blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 22
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið Islandsmeistarinn í golfi Birgir Leifur Hafþórsson, lenti í fimmta sæti á Open des Volcans mótinu í Frakklandi um helgina. Birgir lék ásamt fjórum öðrum á 277 höggum, 7 undir pari en 6 höggum á eftir sigurvegaranum llya Goreneskoul. Birgir lék síðasta hringinn á 69 höggum en hann fékk þrjá fugla og einn skolla í gær. Glæsilegur árangur hjá Birgi Leifi sem er greinilega í góðum gír þessa dagana. g Fotbolti Danski miðjumaðurinn Peter Tranberg hefur samið við Fylki um að leika með liðinu út tímabilið. Tranberg hefur verið til reynslu hjá Fylki en hann fékk einnig tilboð frá Lov-Ham sem er í neðsta sæti M.deildinni í Noregi. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar í meistaraf- lokssráði Fylkis þá mun Tranberg koma til landsins á þriðjudaginn en þessi Dani hefur leikið með AAB frá Álaborg frá því hann var 14 ára. ■ Liverpool Rafael Benitez, stjóri Liverpool, heldur áfram að styrkja Liverpool en um helgina var gengið frá kaup- unum á Mohammed Sissoko frá Valencia á Spáni. Benitez þekkir vel til kappans en hann fékk hann til Valencia á sínum tíma frá Frakk- landi. Sissoko er öflugur miðjumað- ur en Benitez staðfesti að 2-3 nýjir leikmenn kæmu til liðsins í sumar. Mjög líklegt er að Luis Figo gangi til liðs við Liverpool í vikunni og þá er framherji og miðvörður einnig á innkaupalista Benitez. Montoya sigraði á Silverstone Kólumbíumaðurínn Juan Pablo Montoya hrósaði sigri á McLaren bíl sínum í Silverstone kappakstrinum í gær. Hann háði æsispennandi rimmu við Femando Alonso á Renault sem sótti hart að Montoya. Montoya gerði hins vegar allt rétt og kom rúmum tveimur sekúndum á undan Alonso í mark. Montoya, sem var þriðji í rás- röðinni, komst fram úr Alonso með djörfum leik í Maggotts beygjunni í fyrsta hring og leiddi keppnina til enda. Alonso tók viðgerðarhlé sín bæði á eftir Montoya en í bæði skipt- in kom hann út rétt á eftir Montoya. Kimi Raikkonen félagi Montoya hjá McLaren náði þriðja sætinu af Jens- on Button á BAR og Giancarlo Fisic- hella á Renault en Raikkonen, sem byrjaði tólfti, náði að vinna sig upp. Raikkonen var færður aftur um 10 sæti í rásröðinni þar sem hann þurfti að skipta um vél í bíl sínum. Finninn vann sig upp um þijú sæti í rásinu og fór framhjá Jacques Villeneuve og Ralf Schumacher á 160 kílómetra hraða í fyrstu begjunni. Hann tafðist aftur á móti fyrir aftan Jamo Trulli og heimsmeistarann Michael Schu- macher sem varð sjötti á undan fé- laga sínum Rubens Barichello og bróðir sínum Ralf en Tmlli kom þar á eftir. „Ég byijaði vel og ég vissi að Fernando gat ekki tekið of miklar áhættur en ég var tilbúinn til þess á fyrsta hringnum", sagði kampakátur Montoya eftir keppnina. „Keppnis- áætlun liðsins virkaði vel og kölluðu mig inn hring á undan uppmnalegri áætlun. Þá lenti Femando í umferð eins og við bjuggumst við og það var nóg fyrir mig til að koma út á undan honum." Lokastaðan: 1. Juan Pablo Montoya McLaren 2. Fernando Alonso Renault 3. Kimi Raikkonen McLaren 4. Giancarlo Fisichella Renault 5. Jenson Button BAR 6. Michael Schumacher Ferrari 7. Rubens Barrichello Ferrari 8. Ralf Schumacher Toyota 9. JarnoTrulliToyota 10. Felipe Massa Sauber Staðan í keppni ökumanna: 1. Fernando Alonso Renault 77 stig 2. Kimi Raikkonen McLaren 51 stig 3. Michael Schumacher Ferrari 43 stig 4. Rubens Barichello Ferrari 31 stig 4. Jarno Trulli Toyota 31 stig 6. Juan Montoya McLaren 26 stig 7. Giancarlo Fisichella Renault 25 stig 7. Nick Heidfeld Williams 25 stig 9. Ralf Schumacher Toyota 23 stig 10MarkWebber Williams 22 stig TNS: Það er búið að aðvara Liverpool Það eru um 100 kílómetrar á milli borganna á korti en þegar kemur að fótbolta em mörg ljósár á milli leikmannanna í Llansantffraid og Liverpool. Þetta velska landamæra- þorp er heimili Total Network Soluti- ons (TNS), Walesmeistaranna, sem mæta Evrópumeistumm Liverpool í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Það er ólíklegt að fótboltinn hafi séð annan eins mismun.Liverpool em fimmfaldir Evrópumeistarar, þeir vom að semja við Steven Gerrard fyr- irliða sinn fyrir 100.000 pund á viku og fylla alltaf 45.000 manna heima- völl sinn, hinn goðsagnakennda Anfi- eld. I&B CA4545 MP-3 bíltæki með geislaspilara. AM/FM útvarp Spilar:CD/CD-R/RW. 4 X 45 Wött. RDS útvarp Sjálfvirk stöðvaleitun. DSP tónjafnari. Loudness Marglita skjár. Tengi fyrir bassaháhalara Tengi fýrir tvo kraftmagnara Þvert á móti er Llansantffraid smáþorp með 800 íbúa. Treflan, heimavöllur TNS, sankaði að sér 333 áhorfendum að meðaltali á síðasta tímabili en 1042 þegar flestir mættu. Þessi agnarsmái klúbbur tóku nafn styrktaraðila síns árið 1998 og velta félagsins á ári er einungis 500.000 pund enda er félagið hóflega nýtísku- legt. Stúka félagsins er 500 sæta fyrir aftan annað markið með einu litlu fyr- irmannahólfi. „Völlurinn er alveg í miðju þorp- inu, beygið bara af á A4393 beint á móti verslununum“ stendur í leið- beiningum til að komast á völlinn á heimasíðu félagsins. „Því miður var lestarstöðinni í Llansantfffaid lokað fyrir 50 ámm en hún var rétt hjá vell- inum. Athugið að það er annað þorp sem heitir Llansantffraid en það er í Ceredigion. Það er búið að aðvara ykkur!" Það þarf því ekki að koma á óvart að liðið ákvað að spila heimaleik sinn á Racecourse vellinum, heimavelli Wrexham. Hann tekur 10.000 manns og þegar er uppselt á leikinn. klakavelar Verð 28.000 kr. & ÍS-hÚSÍð 566 6000 Allt getur gerst J’etta er það yndislega við leikinn" segir Mike Harris stjómarformaður klúbbsins. „Það er draumur fyrir leik- menn okkar að keppa á sama velli og Gerrard og allir hinir leikmennirnir sem unnu Evróputiitilinn á svona ótrúlegan máta.“ Það væri ekki svo slæmt er það, að leggja Evrópumeistarana. Allt get- ur gerst. Þetta er bara spuming um þijár spýtur úr tré. Maður veit aldrei, kannski skjótum við að marki og bolt- inn fer í afturendann á dómaranum og fer þaðan í netið. Líklegast er að Liverpool vinni en ég vil tryggja að við verðum okkur ekki til skammar og sýnum aðeins hvað býr deildinni í Wales." Fyrirboðar leiksins em þó ekki góðir fyrir liðið sem stofnað var árið 1959. í fyrsta Meistaradeildarævin- týri þeirra 2001-2002 gerðu þeir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum gegn DC Le- vadia ffá Eistlandi en töpuðu seinni leiknum 4-0. Tveimur árum seinna töpuðu þeir 12-2 samanlagt gegn pólska liðinu Amica Wronki. Þeir mættu Manchester City í UEFA bik- amum fyrir tveimur tímabilum en City lagði þá 7-0 samanlagt. Það er búið að aðvara Liverpool! a®o®®s H&B CA5555 MP-3 bíltæki með geislaspilara FM útvarp. Spilar:CD/CD-R/RW USB 1,1 & 2,0 tengi að framan. MP-3 SD/MMC iesari að framan 4 X 45 Watta magnari. RDS útvarp. Loudness. DSP tónjafnari Fjöllita skjár. Tengi fyrir bassahátalara. Tengi fyrir 2 kraftmagnara 2 Line inngangar WWW.radiO.iS MP3 SD/MMC lesari og USB 1,1 & 2,0 tengi framan á tækinu RAM0BAR ARMULA 38 • SIMI 553 1133 8 liða úrslit kvenna Mánud. 11. og þriðjud. 12. júlí

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.