blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 11
blaðið 1 þriðjudagur, 5. júlí 2005 Hl |eytendur 11 Talsmaður Neytenda tek- ur til starfa - hefur borist eitt erindi Gísli Tryggvason lög- maður tók við embætti talsmanns neytenda á föstudaginn en hon- um er ætlað að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neyt- endavernd. Gísli á ekki von á að fá mörg erindi inn á borð til sín fyrstu vikumar en þó hefur eitt erindi borist emb- ættinu. Gísli segir að eftir því sem samfélagið verður flóknara og ekki síður aukið frelsi í viðskiptum sé aukin þörf á að gæta hagsmuna og réttinda neytenda. „Löggjöf á sviði neytendaverndar er ítarleg og nokk- uð góð og ég stefni á að þróa embætt- ið í samstarfi við frjáls félagasamtök, fjölmiðla og önnur stjómvöld um að gæta réttinda neytenda", segir Gísli. Neytendastofa tók einnig til starfa þann 1. júlí en hún tekur við hlut- verki Löggildingastofu, sem lögð var niður á sama tíma auk þeirra verk- efna sem áður voru á starfssviði Sam- keppnisstofnunar. Hlutverk Neytendastofa mun annast fram- kvæmd laga um eftirlit með órétt- mætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Einnig mun stofnunin annast dagleg störf og undirbúning mála fyrir talsmann neytenda. Hlutverk talsmanns neyt- enda fellst einkum í því að taka við erindum neytenda, bregðast við þeg- ar hann telur brotið gegn réttindum og hagsmunum neytenda, gefa út rökstuttar álitsgerðir ásamt tillög- um um úrbætur, setja fram tillögur um úrbætur á lögum og stjómvalds- fyrirmælum er varða neytendur sér- staklega og kynna löggjöf og aðrar réttarreglur er varða neytendamál. Neytendastofa og embætti tals- manns neytenda em til húsa í Borg- artúni 21. ókeypis til 80.000 heimila og fyrirtækja alla virka daga blaöiði Fimmhundruö prósent verðmunur á gúrkum Matarkarfan var ódýmst í Bónus en allar vömtegundir sem kannaðar voru komu best út þar. Mikill mun- ur var á einstaka vömm. Mestur mældist munurinn á agúrku en tæp- lega 500 % verðmunur var á gúrkum í Bónus og Nettó. Þijár af sex vöm- tegundum voru dýrastar í 10/11 en Hagkaup, Nettó og Nóatún mældust með eina vörutegund dýrasta hver. 10-11 Bónus Hagkaup Nettó Nóatún Krónan Bústaðavegi Smáranum Smáralind Mjódd Smáralind Skeifunni V— —y— —v— —7— v— Jarðarber* 298.- 239.- 279.- 199.- 298 - 158.- Gular melónur 185.- 118.- 129.- 139.- 149.- 119.- Kótilettur** . 1599.- 1892.- 1698.- 1698.- Agúrka 122.- 27.- 114.- 129.- 89.- 28.- MS skyrdrykkur 129.- 88.- 117.- 102.- 119.- 89.- Flatkökur 119.- 34.- 92.- 89.- 94.- 35.- *Askjan í Bónus var 400 grömm en í hinum verslununum 200-250 grömm. I Bónus voru þau því hlutfallslega ódýrari. **Kílóverð af lambakótelettum í kryddlegi. Fengust hvorki í 10-11 né Nettó. máining - það segir sig sjdlft - Náðu þér í nýja Kjörvara litakortið Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grcnsásvegi • Byko Hafnarfirði Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari. Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirði Litabúðin Ólafsvik Núpur byggingavöruverslun ísafirði • Vilhelm Guðhjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • Byko Reyðarfirði • Verslunin Vik, Neskaupstað • Byko Selfossi Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.