blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 13
blaðið I mánudagur, 11. júlí 2005 Sala á bílum nálgast hámark Mikil bílasala hefur einatt gefið til kynna að efnahagsuppsveifla hér á landi nálgist hámark en þá fara sam- an mikill kaupmáttur og miklar vænt- ingar. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs seldust 9.687 nýir fólksbílar og eru það fleiri nýir fólksbflar en seldust allt árið 2001 og 2002 og aðeins minna en seldist allt árið 2003. Sölu- aukningin nemur ríflega 51% miðað við fyrstu sex mánuðina í fyrra Ef fram fer sem horfir verður árið í ár sölumesta árið hvað fólksbifreiðir varðar síðan á þensluárinu 1987 seg- ir í Morgunkomi íslandsbanka. Formúlumenn í sparakstri Formúlu-ökumennirnir Michael Schumacher og Rubens Barrich- ello hjá Ferrari óku í liðinni viku hring á Rockingham-brautinni á Englandi. Það þykja út at fyrir sig ekki mikil tíðindi að þeir félagar reyni fyrir sér í kappakstri en það er meira nýmæli að þeirtaki þátt í spa- raksturskeppni. Þeir óku nefnilega bíl frá Shell í hinu árlega umhverfis- maraþoni (Eco-Marathon) þar sem reynt er að slá öllu við I sparakstri. Núverandi met var sett af frönsku liði árið 2002 en ökutæki þeirra fór 3.494 km á bensínlítranum. ■ Dísilbílar ekki svarið? Mikið hefur verið látið með dísilvél- ar að undanförnu en ekki eru allir á sama máli. Carl-Peter Foster framkvæmdastjóri hjá General Motors í Evrópu telur að bensinvél- ar taki dlsilvélum enn langt fram. „Þetta snýst um margt fleira en eldsneytisnýtingu," segir Foster og minnir á að bensínvélar séu mun ódýrari í framleiðslu og um margt hagkvæmari. Á hinn bóginn hafi yf- irvöld kosið að niðurgreiða dísilbíla með skattaívilnunum og bílafram- leiðendur hafi gert hið sama vegna þrýstings frá umhverfissinnum. Það breyti ekki því að einhver þurfi að borga fyrir og honum finnst ólíklegt að almenningur vilji til lengdar greiða niður bíla fyrir suma bíleig- endur. Flann telur að dísilbílar verði tæpast nema 20-30% allra bíla hvernig sem fer. Óléttubílbelti Talið er að um helmingur vanfærra kvenna sem slasast í umferðaró- höppum eigi á hættu að láta fóstur af völdum þess. Stór hluti vandans er sá að bílbelti eru engan veginn hönnuð fyrir óléttar konur, þau eru óþægileg fyrir þær og á síðasta hluta meðgöngu er nánast ómögu- legt að nota þau. Þar fyrir utan geta beltin einnig verið fóstrinu hættuleg. Að sögn sérfræðinga væri heppilegast ef beltið lægi milli brjóstanna, undir kúluna og yfir mjöðminni neðarlegri. Á Bretlandi hefur fyrirtækið Alltrax hannað ódýra lausn á þessum vanda. Lausnin felst í því að toga beltið neðar á mjöðmina og fæst hún í velflestum apótekum þar á landi. Flér hefur hún enn ekki fengist. Mikil hækkun launa og eignaverðs, sterk staða krónunnar, bætt aðgengi að fiármagni ásamt endurnýjunar- þörf bflaflotans stuðlar allt saman að verulegri aukningu í bflasölu um þessar mundir. Fjárhagsleg staða heimilanna er fremur sterk og kemur það meðal annars fram í því að nú er ekki einvörðungu mikil spum eftir fólksbifreiðum heldur seljast dýrari tegundir frekar en þær ódýrari. Bifreiðasalan nær hámarki í ár að okkar mati í þessari efnahagsupp- sveiflu. Utlit er fyrir að sala nýrra fólksbifreiða verði heldur minni á síð- ari hluta árs en hún var á fyrrihlutan- um. Engu að síður reiknum við með því að árssalan nemi um 16 þúsund nýjum fólksbifreiðum. Til saman- burðar var salan ríflega 15 þúsund árið 1999 eða þegar hún var mest í síðustu efnahagsuppsveiflu. Með lækkun krónunnar, minni vexti kaup- máttar og hækkun vaxta má reikna með minni sölu á næsta ári segir í Morgunkorni Islandsbanka. Swift er nýr bíll frá grunni hannaður í Evrópu fyrir Evrópumarkað. Swift er bíll sem setur alveg ný viðmið í hönnun, útliti og aksturseiginleikum minni fólksbíla. Swiftinn er mættur - komdu að leika! „Swiftinn nýi er dálítið sviplíkur BMW Mini. Smekklegt útlit óneitanlega...Sæti oa allar innréttingar eru vandaðar og smekklegar og framsætin raunar ekki síðri en í ýmsum miklu stærri og dýrari evrópskum bílum...í það minnsta eru hljóðlátirsmábílar og lausir við mikinn hjóla- og veggný frekar sjaldgæfir. Swiftinn er miklu líkari mun stærri og aýrari bílum..." FÍB blaðið, 1. tbl. 2005 * 1,5 GL beinskiptur "bllasamningur Glitnis með 30% útborgun og eftirstöðvum i 84 mánuði. 50% islenskar kr / 50% erlend mynt Verð frá 1.479 þús.* 15.442 á mánuði** $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 51 OO. www. suzukibil ar. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.