blaðið - 04.07.2005, Qupperneq 2
2 innlent
mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið
Karlmaður lést
í fjallgöngu
Sextugur maður fannst látinn á
Ketillaugarfjalli í Homafirði um
miðjan dag á laugardaginn. Björg-
unarsveit Homafiarðar var kölluð
út til að leita að manninum sem
ætlaði að ganga á tind Ketillaugar-
fjalls í Nesjum. Haft var samband
við björgunarsveitina um kl. 14 og
hún beðin um að leita mannsins þeg-
ar hann hafði ekki skilað sér heim
á tilteknum tíma. Björgunarsveitar-
menn fundu manninn látinn efst í
fjallinu þar sem hann hafði hrapað.
Ekki er ljóst hvort maðurinn hafi
fengið aðsvif og fallið af þeim sökum.
Um tveggja og hálfs tíma ferð er upp
að slysstaðnum. Hinn látni var bú-
settur á Höfn.
Tvær nauðganir
og nokkur fíkni-
efnamál
Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun
til lögreglunnar á Höfn að morgni
laugardags. Maður var handtekinn
í kjölfarið, en eftir yfirheyrslu var
honum sleppt. Ennfremur kærði 15
ára stúlka nauðgun á færeyskum
dögum í Ólafsvík um helgina. Taldi
hún að sér hefði verið byrlað ólyfjan
og henni síðan nauðgað. Tvær aðrar
stúlkur tilkynntu lögreglu líka að
þær teldu að þeim hafi verið byrlað
einhveiju álíka. í gær hafði enginn
verið haldtekinn vegna málsins.
N okkuð fannst af fíkniefnum á fær-
eyskum dögum í Ólafsvík enda virkt
eftirlit alla helgina. ■
Aurskriða
rauf Ijósleiðara
Ljósleiðari Símans á Austurlandi
rofnaði um hádegið í gær að því er
talið er vegna aurskriðu á milli Reyð-
arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin
hafði engin áhrif á talsímasamband
Símans á þessu svæði en aftur á móti
lá útsending Ríkisjónvarpsins niðri á
Fáskrúðsfirði,Stöðvarfirði,Breiðdals-
vík og Djúpavogi vegna þessa. Þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöldi var
enn leitað leiða til að tengja sambönd
um aðrar leiðir enda lá fyrir að við-
gerð á ljósleiðaranum myndi dragast
vegna gífurlegra rigninga. ■
Breskir fjölmiðlar:
Mikið fjallað um vandræði Baugs
Breskir fiölmiðlar hafa sýnt ákærum
á hendur núverandi og fyrrverandi
forsvarsmönnum og eigendum Baugs
mikinn áhuga. Sunday Telegraph
greinir ítarlega frá málinu og nefn-
ir sérstaklega að einn ákæruliður
snúist um kaupin á 10-11, sem Jón
Ásgeir Jóhannesson er sagður hafa
keypt á eigin vegum og síðan selt
Baugi með hagnaði.
Fjölmargir fjölmiðlar hafa fjallað
um málið, þar á meðal Financial Tim-
es, The Times, Daily Mail og fleiri.
Er greint frá eðli yfirvofandi ákæra
og alvarleika þeirra en um leið hinu
að sakborningarnir neiti allri sök og
að Baugur standi að baki þeim. Um
leið er sagt frá því að málið setji flest
viðskipti Baugs að minnsta kosti í bið-
stöðu.
Baugur hefur undanfarna daga
fengið fjölda fyrirspurna frá ýmsum
samstarfsaðilum á Englandi og er
fundarhald fyrirhugað allra næstu
daga til þess að upplýsa menn um
stöðu mála og framhaldið eftir því
sem kostur er. í breskum fjölmiðlum
hafa fáir viljað láta hafa nokkuð eftir
sér um málið, en milljónamæringur-
inn Tom Hunter, sem hefur ýmislegt
sýslað með Baugi, kvaðst aldrei hafa
kynnst neinu misjöfnu í viðskiptum
sínum við Jón Ásgeir og vildi engu
slæmu upp á hann trúa.
Forsvarsmenn Baugs undirstrika
í viðtölum að rannsókn Ríkislögreglu-
stjóra hafi ekki beinst að fyrirtækinu
sjálfu og eigi ekki að hafa áhrif á
starfsemi þess né stöðu.
Somerfield-tilboðið
úr sögunni?
Bresku fjölmiðlarnir greina frá
því að vegna þessara vandræða hafi
Jón Ásgeir Jóhannesson boðist til að
draga Baug út úr tilboðsgerð í bresku
verslunarkeðjuna Somerfield og er
salan sögð í uppnámi vegna yfirvof-
andi ákæru á hendur Baugsmönn-
um. Baugur og þrjú önnur fyrirtæki
gera nú sameiginlega tilraun til þess
að kaupa keðjuna. Annar hópur, Li-
vingstone-bræður og japanski bank-
inn Nomura hefur einnig augastað á
Somerfield.
í viðtali við Ríkisútvarpið í gær bar
Hreinn Loftsson stjómarformaður
Baugs, þessar fullyrðingar til baka,
Baugur hygðist halda sínu striki
hvað tilboðið í Sonmerfield áhrærði.
Reynist grunur breskra fjölmiðla
réttur væri það í annað sinn sem
rannsóknin truflaði fjárfestingar
Baugs þar ytra. Yfirtaka Arcadia var
komin á lokastig í ágúst 2002 þegar
rannsóknin hófst, en viðsemjandinn
Philip Green sleit umræðunum þar
sem hann taldi Jón Ásgeir hafa reynt
að leyna sig því að lögregla hefði far-
ið inn í fyrirtækið. Baugsmenn segja
að slit viðræðnanna hafa kostað fyrir-
tækið tugi miljarða króna.
Sunday Times segir óvissu ríkja
um hvort bankar séu fúsir til lánveit-
inga vegna kaupanna á meðan óljóst
sé hvernig dómsmáli yfir Jóni Ásgeiri
lykti. Talið er að Baugur leggi fjórð-
ung tilboðsfjárins í Somerfield fram,
en hún er fimmta stærsta matvæla-
keðja Bretlands og rekur ríflega
1.200 verslanir.
Ræktun á erfðabreyttu byggi hafin hér á landi
Gæti komið niður á
sölu íslenskrar náttúruvöru
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup
er mikill meirihluti íslendinga eða
um 65%, andvígir framleiðslu og
ræktun á erfðabættum matvælum.
Hugmyndir eru uppi hér á landi um
ræktun á erfðabættu byggi þó ekki til
manneldis heldur til lyfjaframleiðslu.
Þingmenn Vinstri Grænna telja að
frekari umræðu sé þörf um málið, og
benda á að framleiðsla á erfðabreyttu
korni hér á landi gæti komið niður á
sölu á því sem Vinstri Grænir kalla
náttúruvörur svo sem íslensku lamba-
kjöti.
Gagnrýna kornræktun utan-
húss
í maí síðastliðnum fékk fyrirtækið
ORF-h'ftækni leyfi til ræktunar á
erfðabættu byggi hér á landi. Að sögn
þingmanna VG mun sú framleiðsla
fara fram utanhúss og eru þingmenn
mjög gagnrýnir á þessar hugmynd-
ir. Að sögn Þuríðar Bachman þarf
mun meiri umræðu um málið hér á
landi og áður en farið er af stað með
umfangsmikla framleiðslu á erfða-
breyttu komi hér á landi þarf að kom-
ast að niðurstöðu um það hvaða áhrif
slík framleiðsla mun hafa. Að sögn
Kolbrúnar Halldórsdóttur liggja held-
ur ekki frammi nógu umfangsmiklar
rannsóknir um það hvort hið erfða-
bætta kom geti blandast hefðbundn-
um tegundum hér á landi, svo sem
melgresi.
Vill enga erfðabreytta ræktun
á íslandi
Kolbrún lýsti því yfir í samtali við
Blaðið í gær að hún vildi helst að því
væri lýst yfir að landið væri allt frítt
við erfðabætta ræktun. Hún bendir á
með Þuríði að rætkun á erfðabreytt-
um matvælum og þar á meðal ræktun
á erfðabreyttu byggi gæti haft vera-
leg áhrif á ímynd íslenskrar vöra.
Sem dæmi benda þær á að mikið af
kindakjöti væri nú selt í lúxusversl-
anir í Bandaríkjunum. Þær segja að
ef kaupendur að lambakjöti myndu
tengja rætkun á erfiðabættu komi
hér á landi við sauðfjárræktun gæti
það endað illa. Ennfremur segja þær
að ræktun á hreinum náttúruvörum
væri vaxandi grein innan landbúnað-
arins hér á landi, og að íslendingar
ættu frekar að sækja í auknum mæli
inn þær brautir. g
Á batavegi
Starfsmaður Landspítala Háskóla-
sjúkrahúss er veiktist af hermanna-
veiki í lok maí hefur nú verið útskrif-
aður af sjúkrahúsinu. Maðurinn sem
talið er að hafa smitast af veikinni á
ferðalagi um Ítalíu lá á Landsspítal-
anum í rúman mánuð. Lengi vel var
hann talinn í lífshættu og sem dæmi
um það var honum haldið sofandi í
rúmar þrjár vikur. Hann er nú í end-
urhæfingu og eru batahorfur mjög
góðar.
Einkenni hermannaveiki eru ekki
ósvipuð lungnabólgu og er eldra fólk
sérstaklega viðkvæmt.
Blómleg
menning
á Akureyri
Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri
ber yfirskriftina „Skrýmsl".
Fjórar myndlistarsýningar voru opn-
aðar á Akureyri síðastliðinn laug-
ardag, og því hægt að fullyrða að
menningarlífið hafi blómstrað þar
um helgina. Á Listasafninu gaf að
líta sýningu um Skrýmsl og Svein-
björg Hallgrímsdóttir sýndi trérist-
ur í gallerí „Svartfugl og hvítspói".
Kristján Pétur var með „tónfræði
fyrir að(fram)komna“ í Deiglunni og
í Ketilhúsinu gaf að líta kínverska
list. Loks opnuðu listakonur sýning-
una „Undir Hannesi" í sýningarsal
Jónasar Viðars, undir Listasafninu.
Versladu við traustan adila!
- íslensk gæðaframleiðsla • viðhaldsfrítt efni • endalausir möguleikar
• góð og traust þjónusta • stuttur afgreiðslufrestur
OPID:
virlca daga kl. 9-18
laugardaga kl. 12-16
SEGLAGERÐIN ÆGIR
EYJARSLÓÐ7 • SÍMI 51 I 2203 • www.segiagerdin.is
O Heiðskírt (3 Lóttskýjað skýjað
^AIskýjað /Y Rigning, lítilsháttar //, Rlgnlng Súld
Snjókoma Slydda Snjóél skúr
Amsterdam 17
Barcelona 26
Berlín 24
Chicago 22
Frankfurt 26
Hamborg 28
Helsinki 20
Kaupmannahöfn 22
London 16
Madrid 32
Mallorka 30
Montreal 22
New York 22
Orlando 26
Osló 21
Parls 20
Stokkhólmur 19
Þórshöfn 12
Vín 27
Algarve 26
Dublin 16
Glasgow 13
9° //A
% Lxt
M/A
/ //
m
1
9
///
13ZJ
•K5
Veöurhorfur í dag
Veðursíminn 102 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
«€>
É
11 “4©
/
///,.-
12° //
'W"
í
3 Á morgun
1Z°(3 15° fy
13°
12°® x / / y
10**