blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14
blaðió- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar® vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Vitundarvakning eftir Live 8 - fyrsta skrefið á langri leið Skilaboð Live 8 tónleikanna síðastliðnn laugardag voru skýr, við viljum ekki peningana þína við viljum þig. Með því vildu skipuleggjendur tón- leikanna benda á að markmið hinna risavöxnu tónleika helgarinnar var ekki að safna peningum heldur einfaldlega að vekja almenning á vest- urlöndum til vitundar um þann vanda sem stjórnvöld og íbúar margra Afríkuríkja eiga við að etja. Undirliggjandi er krafa um að leiðtogar átta helstu iðnríkja heims felli niður skuldir fátækustu ríkja Afríku, enda sé það í höndum íbúa og stjómvalda á vesturlöndum að koma í veg fyrir ungbarnadauða, sjúk- dóma og hungursneyð í hinni fátæku álfu. Það verði hinsvegar ekki ein- ungis framkvæmt með ákvörðun nokkurra pólitískra leiðtoga, almenn- ingur þarf að vakna til vitundar. I viðtali í Blaðinu í dag lætur framkvæmdastjóri UNICEF á íslandi hafa það eftir sér að það sem standi uppúr eftir helgina sé sú staðreynd að tugir þúsunda íslendinga, sem og milljónir manna um allan heim skyldu staldra við og hugsa um málefni fátækra í Afríku. Það má því leiða að því líkum að ætlunarverk tónlistarmannanna hafi gengið eftir, að vekja almenning á vesturlöndum til vitundar um vanda sem hefur verið fyrir framan nefið á okkur árum og áratugum saman. Það liggur reyndar fyrir að slík vitundarvakning getur aðeins verið fyrsta skrefið á langri leið. Það þarf meira til en að leysa tímabundinn vanda nokkurra af fátækustu ríkjum heims með því að láta átta þjóðar- leiðtoga með einu pennastriki fella niður skuldir upp á milljarða króna. Með þeirri ákvörðun myndi að sjálfsögðu vera brotið blað í málefnum þessara ríkja, en þar með er bara hálf sagan sögð. Það má með réttu halda því fram að enn einu sinni sé margháttaður vandi tekinn og matreiddur á einfaldan hátt ofan í almenning. Ástæðan - í því hraða samfélagi sem við höfum skapað okkur hafa fáir aðrir en þeir sem eru hreinlega atvinnumenn í góðgerðarmálum og örfáir stjórn- málamenn tíma til að setja sig fyllilega inn í þann vanda sem hin fá- tæku ríki eiga við að stríða. Því er búin til einfóld útgáfa af flóknu máli og hún kynnt og seld almenningi. Aftur er okkur sagt að með einfóldum hætti getum við lagt lóð okkar á vogarskálina. Með því einu að skrifa nafn okkar munum við hjálpa þeim sem ekki eru jafn lánsamir og hafa það ekki jafn gott og við. Það má leiða að því líkum að fjölmargir hafi horft á skemmtilega tón- leika á laugardaginn, skrifað nafn sitt á heimasíðu tónleikarahaldara eða sent SMS skeyti og þar með sé málið afgreitt. Kannski hefur ekki orðið vitundarvakning heldur var þetta auðveld leið fyrir fjölmarga til að afgreiða erfitt og sorglegt mál. Það er ekki þar með sagt að tónleikarn- ir hafi engu breytt síður en svo. Fagna ber slíku framtaki en horfa þarf lengra fram á veginn. Gordon Brown, íjármálaráðherra Bretlands, benti á að mannsaldur tæki að leysa fátæktarvandann. Það er staðreynd og því ætti enginn að líta á að þó hann hafi lagt nafn sitt við framtak helg- arinnar sé málið afgreitt. Vandi fátækra þjóða er eitthvað sem ræða þarf við sem flest tækifæri. Halda þarf umræðunni lifandi. Og í kjölfar umræðunnar þurfa allir að leggja sitt á vogarskálina. GabríeT Aisin kúplings- höggdeyfar eru orginal CASCCC sett eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. hlutir frá Japan — TRIDON • ZL@í)) varahlutir í miklu úrvali Qjvarahlutir Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík ÞJÓNUSTA Á RÉTTU VERÐI NÝJAR TÖLVUR VÍRUSLEIT UPPFÆRSLUR ÍSETNINGAR SAMSETNINGAR VIÐGERÐIR þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið Prófarkalestur stjórnarskrárinnar Drífa Snædal, ritari Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Konur eru ekki menn, menn verða ekki óléttir og menn fara ekki á blæð- ingar. Gamla slagorðið að konur séu líka menn þjónaði sínum tilgangi í kvennabaráttu síðustu áratuga þeg- ar konur vildu komast inn í karlaklík- una. Nú eru kröfurnar hins vegar þær að konur búi til ný völd með körlum. Við viljum ekki samlaga okkur þeim heimi sem karlar hafa búið til heldur skapa nýjan heim sem rúmar skoðan- ir og viðhorf beggja kynja. Sjálfsögð og eðlileg krafa myndi kona halda. Það er hins vegar hægara sagt en gert að vinna í þeim opinbera heimi sem karlar bjuggu til fyrir karla. Þegar til dæmis orðið ráðherra þótti sniðugt heiti á handhafa framkvæmdavalds- ins var augljóslega aldrei gert ráð fyrir að kona myndi nokkurn tíman fara með þetta vald. Klikkið í kvenna- baráttunni var að krefjast ekki breyt- inga á valdaheitinu um leið og kona settist í stólinn. Nu sitja konur uppi með það að vera ráðherrar en aldrei hef ég heyrt að makar kvenkyns ráð- herra séu kallaðir ráðherrafrú. Það þykir sennilega ekki sniðugt. Þannig er ennþá gert ráð fyrir að konur séu gestir í heimi valdsins en ekki komn- ar til að vera. Við megum vera með stundum en ekkert vera að rugga bátnum of mikið. Við eigum að samlaga okk- ur heimi karlanna ef við viljum einhver völd. Orðið menn í stjónar- skr ánni og lögum var skj al- fest þegar menn fóru einir með völdin. Það var fyrir þá tíð að imprað væri á því að konur fengju svo mikið sem kosningarétt til þing- kosninga. Reyndar kaus maddama Vilhelmína Lever til bæjarstjómar á Akureyri árið 1866 undir því yfir- skyni að konur væru líka menn og í lögunum var kveðið á um menn en ekki karlmenn. Þannig fleytti þetta viðhorf konum áleiðis að kosninga- réttinum. í dag gerum við hins vegar aðrar og meiri kröfur en að ein höndl- unarborgarinna, eins og Vilhlemína var kölluð í kjörbókum geti kosið til sveitarstjórnar. Við gerum einfald- lega þær kröfur að konur séu teknar með í reikninginn í lögum og ég tala nú ekki um í stjórnarskránni. Það er mín trú að við náum ekki fullu jafnrétti fyrr en tungumálið og menningin taka mið af jafnrétti og jafnræði kynjanna. Með þessa trú las ég stjórnarskrána og komst að raun um að hún á ekki við mig. Stjórnar- skráin er eins og annað, samin af körl- um fyrir karla. Hvernig get ég haft óflekkað mann- orð þegar ég er ekki mað- ur? Hvernig get ég unnið drengskaparheit þegar ég er ekki og hef aldrei ver- ið drengur? í virðulegum bréfaskriftum er ég titl- uð ungfrú eða fröken eða stundum fyrir misskilning frú, en aldrei hef ég verið titluð herra. Það hlýtur því að vera frávik ef ég sem kona verð ráðherra. Frávik frá því sem eðlilegt er - að karlar séu herrar. Stjórnarskráin í heild sinni stað- festir það að karlar skuli fara með völdin. Þar er að finna menn, herra og drengskap en hvergi konur, frúr eða annað kvenkyns. Á meðan tungu- mál valdsins er alls staðar karlkyns er ekki nema von að konum finnist þær hafa lítið að gera í karlaheim- inn - þær fá þau skilaboð á hveijum degi. Eghvet til þess að stjórnarskrá- in verði prófarkalesin með tilliti til þess að bæði kynin komi að stjórn- un landsins. Hreintungustefnan má ekki verða jafnréttinu fjötur um fót. Tungumálið, eins og lögin eiga að þjóna okkur en ekki öfugt www.vg.is Geldof og innflytjendur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra innflytjendur grafna í graf- reit kristinna á eyjunni. Vissulega hefðu slys orðið hjá þeim sem reyndu að flýja yfir Miðjarðarhaf, en þeir færust um borð í bát- um en skolaði ekki upp á strendur eyjarinnar - hinir látnum kæmu í bátum með lifandi flóttamönnum. Borgarstjórinn hefur aldrei óskað eftir flutn- ingaskipi frá Ítalíu til að sækja lík og hjá ítalska innaríkisráðuneytinu kannaðist enginn við að tilmæli um að slíkt skip yrði sent til Lampedusa. Blaðamaðurinn segir, að vissulega glími Lamp- edusa við vanda vegna ásóknar innflytjenda eyj- an sé ekki nema 20 fer- kílómetrar og nær Afríku en Ítalíu -113 km frá Tún- is og 205 km frá Sikiley. Þar sem eyjan sé sá hluti Evrópusambandsins, sem sé næstur Norður-Afr- íku, komi margir Afríku- menn þangað í von um að komast inn á Scheng- en-svæðið. Frá 1. janúar 2004 til 15. september 2004 voru 9.666 ólögleg- ir innflytjendur teknir í Sikiley-héraði á Ítalíu en Lampedusa telst til þess. Þeir, sem koma til Lamp- edusa, eru flestir sendir áfram til Sikileyjar, þar sem útlend- ingastofnun rannsakar mál þeirra og gefur þeim síðan 15 daga frest til að yfirgefa landið og flestir taka þá áhættu að halda frekar áfram til meginlands Evrópu en að snúa aftur til Afríku. Nokkrum er haldið eftir í „móttökustöð" í Lampedusa, sem er hönnuð til að hýsa 200 manns en þar eru að jafnaði miklu fleiri og sætir meðferð fólks þar gagnrýni Amnesty og Lækna án landamæra. Talsmaður Lækna án landamæra á Lampedusa sagðist aldrei hafa heyrt um að lík karla, kvenna og barna skolaði upp á strendur Lampedusa. Blaðamaður Spiked spurði blaða- fulltrúa Geldofs, hvaðan hann hefði upplýsingar sinar og fékk þau svör, að hann hefði séð frétt um þetta í La Repubblica, þegar hann var á Ítalíu í maí. Blaða- maðurinn fann enga slíka frétt í blaðinu. Blaðafulltrú- inn sagði þá, að kannski hefði hann séð þetta annars staðar, það sem skipti máli væri, að Geldof vildi vekja fólk til samúðar með þessu fólki. Það væru hræðilegir atburðir að gerast við dyrn- ar hjá okkur. Ég ætla ekki að rekja þessa frásögn frekar, en blaðamanninum finnst nóg um, ef farið er svona frjálslega með sannleikann og veltir fyrir sér, hvort það sé nauðsynlegt til að vekja athygli fólks á bágum lífskjörum í Afríku. Á þessari frásögn er hins vegar önn- ur hlið, það er sú sem lýtur að flótta fólks á bátum til annarra landa. Bátafólkið frá Víetnam var mjög í fréttum fyrir nokkrum áratugum en það voru Víetnamar, sem lögðu á haf út í kænum eða lélegum skipum og lögðu á flótta frá einræðisstjóm kommúnista í landi sínu. Nú heyrum við ekki lengur um slíkt flóttafólk í fréttum og raunar lítið af hinum mikla fjölda bátafólks sem reynir að komast frá N-Afríku um Miðjarðar- haf til Evrópu. Þetta fólk er ekki frá N-Afríkulöndum heldur kemur flest langt sunnan úr Afríku og hefur farið yfir Sahara-eyðimörkina áður en það leggur á haf út og út í algjöra óvissu. Herskip á vegum NATO halda uppi gæslu á Miðjarðarhafi og er mjög óvenjulegt að herfloti sé nýttur til slíkra lögregluaðgerða en staðfestir einungis hve ástandið er alvarlegt. Tæplega 10.000 manns vísað frá Sikiley á tæplega 10 mánuðum 2004. Þetta er há tala miðað við það, að hingað til lands leita um 80 hælisleit- endur á ári og ísland er aldrei fyrsti viðkomustaður þeirra á Schengen- svæðinu - þeim hefur öllum verið hafnað annars staðar eða þeir kjósa, að dvelja ekki í því landi, þar sem þeim hefur verið veitt hæli. Hafi íslendingar þá skoðun, að hér sé beitt meira harðræði en annars staðar við meðferð á hælisleitendum er hún úr lausu lofti gripin. Hjörtur J. Guðmundsson fjallaði einmitt um þessa skoðun í nýlegum pistli á www. ihald.is. Síðustu daga hefur athygli alls mann- kjms, að minnsta kosti þeirra, sem hafa sjónvarp, beinst að Live8, en undir því heiti hefur Bob Geldof beitt sér fyrir því að virkja tónlistarmenn um heim allan í þágu þess málstaðar að létta skuldabyrði af ríkjum Afríku og vekja athygli á bágum kjörum íbúa álfunnar. Fellur átakið saman við fund átta helstu iðnríkja heims, G8 ríkjanna, sem ; haldinn er í Gleneagles í ’ Skotlandi 6. til 8. júlí. Bob Geldof hefur látið verulega að sér kveða í íjölmiðlum í aðdraganda átaksins, eins og eðlilegt er. Hann var til dæmis í sjónvarpsþættinum Fri- cLay Night with Jonat- han Ross í BBCl hinn 10. júní síðastliðinn. Þar sagði hann frá því að á ítölsku smáeyjunni Lamp- edusa, sem er nálægt Sikil- ey, væru yfirvöld í miklum vandræðum vegna þess að þúsundum sjórekinna líka skolaði þar á land. Þetta væru konur, karl- ar og börn, sem væru að reyna að flýja frá Afríku. Borgarstjórinn á eyjunni hefði sent neyðarkall til ítalskra yfirvalda með bón um, að þau létu honum í té flutningaskip til að flytja lík afrískra barna sem skolaði dag hvem á strendur eyjarinnar. Fjöldi líkanna væri svo mikill að það væri ekki neitt rými á eyjunni til að jarða þau. Frá Ítalíu hefðu verið send flutn- ingaskip og þau væru fyllt af líkum, sagði Geldof. Ég hef ekki séð frásögn af ummæl- um Geldofs í íslenskum íjölmiðlum heldur rakst ég á hana í vefritinu spiked. Brendan O’Neill blaðamað- ur vefritsins tók sér fyrir hendur að kanna ástandið á Lampedusa og komst þá að raun um að þar töldu menn Geldof segja „tóma vitleysu" þegar hann lýsti ástandinu þar á þann veg, að eyjan væri svo full af látnum innflytjendum, að ekki væri rými til að grafa þá þar lengur. Talsmaður borgarstjórans sagði 15 Hafi íslend- ingar þá skoðun, að hér sé beitt meira harðræði en annars staðar við meðferð á hælisleit- endum er hún úr lausu lofti gripin. www.bjorn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.