blaðið - 04.07.2005, Side 24

blaðið - 04.07.2005, Side 24
m mánudagur, 4. júlí 2005 I blaðið Melkorka Óskarsdóttir og Hannes Óli Ágústsson. Hverfa frá Stúdentaleikhúsinu til að læra leiklist og langar til að leika Shakespeare. Draumurinn um Shakespeare Ellefu leikarar Stúdentaleikhússins hverfa þetta árið frá leikhúsinu og halda í nám í leiklist. Fjórir af átta ný- nemum í leiklistamámi Listaháskóla íslands koma frá Stúdentaleikhús- inu, tveir fara á nýja braut skólans sem nefnist Fræði og framkvæmd, tveir verða nemendur í Royal Scott- ish Academy of Music and Drama í Skotlandi, einn fer í Academy of Live and Recorded Arts í London og tveir verða í London Academy of Music and Dramatic Arts (LAMDA). Samheldinn hópur Þetta er sennilega ein mesta blóðtaka sem áhugaleikhús hefur orðið fyrir hér á landi en tveir leikarar þess, Mel- korka Óskarsdóttir og Hannes Óli Ág- ústsson, segja að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð Stúdenta- leikhússins. „Það er eðli leikhóps eins og þessa að þar sé mikil endumýjun,“ segja þau. „Þegar við hófum að leika þar fyrir fjórum ár- um vom margir leikarar að kveðja og þeir vom sjálfsagt sannfærðir um að leikhús- ið myndi deyja. Það gerðist ekki,“ segja þau. Spurð hvort þarna sé um að ræða samantekin ráð hjá leikuram Stúdentaleikhúss- ins segja þau: „Þetta er sam- heldinn hópur og innan hans margir sem vildu læra leiklist. Hér heima er takmarkað pláss í Listaháskólanum svo við tókum okkur saman og höfð- um samband við erlenda skóla en aðr- ir sóttu um hér heima. Við stöndum saman, hittumst reglulega og styðj- um við bakið hvert á öðm.“ LAMDA og Lista- háskólinn Melkorka fer í haust til náms í LAMDA en einungis 2-3% umsækjenda fá inn- göngu í skólann. ,A«ðvitað var ég í skýjunum þegar ég frétti að ég kæmist inn. Ég fór fyrst í prufu hér heima og síðan út til Lond- on og þá fór heill dagur í próf. Ég þurfti að fara með mónólóga, lesa á móti annarri manneskju, syngja og gera líkamsæfingar. Það var svo mik- ið adrenalín í gangi að maður var bara hress og fann ekki fyrir þreytu. Það er svo gaman að fá að setja sig í alls konar spor og prófa marga hluti. Þetta var óskaplega gaman,“ segir hún. Hannes Óli er í hópi þeirra átta um- sækjenda sem komust inn í leikara- nám í Listaháskóla íslands. „Maður þarf að fara í gegnum þrjár síur áður en maður kemst í lokahópinn. Síðasti áfanginn tekur tvo og hálfan dag og þar em æfingar, söngur og spuni. Einnig ritgerðarsmíð, einkafundur með inntökunefnd og einstaklings- verkefni." Draumahlutverkin Þegar þau em spurð hvort þau eigi sér draumahlutverk segjast þau vilja prófa sem flest. „Mig langar til að leika í ,3eð- ið eftir Godot“, Estragon eða Vladimir, og auðvitað langar mann til að leika Shakespeare, það væri gaman að tak- ast á við Ríkharð 3,“ segir Hannes Óh. Ág vil fá að prófa sem flest," segir Melkorka. „Um tíma lék ég aðallega litlu sætu stelpuna en síðast fékk ég að vera þunglyndur pönkari sem var mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að fá að setja sig í alls konar spor og prófa marga hluti. Mig langar til að leika Shakespeare. Enskan er svo fallegt og tjáningarríkt mál. Draumurinn er að standa á sviði og fara með Shakespe- are á ensku.“ I sviðsljósið á ný Susan Glaspell var önnur konan til að vinna Pulitzer-verðlaunin íyrir leikrita- smíð. Hún stofhaði leikhús, átti þátt í því að uppgötva Eugene O’Neill og var metsöluhöfundur. Síðan féllu verk henn- ar í gleymsku. Nú fær hún uppreisn æm í nýrri ævisögu sem heitir 3usan Glaspell: Her Life and Times“ og er eftir Lindu Ben-Zvi. Ág var reið,“ sagði Linda sem er prófessor í leikhstarsögu við Tel Aviv háskólann. ,Árum saman kenndi ég sögu bandarískrar leikhstarsögu og það var saga karlmanna. Loks uppgötv- aði ég Susan Glaspell en ég hafði ekkert vitað um hana áður.“ Mikilvægur kvenrithöfundur Glaspell fæddist í Iowa árið 1876. Hún vann fyrir sér sem blaðamaður en sneri sér síðan að ritstörfum. Linda segir að Glaspeh hafi verið ein af fyrstu mikil- vægu kvenrithcíúndum til að fjalla um vandamál kvenna. Leikrit hennar, „Trif- les“, fiallar um glæp. Bóndakona er sök- uð um morð á eiginmanni sínum. Karl- mennimir sem rannsaka máhð njóta aðstoðar tveggja kvenna sem finna sönn- unargögn sem fara fram hjá mönnunum. Konumar áh'ta að bóndakonan sé sek en h'ta svo á að gjörð hennar sé réttlætanleg þar sem eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi. Þær fela því sönnunargögnin þar sem þær hafa skiln- ing á glæpnum. „Trifles" er frægasta verk Glaspeh og er lesið í bandarískum skólum. Leikritið er mjög stutt, sem kann að vera ein skýring þess af hveiju Gla- speU nýtur ekki fullrar við- urkenningar í leiklistarsögu Bandaríkjanna. GlaspeU stofnaði leikhús- ið JVovincetown Players“, og þar var fyrsta sviðsetta leikrit Eugenes O’NeiU. jBound East for CardifPj frum- sýnt. Arið 1931 fékk GlaspeU Puhtzer- verðlaunin fyrir „Ahson’s House", leikrit sem var byggt á ævi skáldkonunnar Em- ilyDickmson. Susan Glaspell. Hún naut mikilla vin- sælda á sínum tíma en síðan féllu verk hennar í gleymsku. Nú fær hún uppreisn æru í nýrri ævisögu. Á undan sinni samtið GlaspeU var kona sem var á undan sam- tíma sínum, í einkalífi ekki síður en í ritstörfúm. Hún vakti hneykslan þegar hún hóf ástarsamband við kvæntan mann. Hann skildi loks við konu sína og þau GlaspeU gengu í hjóna- ssslgl band. Eftir dauða hans skrif- aði hún ævisögu hans, sem varð ein af vinsælustu bókum hennar. Hún hneykslaði enn þegar hún átti í átta ára ást- arsambandi við mann sem var sautján árum yngri en hún. Þegar hann yfirgaf hana tók hún að drekka ótæpilega en náði sér aftur á strik og skrifaði skáldsögur sem hlutu góðar móttökur. Hún lést árið 1948 og verk hennar féUu úr tísku. Ævisagna- höfundur hennar, Linda Ben-Zvi, segir verk hennar hafa sérstaka þýðingu fyrir samtímann. Hún segir leikritið Jnheri- tors“ frá árinu 1921, um öld í lífi banda- rískrar fjölskyldu, vera fyrsta nútíma bandaríska sögulega leikritið. Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera v tn* . Islensk tröll og vöðlungar á faraldsfæti Bók Brians Pilkington, Allt um tröll, hefur verið seld til Eistlands og bók Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar, Brúin yfir Dimmu, hefur verið seld til Finnlands. Það var eistneska bókaforlagið Ilo sem tryggði sér réttinn á bók Brians en áður hefur útgáfurétturinn ver- ið seldur til Ítalíu og Danmerkur. Finnska bókaforlagið Idun tryggði sér réttinn á bók Aðalsteins Ásbergs og er það fyrsta landið sem rétturinn er seldur til. Fyrir stuttu kom út í Rússlandi, hjá bókaforlaginu Azbooka, safn nor- rænna smásagna fyrir börn. Tveir ís- lenskir höfundar eiga þar sögur, þeir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, með Töfrataflið, og Andri Snær Magna- son, með Eina sorglega sögu af Medíasi konungi. Ungversk og þýsk tónlist I Sigurjóns- safni Á sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 5. júlí leikur Tríó Trix, sem skipað er þeim Sigríði Bjameyju Baldvinsdótt- ur fiðluleikara, Vigdísi Másdóttur víóluleikara og Helgu Björgu Ágústs- dóttur sellóleikara, verk eftir Emö Dohnányi og Max Reger.Tríó Trix var stofnað haustið 2003, eftir að hljóðfæraleikararnir fluttu allir aft- ur til íslands að loknu námi erlendis og hefur starfað óslitið síðan. Serenaðan fyrir strengjatríó eft- ir ungverska tónskáldið Ernö Do- hnányi var samin árið 1902 og frurn- flutt í Vín tveimur árum síðar, sama ár og þýska tónskáldið Max Reger samdi strengjatríóið op. 77b. í báðum verkunum má greina mikil áhrif frá Brahms og inn í serenöðuna fléttar Dohnányi ungverska alþýðutónlist. Tónleikamir hefiast klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.