blaðið - 29.06.2005, Qupperneq 24
miðvikudagur, 29. júní 2005 I blaðið
KK og Ellen. Eru á tónleikaferð um landið.
Ellen og KK
ferðast um landið
Svartir englar
til Hollands
„Þetta er óneitanlega gaman. Ég er
alveg rólegur, svo sér maður bara
til með framhaldið," segir Ævar Örn
Jósepsson, en hollenskir útgefendur
börðust nýlega um útgáfuréttinn á
glæpasögu hans, „Svörtum englum“.
Eftir níu daga uppboð hreppti Signat-
ure hnossið en það forlag gefur meðal
annars út verk Amaldar Indriðason-
ar og Kristínar Maiju Baldursdóttur.
í Þýskalandi hefur hið þekkta forlag,
Random House, tryggt sér réttinn að
„Svörtum englum“. Ævar Örn segir
útgáfu erlendis skipta máli: „Slíkt
gefur peninga í budduria og flýtir fyr-
ir að ég geti skipt um vinnu og helgað
mig ritstörfum." Hann er að skrifa
nýja sakamálasögu sem mun væntan-
lega koma út fyrir jólin. Hún gerist á
Kárahnjúkum þar sem morð er fram-
ið. Meira vill Ævar Örn ekki gefa upp
að svo komnu máli.
Þegar Ævar er spurður af hveiju
hann hafi byijað að skrifa glæpasögur
segir hann: „Þegar ég var gutti var ég
að rembast við að skrifa en svo kom
að því að ég hafði vit á að skrifa eitt-
hvað sem ég vildi sjálfur lesa. Þannig
varð „Skítadjobb", fyrsta glæpasaga
Ævar Örn Jósepsson. „Svo kom að þvi
að ég hafði vit á að skrifa eitthvað sem
ég vildi sjálfur lesa.“
mín tO.“ Hann segir velgengni Arnald-
ar Indriðasonar á engan hátt virka
truflandi. „Við erum ólíkir höfundar
og það er frekar að hann geri manni
gagn en hitt,“ segir Ævar Órn. ■
„Þetta er í fyrsta skipti sem við Ellen
fórum saman í tónleikaferð en áður
höfum spilað nokkur lög saman. Þetta
er því vissulega tilhlökkunarefni,“
segir tónlistamaðurinn KK en
hann mun ásamt systur sinni
Ellen Kristjánsdóttur ferðast
um landið þessa vikuna. í kvöld
verða þau í Borgamesi þar sem
þau leika í Borgameskirkju og
hefjast tónleikamir klukkan 20. 30.
Síðan liggur leiðin til Akureyrar,
Siglufjarðar, Miðfjarðar, Hólmavíkur
og síðasta ferðin er til Hóla þar
sem þau skemmta í Hólakirkju
næstkomandi mánudag.
„EUen gaf út sálmaplötu í fyrra
sem fékk metsölu og við flytjum
lög af henni. Einnig flytjum við lög
eftir mig og lög sem ég er nýbúinn
að semja og hafa ekki enn komið
út á plötu. Svo lög sem okkur þykir
vænt um og gaman að flytja, eins
og til dæmis Moon River,“ segir KK.
Aðspurður hvort munur sé á því að
leika í Reykjavík eða úti á landi segir
hann: „Það er öðmvísi að spila alls
staðar, það fer eftir samsetningu
fólks á hveijum stað og það er ekki
á hendi neins að ráða því. Engir
tónleikar era eins.“
Á slóðum Don Kíkóta
Meistaraverk Cervantes, Don Kíkóti,
kom út fyrir 400 árum og sannkallað
Don Kíkóta æði hefur gripið um sig á
Spáni. í tilefni afmælisins hefur verið
gerð sérstök ferðamannaleið sem fylg-
ir ævintýram Don Kíkóta. Leiðin er
um 2.500 kilómetrar og liggur frá Tol-
edo til Cuenca. Borgir á þessu svæði
eru 146 og margar þeirra koma fyrir
í skáldsögunni. A þessu svæði era fjöl-
margar vindmyllur, en einn frægasti
kafli bókarinnar segir einmitt frá bar-
daga Don Kíkóta við þær.
klakavelar
Verð
28.000 kr. 0
ÍS-hÚSÍð 566 6000
Útilistaverk
í Kvosinni
Fimmtudagskvöldgöngumar sem
menningarstofnanir borgarinnar
hafa staðið fyrir í sumar hafa mælst
mjög vel fyrir og verið vel sóttar af
fólki á öllum aldri.
Næsta ganga verður fimmtudags-
kvöldið 30. júní og ber hún yfirskrift-
ina „Útilistaverk - augljós og falin“.
Skoðuð verða útilistaverk í Kvosinni
og næsta nágrenni, bæði þau sem
setja sterkan svip á miðborgina og
þau sem vart era sýnileg, en hafa
áhrif á það hvemig við upplifum um-
hverfi okkar og skerpa athygli okkar
og sýn á umhverfið. Leiðsögumað-
ur er Ólöf K. Sigurðardóttir, deild-
arstjóri fræðsludeildar Listasafns
Reykjavíkur.
Auglýsingadeild 510-3744
I ?!
Þrjár íslenskar barna-
bækur til Litháens
Nýverið var samið við
litháíska bókaforlagið
Zara um útgáfu á þremur
íslenskum verðlaunabók-
um fyrir böm: „Sögunni
af bláa hnettinum", eftir
Andra Snæ Magnason
með myndlýsingum Ás-
laugar Jónsdóttur, „Jóni
Oddi og Jóni Bjama“, eftir
Guðrúnu Helgadóttur og
„Engli í Vesturbænum“,
eftir Kristínu Steinsdóttur
með myndlýsingum Höllu
Sólveigar Þorgeirsdóttur.
Bækumar era allar gefnar
út hjá Eddu útgáfu.
Andri Snær Magnason
hlaut íslensku bókmennta-
verðlaunin fyrir „Söguna
af bláa hnettinum", auk
fiölda annarra verðlauna.
Aður hefur bókin verið
seld til Frakklands, Dan-
merkur. Svíþjóðar, Fære;
Andri Snarr .Vlagnáson
$0.00. n af
í) bláa
linettinum
'Tn''C ' (P
g Jóntdóttir myndlýi
Græn-
reyja, u
lands, Eistlands, Spánar, Ítalíu, Júgó-
slavíu, Tælands, Kóreu, Grikklands,
Ungveijalands og Rúmeníu.
Wallander leitar morðingja
Hjá Máli og menningu
er komin út ný spennu-
saga eftir Henning
Mankell, „Fimmta kon-
an“, í þýðingu Vigfusar
Geirdal.
Stjömubjarta nótt í
september fer hæglát-
ur gamall maður, fugla-
skoðari og tómstunda-
skáld, út á engi til að
fylgjast með brottfór
farfuglanna frá Skáni.
Þegar Kurt Wallander
lögregluforingi kem-
ur á vettvang hangir
maðurinn stjaksettur
til dauðs á oddhvöss-
um bambusstöngum og krákur
hnita hringi ofan við hann.
Skömmu seinna hverfur blómasali
sporlaust. Hann finnst úti í skógi,
einnig líflátinn. Hvers vegna hafa
þessir rosknu hæglætismenn verið
myrtir? Kurt Wallander og félögum
hans í lögreglunni
í Ystad verður fljót-
lega ljóst að morðin
tengjast og snúast
um hefndir. En aldrei
fyrr hefur Wallander
átt í höggi við svo út-
smoginn og kaldrifj-
aðan morðingja sem
veitist auðvelt að
afvegaleiða lögregl-
una...
Henning Mankell
er einn vinsælasti
rithöfundur heims
um þessar mundir.
Hann hefur að auki
hlotið margvísleg
verðlaun fyrir bækur sínar og eftir
þeim hafa verið gerðar íjölmargar
kvikmyndir. „Fimmta konan" er
sjötta bókin sem kemur út á íslensku
í þeirri röð glæpasagna Mankells sem
hafa Kurt Wallander lögregluforingja
sem aðalpersónu.
Sagan „Jón Oddur og Jón Bjarni"
hefur komið út víða um lönd - í Dan-
mörku, Finnlandi, Færeyjum, Nor-
egi, Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi.
Bókin er ein vinsælasta barnabók
sem komið hefur út hér á landi og
fyrir hana hlaut Guðrún Barnabóka-
verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur
en auk þess hefur Guðrúnu hlotnast
margvíslegur heiður á ferli sínum.
„Engill í Vesturbænum" er einnig
margverðlaunuð bók og er skemmst
að minnast þess að bókin hlaut á síð-
asta ári Norrænu bamabókaverðlaun-
in. Litháen er fjórða landið sem verk-
ið ferðast til en áður hefur rétturinn
verið seldur til Svíþjóðar, Færeyja og
Grænlands. a
Skáldsaga
Saddams bönnuð
í Jórdaníu
Fjórða skáld-
saga Sadd-
ams Hussein
hefur verið
bönnuðíJórd-
aníuenstjóm-
völd þar í
landi segja
að útgáfa
bókarinnar
myndi skaða
s a m b a n d
Jórdaníu og
íraks. Búið
var að prenta
10.000 eintök
af bókinni og
dóttir Sadd-
ams, Raghad,
Saddam Hussein.
Stjómvöld i Jórdaníu
hafa bannað útgáfu á
fjórðu skáldsögu hans.
sem er búsett í Jórd-
aníu ætlaði sér að hafa umsjón með
kynningu á henni. Skáldsagan fjall-
ar um hugrakkan mann sem kemur
í veg fyrir að útlendingar hertaki bæ
hans. Bókin kom út á sínum tíma
undir dulnefni en í nýrri útgáfu stað-
festir Raghad að faðir sinn sé höfund-
urinn. Titill bókarinnar, í lauslegri
þýðingu, er „Komið ykkur héðan, ver-
ið þið bölvaðir!" Að sögn lauk Sadd-
am við hana um það leyti sem Banda-
ríkin réðust inn í írak.