blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 6
6 innlent mánudagur, 11. júlí 2005 ! blaðið Rannvelg Guómundíidóttlr International Children's Games í Reykjavík 2007 Reykvfski hópurinn sem hélt at stað í fyrradag þykir líklegurtil afreka Borgarleikamir, eða Intemational Children’s Games, eru stærsta fjöl- íþróttamót unglinga sem haldið er árlega í heiminum. Reykjavíkurborg hefur sóst eftir því að halda leikana 21. - 26. júní 2007 og í setningarat- höfn sem fram fór í gær var greint frá því að Reykjavík hefði hlotið hnossið. Tólfhundruð gestir kosta 60 milljónir Samkvæmt upplýsingum frá ÍTR er búist við um 1200 þátttakendum á reykvísku leikunum. Miðað er við að Reykjavíkurborg leggi til aðstöðu s.s. gistingu í skólum, alla íþróttaað- stöðu, strætóferðir og vinnu starfs- manna á keppnisdögum. Til viðbótar er reiknað með 55 þús kr. kostnaði pr. erlendan þótttakanda og 17.500 kr. pr. innlendan þátttakanda. Heild- arkostnaður er út frá því talinn um 60 m. kr. en aðstandendur leikanna vonast til að fyrirtæki, íþróttafélög ogýmiss samtök aðstoði við fj ármögn- unina. Tuttugu reykvísk ungmenni Samtökin sem standa að Borgar- leikunum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi Reykjavík- urborgar sent þátttakendur á Borg- arleika frá árinu 2001. 20 ungling- ar hafa farið í hvert sinn en nú í 5. skipti eru þeir orðnir 100. I fyrradag hélt 26 manna hópur á vegum ÍBR og ÍTR til Coventry á Englandi. Þar munu 20 íslensk ung- menni keppa fyrir hönd Reykjavíkur en hópurinn kemur til baka á mánu- dag. Borgarleikar unglinga hafa ver- ið haldnir um víða veröld í 36 ár. Á þeim fara fram keppnir í hinum ýmsu íþróttagreinum fýrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Reykvísku ung- mennin keppa í knattspymu pilta og stúlkna, tennis stúlkna og borðtenn- is drengja. Kópavogsbúar gætu fengið endurgreiðslu íbúar í Kópavogi gætu á næstunni átt von á endurgreiðslu frá bæjar- félaginu vegna greiðslna fyrir kalt vatn. Fyrir skömmu sendi Orkuveita Reykjavíkur sveitarfélaginu erindi og bauð hagstæðara verð á köldu vatni. Um er að ræða rúmlega 25% lækkun á vatni til sveitarfélagins. Ástæðan er að fyrir nokkrum árum ákvað Kópavogsbær að láta gerðar- dóm úrskurða um vatnskostnað en samþykkja ekki tilboð frá Orkuveit- unni eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gerðu. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að greiða mun hærra verð fyrir kalda vatnið en til- boð Orkuveitunnar hljóðaði upp á. Því hefur Kópavogsbær notið lakari kjara á köldu vatni en önnur sveit- arfélög undanfarin ár en nú býður Orkuveitan breytingu þar á. Vatnsverð frá Orkuveitunni til sveitarfélagins lækkaði um rúm 25% um síðustu mánaðarmót. Margir íbú- ar Kópavogs hafa þegar greitt vatns- skatt fyrir allt árið og því er bæjar- yfirvöldum nokkur vandi á höndum. Að sögn Hansínu Ástu Björgvinsdótt- ur, formanns bæjarráðs, er ljóst að íbúar munu á einhvem hátt njóta lægra verðs. Hinsvegar er ekki ljóst hvernig það verður útfært, þ.e. hvort lækkun komi til framkvæmda þeg- ar á þessu ári og þá jafnvel í formi endurgreiðslu eða ekki fyrr en á því næsta. g ÞAKMÁLUN 8: 697 3592/844 1011 14.000 fermetra skrifstof u- bygging við hlið Smáralindar Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar fjall- tengibyggingu. aði á dögunum um hugmynd ASK Engar teikning- - arkitekta fyrir hönd lóðarhafa að ar að bygging- nýbyggingu á lóðinni við Smáralind. í unni liggja nú tillögunni felst að byggt verði 14.000 fyrir enda er fermetra nýbygging á norðurhluta um frumhug- lóðarinnar við Smáralind. myndir að ræða. Að sögn Kristins Jóhannessonar, Engar áætlanir rekstrarstjóra Smáralindar, er hug- liggja fyrir hve- myndin að nýta umrædda byggingu nær bygging fyrir skrifstofur. Þama sé því ekki hefst, né hve- um að ræða nýjan verslunarkjarna. nær henni á að Húsið verður ekki fast upp við Smára- ljúka. lindina heldur örlítið frá og væntan- lega tengt meginbyggingunni með rvno tr-er-th 1*r#i>vc<iattnrir i Mnvn v«rl kfci vruka h«r»i ti«i nwt .JU.ciát» UíirH. hciur hu vtr-J al«rc4t vr Mtt-.ctwr-antí *a vnAn vnt: '.u'.lrtyt umiiflkX fyilt jfM, «*u> rt te »1Cci:w «!>’» vVlriH/C UV <* P>éM ty<k Þhflma* t Nrttv flwm cmfljir j, m na<>*ar vcrw M taw vm reararvcrM M ala ItðUu AUuti aþyi c« wjt «e«t. *£ HUUh K>r«itHO*9w> 77. iMrcvntti Itw)* ««n» ikallM* t‘l tiH fr«t> i»jr» iil HmtnMmtttortt* ■>« Á IWjrill i .TWH.III !M5 Ul 2060. *e rxrawvo m tre un> hciflartMttDvr* cítfJfcicca 09 rmrtaww jjmanboní *»« Wnerrar, U.UJ *r. hmtveflflr tiir. hw< ixrrl+om %rtn arM h*e« h M**t*t*r»un trum á í C «U» V<Uo'. ktm%» Duglegir: Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson Löt: Rannveig Guðmundsdóttir og Lúðvík Bergvinsson Lengst: Björn Bjarnason Blaðið hefur gert úttekt á heimasíð- um þingmanna en 27 þingmenn af 63 halda úti heimasíðum. Þar viðra þeir málefni líðandi stundar og ýmis hugarefni sín. Mjög mismunandi er hversu duglegir þingmenn eru við að uppfæra síður sínar og skrifa inn á þær vangaveltur og pistla. Efnistök þingmanna eru einnig mjög mismun- andi - sumir halda nánast út bloggsíð- um þar sem sagt er frá ferðalögum, fjölskyldu og daglegum viðburðum, meðan aðrir skrifa eingöngu greinar inn á síður sínar þar sem fjallað er um þau pólitísku málefni sem hæst bera á hveijum tíma. Siv á ströndinni Það útheimtir mikla vinnu fyrir þing- menn að halda úti heimasíðu þannig að bragur sé á. Þetta leggja þingmenn á borð við Ögmund Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Bjöm Bjamason á sig en þeir skrifa mjög reglulega pistla á síður sínar. Bjöm er reynd- ar frumkvöðull hvað þetta varðar en hann hefur haldið síðu sinni, bjorn.is, úti í rúm tíu ár. Framsóknarkonurnar Siv Frið- leifsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru í nokkrum sérflokki hvað efnistök varðar. Ef síða Sivjar er lesin fræðist maður meðal annars um ferð hennar til Noregs um þessar mundir - nú vita lesendur heimasíðunnar t.d. að síðastliðinn þriðjudag var heiðskírt og 27 gráðu hiti á Tofte í Oslóarfirð- inum og að Sif eyddi þeim degi öllum á ströndinni. Dagný segir hinsvegar síðast frá heimsókn sinni til Akureyr- ar þar sem hún var meðal annars við- stödd útskrift MA - sem að hennar sögn var hátíðleg athöfn. Sérstaka athygli vekur að Einar K. Guðfinnsson er með grein frá Ög- mundi Jónassyni á forsíðu hjá sér - en í greininni gagnrýnir Ögmundur Sjálfstæðisflokkinn harðlega. Skussarnir úr Samfylkingunni Skussarnir í þingmannahópnum eru hinsvegar Rannveig Guðmtmdsdóttir sem ekkert hefur haft fram að færa á síðu sinni frá því í desember 2002 og Lúðvík Bergvinsson sem stendur sig þó jafnvel verr því í dálki á for- síðu sem ber nafnið Þankar er nýj- asta greinin frá október 2002. í dálki sem nefnist gestapistlar sem hefst á orðunum „á fimmtudag birtist viðtal við Lúðvík í Fréttum" kemur í ljós að umræddur fimmtudag var frá árinu 2002. ■ Í.5WÍS mmm H L. UHiHWniMHptikon »Hwui|i ****** nmmMmun»<■»»»»>«, i)» laiMUlKtni. I n «m »—< •« ■»!! »■ N«iH <iUM« »w«rOTW nmmornu «« *««».■« »MWI»»ltvfci.H>l>» nzn? | « 11 C ) [ V 1 0hap //ogmundurjs/ CD Watlpjpcis movic stiUs reuver Rcutcr Apple >1ac Anuzon cBay Yaho' aou pig a posmsia Kttaaa ogmundur.is Helmaslða og málgagn Ögmuntlar Jónassonar Þessi helmasfóa á aO vera f senn upplýsingamlðill. málgagn og j vettvangur skoóanasklpta. sjá nánar» , «77005 ÞROUNARSTOFNUN iSLANDS OO MÓTMÆLW GEGN MISRETTII HEIMINUM Það er mlkll gæta að Sighvatur Björgvinsson skuli ekkl vera varóstjðri I lögreglunni f Edinborg. Hún gltmir nú £jr~ ^ 800 _ f ^ *"l f C } [ + { 0 http://www.bjorn.is/ CP Wallpapers movic stills rcuter Rcutcr App www.bjomJs [ BJÖRN BJARNASON FORSlOA PISTLAR RÆOUR OG GREINAR OAGBOK MYND Velkomin! Stðan var valin besti elnstakllngsvefurtnn 27. oktðber 20 vefakadcmiunni á grundvelli um 10.000 tilnefnlnga. 19. f 10 ár IIAIn, frá þvl að íyrsti pistilllnn var faerður á slðuna Vefsiða mín kom til sögunnar í janúar árið 1995, þega Heimasíður þingmanna Sumir þingmenn ekki uppfært í þrjú ár

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.