blaðið - 29.06.2005, Side 8

blaðið - 29.06.2005, Side 8
8 erlent m, miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið Sýknudómi í hópnauðgunar- máli hnekkt bjornbragi@vbl.is Hæstiréttur í Pakistan afturkallaði í gær sýknudóm áírýjunardómstóls yf- ir fimm mönnum og skipaði að þeir yrðu handteknir á ný. Mennimir eru sakaðir um að hafa átt aðild að hóp- nauðgun á konunni Mukhtar Mai, árið 2002. Mai, sem hafði áfrýjað sýknudóminum, kvaðst hæstánægð með úrskurð Hæstaréttar, sem fyr- irskipaði að mennirnir yrðu í haldi lögreglu uns réttað yrði yfir þeim á ný. Mennirnir höfðu verið sýknaðir á þeirri forsendu að skortur væri á sönn- unargögnum og vakti það mikla reiði um alla heimsbyggðina, en málið hef- ur verið í kastljósi fjölmiðla að und- anfórnu. Hæstiréttur mun því rétta núna yfir 14 mönnum, en til viðbótar við mennina fimm hafði einn verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og átta aðr- ir sýknaðir í upphaflegu réttarhöldun- um. Ekki hefur verið ákveðið hvenær nýju réttarhöldin fara fram. Deilt á mannréttindamál í Pak- istan Nauðgunin var upphaflega fyrirskip- uð af þorpsráði í heimahéraði Mai, vegna meintra hjúskaparbrota bróð- ur hennar. Átti hann að hafa sést með konu af valdameiri ættflokki. Síðan Mukhtar Mai var nauðgað hef- ur hún barist fyrir kvenréttindum og aukinni menntun stúlkna í heimabæ sínum. Nýlega hugði hún á ferð til Bandaríkjanna til að ræða mál sitt en forseti Pakistans, Pervez Musharraf, meinaði henni að fara úr landi af ótta við að hún myndi skaða ímynd Pak- istans. Hún fékk þó vegabréf sitt á ný á mánudag og er frjáls ferða sinna. Musharraf forseti hefur ítrekað að mál Mai sé ekki einkennandi fyrir Pakistan og landið sé „ekkert verra en önnur þróunarlönd." Gagnrýnend- ur á félags- og réttarkerfi Pakistans segja mál Mukhtar Mai hins vegar dæmigert fyrir skelfilega meðferð á konum í Pakistan, sérstaklega í af- skekktum héruðum landsins. Sláandi tölur yfir nauðganir Mukhtar Mai segist hafa hugleitt þná kosti eftir að henni var nauðgað. „E: QUELLE BuxurI kr. 9901 Bolir f kv. 690J Peysur. kr. 1A90\ Kjolar kr. 1.490 g>t6* cq nút"**! Yfirhafnirf kr. 2.290 I * 'víVÆS Draktir f kr. Z.2901 Verslua Balvegí 2 • Kópavagi • Sími 564 2600 • wm. quelle.is hefði getað framið sjálfsmorð með því að hoppa ofan í brunn, eða grátið það sem ég ætti eftir ólifað eins og hvert annað fórnarlamb í svona málum. Ég gat líka barist gegn hinu miskunn- arlausa þorps- og ættflokkakerfi og hinu óvægna viðhorfi samfélagsins." Fátítt er að konur í Pakistan kæri til lögreglu kynferðislegt ofbeldi og annað misrétti sem þær gjarnan verða fyrir. Fyrstu níu mánuði árs- ins 2004 voru 320 nauðganir kærðar í Pakistan en á sama tíma voru 350 hópnauðganir kærðar. Aðeins þriðj- ungur þeirra nauðgana sem kærðar voru varð lögreglumál og aðeins 39 manns voru handteknir. Erfingi Wal-Mart deyr í flugslysi John Walton, sonur Sams Waltons, stofnanda verslunarkeðjunnar Wal- Mart, lést á mánudagskvöld í flug- slysi í Wyoming-fylki í Bandaríkjun- um. í marsútgáfu Forbes-tímaritsins var Walton sagður 11. ríkasti mað- ur Bandaríkjanna og eignir hans metnar á 18,2 milljarða bandaríkja- dala (tæpa 1.200 milljarða íslenskra króna). Walton var sjálfur að fljúga vélinni, en hann ku hafa verið mikill flug- áhugamaður. Þar sem flugvél hans var óskráð, heimasmíðuð einka- flugvél er óvíst að tildrög slyssins verði rannsökuð til hlítar þar sem ekki leikur grunur á að um annað en slys hafi verið að ræða. Vitað er að flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak. John Walton var 58 ára og lætur eftir sig eiginkonu og uppkom- inn son. 'g Prinsessan hlaut nafnið fllexia Nýfæddri dóttur hollenska krónprins- ins, Vilhjálms Alexanders, og konu hans, Maximu, hefur verið gefið nafnið Alexía Júhanna Marcella Lár- entína. Krónprinsinn faðir hennar sagði tilviljun hafa ráðið nafngiftinni og neitaði því að hún væri nefnd eftir hálfsystur hans, sem faðir hans eign- aðist utan hjónabands. Onnur hákarlaárás á Flórída 16 ára drengur var á mánudag bit- inn illa af hákarli með þeim afleið- ingum að læknar þurftu að fjarlægja hægri fót hans. Drengurinn varð fyrir miklu blóðtapi eftir árásina og liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi, en er ekki talinn í lífshættu. Hann hafði verið ásamt félögum sínum að veiða úti fyrir ströndinni í mittisdýpi þegar hákarlinn gerði atlögu að hon- um. Aðeins eru tveir dagar síðan 14 ára stúlka lét lífið á Flórída eftir að hákarl réðst á hana. Átti sú árás sér stað tæpa 130 kílómetra frá staðnum þar sem árásin á mánudag varð. Há- karlaárásir eru tíðari á sumrin en á öðrum árstímum þar sem hákarlar synda þá mun nær landi en ella í leit að fæði. Ákveðið hefur verið að auka allt eftirlit á ströndum Flórída og fjölga gæslumönnum í kjölfar atburð- anna. 200 ár frá sjó- orrustunni við Trafalgar Bretar héldu upp það í gær að 200 ár eru liðin frá sjóorrustunni við Trafalg- ar, sem háð var 21. október 1805. Af því tilefni settu þeir á svið mikla og glæsilega sjóorrustu, en 230 skip frá 35 löndum tóku þátt í henni. Orrust- an við Trafalgar markaði upphafið að endalokum veldis Napóleons en í henni sigruðu Bretar sameinaðan flota Frakka og Spánverja. Skipuleggjendur hátíðahaldanna vildu forðast alla þjóðrembu og létu því „rauða liðið" mæta „bláa liðinu" í stað þess að tala um raunverulegu löndin. Telja margir að varkárni Breta hafi stafað af því að þeir vilji ekki hreyfa frekar við Frökkum vegna yfirstandandi deilna milli ríkjanna um framtíð Evrópusambandsins. Útsalan hefst á morgun kl: 10 Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi Sími 55í ííii

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.