blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 25
blaðió 1 þriðjudagur, 5. júlí 2005
,
n.
enning
Erlendir listamenn í Hafnarborg
í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar stendur yfir sýning í tengslum við Listahátið í
Reykjavík. Það eru listamennirnir Wilhelm Sasnai, Bojan Sarcevic, On Kawara og Elke Krystufek sem
sína verk sín í Hafnarborg, en þau eru öll þekktir samtímalistamenn.
í kynningu á listmönnunum
segir:
„Listmólarinn Wilhelm Sasnal
(f.1972) forðast vísvitandi að til-
heyra einhverjum ákveðnum geira
og vinnur jafnt með óhlutbundið
sem fígúratíft myndmál samhliða
því sem stíll hans viðfangsefni og
tækni taka sífelldum breytingum.
Að sumu leyti geta málverk hans
talist stílæfingar. í þeim reynir
hann að skilja og skrásetja sjónræn-
an raunveruleika. Sasnal leggur sig
fram um að stjórna málningunni og
nýta möguleika hennar svo að mið-
illinn sjálfur verður ó vissan hátt
viðfangsefnið. Þegar hann málar
þang notar hann berar hendurnar
en í málverki hans af tré í miklum
vindi er einna helst sem sjálf máln-
ingin hafi hrakist undan náttúruöfl-
unum yfir á pappírinn. Við grípum
dauðahaldi í undirtitla verkanna
þar sem gefin er vísbending um
myndefnið en Sasnal leitast sjálfur
við að fanga hið eiginlega viðfangs-
efni myndarinnar sem ævinlega er
„án titils“.
Fortíð og framtíð
Bojan Sarcevic (f. 1974) yfirgaf
heimaborg sína Sarajevo þegar í
upphafi stríðsins og fór til Parísar
þar sem hann stundaði listnám,
m.a. hjá Christian Boltanski. Hann
hefur fengist við skúlptúra, mynd-
bandagerð, kvikmyndagerð, ljós-
myndun og teikningu og leitar fanga
í fjölbreyttum efnivið jafnt persónu-
legum sem algildum austrænum
sem vestrænum, hann .er arkitekt
eða áhorfandi, kannar fortíð sem og
framtíð. Árið 2004 voru verk hans
til sýnis á þriðja Berlínartvíæringn-
um í samtímalist og Francesco Bon-
ami valdi verk hans „Þar sem engin
hönd snertir á safnast upp hiti“ á
sýninguna „Clandestini" á 50. Fen-
eyjartvíæringnum.
FEB19W80
Klassískur samtímalistamaður
On Kawara (f. 1933) hefur á mjög
markvissan hátt starfað í anda hug-
mynda- eða konseptlistar frá því að
hún byrjaði að þróast um miðjan
7. áratuginn. Hann hefur ævinlega
forðast sviðsljósið og nánast ekkert
er vitað um hann nema það sem lesa
má úr verkunum sem er talsvert þar
sem myndlist hans gengur út á ým-
iskonar skrásetningu á hans eigin
lífi. Á tímabili sendi hann kunningj-
um póstkort með upplýsingum um
hvenær hann fór á fætur hvern dag
eða símskeyti um að hann væri enn
á lífi. Hann hefur skrásett það sem
hann les, þá sem hann hittir, hvert
hann gengur o.s.frv. On Kawara er
álitinn einn af mikilvægustu mynd-
listarmönnum samtímans og óhætt
er að segja að hann teljist klassísk-
ur samtímalistamaður.
Sjálf og líkami
Elke Krystufek (f. 1970) gerir verk
sem eru grafískt unnar myndir af
sambandi hennar við eigið sjálf og
líkama. Þau vekja spurningar varð-
andi kvenleikann og sögu Vínar-
borgar, þar sem karlar hafa verið
mjög ráðandi. í málverkum sínum,
gjörningum, innsetningum og ljós-
myndum breytir listakonan innstu
og viðkvæmustu kenndum sínum í
upplýsingar fyrir almenning og hún
afhjúpar sjálfa sig í verkum sínum
í því skyni að varpa fram spurning-
um um gægjuhneigð og stjórn.
Hide and Seek
Sá sem vill
komast að
leyndarmálinu
verður að spila
leikinn. Robert
DeNiro er í
aðalhlutverkinu í
hörkuspennandi
sálfræðitrylli.
Million Dollar
Baby
Töfrarnir felast í að
fórna sér fyrir
draum sem enginn
sér nema þú.
Óskarsverðlaun
sem besta mynd
ársins auk þrennra
aðra. Meistaraverk
sem allir verða sjá.
Closer
Þeir eru ófáir sem
halda því fram að
Closer sé ein
besta mynd sem
gerð var á síðasta
ári og hefur hún
verið hlaðin lofi og
viðurkenningum
enda toppleikarar
í öllum aðalhlut-
verkum.
Ray
Á bak við einstak
tónlistina var
einstakur maður.
Jamie Foxx túlkar
Ray Charles af
stakri snilld í einni
af bestu myndum
síðasta árs.
Shall We Dance?
Hvað er kallinn
eiginlega að
bauka eftir vinnu?
Stórleikararnir
Richard Gere,
Jennifer Lopez
og Susan
Sarandon í
rómantískri
gamanmynd.
Sideways
í leit að rétta vín-
inu, réttu konunum
og sjálfum sér...
Hreint út sagt
stórkostleg mynd
sem farið hefur
sigurför um heim-
inn. Tilnefnd til
Óskars verðlauna
sem besta mynd
ársins.
Elektra
Þjálfuð til að
berjast. Neydd til
að drepa. Þokka-
dísin Jennifer
Garner er ofur-
hetjan Elektra
sem nú þarf á
öllum sínum
hæfileikum að
halda til að
komast lífs af.
JSÆLBSTU
■YNNRNNt
ftto. *£*
TMœhie
roaærs
Assault on
Precinct 13
Eina leiðin út
liggur beint í
dauðann. Ethan
Hawke og Laur-
ence Fishburne
fara á kostum í
dúndurgóðri
hasar og
spennumynd.
Meet The
Fockers
Og þú sem hélst
að ÞÍNIR foreldrar
væru eitthvað
skrítnir. Stórstjörn-
urnar Robert
DeNiro, Ben Stiller
og Dustin Hoffman
í sprenghlægilegri
framhaldsmynd.
The Aviator
Flestir láta sig
bara dreyma um
framtíðina. Hann
skapaði hana.
Frábær verð-
launamynd Mart-
ins Scorsese um
ævi auðkýf-
ingsins Howards
Hughes.