blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 11
blaðið I fimmtudagur, 23. júní 2005
Vísbendingar
í verðlaunagátu
Frekari vísbend-
ingar er að finna á
www.nat.is og ef þú
veist svarið við gátu
vikunnar, sendu
það þá á netfangið
ernak@vbl.is, eða í
pósti á Blaðið, Bæj-
arlind 14-16, 201
Kópavogur.
í næstu viku verður fjallað um þrjá
staði og umhverfi þeirra í sama lands-
hluta.
1. Hótelrekstur hófst þar árið 1947
en elsti hluti gamla hússins var frá
1836.
2. Umboðsmenn konungsjarða
sátu þar frá árinu 1565 og oft sýslu-
menn og aðrir höfðingjar. Á 19. öld
sátu þar einnig amtsmenn.
3. Þar er Gvendarbrunnur, einnig
kallaður Maríulind á síðustu árum,
bergvatnslind sem sprettur undan
hraunjaðrinum í túni Skjaldartrað-
ar. Þar hafa sumir, sem sjá fleira en
almennt gerist, séð heilagri guðsmóð-
ur bregða fyrir.
Þennan
glæsilega Sony Ericsson síma, T630,
hlýtur heppinn lesandi í verðlaun
fyrir rétt svar við ferðagetraun okkar.
Síminn er I boði Sony Ericsson um-
boðsaðila á íslandi en hann er bæði
einfaldur og þægilegur og auðveldar
notandanum að vera I sambandi við
fjölskyldu og vini, líka þegar land er
lagt undir fót. Sony Ericsson T630 er
ný og endurbætt útgáfa af T610, sem
var valinn besti farsími í heimi á GSM-
ráðstefnunni I Cannes 2004. Síminn
mynda-
vél og hægt er
að tengja Ijósmynd og hringitón við
símanúmer I símaskránni og þegar
viðkomandi hringir birtist myndin og
viðeigandi hringitónn heyrist. Einnig
má senda og taka við myndskilaboð-
um og smassa. T630 getur tengst
öllum blátannarbúnaði en getur einnig
tengst tölvu með kapli.
Víðimýri var það, heillin
Vignir Már Lýðsson hefur ferðast mik-
ið um landið en hann átti kollgátuna
þessa vikuna því svarið við gátunni
frá því í síðustu viku er Varmahlíð og
kirkjustaðurinn Víðimýri. Vignir var
að vonum ánægður með nýja Sony
Ericsson símann sem hann hlaut í
verðlaun en hann
hyggst nota símann
á ferðalögum sínum
um landið í sumar.
,J>etta kom sér ákaf-
lega vel því nú get
ég skipt út símanum
sem ég átti.“ Vigni
þykir ákaflega gam-
an að ferðast um
landið og hann hefur
farið hringinn oflar
en einu sinni. „Ég
hef nú ekki ákveð-
ið hvert á land ég
stefni í sumar en ég
á engan sérstakan
uppáhaldsstað, enda
erfitt að gera upp á
milli fallegra staða.
Mér finnst skemmti-
legt að vera alls stað-
ar. Ég ferðast mikið innanlands og
finnst það alltaf skemmtilegt. Eitt
sinn fór ég upp að Drangjökli og gisti
þar í bústað og það var mjög skemmti-
legt. Annars er ég svo heppinn að
eiga ættingja um allt land svo ég á
víða samastað."
Meira á www.kirkjan.is/kirkjudagar
KIRK]UDAGAR
24.-25. júní 2005 á Skólavörðuholti
Á Kirkjudögum gefst tækifæri til að gleðjast
og njóta þeirrar fjölbreytni sem kirkjan öll hefur upp
á að bjóða og taka þátt í 160 dagskráratriðum
Glæsileg opnunarhátíð kl. 20:00
á föstudagskvöldinu
Á laugardag kl. 12:00-18:00
Bama- og unglingadagskrá þar sem allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi, m.a. ævintýraskógur, hoppukastalar,
risafótboltaspil og Ólympíuleikar undarlegra.
Um 40 aðilar kynna starf sitt, m.a. Lúthersk hjóna-
helgi, Leikmannaskólinn, Vinir í bata, ALFA, Skálholts-
útgáfan, Landsmót æskulýðsfélaga og Hópslysanefnd.
40 málstofur um trú, tilfinningar, lífið, kirkjuna og
þjóðmálin: Hverju trúa íslendingar? Trúarbrögðin framlag
til friðar! Hvers vegna er betra að búa út á landi?
Tónlist og söngur úrýmsum áttum, einsöngvarar,
tónleikar, fjöldasöngur og litríkt listalíf.
Útimessa við Hallgrímskirkju kl. 18:00 á laugardag.
Fjölbreytt kvölddagskrá til miðnættis.
Aðgangur ókeypis - allir velkomnir!
Tónleikar
Sýningar
Unglingadagskrá
Ævintýraskógur
Söngleikir
KFUM og KFUK rútan
Málstofur
Útimessa
Barnadagskrá
Barnagæsla
Bænastundir
Kvöldvaka
Pílagrímaganga
ÞJÓÐKIRKJAN