blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 16
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
16 garðar
f grænmetisgarðinum
Neytendum í hag
Rannsóknir Landbúnaðarháskólans
skila sér með beinum hætti til neyt-
enda. „Við unnum jú í samvinnu
við ýmsa fræsala sem fluttu hvað
mest inn. Þeir voru, ásamt okkur,
mjög forvitnir um góð fræ og út frá
því var ráðist í að rannsaka nákvæm-
lega hvernig fræin uxu og út frá þeim
rannsóknum hafa fræ verið seld
- en einnig með hliðsjón af reynslu
bænda. Núna er lítið um stofnarann-
sóknir því bændur eru fáir. Þeir hafa
þó verið að prófa sig sjálfir áfram með
ýmsa stofna. Þeir stofnar fræja sem
eru núna í verslunum eru yfirleitt
nokkuð góðir.” Á umbúðum fræjanna
eru upplýsingar um vaxtarhraða í
mánuðum og/eða vikum. Yfirleitt er
mælt með því að fólk kaupi fræ sem
er merkt Fl“ útskýrir Ásdís. „Það
þýðir að búið er að stofnrækta fræið
þannig að öll fræ í pokanum eru eins
og fólk er þá ekki að kaupa fræ sem er
misjafnt í lögun og útliti o.s.fr.v. Neyt-
andinn kaupir þá fræ sem öll gefa af
sér nákvæmlega eins
plöntur.”
Einfaldur en afkastamikill kálgarður úr miðbæ Reykjavíkur. Næringarríkri mold hefur verið komið fyrir í
spítukassa með loki úr gömlum gluggum.
6 stk. fjölærar plöntur að eigin vali kr. 1990
6 stk. pottablóm að eigin vali kr. 1990 gróðrarstöðin
Ýmsir skrautrunnar í boði STHRÐ
Allir geta ræktað grænmeti
„Fólk getur ræktað nánast hvaða
grænmeti sem er úti í garði hjá sér”
segir Ásdís. Aðstaðan og tæknin sem
þarf til ræktunar er hvorki flókin né
dýr. „Það er auðvitað misjafnt eftir
því hvaða tegundir eru ræktaðar en
oft og tíðum þarf ekki annað en mold-
arbeð hulið akríldúk, sérstaklega þeg-
ar ræktaðar eru ýmsar káltegundir.
Dúkurinn eykur bæði hitann og ver
beðið fyrir kálflugum sem éta kálið.
Yfirleitt er akríldúkurinn einfaldlega
lagður yfir beðin. Sérstaklega gott er
að beygja nokkur venjuleg rafmagns-
rör yfir beðið endilangt og strengja
plast eða akríldúk yfir bogana.”
Ásdís segir moltu úr jarðgerðar-
kössum vera sérstaklega næringar-
ríka og góða til matjurtaræktunar.
„Molta úr jarðgerðakössum er mjög
næringarrík en það má ekki nota
hana eingöngu heldur þarf að blanda
henni við mold. Þumalputtareglan er
sú að blanda skal saman venjulegri
mómold, moltu, sandi og skít í nokk-
uð jöfnum hlutfóllum.”
Landbúnaðarháskólinn fæst við
ýmsar þarfar rannsóknir á borð við
athuganir á tapi næringarefna frá
ræktarlandi og rannsóknir á lífrænni
berjarækt. Áhugasamir geta kynnt
sér starfsemi skólans á heimasíðu
hans: http://www.hvanneyri.is/
Sífellt fleiri íslendingar verða með-
vitaðri um skaðsemi þeirra eiturefna
sem eru í ýmsum áburði sem víða
er notaður við grænmetisrækt. Eft-
irspurn eftir lífrænt ræktuðu græn-
meti hefur stóraukist á undanfómum
missemm en það er oft dýrara en ann-
að grænmeti. Fáir vita að flestar þær
grænmetistegundir sem íslendingar
leggja sér til munns má rækta úti í
garði á einfaldan hátt.
Aðlögun að íslensku sumri
Ásdís Helga Bjarnadóttir, lektor
við Landbúnaðarháskóla íslands á
Hvanneyri, var árið 1999 verkefnis-
stjóri stofnaprófana fyrir matjurta-
rækt. Hún var stödd í Noregi þegar
blaðamaður náði afhenni tali. „Land-
búnaðarháskólinn, sem áður var
Bændaskólinn, hefur verið að prófa
stofna mismimandi nytjajurtateg-
unda í langan tíma. Það emjú ekki all-
ir stofnar sem ná að þrífast á íslandi
miðað við vaxtahraða og hið stutta ís-
stofnar
vaxamjög
hratt og
við sækj-
umst eftir
þeim því
þeir henta
við íslenskar
aðstæður. Við
prófuðum margar
grænmetistegundir;
spergilkál, blómkál, hvít-
kál, gulrætur o.fl. til að geta
mælt með einhverjum stofni sem
kæmi að góðum notum hér heima.”
lenska
s u m a r.
Það eru t.d.
til hundruð ef ekki
þúsund stofna af spergilkáli
og blómkáli og á þessum stofnum er
ofboðslega mikill munur. Sumir hvít-
kálshausar sem við prófuðum voru t.d.
á stærð við tíkarl í lok hausts á með-
an aðrir urðu fullþroska í júlí. Sumir
fiefátr & fiffíinar
HELLUSTEYPA JVJ
VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222
Auglýsingadeiíd 510-3744
Dalvegur 30 - Kópavogur - Sími 564 4383 - stord@stord.is