blaðið - 11.07.2005, Side 25
blaðið I mánudagur, 11. júní 2005
Samfylking án efnahagsstefnu
Einhvem tíma sagðirðu að Sam-
fylkingin hefði ekki vit á efna-
hagsmálum. Ertu ennþá þeirrar
skoðunar?
„Já, að sumu leyti. En þetta er
ekki einkavandi Samfylkingarinnar
heldur eitt aðalvandamál sósíaldemó-
krata í heiminum, nema hjá Tony Bla-
ir. Hann leysti þetta vandamál með
því að taka upp stefnu Thatcher í
atvinnumálum en þó án trúarbragða-
kenndrar einkavæðingar. Hann
einkavæðir og styður einkaframtakið
þegar hann telur að það sé heppilegt
en treystir á opinberan rekstur þegar
það er eðlilegt. Þetta er skynsamleg
leið. Fyrir þrjátíu árum trúðu menn
því að einkarekstur myndi alltaf
leiða til bestu niðurstöðu fyrir sam-
félagið. Niðurstaða síðustu ára í hag-
fræði er að einkavæðingin,
sem menn hafa predikað
sem trúarbrögð, sé falsguð.
í efnahagsmálum er ekki
til neitt sem heitir sjálfvirk
þvottavél.
Samfylkingin hefur ekki
komið fram með trúverðuga
og trausta efnahagsstefnu.
Efnahagsstefna Samfylk-
ingarinnar er eitt í dag og
annað á morgun. Kannski
ekki endilega full af mót-
sögnum en þar ríkir engin
heildarsýn og það gerir
flokknum erfitt fyrir. Það
skiptir engu hvort Samfylk-
ingin vinnur til hægri eða
vinstri, stjórnmálaflokkur
sem vill fá 30-40 prósent
fylgi verður að vita hvað
hann vill í efnahagsmál-
um. Ef hann veit það ekki
þá á hann ekkert erindi við
þjóðina.
Aðalvandamál Samfylk-
ingarinnar er að hún hefur
ekki einstaklinga í þing-
flokknum sem eru snjallir
í efnahagsmálum og ég veit ekki til
að flokkurinn hafi komið sér upp bak-
varðarsveit sem hugsar sig í gegnum
efnahagsmálin. En eins og ég sagði
áðan þá er þetta sameiginlegt vanda-
mál allra sósíaldemókrataflokka í
heiminum. En ég trúi á verkstjórn
og verksvit Ingibjargar Sólrúnar og
hæfni hennar til að laða gott fram í
samstarfi fólks sem hún hefur sýnt
og sannað í Borgarstjórn Reykjavík-
ur.“
Glórulaus náttúruvernd
Guðmundi sást bregða fyrir á flokks-
þingi Samfylkingar en vill ekki skil-
greina sig sem samfylkingarmann.
„Ég gekk í Samfylkinguna eingöngu
til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu,” seg-
ir hann. „Ég er ekkert yfir það hafinn
að styðja gott fólk til frama og ég væri
alveg til í að ganga í Sjálfstæðisflokk-
inn til að styðja Geir Haarde sem er
góður maður að mínu viti. Ástæðan
fyrir því að ég hef ekki litið á mig sem
samfylkingarmann er að ég er einfald-
lega ekki sammála stjórnmálastefnu
Samfylkingarinnar að öllu leyti. Ef
ég verð ekki ánægður með Samfylk-
inguna undir stjórn Ingibjargar þá
geng ég einfaldlega úr flokknum."
Gætirðu hugsað þér að styðja
Vinstri græna?
„Þangað mun ég aldrei ganga inn.
Eins og sagt er á dönsku: “Der er
grænser”. Vinstri grænir eru mjög
líkir flokkum sem verða til í ný-
frjálsum nýlendum og byggja á þjóð-
rembujarmi. Allt á að vera íslenskt
og útlendingar mega helst ekki koma
nálægt atvinnuvegunum. Nú hefur
þessi úrkynjaða þjóðremba breyst
í glórulausa náttúruvernd. Það má
ekki nýta íslenskar auðlindir. Vinstri
grænir eru á móti því að við látum
„kapítalið" eða vélarnar vinna fyr-
ir okkur og fáum útlendinga til liðs
með okkur þrátt fyrir að vinnuvikan
sé hér 50 stundir eins og hún var um
1900 í nágrannalöndum. Þetta fólk lít-
ur á kapítal sem sjóð og sér hin blóð-
hlaupnu auðvaldsaugu stara á íslend-
inga og ætla að læsa klóm sínum í
hina íslensku alþýðupíku. í hagfræði
merkið orðið kapítal aðallega vélar
og tæki. Þegar við fáum erlent kapít-
al þá erum við að fá vélar og tæki sem
fjármögnuð eru með erlendu fé. Sjálf
höfum við ekki burði til að nýta auð-
lindir okkar og þurfum til þess vélar
og tæki frá útlöndum. Þetta vinstra
lið, fyrrum alþýðubandalagsmenn
og maóistar sem þarna eru saman í
einni kös, sjá þetta með augum glóru-
lausrar þjóðrembu eins og gamlir
peysufatakommar fyrir hálfri öld.
Ég á ekki von á að Vinstri grænir
verði stór flokkur. En það er í sjálfu
sér ágætt að sá flokkur sé til. Það er
vissulega gott að hafa vasa fyrir sér-
kennilegar hugmyndir þessa flokks
af því þær munu ekki deyja. Þetta
fólk myndi verða til vandræða í öllum
hinum stjórnmálaflokkunum. Það er
mun betra að hafa það þarna saman
því þá lágmarkast tjónið. Því er ekki
að neita að innanborðs eru menn sem
geta verið skynsamir og lagt ágætt
til eins og Steingrímur J. Sigfússon
og Ögmundur Jónasson.
Hins vegar finnst mér
aldrei fara vel á því að
forystumenn í verkalýðs-
hreyfingu sitji á þingi.
Það er næsti bær við
hagsmunaárekstur."
Fréttablað fyrir Litla-
Hraun
Áður en Baugsmálið
mikla komst í hámæli
var um fátt meira rætt
í þjóðfélaginu en frétta-
flutning gulu pressunar
á íslandi. „Mér finnst
menn vera svolítið heil-
agir í þessari innræðu.
Menn lesa erlenda gula
pressu en bregðast svo
illa við þegar samskon-
ar umflöllrm verður hér
heima,“ segir Guðmund-
ur. „Ég hef vissa samúð
með Eiríki Jónssyni.
Efnisval hans er reynd-
ar ekki merkilegt en
hann hefur svolítið til
síns máls þegar hann
segist segja rétt frá. Svo þekkja allir
blaðamenn viðtöl þar sem viðmæland-
anum bregður í brún þegar hlutirnir
eru komnir á prent og hleypur frá
öllu saman. En ef menn fara að búa
til fréttir eins og gert er erlendis þá
á að taka þá og dæma. Menn mættu
vera grimmari í þvf. Það er fráleitt að
fjalla um veikt fólk eins og gert er í
þessari pressu, það er hvergi gert og
er svívirðilegt.
DV finnst mér einblína um of á
lægsta gróðurinn í íslensku samfé-
lagi. Það er engu líkara en DV sé sér-
stakt fréttablað fyrir Litla-Hrauns
menn. Þeir eru reyndar alls góðs
maklegir en ég hefði viljað sjá aðeins
meiri reisn yfir umfjöllun blaðsins.Ég
hef alltaf borið töluverða virðingu fyr-
ir Jónasi Kristjánssyni. Hann er bylt-
ingarmaður í íslenskri blaðaútgáfu
og það er kannski enginn einn íslend-
ingur sem hefur breytt jafn miklu í
blaðaútgáfu og hann. En vel getur
verið að hann sé orðinn gamall og far-
inn að gera mistök en margt þarf að
gerast áður en ég tek hann úr fyrsta
sæti yfir merka blaðamenn. Hann
mætti gjarnan fletta ofan af spillingu
nýlenduherrana eins og hann gerði í
gamla daga“
Er bjart fram undan í íslensku
samfélagi eða er efnahagskreppa
á næsta leyti?
„Það fer eftir því hvernig menn
halda á málum. Það er ekki ætíð þann-
ig að þjóðfélög rétti sig af og endirinn
verði góður. Mörg dæmi eru til um
þjóðfélög sem hafa farið sér að voða
vegna vitleysisgangs og heimsku yf-
irvalda. íslendingar standa frammi
fyrir vali. Ef þeir velja þann kost að
hætta að nýta auðlindir og loka fyr-
ir fiskveiðar í nafni fiskverndar þá
eiga menn á hættu að hér verði mik-
ill samdráttur. Slíkt hefði skelfilegar
afleiðingar og neyðarástand myndi
skapast á tiltölulega skömmum tíma.
Ef menn hins vegar halda áfram að
nýta náttúruauðlindir og hér verður
næg atvinna og hagvöxtur í þokka-
legu standi þá munu menn geta lifað
góðu lífi áfram. Menn standa frammi
fyrir vali og allt veltur á því að menn
velji skynsamlega."
«------------
Ég furða
mig á því
að Davíð
Oddsson
skuli bjóða
uppá
þessaFram-
sóknarspill-
ingu í skjóli
Sjálfstæðis-
flokksins,
kjósendur
hanshljóta
að hafa
áhyggjur af
þvi.
H&B CA4545
MP-3 bíltæki með geislaspilara. AM/FM útvarp
Spilar:CD/CD-R/RW. 4 X 45 Wött. RDS útvarp
Sjálfvirk stöðvaleitun. DSP tónjafnari. Loudness
Marglita skjár. Tengi fyrir bassaháhalara
Tengi fyrir tvo kraftmagnara
Q@o@©B
H&B CA5555
MP-3 bíltæki með geislaspilara
FM útvarp. Spilar:CD/CD-R/RW
USB 1,1 & 2,0 tengi að framan. MP-3 SD/MMC lesari að framan
4 X 45 Watta magnari. RDS útvarp. Loudness. DSP tónjafnari
Fjöllita skjár. Tengi fyrir bassahátalara. Tengi fyrir 2 kraftmagnara
2 Line inngangar
y y www.radio.is
MP3 SD/MMC lesari og USB 1,1 & 2,0 tengi
framan á tækinu
RADfðBÆR
ÁRMÚLA 38 • SÍMI 553 1133