blaðið - 23.06.2005, Side 15
Blómadropar
bæta
Forvitnileg heilsubót
fyrir líkama og sál
Blómadropar eru ein af þeim forvitni-
legu nýjungum sem litið hafa dagsins
]jós á sviði óhefðbundinna lækninga
en þeir þykja með eindæmum góðir
og orkugefandi. Blómadropar eiga
að hjálpa fólki við að bæta andlega,
líkamlega og tilfinningalega líðan
sína og gera það meðvitaðra um sjálft
sig og næmara á eigin sálarástand.
Þá hafa þeir að geyma innsta eðli
ferskrar og óspilltrar náttúru okkar
hér á íslandi en þeir eru framleiddir
úr tæru, íslensku vatni og íslenskum
jurtum sem tíndar eru fjarri manna-
byggð. Jurtir þessar eru því ósnortn-
ar og búnar miklum krafti. Þess má
geta að íslenskir blómadropar þykja
mun öflugri en sambærilegir erlend-
ir, en það er talið vera vegna hreinn-
ar og kraftmikillar náttúru íslands.
Athyglisverðasta viðskipta-
hugmyndin á Brautargengi
Kristbjörg Kristmundsdóttir býr
til og selur „íslenska blómadropa
Kristbjargar", en vörumerkið var á
dögunum valin athyglisverðasta við-
skiptahugmyndin á Brautargengi
(viðskiptanámskeiði athafnakvenna)
vorið 2005, en námskeiðið er á vegum
Impru nýsköpunarmiðstöðvar. „Þetta
er algjört æði bara. Ég er auðvitað
mjög ánægð með þetta og
gott að blómadropar séu
nú viðurkenndir, sérstak-
lega þar sem þetta flokk-
ast undir óhefðbundnar
aðferðir," segir Kristbjörg
aðspurð um viðbrögð
hennar við viðurkenning-
unni. „Þetta er kannski
ekki beint hugsað sem
lækning við líkamlegum
sjúkdómum heldur frekar
til þess að nálgast rótina.
Manneskja sem er t.d. með ristil-
krampa getur þjáðst af honum vegna
tilfinningalegra aðstæðna, spennu
eða álags. Þar geta blómadropað
hjálpað mikið.“
Kristbjörg segir fólk sýna jákvæð
viðbrögð við blómadropunum og að
flestir séu ánægðir með virkni þeirra.
„Það eru líka aðallega þeir sem eru
meðvitaðir um sjálfa sig og gera sér
grein fyrir líðan sinni sem finna
mun - þeir finna bætta og betri líð-
an, Hjá sumum liggur rót vandans
mjög djúpt og þá þarf kannski fleira
að spila inn í. Þá á ég t.d. við ef fólk
hefur lent í áfóllum í æsku, sem hafa
svo undið upp á sig með árunum, og
viðkomandi er orðinn mjög illa á sig
kominn og á í erfiðleikum með að
fóta sig í samfélaginu," segir Krist-
björg, en hún bætir því við dropamir
gefi okkur aðallega orku til þess að
umbreyta erfiðum tilfinningum og
hugsanamynstrum í léttleika, frelsi
og gleði. Fólk verði betur í stakk búið
til að takast á við það sem angrar það
hveiju sinni og flæði frá sálinni verð-
ur opnara. Neikvæð þróun snýst við
með tímanum.
Sérstaklega góð virkni
á börnum og dýrum
Kristbjörg selur blómadropana í flest-
um heilsuvöruverslunum og jurta-
apótekum, en þar er hægt að fá drop-
ana í flöskuformi. Margar tegundir
ero til í þessu og mismunandi hvað
fólk þarf; sumir þurfa streitulosandi
dropa, aðra vantar kvíðastillandi eða
svokallaða sjálfsöryggisdropa, og þar
fram eftir götunum. „Það er mjög mik-
ið til af þessu og fólk þarf auðvitað að
kynna sér hvað gæti hentað því. Svo
er líka mjög mikið á döfinni og margt
nýtt að koma,“ segir Kristbjörg, en
hún segir afar auðvelt að nota drop-
ana - það séu eingöngu settir nokkrir
dropar undir tunguna eða í vatnsglas
og virknin komi fljótt í ljós. Aðspurð
segir hún marga vera að skilja hversu
mikið blómadropar geta gert, að fólk
sé orðið meðvitaðra um kosti drop-
anna og að æ fleiri sýni þeim áhuga.
„Ég er með svo ótal sögur um virkni
dropanna. Krakkar sem hafa pissað
undir, hætta því eftir notkun, krakk-
ar sem stama eða eru ofvirkir sýna
góða svörun, og svo er auðvitað fólk á
öllum aldri sem notar þetta til heilsu-
bótar. Það er kannski skemmtilegt
að segja frá atviki sem ég
lenti í um daginn. Þá var
ég í hestaferð í hópi góðs
fólk þegar einn hesturinn
festist ofan í skurði og
var greyið alveg að gefast
upp. Þarna voru stórir og
sterkir karlar og fullt af
fólki, en hesturinn sökk
dýpra og dýpra og virtist
ekki ætla að hafa þetta af
- enginn gat hjálpað hon-
um. Svo mundi ég allt í
einu eftir því að ég var með í vasan-
um dropa sem kallast „lífsbjörg“, en
þeir ýta snarlega við lífsviljanum og
efla dug í fólki og dýrum. Þá blöndu
er ég alltaf með á mér, hún bjargar
öllum mögulegum kringumstæðum.
Ég setti nokkra dropa á höndina og
gaf hestinum og innan tíðar sáu all-
ir að ljós kviknaði í augum hans og
hann var innan mínútu kominn hálf-
ur upp úr skurðinum. Það voru þarna
allir kjaftstopp bara en síðan þá hafa
margir af þeim sem á þetta horfðu
notað blómadropana - köldustu karl-
arnir líka,“ segir Kristbjörg, en hún
hvetur fólk til að prófa og sjá. JÞað
verða bara allir að prófa þetta og sjá
virknina, sem er í flestum tilvikum
mjög góð.“
II-------
Köldustu
karlmenn
nota líka
dropana.
KENZO
PIERRE FREY
Yves Deíorme®
*■ *■
PU ATT SKILIÐ AÐ SOFA A
STEARNS & FOSTER
Stuðningur, þægindi, ending og glæsileiki
Langholtsvegi 111 104 Reykjavík • Sími 568 7900
Frá Yves Delorme, einu virtasta ti'skuhúsi Frakklands:
Rúmteppi, rúmfatnaður (lök, pífur, sængurverasett),
baðhandklæði, baðmottur, baðsloppar (dömu/herra),
borðdúkar, ilmsápur,-krem,-kerti o.m.fl.
Rúmin frá Stears & Foster eru hönnuð fyrir fólk
sem vill aðeins það besta. Þau veita réttan stuðning
og tryggja velllðan á hverri nóttu með sérhönhuðu
gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi.
rumco
*
STEARNS& FOSTER