um kjarnorku- vopnaeign sína, en þeir hafa huns- að fundi með öðrum ríkjum um slík mál undanfarin misseri. Talsmenn beggja ríkja sögðu viðræðurnar hafa verið afar jákvæðar og afkastamikl- ar. Norður-Kóreumenn báðu granna sína um aukna matvælaaðstoð en sunnanmenn hafa aðstoðað þá und- anfarin ár með matarsendingum og öðru tilheyrandi. Norður-Kórea er eitt einangraðasta ríki heims, mik- il fátækt ríkir þar og hungursneyð, m.a. sökum stöðugra uppskerubresta frá því snemma á 10. áratugnum. fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að flugmaður hennar fórst. Vélin var á leið til baka frá Afganistan þegar hún hrapaði en talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki gefa upp nána staðsetningu á því hvar hún hefði hrapað. U-2 er eftir- litsflugvél sem var fyrst þróuð í kalda stríðinu og er yfirleitt aðeins mönnuð flugmanni. Orsakir slyssins eru óljós- ar en rannsókn er hafin á málinu. Páfi gagnrýnir Evrópubúa Benedikt XVI veifar mannfjöldanum á Péturstorginu í Vatíkaninu í gær. Benedikt XVI ávítar Evrópubúa í fyrstu bókinni sem gefin er út eftir hann síðan hann var vígður í emb- ætti páfa fyrr á þessu ári. Bókin ber nafnið „Evrópa Benedikts: í menning- arkreppu” (e. The Europe of Benedict: In the crisis of culture) og var skrifuð á ítölsku á árunum 1992, 1997 og í byrjun þessa árs. Páfi gagnrýnir menningu Evrópubúa sem hann seg- ir útiloka Guð frá lífinu og leyfa morð á saklausum, ófæddum börnum með löglegum fóstureyðingum. Fer hann hörðum orðum um fóstureyðingar og segir að enginn hafi rétt til að „taka líf þeirra yngstu og varnarlausustu, sem ekki hafi rödd.“ Segir páfi að fólk ætti að reyna að taka sér munkinn Benedikt frá Núrsíu til fyrirmyndar, en hann var uppi á 5. og 6. öld og er talinn hafa lagt grunninn að klaust- urlifnaði í Evrópu. Bókin þykir gefa góða mynd af þeim forgangsverkefn- um sem Benedikt XVI mun taka að sér meðan hann situr í páfastóli. VIÐ HÖFUM ALLAR , GERÐIR j BÍLA 5-9 MANNA E Njósnaflugvél hrapar

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.