blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 22
þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið Toppslagur í kvennaboltanum Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Botnlið Skagastúlkna fær ÍBV í heimsókn og KR-ingar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn. Þá geta íslandsmeistarar Vals komist í toppsætið sigri þær Blikastúlkur sem hafa sigrað alla sína leiki í sumar og eru með fullt hús stiga. Valur er sem stendur í öðru sætinu þremur stigum á eftir Breiðablik, en með hagstæðari markatölu. Leikur ÍA og ÍBV hefst klukkan 18 en hinir leikirnir klukkan 20. ■ AIHabsitil Bolton Ali Al Habsi, markvörður norska liðsins Lyn, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við enska úrvals- deildarliðið Bolton. Hinn 23 ára gamli Habsi er ættaður frá Óman, en hann mun klára tímabilið með Lyn og koma svo til Bolton í októb- er. Habsi mun vera fyrsti markvörð- urinn frá Asíu í ensku úrvalsdeild- inni og mun hann berjast um markvarðarstöðuna hjá Bolton við Finnann Jussi Jaaskelainen sem er þar fyrir. „Draumur minn hefur loks- ins orðið að veruleika. Ég hef alltaf viljað spila í úrvalsdeildinni og það er mjög sérstakt að Bolton vilji mig til að spila fyrir sig“, sagði Habsi, sem var valinn markvörður ársins í norsku deildinni í fyrra. ■ Gerrard framlengir ekki samning sinn Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er reiðubúinn að yfirgefa Anfield ef marka má orð umboðsmanns hans, Struan Marshall. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum og var búist við að hann myndi skrifa undir framlengingu á honum í kjölfar sigurs Liverpool í meistaradeildinni í vor en nú hafa viðræðumar siglt í strand. Liverpool hefur krafist þess að Gerrard framlengi samning sinn og Rafael Benitez, knattspymustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi að hann vildi að Gerrard yrði hjá liðinu allan sinn feril. Gerrard ósáttur við seinagang Liverpool Fjölmiðlar á Bretlandseyjum hafa haldið því fram að fyrirliðinn sé ósáttur við hversu seint stjóm Liverpool hafi gengið að samningaborðinu. Talsmaður Liverpool neitaði að staðfesta að það væri rétt. Samkvæmt heimildarmönnum íþróttafréttastofu BBC mun ástæðan fyrir því að samningaviðræðumar sigldu í strand a.m.k. ekki vera fjórhagslegs eðlis. Samkvæmt Rafael Benitez getur það þó ekki verið ástæðan. „Við reyndum þrisvar sinnum á síðasta tímabili að fá Steve til þess að ræða nýjan samning en hann sagðist vilja bíða. Það var rætt um að við þyrftum að vinna titla og nú höfum við unnið þann stærsta, þannig að það getur ekki verið vandamálið." Fjölmiðlar greindu svo frá því í gær að Gerrard hafi lent í deilum við stjórann Benitez á æfingum um helgina. Eftir sigur Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða í maí sagði Gerrard að hann hefði mikinn áhuga á því að vera ófram hjá liðinu. Hann sagði að þegar hann lyfti bikarnum hafi það verið besta tilfinning sem hann hefði fundið og sagði: „Hvemig gæti ég hugsað um að yfirgefa Liverpool eftir slíkt kvöld?“ Vilja menn meina að ástæðan fyrir þvl að upp úr samningaviðræðunum slitnaði nú sé sú að Liverpool hafi ekki samið við Gerrard beint eftir úrslitaleikinn, eins og Gerrard hafi vonast til. Hræringar í leikmannahópi Liverpool Benitez hefur unnið hörðum höndum að því að styrkja liðið fyrir komandi átök. „Við höfum talað um að betrambæta liðið og eignast bestu leikmennina. Nú hefur Boudejwin Zenden, líklega besti leikmaður Middlesbrough, gengið til liðs við okkur. Við emm að ganga frá samningi við besta markvörð Spánar, Jose Reina, besta kantmann Chile, Mark Gonzales og ungan og efnilegan bakvörð frá Sevilla, Antonio Barragan," sagði Benitez. „Við erum að bæta liðið og ég get fullvissað aðdáendur Liverpool um að mín hugmynd er að ef ég endurnýja samning minn við liðið eftir fjögur ár myndi ég vilja að Steve yrði næsti þjálfari, næsti aðstoðarknattspymu- stjóri, næsti yfirútsendari eða, ef hann vill, næsti knattspyrnustjóri liðsins." Verður Gerrard með gegn TNS? Þó Gerrard eigi tvö ór eftir af samningi sínum munu Liverpool líklegast frekar selja hann nú fyrir fúlgu fjár, í stað þess að láta samninginn renna út og gera þannig öðmm liðum kleift að eignast leikmanninn þá ón endurgjalds. Talið er að ef svo fari að Liverpool selji Gerrard muni kaupverðið vera um 30-35 milljónir punda. Heyrst hefur af áhuga stórliða á borð við Real Madrid, Chelsea, AC Milan og Manchester United. Einhveijir hafa sagt að Gerrard muni ekki ganga til annars liðs á Englandi en þar sem ljóst er að laun hans munu hækka umtalsvert fari hann til annars liðs er ekki víst að Gerrard muni setja það fyrir sig. Daily Star sagði frá því í gær að Chelsea hefði nú þegar sett fram 30 milljóna punda tilboð en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi pilts. Aðeins níu dagar em í fyrsta leik Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, gegn smáliðinu Total Network Solutions frá Wales. Verði Gerrard með þar þýðir það að hann getur ekki leikið með öðra liði í keppninni næsta vetur. Aðdáendur Liverpool bíða þess eflaust í ofvæni að sjá hvort hann spili leikinn, en leiki hann ekki gegn TNS má telja næsta víst að hann sé á fórum fró félaginu. Evrópubikarmótinu í Maribor lokið Yakubu til Boro Nígeríski framherjinn Yakubu Aiy- egbeni hefur fengið atvinnuleyfi í Englandi og gert 5 ára samning við Middlesbrough. Yakubu kemur frá Portsmouth en kaupverðið er 7,5 milljónir punda.Yakubu var hafnað um atvinnuleyfi fyrir skömmu þar sem hann hefur ekki leikið 75% landsleikja Nígeríu síðustu tvö ár. Middlesbrough áfrýjaði þessari ákvörðun og í gær fékk Yakubu atvinnuleyfi. Yakubu er sterkur framherji og hefur skorað 43 mörk fyrir Portsmouth frá því að hann kom til liðsins frá Maccabi Haifa fyrir tveimur og hálfu ári síðan. ■ Halldór Lárasson, fijálsíþróttamað- ur úr röðum UMFA, bætti sinn besta árangur í tugþraut þegar hann hlaut samtals 6616 stig í 2. deild Evrópu- bikarkeppninnar í fijálsum íþróttum sem lauk í Maribor í Slóveníu í gær. Halldór bætti fyrri árangur sinn um 75 stig oghafnaði í 17. sæti af 31 kepp- anda sem hóf keppni í þrautinni. Sig- urvegari í tugþraut varð Aleksandr Parkhomenko frá Hvíta Rússlandi, en hann hlaut samtals 8025 stig. í öðra sæti varð Benjamin Jensen firá Noregi og Daninn Anders Black hreppti bronsið. íslandsmeistarinn Jónas Hlynur Hallgrímsson, FH, meiddist aftan ó læri í fyrstu grein seinni dagsins og lauk ekki keppni. Kristín Bima Ólafsdóttir, ÍR, náði 16. sæti í sjöþraut kvenna og var rúm- lega 150 stigum frá sínum besta ár- angri. Hlaut hún samtals 4766 stig. Sigurvegari var Jesenija Volzankina frá Lettlandi með 5437 en 33 kepp- endur tóku þátt. Aðstæður til keppni í Maribor vora ekki eins og þær gerast bestar en mót- vindur var í styttri hlaupum og um 30° hiti. 16-liða úrslit Visa-bikarsins í kvöld Bogi Ágústsson spáir í spilin 16-liða úrslitum Visa-bikars karla lýkur í kvöld með fimm leikjum og hefjast allir leikimir klukkan 19.15. Blaðið fékk Boga Ágústsson, fram- kvæmdastjóra fréttasviðs Ríkisút- varpsins, til að spá í spilin en Bogi er mikill knattspymuáhugamaður og gallharður KR-ingur. ur spuming að FH vinnur þennan leik. a.m.k. virðist ekkert geta stöðv- að FH-inga þessa dagana", segir Bogi. „Þótt KA hafi gengið ágætlega í fyrstu deildinni eiga þeir ekki roð í Hafnfirðingana og það kæmi veru- lega á óvart ef þeir færu að standa í þeim af einhveiju ráði“. Grindavík - Fylkir 0-2 Fylkismenn sækja Grindvíkinga heim en Árbæingar vonast til þess að ná langt í bikarkeppninni þar sem allt útlit er fyrir að þeim takist ekki að ná FH-ingum í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Bogi var ekki í nokkram vafa um að Fylkir ynni þessa viðureign; „Fylkir vinnur þann leik klárlega. Ég hef á tilfinningunni að þeim muni ganga ágætlega í bik- amum í ár“, sagði Bogi. Árbæingar vonast vafalaust til að þau orð rætist en þeir hafa tvisvar unnið bikarinn, árin 2001 og 2002. HK - Keflavík 1-0 Keflvíkingar fóra alla leið í bikam- um í fyrra og sigraðu KA menn 3-0 í úrslitaleiknum. í undanúrslitunum mættu Keflvíkingar einmitt HK-ing- um, sem vora óneitanlega spútnik- liðið í bikarkeppninni. Só leikur var jafn og spennandi en Keflvíkingar sigruðu með sjálfsmarki HK-manna, 1 - 0. Bogi var á því að HK myndi ná fram hefndum og sagði einfaldlega: „Bikarmeistararnir detta út ó móti HK“. FH - KA 5 - 0 KA-menn lögðu íslandsmeist- arana óvænt að velli í undan- úrslitum bikarsins í fyrra en töpuðu í úrslitum gegn Keflvíking- um. FH-ingar eiga því harma að hefna og miðað við gengi þeirra í sumar ættu þeir ekki að eiga í vandræðum með að gera það. FH „Það er ekki nokk- ÍBV - Njarðvík 3-2 Njarðvíkingar era eina liðið úr 2. deild sem komst í 16-liða úrslit og eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Þó ÍBV sitji þessa stundina í fallsæti í úrvalsdeildinni er heimavöllur þeirra mjög erfiður heim að sækja og þeim hefur gengið ágætlega í hikarnum. „Þó Vestmannaeyingar geti ekki unn- ið mörg lið, önnur en KR, munu þeir vafalaust leggja neðrideildarlið eins og Njarðvík að velli“, sagði Bogi, en átti þó von á spennandi og skemmti- legum leik. Þór - Fram 1-2 Framarar fara til Akureyrar og etja kappi við 1. deildarlið Þórs. Bogi á von á hörkuleik á Akureyri en telur að þeir bláklæddu ættu að hafa úti- sigur. „Framararnir hljóta að taka þennan leik. Þó þeir hafi aðeins verið að dala í deildinni eftir fina byijun, eru þeir einfaldlega með sterkara lið en Þór og eiga að vinna þessa viður- eign“, sagði hann, en telur að þetta geti orðið tæpt. Áhangendur Fram vonast vafalaust eftir árangri í bikamum en langt er liðið síðan þetta fornfræga félag hampaði titli. Þau lið sem sigra í kvöld kom- ast í átta liða úrslit ásamt þeim þremur liðum sem komust áfram í gær.Fjórðungsúrslit- in verða leikin þann 20. og 21. júlí.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.