blaðið

Ulloq

blaðið - 23.06.2005, Qupperneq 16

blaðið - 23.06.2005, Qupperneq 16
SHOPUSÆIS / 16 matur PUWÆ M kSHOPUSA.IS J Er koníak brandí? Það er stundum sagt að allt kon- íak sé brandí en ekki allt brandí sé koníak. Brandí þýðir brennt vín sem hægt að búa til hvar sem er í heiminum. Brandí er vínandi sem oftast er búinn til úr vínberjum en stundum öðrum ávöxtum, t.d. epl- um. Vínandinn er eimaður til að ná réttum styrkleika alkóhóls og er svo geymdur í eikartunnum þar til hann er notaður. Flest brandí er blandað úr mismunandi árgöngum til að ná svipuðu bragði ár eftir ár. Einnig er oft notaður sykur og litarefni í blöndurnar í sama skyni. Koníak er hins vegar brandí sem er framleitt í Cognac-héraðinu í Frakklandi. Til að tryggja gæðin er sett reglugjöf um lágmarksaldur vínanda; V.S. er þriggja stjörnu, eða þriggja ára, og V.S.O.P. er fimm ára blanda. Napóle- on og X.O. eru eldri blöndur en þær geta haft misjafnan aldur eftir fram- leiðendum. Margverðlaunaður RagnarÓmarsson,yfirmatreiðslumað- ur á Salti, hinum nýja og glæsilega veitingastað á 1919 Radisson SAS hótelinu, í Pósthússtræti, töfrar fram munúðarfullan mat fyrir lesendur Blaðsins, gefur uppskriftir af veislu- réttum og veitir góðar ráðleggingar í matargerð. Raggi var Matreiðslumað- ur ársins árin 1999 og 2001 og er eini íslendingurinn sem hefur hlotið tit- ilinn Matreiðslumaður Norðurlanda en það var árið 2003. Raggi tók þátt í keppninni „Bocuse'dor" fyrir íslands hönd nú í ár og náði þar glæsilegum árangri og var í fimmta sæti. Síðustu þrjá mánuði hefur Raggi verið að und- irbúa Salt-ið en hann hefur starfað á veitingahúsum víða um heim, t.d. í Frakklandi, Bandaríkjunum og Nor- egi. Fylgist með ráðleggingum Ragga á fimmtudögum og njótið góðs af meistaratöktum hans í eldhúsinu. Kaldar grillsósur Þar sem grill„sísonið“ er í hámarki um þessar mundir er alveg tilvalið að gefa lesendum nokkur skemmtileg ráð um kaldar sósur! Það sem fólk má hafa í huga um kaldar sósur er að þær eru miklu betri ef þær fá aðeins að standa inni í kæli áður en þær eru látnar toppa steikina því þegar verið er að setja hvítlauk, krydd eða annað bragðefni saman við olíur, sýrðan eða mæjó, þá tekur það lágmark tvo tíma að gefa eitthvert bragð frá sér. Einnig er gott geymsluþol á svona sósum, allt upp í tvær vikur í kæli, þannig að best er að laga bara góðan slatta og nota þær sem dressingu á salatið, sósu á brauðið eða sem fyllingu í kartöfluna, svo eitthvað sé nefnt. Hér koma upp- skriftir af tveimur af mínum uppá- haldssósum. Kveðja, Raggi Ómars. Blaðið kynnir: Nýtt hágæðavín í kössum Geymist í 45 daga eftir opnun Robertson Cabernet Sauvignon, rauðvín Robertson Winery - Robertson - S.-Afríka. Þægileg og aðgengileg Cabernet-vín hafa rutt sér til rúms. Cabernet Sauvignon frá Robertson hefur þessi einkenni. Vínið er dökkt og mjúkt, með talsvert miklu blábeijabragði, sem gefur víninu skemmtilegan ávaxtakeim. Vínið er þroskað í sjö mánuði á franskri eik. Vínið er talið mjög góð kaup í mörgum fagritum. Það er mjög góður kostur með íslenska lambinu. Frábær kostur í útileguna - sannkallað sumarvín. Verð: 3690 Robertson Chardonnay, hvítvín Robertson Winery - Robertson - S. Afríka. Sérstaða Chardonnay-vína er sú að þrúgan er ræktuð hátt í fjallshlíðum og gefur það víninu mikinn ferskleika og fyllingu. Vínið hefur mjög mikið bragð af melónu og keim af lime. Það er mjög kremað, með talsverðan keim af hnetum sem kemur frá eik. 20% af víninu eru gerjuð í tunnum og eftir gerjun er það þroskað í nýrri franskri eik. Þetta gefur víninu mikinn karakter og ágæta fyllingu. Eins og önnur vín frá Robertson er vínið hreint og tært með stutta endingu. Vínið er mjög gott með laxi, almennum fiskréttum og jafnvel Thai-mat og svínakjöti. Drekkið vel kælt! Verð: 3490 fimmtudagur, 23. júní 2005 ! blaðið Á myndinni er steikt bruchetta með paprikuosti, avókadói, góðu salati og melónuten- ingum. Svo nota ég grænmetissósuna á brauðið og nota síðan jógúrtsósuna með sem aukadressingu. Grænmetissósa (þessi er geggjuð) Vi stk. tómatur ’/á stk. rauð paprika 2 msk. sólþurrkaðir tómatar 1 msk. ólífur, grænar 2 stk. hvítlauksgeirar 1 msk. steinséljusax 1 dl ólívuolía (ekki Extra Virgin) safi úr hálfri sftrónu salt og pipar Aðferð; Allt maukað saman í matvinnslukönnu og smakkað til með salti og pipar. Góð ráð fyrir matarboð 1. Smátt er betra Það er dýrt að halda stór matarboð, auk þess sem það þýðir að þú ert í eldhúsinu í margar klukkustundir fyrir og á meðan boðinu stendur. Bjóddu bara þínum nánustu vinum og fjölskyldu. 2. Einfaldleiki Það er algjör óþarfi að bjóða upp á margréttaða veislu. Eldaðu einfaldan og góðan mat og gerðu það vel. Einnig er gott að hafa kaldan rétt með, sem er þá jafnvel hægt að útbúa fyrr um daginn. 3. Þrifin auðvelduð Það er óþarfi að þrífa húsið hátt og lágt en hafðu engu að síður snyrtilegt í kringum þig. Kerti og blóm gera kraftaverk. 4. Nægur húsbúnaður Vertu viss um að þú eigir nóg af glösum, hnífapörum og diskum, af því þú vilt ekki vaska upp á milli rétta. Notaðu ímyndunaraflið - ef þú átt lítið eða ekkert borðstofu- borð, fylltu þá gólfið af púðum og skapaðu óformlega stemmningu. 5. Grillpartí Það er ekki alltaf nauðsynlegt að hanga inni í eldhúsi. Hitaðu upp grillið og bjóddu upp á grillaða steik og lax. Það þarf ekkert endilega að vera garðpartí heldur geta gestirnir verið inni. 6. Slakaðu á Matarboð eru skemmtilegust ef húsráðandinn er afslappaður og skemmtilegur. Fáðu þér í glas, borðaðu vel og hafðu gaman af. Jógúrtsósa „Mojo“ 1 dós hrein jógúrt 2 msk. sýrður rjómi safi úr 1/2 lime 1/3 tsk. kúmenduft 1 geiri hvítlaukur, maukaður 1 msk. steinselja, söxuð salt og pipar eftir smekk Aðferð: Allt hrært vel saman. Skriðmispill 800 kn I Sólber 650 kr. Loðvíðir 350 kn I Birkikvistur 399 kr. Blátoppur 550 kn I Blágreni 600 kr. Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.