blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 1
Veldu ódýrt bensíti _ ^+awniiiHír/ \ >. v \\ \\\V> Kvittun fjtgir ávinningur! óeGO Meira fyrir peninginn grænmetis- garðinum bls. 16 10 góð ráð til þess að forðast slysin -4«| 2 Pakkaferói b/s. 12 á G! festival Það er dýrt deyja - bls. 26 - bls. 26 Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is Frá nýlendukúguo til opins K< 45. TBL. 1. ARC. ÓKEYPIS Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Sítni 510-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 FRJALST OG OHAÐ MANUDAGUR, 11. JULI. 2005 Stjórnarhættir harð- lega gagnrýndir á hluthafafundi - bls. 2 Lífið færist í eðlilegt horf - bls. 8 Gjaldþrotum hefur fækkað - bls. 4 International Children's Games í Reykjavík 2007 - bls. 6 Sprengjuhótun í Bir- mingham trúverðug - bls. 8 Bryndreki í Reykjarvikurhöfn Tuttugu og eitt failbyssuskot dundi yfir Reykjavík í gaer, en þar var á ferðinni rússneski bryndrekinnn Levstjenko aðmíráll, sem sigldi skömmu síðar inn í Reykjarvíkurhöfn. Það var þó ekki þannig að innrásin væri hafin, heldur var skotunum hleypt af í virðingarskyni. Baugsmálið: Yfirmenn lánastofnana gistu snekkjuna á Flórída Af skýrslutöku Ríkislögreglustjóra af Jóni Gerald Sullenberger má ráða að fleiri sakarefni kunni að vera í ákær- unni en Jón Ásgeir Jóhannesson bar af sér í bréfi ó dögunum. í skýrslutökum yfir Jóni Gerald Sullenberger hjá Rannsóknarlög- reglu, sem voru rót Baugsmálsins svo- nefnda, kemur fram að hann ásamt feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóhannesi Jónssyni hafi fest kaup ó þremur lystibátum í Flórída sem upphaflega hafi verið ætlaðir til per- sónulegra nota en hafi ennfremur ver- ið mikið notaðir til þess að skemmta vinum feðganna, helstu yfirmönnum verslunarveldis þeirra og viðskiptafé- lögum og lánardrottnum. Þar á meðal er sérstaklega minnst á yfirmenn ís- lenskra íjármálastofnana. í skýrslunum sem Blaðið hefur undir höndum kemur fram sú ásök- un að þrótt fyrir að um persónulega eign þeirra hafi verið að ræða hafi fyrirtækið staðið straum af kostnaðin- um. Sú ósökun hleypti Baugsmálinu af stað. Þar koma fram margháttaðar ásakanir um að ýmiss persónulegur kostnaður þeirra feðga og Tryggva Jónssonar, sem um hríð var forstjóri Baugs, hafi verið greiddur af fyrir- tækjum þeirra, bæði einkafélögum og almenningshlutafélögum. Snekkjurnar voru alls þrjár, fyrst var Icelandic Viking I keypt árið 1996, síðan hafi stærri bótur verið keyptur ári síðar og hlotið nafnið Ice- landic Viking II en loks hafi stærsta snekkjan, Thee Viking verið keypt árið 1999. í skýrslunni kveðst Jón Gerald ekki vita nöfn allra gesta þeirra Baugsmanna um borð í Thee Viking en sú snekkja mun mest hafa verið notuð til þess að skemmta viðskipta- vinum og félögum feðganna. Er tiltek- ið að ýmsir yfirmenn í íslandsbanka, Búnaðarbanka íslands og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafi verið í þeim hópi en einnig að yfirmenn í bif- reiðaumboðinu Heklu og gosdrykkja- verksmiðjimni Vífilfelli hafi þegið skemmtisiglingar í Thee Viking. Jón Gerald kveðst hafa fengið pen- ingagreiðslur írá Bónusi, Gaumi og síðar Baugi allar götur frá 1996 til ársins 2002 vegna reksturs snekkj- anna og afborgana af lánum sem tek- in voru til kaupanna á fleyjunum en enníremur mun eitthvað hafa verið um einkaneyslu feðganna í Flórída sem endurgreidd var með þeim hætti. Fram kemur í skýrslunni að árið 2000 hafi um 12.000 Bandaríkjadalir á mánuði runnið úr sjóðum Baugs til reksturs bátsins og var það staðfest af Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs og eins sakbominga, en hún var þá orðin framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Gaums. Bandaríkin: Fellibylurinn Dennis brestur á Felhbylurinn Dennis reiðyfir suðaust- urströnd Bandaríkjanna í gær með mikilli eyðileggingu. Ekki var vitað hvort eða hversu mikið mannfall varð vegna fellibylsins þegar Blaðið fór í prentun í gærkvöldi en ljóst að eyðileggingin er mikil. íbúar á svæð- inu höfðu þó nokkurn tíma til að gera varúðarróðstafanir og freistuðu þess að bjarga því sem mögulegt var. Hátt í einni og hálfri milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín þar til Dennis hefur lokið yfirreið sinni. Minnst hálf milljón íbúa strandsvæð- is Alabama höfðu t.a.m. yfirgefið heimili sín í gær en auga fellibylsins stefndi á Alabama ó Flórída strönd- inni. Áætlað er að Dennis muni ríða yfir svæði sem telur a.m.k. 10 millj- ónir íbúa og nær alla leið upp til Ken- tucky-fylkis. Öflugasti fellibylur um árabil Fellibylurinn Dennis mældist fjórir á Saffir-Simpson mælikvarðanum og er það næsthæsta stig kvarðans. Þannig er Dennis kraftmeiri en felli- bylurinn ívan sem reið yfir svipaðar slóðir í fyrra og olli miklu tjóni og mannskaða. Dennis mun ólíkur ívani að því leyti að þrótt fyrir að vera kröftugri þá er hann minni. Þannig verður mun meiri eyðilegging en ella í miðju fellibylsins. Sérfræðingar halda því fram að Dennis sé kröftug- asti fellibylur sem riðið hefur yfir á þessum árstíma í áratugi en fellibylir af þessu tagi eru ekki algengir fyrr en í ágústmánuði. Dennis mun hafa kostað vel á fjórða tug manna lífið þegar hann reið yfir Haiti, Jamaíka og Kúbu á dögunum. Gífurlegt tjón varð eftir yfirreið fellibylsins og vinna íbúar landanna nú að því að koma lífi sínu í samt horf. Vísindamenn segjast sjá fram á mun fleiri og kröftugri felli- byli á þessu ári en áður hefur tíðk- ast. Gróðurhúsaáhrif eru sögð auka styrkleika og vatnsfall fellibylja og munu þeir halda áfram að verða kröftugri samkvæmt nýlegum rann- sóknum. Sökum aukins sjávarhita vegna loftslagsbreytinga og mengun- ar er því von á stærri fellibyljum en óður hafa sést á næstu áratugum. FRJÁLST blaðiðu. SKULAGOTU FtLLSMULA M J 0 D D C A R 0 A B Æ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.