blaðið - 05.07.2005, Síða 4

blaðið - 05.07.2005, Síða 4
þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið Hjalti Sölvason og María Jóhannsdóttir frá Lyf og heilsu ásamt Jóni Sigurðssyni og Ólinu Sveinsdóttur frá Parkinsons- samtökunum handsala samninginn. Parkinson- samtökin fá stuðning Parkinsonsamtök Islands hafa gert samning sem tryggir þeim umtals- verðan fjárstuðning frá Lyf og heilsu næstu tvö árin. Fjármununum mun að miklu leyti varið til fræðslumála en samtökin munu meðal annars standa fyrir norrænni ráðstefnu um Parkinsonsjúkdóminn á næsta ári. Þá mun Lyf og heilsa fræða starfs- fólk sitt sérstaklega um málefni Parkinsonssjúklinga og veita félags- mönnum samtakanna sérstök afslátt- arkjör í öllum verslunum sínum. Hundruð heimsforeldra bættust í hópinn Sjónvarpsstöðin Sirkus og UNICEF á íslandi tóku höndum saman á laugar- daginn, en þá sendi sjónvarpsstöðin út tónleikana Live 8. Markmiðið með samstarfinu var að fjölga svokölluð- um heimsforeldrum UNICEF og að sögn Stefáns Inga Stefánssoar, fram- kvæmdastjóra, skilaði það miklum árangri. „Niðurstaðan fór fram úr björtustu vonum okkar og það bættust hundr- uðir nýrra heimsforeldra í hópinn. Við vissum í raun ekki á hverju við áttum von enda fór útsendingin fram á einni mestu ferðahelgi ársins þann- ig að þetta kom skemmtilega á óvart" sagði Stefán. Um 3.700 heimsforeldrar á einu ári Heimsforeldra-verkefnið á sér langa sögu hjá UNICEF. Það gengur út á að einstaklingur eða fjölskylda greið- ir ákveðna upphæð til samtakanna í Þó hvert heimsforeldri greiði ekki háa upphæð á mánuði getur framlagið skipt sköpum í lífi fátæks bams. hverjum mánuði. Upphæðina getur hver og einn valið eftir §órhagsgetu og aðstæðum. Hvert framlag skiptir máli og því til stuðnings bendir Stef- án á að bólusetning gegn öllum helstu barnasjúkdómum heimsins kostar um 200 krónur á hvert barn. Verkefn- ið er stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu og rennur ágóðinn til verk- efna víða um heim. UNICEF hefur lagt sérstaka áherslu á hjálparstarf þar sem tíðni ungbarnadauða er há og menntunarstigið er lágt. Heimsforeldra-verkefnið hefur ver- ið í gangi hér á landi frá því í maí árið 2004 og fyrir helgina voru 3.700 skráðir heimsforeldrar hér á landi. Ekki liggur fyrir endanleg tala eftir helgina, en eins og áður sagði fjölgaði verulega í þessum hópi. Gríðarleg áhrif sem aldrei verð- ur hægt að mæla Að mati Stefáns er það hinsvegar ekki sú staðreynd að heimsforeldrum skyldi fjölga sem stendur uppúr eftir helgina heldur sú staðreynd að tug- ir þúsunda hér á landi og milljónir manna allsstaðar í heiminum skyldu staldra við og hugsa um málefni fá- tækra í Afríku. „Það er gríðarlega margt sem hefur áunnist með Live 8 tónleikunum sem aldrei verður hægt að mæla beint“ sagði Stefán að lokum. ■ AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMEIMIMSKA í FYRIRRÚMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI Rokkveisla til heiðurs okkur Ögmundur lýsir efasemdum um sölu Vélamiðstöðvarinnar Borgin gæti lent í greipum einokandi aðila íslandsvinirnir FooFighters með Nir- vana - trommarann Dave Grohl í far- arbroddi eru komin aftur til íslands en þeir voru síðast hér fyrir tveimur árum. Nú verða það ekki minni spá- menn en Queens of the Stone Age og okkar eigin rokkhundar í Mínus sem ásamt þeim munu halda öllu í helj- argreipum í Egilshöll í kvöld. Segir sagan að Grohl hafi sérstaklega farið fram á að Mínus hituðu upp fyrir sig. Hljómsveitin fer fallegum orðum um ísland og íslendinga og stefnir á að flytja brennivín til Bandaríkjanna. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna lýsir miklum efa- semdum yfir ætlun R-listans um að selja Vélamiðstöðina. Tillaga þáver- andi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar, um að selja skuli Vélamiðstöðina var afgreidd í borgarráði Reykjavíkur- borgar 19. september síðastliðinn og var einhugur innan borgarráðs um málið. í tillögunni segir meðal ann- ars að taka skuli tillit til hagsmuna Reykjavíkurborgar í málinu enda sé borgin einn helsti kaupandi þjónustu miðstöðvarinnar. Kostnaðarsamt að fara í sam- keppni Á heimasíðu sinni um helgina segir Ögmundur að hann telji þessa hug- mynd ekki skynsamlega, sérstaklega við þær aðstæður sem nú séu uppi. Á heimasíðu sinni segir Ögmundur orðrétt: „Ástæðan er sú að jafnvel þótt ein- hver samkeppni kunni að verða fyrst í stað (sem þó er ólíklegt) með leigu á tækjum til sorphirðu og annarra verk- efna sem Vélamiðstöðin sinnir fyrir borgarbúa, þá er sú hætta mjög raun- verulega fyrir hendi að þegar fram líða stundir muni sækja í einokunar- horf einfaldlega vegna þess að í mörg- 0TRULEGT VERÐ! GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS Fyrirhuguð sala á Vélamiðstöðinni veldur Ogmundi Jónassyni áhyggjum og brýnir hann fyrir samherjum sínum í R-listanum að stíga varlega til jarðar. um tilvikum er um sérhæfð verkefni að ræða og kostnaðarsamt fyrir hugs- anlega samkeppnisaðila að koma sér upp nauðsynlegum vélakosti til að taka þátt í samkeppni. Kaupandinn það er að segja Reykjavíkurborg yrði þess vegna í greipum hins einokandi aðila". Ekki baggi á borginni Ögmundur segir ennfremur að sam- kvæmt hans bestu vitund hafi Véla- miðstöðin aldrei verið baggi á borg- inni þvert á móti hafi hún skilað arði í borgarsjóð. Gróðavon mum væntan- lega verða til þess að einhverjir muni reyna að komast yfir stöðina eins og Ögmundur orðar það. % Níu íslendfngar vitni að árekstri geimfars og halastjörnu Hópur íslenskra nemenda fylgdist í fyrrinótt með því þegar geimfar frá bandarísku geimferðastofnunni rakst á halastjörnuna Tempel 1. Árekstur- inn var lokahnykkur í leiðangri sem gengur undir nafninu Deep Impact sem snýst um að skoða efnivið hala- stjörnunnar. Ef hugmyndir vísinda- manna reynast réttar gæti efnið sem þeyttist út frá halastjörnunni verið sams konar og agnirnar sem mynd- uðu sólkerfið fyrir um 4,6 milljörðum ára. Alls héldu níu íslendingar til eld- fjallaeyjunnar Hawaii í síðustu viku til að fylgjast með atburðinum. Á heimasíðunni www.stjornuskodun.is segir íslenski hópurinn frá stemmn- ingunni í fyrrinótt. Þar segir m.a. orðrétt: „Vísindamenn og áhugamenn um stjörnufræði víða um heim stóðu á öndinni í nótt þegar Deep Impact geimfarið rakst á Tempel 1 hala- stjörnuna. Mikil hrifning greip um sig þegar fyrstu myndirnar bárust. Á þeim mátti greina um tífalda aukn- ingu í birtu halastjörnunnar og varð hún enn bjartari þegar frá leið. ■ Landbúnaðarstofnun: 23 forstjórar Landbúnaðarráðuneytinu bárust umsækjendur 17 karla og 6 kvenna í starf forstjóra hinnar nýstofnuðu Landbúnaðarstofnunar. Hann mun fara með yfirstjórn stofnunarinnar, móta stefnu hennar og bera fjárhags- lega ábyrgð. Landbúnaðarstofnun á að sameina stofnanir, embætti og verkefni á sviði eftirlits og stjórn- - sýslu innan landbúnaðarins. Höfuð- stöðvar hennar verða á Selfossi. ■ Sala íslandsbanka í Sjóvá Ekki lengur í samstæðu ís- landsbanka rjarmaia- eftirlitið _ m* hefur CCSJOVA samþykkt umsókn Milestone fjárfestingafélags um að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. íslandsbanki seldi þann 19. apríl síðastliðinn 66,6% hlut í Sjóvá til Þáttar eignarhaldsfélags en það er í eigu fjárfestingarfélagsins Mile- stones. Kaupverð var 17,5 milljarð- ar króna. Umrædd sala var skilyrt samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunar. í tilkynningu frá Kauphöll íslands í gær segir að í bréfi Fj ármálaeftirlitsins komi fram að athugun sé í gangi á framkvæmd sölunnar og er samþykki Fjármálaeft- irlitsins með fyrirvara um niðurstöðu þeirrar athugunar. Ekki lengur í samstæðu Is- landsbanka Samþykki Samkeppnisstofnunar liggur einnig fyrir. Fyrirvarar um sölu íslandsbanka á 66,6% eignar- hlut í Sjóvá sem tilkynnt var um 19. apríl s.l. eru því ekki lengur fyrir hendi og mun Sjóvá því ekki verða hluti af samstæðureikningi íslands- banka á öðrum ársfjórðungi heldur bókað sem hlutdeildarfélag frá og með öðrum ársfjórðungi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.