blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 24
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
kolbrun@vbl.is
JÉg held að þetta fari svipað og Haf-
skipsmálið. Mín tilfinning er að meiri-
hluti þessara ókæra muni gufa upp og
ef einhveijar sakir finnast verða þær
svo lítilfiörlegar að dómamir verða
skilorðsbundnir. Ég held að málið
allt mun verða ríkislögreglustjóra til
lítils sóma að ekki sé minnst á Davíð
Oddson. Ég held að þetta séu að ein-
hveiju leyti ofsóknir, minnsta kosti
miðað við rólegheit yfirvalda í málum
olíufélaga og tryggingafélaga," segir
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur
um mál málanna á íslandi þessa dag-
ana, ókærumar á hendur Baugi.
Hinn silalegi hreppstjóri
Guðmundir fagnar útrás íslenskra fyr-
irtækja. „Útrásin er merki um breytt
samfélag,“ segir hann. „Áður máttu
almenningur og verslunarmenn sitja
við það sem hinn silalegi hreppstjóri,
stjómmálamaðurinn, bauð upp á. Eft-
ir að íslendingar fengu heimastjóm
árið 1904 hefur ísland verið rekið sem
nýlenda. í nýfijálsum nýlenduríkjum
taka menn við því þjóðfélagi sem ný-
lenduherramir sköpuðu og halda
áfram að reka það óbreytt. Hjá okkur
hefur teygst á þessu í meira en hundr-
að ár. Ákveðinn hópur íslendinga tók
að sér hlutverk nýlenduherranna og
hefur ríkt yfir landinu. Svo er látið
heita að við séum sjálfstæð þjóð.
Nýlenduherramir em valdastéttin
í landinu: stjómmálamenn og ætt-
menn þeirra og ákveðin fyrirtæki
sem þeim voru velþóknanleg mökuðu
krókinn. í gegnum alls konar þving-
unaraðgerðir og lög sem menn hafa
komið sér upp þá hefur hinn venju-
legi íslendingur verið féflettur og
kúgaður af löndum sínum og hefur
greitt mun hærra verð fyrir vöm og
þjónustu en tíðkast í nágrannalönd-
um. Landbúnaðurinn er dæmi um
þessa kúgun sem lítið hefur breyst.
Smátt og smátt hefur losnað um höft-
in. Þegar fjármagnsflutningar á milli
landa vom gefnir fijálsir upp úr 1990
og árið 2004 þegar bankamir vom
einkavæddir þá opnaðist íslenska
hagkerfið með alkunnum afleiðing-
um. Einkavæðing bankanna gerði
mönnum kleift að spila á erlendum
mörkuðum með eigið fjármagn. Vöra-
verð á íslandi hefur lækkað heldur
og tekist hefur að halda aftur af verð-
bólgunni. Við emm að hverfa frá ný-
lendukúguninni sem var stjómað af
dönskum íslendingum og yfir í opið
kerfi þar sem almenningur á að geta
notið miklu betra lífs en hefur ver-
ið. Þessi gamla tíð er hðin og kostir
verslunarinnar fá að njóta sín. Hinn
silalegi hreppstjóri, stjómmálamað-
ur fyrri tíðar, er á útleið. Jón Ásgeir
og hans nótar hafa þama unnið gott
verk þó svo eitthvað megi finna að í
upphafi enda leikreglur um margt
óljósar."
Framsóknarspilling í skjóli Sjálf-
stæðisflokksins
Eru þetta vond tíðindi fyrir Hall-
dór Ásgrímsson og Davíð Odds-
son?
■ Jtg held að það séu vond tíðindi fyrir
þeirra stíl. Þeir em stjómmálamenn
gamla tímans. Það verður samt að
• meta það við þá að þeir svömðu kalli
tímans og einkavæddu bankana þó
svo samfélagið hafi orðið að greiða
þeim mikinn skatt fyrir vikið, kaup-
endum Búnaðarbankans að minnsta
kosti 16 milljarða. Munurinn á þess-
um tveimur flokkum er sá að þeir sem
keyptu Landsbankann borguðu hann
með eigin fé að mestu en það gerðu
S-hópsmenn ekki þegar þeir keyptu
Búnaðarbankann, heldur fengu mest
lánað. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
■ era heldur ekki tengdir þessum við-
skiptum hagsmunaböndum eins og á
við um framsóknarmennina. Halldór
Ásgrímsson er beinlínis tengdur fyr-
irtækjum sem taka þátt í viðskiptun-
um og hefði átt að fá einhverja aðra
til að höndla málið en ekki standa í
þessu verki aurugur upp fyrir axlir -
þótt honum hafi sjálfsagt gengið gott
eitt til.
Ég er að sumu leyti nokkuð undr-
Guðmundur Ólafsson um samfélagsbreytingar, stjórnmálaflokkana o.fl.
Frá nýlendukúgun
til opins kerfis
andi á því að Davíð Oddsson, einn
merkasti stjómmálamaður okkar
sögu, skuli horfa þegjandi og hljóða-
laust á þessar aðfarir í kringum
sölu bankanna. Ég furða mig á því
að Davíð Oddsson skuli bjóða upp á
þessa Framsóknarspillingu í skjóli
Sjálfstæðisflokksins, kjósendur hans
hljóta að hafa áhyggjur af því.“
Er Framsóknarflokkurinn spillt-
ur flokkur að þínu mati?
„Það held ég. Ég kalla það spillingu
þegar menn vasast í því að selja ríkis-
eigur og hafa einkafjárhagstengsl út
og suður. Auk þess liggur það orð á,
og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum, að
væn sneið af þessari köku hafi farið í
að greiða fyrir rekstur Framsóknar-
flokksins."