blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12
þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið börn og upp ’ i bJ« Engin afsökun fyrir langri vistun Foreldrar hafa ekkert val svanhvit@vbl.is Vistunartími barna á leikskólum hefur aukist mikið síðustu ár. Fjöldi bama sem eru í leikskóla 9 klst eða lengur á dag tvöfaldaðist á árunum 1998 til 2004. Aukningin er mest hjá 0-2 ára bömum en árið 1998 voru 531 börn á leikskóla í 9 klukkustund- ir eða lengur á dag en árið 2004 voru þau orðin 1463. Eflaust em ýmsar ástæður fyrir þessari löngu vistun og rödd foreldra hefur ekki heyrst. Blaðið ræddi við Sebastian Peters, mannfræðing, sem á tvö börn og þar af eina stelpu sem er á leikskólaaldri og Margréti Richter, rekstrarstjóra, sem á þijár stelpur og þar af tvær á leikskólaaldri. Vistunartími dóttur Sebastians á leikskóla er 9 tímar en Sebastian tekur þó fram að þau nýta hann ekki allan. Oftast er dóttir hans í 7-8 tíma á leikskóla á dag. „Maður getur þó ekki sinnt uppeldinu eins og maður vill. Við erum að koma heim kl. 16-17 á daginn og þá þarf að taka til kvöld- mat og erindast og svo er bara kominn háttatími. Auðvitað vildi ég geta eytt meiri tíma með börnunum en á íslandi er dýrt að lifa og það gerir þær kröfur að báðir foreldrar vinna að minnsta kosti 100% Ekkert val Dóttir Margrétar er 8 tíma í leikskóla á dag. Sebastian Peters, „Þegar ég eignaðist yngstu mannfraeðingur dótturina fór ég út af vinnu- markaðnum í um tvö ár. Þegar ég fór svo að sækja um vinnu þá var ekkert val að fara í minna en 100% vinnu ef ég ætlaði að fara í eitthvað sem Börnin svara: Hvað er ást? Dagbjört Nótt Sigurðardóttir ,Fara í útilegu, það er skemmtilegt". Esther María Hanssen „Fá afmælisgjöf". Karítas Bjarkadóttir ,Elska einhvern". Felix Ernir Heimisson „Ég elska þig“. ég var sátt við. Ég kýs að hafa vist- unartímann sem stystan en oft hefur maður ekkert val. Ég er reyndar svo heppin að ég vinn rétt við leikskólann þannig að það fer lítill tími í að skutla þeim og sækja." Kýs að vinna minna Sebastian og Margrét voru bæði sammála um að börn væru oft lengi á leikskólan- um á daginn enda hátt í tíu tíma vistun staðreynd hjá mörgum foreldrum. Margrét sagði að hún sjálf væri búin eftir tíu tíma vinnudag, hvað þá börnin. „íslendingar eru að borga velmegunina. Það þarf nátt- úrlega að borga af þessu öllu. Krafan er bara orðin svona. „Sebastian tók undir það og sagði: „Þetta er spurning um hvaö menn vilja. Ef menn ætla að kaupa sér allt sem íslendingar vilja þá hefurðu ekki tíma fyrir börnin. Ég kýs að vinna minna en hafa meiri tíma fyrir börnin. Börnin hafa alltaf forgang. Til dæmis erum við öll í tón- list og ef æfingar dótturinnar koma upp á vinnutíma þá sleppi ég því að vinna. Það kostarvitan- lega alltaf sitt.“ Börnin verða fullorðin Margrét tal- ar um að aðstæður hennar séu reyndaröðru- vísi núna en áður þegar hún var með börn í leik- skóla. En þá þurfti dóttir hennar að vera 9 tíma á leikskólan- um á dag. „Áður var ég með dóttur mína á leikskóla í 9 tíma. Ekki nóg með það heldur var það annað hvort móðir mín eða önnur stúlka sem sótti hana. Þá var ég í annarri vinnu sem krafðist meiri viðveru. Við foreldr- arnir skiptumst líka á að mæta fyrr í vinnuna til að geta hætt fyrr. Þá var ég með dúndrandi samviskubit. Þetta er því algjör lúxus núna. Sebastian segir að oft geta aðstæð- Margrét Richter, rekstrarstjóri urnar verið erfiðar, til að mynda ef foreldri er einstætt með 3 börn og þarf því að vinna fulla vinnu. En ef það eru tveir foreldrar þá er engin afsökun fyrir svona löngum vistunar- tíma. „Við foreldrarnir endurskoðum reglulega aðstæður okkar og ef það er eitthvað sem ekki gengur þá breyt- um við vinnutíma okkar. Ég held að íslendingar gleymi sér, þeir sætta sig bara við ástandið en segja aldrei breytum þessu. Þeir ætla að breyta þessu seinna en börnin bíða ekki. Þau verða nefnilega fullorðin". ■ Enn og aftur um fótboltamörk Herdis L. Storgaard Verkefnastjóri barnaslysavarna í bjujun sumars slasaðist unglingsstúlka á höfði þeg- ar það féll fyrir hana fót- boltamark. Slysið gerðist með þeim hætti að stúlkan var að klifra í markinu þeg- ar það féll um koll og fékk hún markið í höfuðið. Á 17 árum hafa rúmlega 40 börn slasast alvarlega og sum þeirra hlotið varanlegan skaða. Yfir 100 böm hafa verið lögð inn á sjúkra- hús til frekari rannsókna vegna þess að mark hefur dottið yfir þau. Slysin verða flest með þeim hætti að börnin eru að klifra í markinu og það dettur um koll eða að þau hanga í þeim að framan og þau detta yfir þau. Það er alveg skýrt í reglugerð að fótboltamörk skulu vera fest en því miður er mikill misbrestur á því, sérstaklega þegar að kemur að knatt- spymufélögunum. Slys af völdum markanna er með alvarlegri slysum sem börn verða fyr- ir. Böm hafa hlotið höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heilann. Algengustu áverkamir em að líffæri í kviðarholi skaddist og má þar nefna að miltað fer í sundur, áverkar á nýrum og skeifugörn. Þeir sem setja upp mörk ber sam- kvæmt reglugerð að sjá til þess að mörkin séu fóst - alltaf! Því þarf að hafa gott eftir- lit með mörkun- um þannig að ekki sé verið að losa þau í tíma og ótíma eins og virðist vera algengt. Flest mörk sem notuð eru á opnum svæðum víðsvegar um landið eru mjög hættu- leg sökum þess hvernig þau eru hönnuð. Mörkin eru úr þungum málmi og mjög grunn. Lögleg mörk eru mun dýpri og þarf því meira til að þau falli um koll en enga síð- ur þarf líka að festa þau niður. Fótbrot hafa orðið þegar að þjálfarar láta smákappa bera mörkin á milli en slíkt á ekki að eiga sér stað. í dag er ekki lengur tæknilegt vandamál að festa mörk- in niður því fyrirtæki sem framleiða mörkfram- leiða einnig festingar sem henta við mismunandi aðstæður. Vandamálið er að festingarnar eru ekki keyptar með. Ég hvet foreldra til að kanna hvern- ig ástandið er hjá fótboltafélögunum áður en þeir senda börnin sín þang- að á æfingar.Einnig ef fólk sér laus mörk á víðavangi að láta Heilbrigðis- eftirlitið vita. Hægt er að finna frek- ari upplýsingar á heimasíðu Árvekni, Lýðheilsustöð um fótboltamörk: www.lydheilsustod.is herdis@lydheilsustod.is LEIGÐU AUT í VEISLUNA Kertastjakar • kertaluktir • brúöarstyttur • hringapúðar • bergfléttur • blómavasar • slaufur á kirkjubekki • Tertustandar • brúöarbogi • silkitré $ VOLUSTEINN fyrir fima fíngur BÆJARLIND14-16 / Sími 588 9505 / www.volusteinn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.