blaðið - 04.07.2005, Síða 17
blaðid I mánudagur, 4. júlí 2005
bílar 17
C
andres.magnusson@vbl.is
Þegar maður sest upp í Chrysler Se-
bring hrýslast um mann einkennileg
tilfinning sem er eiginlega ekki að
finna í öðrum bílum en skilgetnum
afiívæmum Detroit. Bandaríkjamenn
hafa annan smekk á bílum en Evrópu-
búar, en hann er síður en svo verri.
Kannski það megi bera það saman
við matargerðarlistina, en einhvers
staðar las ég að Evrópubúar kynnu
kannski að elda betur en Bandaríkja-
menn, en Kanarnir væru miklu flink-
ari í að borða. Sebring er einhversstað-
ar mitt á milli þess að vera sportbíll
og íjölskyldubíll, en hægindin minna
að mörgu leyti meira á forstjórabíl.
Akstureiginleikar
Það er afar þægilegt að aka Sebring
hann lætur mjög vel að stjórn og stýr-
ið er næmt án þess að vera ofurvið-
kvæmt. Maður finnur sæmilega fyrir
hestöflunum undir húddinu en sjálf-
skiptingin er næsta sportleg og vill
helst ekki skipta fyrr en komið er vel
yfir 5.000 snúninga. Þegar pinninn
er kitlaður í kyrrstöðu er lagt af stað
með töffaralegu dekkjavæli sem drif-
ið lagfærir snarlega þannig að örygg-
ið er í góðu lagi.
11 Kj | ■ f* I (i
l f r o r * i L g" % 1 1 r-i HAs % i m
Vél og drif
Það er hægt að fá tvær vélargerðir í
Sebring, hefðbundna 2 lítra vél eða
2,7 lítra V6. Það var hin síðarnefnda
sem reynd var og hún olli engum
vonbrigðum. Viðbragðið er ágætt
af sjálfskiptum bíl að vera, en gæti
verið betra. Skiptingin er eitt af því
fáa, sem kvarta má undan. Líkt og
tíðkast vestra eru gírarn-
ir á einni braut en það
er of lítið viðnám milli
skiptinga og elckert við
gírstöngina sem gefur
til kynna í hvaða gír
maður hefur ratað.
Það sést í mælaborð-
inu, en maður vill
fá að sjá það við gír-
stöngina líka því það
er allt of auðvelt að
setja í hlutlausan
þegar á að bakka
eða fara í beinskipt-
ingu þegar á að
setja í almennan
áframgír.
Útlit
Sebring er ein-
staklega vel
hannaður að
utan, rennileg-
ur og fallegur.
Rúðurnar
eru stórar og
skyggðar en
póstarnir milli fram- og aftur-
dyra eru svartir þannig að ásýndar
er bfilinn enn sportlegri en ella. Fyrst
og fremst er það þó framrúðan, sem
setur mark sitt á bílinn. Hún er afar
stór og gefur Sebring nánast ítalskt
útlit. Að öðru leyti eru stuðaðar, hlið-
arlistar og grill samlit bílnum sem
gerir hann heilsteyptari og jafnvel á
stæði sést langar leiðir að þessi bíll er
hraðskreið lúxuskerra.
Rými
Innanrýmið er frábært, það er mjög
rúmt um ökumann sem farþega og öll
þau helstu þægindi sem nöfnum tjá-
ir að nefna. Það er ekki ýkjamikið af
aukabúnaði en það er aðallega vegna
þess að staðalbúnaður er vel úti lát-
inn.
Sérstök
á s t æ ð a
er til þess
að nefna
hvað mæla-
borðið er skýrt og
fallegt, en skífurnar í því eru skjanna-
hvítar en fá á sig fólgrænan blæ er
rökkvar. Sebring stenst jafnréttis-
próf Blaðsins, því hégómaspegil með
ljósi er að finna á báðum skyggnum
fram í. Innanrýmið er smekklegt við-
arklætt að hluta og gleður augað án
þess að vera áberandi. Aftursætin
gætu e.t.v. verið aðeins þægilegri þau
eru fín fyrir litla fólkið en fullorðnir
kynnu að þreytast á langferð aftur í.
Útsýnið er alveg skínandi gott.
Farangur
Farangursrýmið flennistórt og dugar
til ríflegra jólainnkaupa. Það er raun-
ar svo stórt að framleiðandinn virðist
óttast að bíleigendur noti það til far-
þegaflutninga því það er opnanlegt
að innan. I farþegarýminu eru svo
ýmis hólf og geymslur en þó verður
að segjast eins og er að hanskahólfið
mætti vera stærra.
Öryggi
Sebring er með ABS sem staðalbún-
að, er með loftpúða og hefur fengið
ágæta viðurkenningu í árekstrarpróf-
unum.
Chrysler Sebring
Stúdíóbílar
Verð: 2.990.000
Eldsneyti: Bensín
Breidd: 1,79
Þyngd: 1.458 kg
Vél: 2700 cc
Fólksbíll
Lengd: 4,84 m
Hæð: 1,39
Dyr: 4
Hestöfl: 198
Kostir: Fallegur, sportlegur og
þægilegur.
Gallar: Skiptingin er klunnaleg og
vi'ðbragðið mætti vera snarpara.
Eldsneytiseyðsla er I hærra lagi..
Niðurstaða: Það er gaman að aka
þessum fallega bíl, en maður borgar
fyrir glæsileikann. Þetta er fjölskyldubíll I
dulargervi sportbíls en ekki öfugt.sögu.
Bíllinn er vel útbúinn og verðið ágætt.
PÓSTURINN
Bílstjórar
óskast í útkeyrsludeild
íslandspóstur hf. leitar að bílstjórum til starfa
í útkeyrsludeild fyrirtækisins. Starfið felst í
útkeyrslu sendinga á höfuðborgarsvæðinu
á litlum og meðalstórum sendibílum.
Um fullt starf er að ræða. Unnið er á tvískiptum
vöktum frá kl. 07:30-16:55 og kl. 16:30-22:15.
Einnig vantar bílstjóra í tímavinnu 2-5 kvöld
íviku frá kl. 17:00-22:15.
Hæfniskröfun
• Bílpróf í gildi í minnst 2 ár
• Hreint sakavottorð
• Stundvísi og góð þjónustulund
Fyrir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í
afgreiðslu póstmiðstöðvarinnar. Stórhöfða 32,
110 Reykjavík. Þar skal umsóknum einnig
skilað, merktum útkeyrsludeild. Einnig er
hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts.
www.postur.is.