blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 6
þriðjudagur, 5. júlí 2005 ! blaðið 6 innlent Verslunum í Leifsstöð fjölgað á næsta ári Verslunum í Leifsstöð verður fjölgað á næsta ári, en aukið vöruframboð á að bæta þjónustu við flugfarþega. Borgarstjórn komin í frí Borgarstjórn Reykjavíkurborgar er komin í sitt hefðbundna sumarfrí, en löng hefð er fyrir því að borgarstjóm- arfundir séu felldir niður í tvo mán- uði á hverju sumri. Síðasti fundur borgarstjómar var haldinn 26. júm' síðastliðinn en næsti fundur verður ekki haldinn fyrr en þriðjudaginn 6. september. Borgarráð fundar áfram alla fimmtudaga kl. 11.00 og fer með erindi sem berast borgarstjórn í sum- arfríinu. ■ Súðavík fyrst með gjaldfrjálsan leikskóla Súðavíkurhreppur verður fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á gjald- frjálsan leikskóla. Þann 1. septemb- er næstkomandi verður leikskólinn gjaldfrjáls í allt að 8 klukkustundir á dag samkvæmt ákvörðun sveitar- stjórnar. Þetta er hluti af viðleitni sveitarfélagsins til að fjölga íbúum í Súðavík á komandi árum. Ennfrem- ur hefur verið samþykkt að hætta að innheimta gjald fyrir byggingalóðir í sveitarfélaginu sem og að húsbyggj- endur fá 17.500 króna styrk á hvem fermetra nýbyggingar. Tíu til tólf nýjar verslanir verða opn- aðar á brottfararsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar næsta vor. Um 60 aðilar sóttu síðasta haust um að fá að reka verslanir í flugstöðinni en nú hafa um 10 til 12 aðilar af þeim ver- ið valdir úr hópnum og má gera ráð fyrir að þeir hefji verslunarrekstur í flugstöðinni næsta vor. Að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, forstjóra flugstöðvarinnar, var tekið mið af nokkrum þáttum í forvalinu svo sem reynslu af smásöluverslun og fjárhagslegum styrk. Það sem hafði þó mest áhrif var hvort sá vöm- flokkur sem viðkomandi aðili hafði hug á að selja í flugstöðinni ætti heima þar. „Við göngum vonandi frá samning- um við þessa aðila á næstu vikum og þá gefum við upp hveijir þeir eru“ sagði Höskuldur. „íslenskur markaður" lagður niður Þessa dagana er unnið að stækkun flugstöðvarinnar og er stefnt að því að verkinu ljúki vorið 2006. Þá munu flestar nýju verslanimar hefja rekst- ur á svæðinu um leið og verslun með þá vöruflokka sem íslenskur markað- ur er með í dag færist til nýrra aðila. Starfsemi íslensks markaðar verður þar með lögð niður. Mestar breyting- ar verða á verslunar- og þjónusturými á brottfararsvæði á annarri hæð. Með- al vöruflokka sem nýju verslanirnar munu hafa á boðstólum eru íslenskar ferðamannavörur, matvörur, bækur, blöð og tímarit, tískufatnaður, úr og skartgripir ásamt fleiri vöruflokkum. Þáverðurgleraugnaverslunaukversl- unar með sport- og útvistarvörur. ■ Lögmenn um Baugsmálið: Ekkert því til fyrirstöðu að dæmt verði í haust Allar gerðir festlnga fyrlr palla og grinduerk á lager Armúll 17, IOB Heykjavík slmh 533 1334 fax.- 55B 0439 KERRA ÓSKAST Óska eftir lítilli fólksbílakerru eða tjaldvagni með ónýtu tjaldi en vagni í lagi. Þarf að vera ca. 120 cm breið og 150 cm á lengd. Upplýsingar í síma 868.0049 ■ ■ ■ ■ I BYGGINGAVINKIAR Lögmenn með refsirétt að sérgrein telja enga ástæðu til þess að ætla að málaferlin gegn Baugsmönnum þurfi að dragast lengi og kunni dómur í héraði allt eins að falla fyrir áramót. Þeir telja jafnframt að ekki sé mikið hald í álitsgerð Jónatans Þórmunds- sonar fyrir fyrirtækið, þar sé ekki tekið á hinni eiginlegu ákæru nema að litlu leyti en mikið gert úr atriðum sem engu máli skipti fyrir dómi. Blaðið leitaði til lögmanna, sem hafa mikla reynslu í refsirétti og bað þá um álit á stöðunni í Baugsmál- inu og þá sérstaklega hvað áhrærði álitsgerð Jónatans Þórmundssonar prófessors, sem hann vann að beiðni fyrirtækisins. í henni komu fram margvíslegar efasemdir um tilefni rannsóknarinnar, framgang hennar og væntanlegt réttarhald. Kjánaskapur „Eg skil eiginlega ekki af hverju hann kaus að vinna þetta álit með þessum hætti", sagði einn lögmannanna, en þeir vildu ekki láta nafngreina sig. „Álitið lítur út eins og ræða veijanda sem hefur ekki mikið í höndunum, en tínir til þær málsbætur sem til eru“. Allir eru þeir sammála um að mjög óvarlegt hafi verið hjá Jónatani að gera slíkt álit án þess að hafa litið ákærurnar augum og einn gekk svo langt að kalla það „kjánaskap." Hnýtt var í þá vörn Jónatans að segja forráðamenn Baugs og Jón Ás- geir sérstaklega hafa átt eitthvað inni hjá fyrirtækinu. „Þetta var vörn Árna Johnsen, en hún hrökk nú skammt fyrir rétti". Þeir telja að sú röksemdafærsla sé skyld hinni, að brotaþolinn, Baugur Group, geri eng- ar athugasemdir við þetta og standi þétt að baki sakborningum. „Út af fyrir sig skiptir það engu máli hvað fyrirtækinu finnst um málið. En stóri misskilningurinn hjá Jónatani er auðvitað sá að halda því fram að Baugur Group eins og fyrirtækið er í dag sé brotaþolinn. Málið varðar al- menningshlutafélagið Baug og hvern- ig veija ber hagsmuni almennings gegn hugsanlegum brotum stjórn- enda þess. Það er allt annað mál og grafalvarlegt, miklu alvarlegra sakar- efni en flestir virðast gera sér grein fyrir“. Imynd grunaðra Annar lögmaður taldi aðferð Jónat- ans mjög óvenjulega og sagði orð- ræðu um ímynd fyrirtækisins engu skipta. „Vitaskuld skaðar það alltaf aðila þegar grunur fellur á hann, en er því eitthvað öðru vísi farið í þessu máli en öðrum?“. Lögmennirnir segja engu skipta hvort hagsmunirnir séu miklir eða litlir eða hvort eitthvað sé á seyði hjá fyrirtækinu, rannsókn verði að eiga sér stað ef grunsemdir eru uppi um saknæmt athæfi. „Eign- arhaldsfélög af þessu tagi eru í sífelld- um samningaviðræðum og innkaupa- leiðöngrum“. Jónatan gagnrýndi nokkuð með hvaða hætti grunsemdir komu upp um að maðkur væri í mysunni hjá Baugi, en lögmennirnir gefa lítið fyr- ir það. „Grunur getur vakn- að með ýmsu móti,ábending- in þarf ekki að vera annað en nafnlaust sím- tal í símsvara lögreglunnar, eins og þekkist í fíkniefnamál- um. Það hefur engin áhrif á það til eða frá hvernig rannsókn get- ur þróast“. Annar minnir á mál olíufé- laganna þar sem grunsemdirnar voru ekki aðrar en almannarómur. Þegar leitað er álits á því hvort málarekstur þessi muni ekki taka óratíma eru lögmennirnir ekki sam- mála. „Baugsmenn hafa tafið þetta mál eins og þeir geta og þeir geta tafið það talsvert enn“, segir einn og bendir á að vegna þess hve málið er viðamikið og viðkvæmt í senn muni dómarar sjálfsagt veita verjendunum ýtrasta svigrúm. Annar lögmaður telur því alls ekki þurfa að vera svo. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að dæma í málinu fyrir áramót", segir hann og bætir við að efnahagsbrotadeildin hafi að undanfórnu vandað sig mjög við að búa flókin mál fyrir réttarhald þannig að gögnin séu aðgengileg og auðskilin. Jónatan Þórmundsson Landbúnaðar- ráðuneytið skilaði afgangi -öfugt viö það sem segir í frétt Fréttablaðsins Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins voru 0,3 milljörðum lægri en ráðu- neytið fékk til ráðstöfunar í ráðherra- tíð Guðna Ágústssonar á árunum 1999 - 2003 og skilaði ráðuneytið því 0,6% hagnaði á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneyt- isins vegna fréttar Fréttablaðsins þann 21. júní síðastliðinn þar sem því var haldið fram að Guðni Ág- ústsson landbúnaðarráðherra hafi farið rúma þrjá milljarða fram úr fjárlögum í ráðherratíð sinni eða sem nemur um 650 milljónum á ári. Tel- ur ráðuneytið sérstaka ástæðu til að koma á framfæri athugasemdum vegna fréttarinnar. Engin aukafjárlög í útreikning- um „f grein [Frétta]blaðsins kemur fram að ekki hafi fengist upplýsingar um Qáraukalög á tímabilinu og því voru útreikningar blaðsins miðaðir við flárlög áranna. Þar fór verr að birta niðurstöður sem aðalfrétt vitandi vits að svo mikilsverðar upplýsing- ar skorti, reyndar svo mikilvægar að þær rýra fréttina að stærstum hluta“, segir í tilkynningunni. Fjár- aukalög, millifærslur og verðbætur upp á 1,9 milljarða króna auk fráviks á ríkistekjum frá áætlunum sem nam alls 1,6 milljörðum er sú breyta sem Fréttablaðið sleppti í umfjöllun sinni. Segir ennfremur að í þessu samhengi megi einnig benda á að höfuðstóll ráðuneytisins hækkaði úr 43 milljón- um 1998 í 224 milljónir 2003. „Með athugasemdinni er ekki á neinn hátt verið að reyna að réttlæta þau tilvik þar sem útgjöld á einstökum liðum fara fram úr fjárheimildum", segir að lokum. y Samskip kaupa samkeppnisaðila Samskip gengu í gær frá kaupum á breska skipafélaginu Seawheel sem fram til þessa hefur verið einn helsti samkeppnisaðili hollenska flutninga- fyrirtækisins Geest North Sea Line í flutningum milli meginlands Evrópu og Bretlands, írlands og Skotlands. Samskip keyptu einmitt Geest North Sea Line fyrr á árinu og varð þá eitt stærsta gámaflutningafélagið í sigl- ingum innan Evrópu. Kaupverðið er ekki gefið upp en áætlað er að velta Samskipa aukist við þetta úr 45 millj- örðum í 58 milljarða íslenskra króna á árinu. Þá fjölgar starfsmönnum einnig um tvö hundruð og verða ríf- lega 1500. ■ Olía aldrei dýrari Olíuverð hækkaði hjá Esso í gær og varð þar með hærra en bensínverð í fyrsta skipti. Hækkaði verðið á dísilolíu um eina krónu lítrinn og flotaolíu um eina og hálfa krónu. Eftir verðbreytinguna var algengasta verð á dísilolíu 115 krónur á stöðvum félagsins en 95 oktana bensín kostaði 114,1 krónu lítrinn. Svipaða sögu var að segja frá Skeljungi en þar hækkaði dísilolíuverð einnig um eina krónu. Segir á heimasíðu Skeljungs að hækkunina megi rekja til hækkunar á heimsmarkaði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.