blaðið - 15.07.2005, Qupperneq 6
föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið
Útlendingar
bæta umhverfi
Mosfellsbæjar
Tuttugu manna hópur fró ellefu
þjóðlöndum er hér á landi á vegum
samtakanna Veraldarvina til þess að
vinna við umhverfisverkefni í Mos-
fellsbæ. Hópurinn er á aldrinum 18
til 33 ára og kemur frá Danmörku,
Eistlandi, Frakklandi, Kína, Lett-
landi, Póllandi, Rússlandi, Serbíu,
Spáni, Tékklandi og Þýskalandi.
Starf hans undanfama tíu daga hef-
ur m.a. verið að gróðursetja tré og
dreifa áburði. Þau eru hingað kom-
in til þess að upplifa samfélagið í
Mosfellsbæ og íslandi með þátttöku
í daglegu lífi. Þetta er í annað sinn
sem hópur frá Veraldarvinum kemur
til Mosfellsbæjar en samtökin voru
stofnuð í kjölfar seinni heimsstyrj-
aldarinnar með því markmiði að efla
frið og samtakamátt í heiminum.
Fiskaflinn í júní
Bæði magn og verðmæti
dregst saman
Heildarafli íslenskra skipa í júnímón-
uði var rúm 153.000 tonn sem er
tæpum 26.000 tonnum minni afli en
í sama mánuði í fyrra. Aflaverðmæti
milli júnímánaða 2004 og 2005 dróst
ennfremur saman eða um tæp 15%.
Þrátt fyrir þetta jókst heildarafli ís-
lenskra skipa á fyrri helmingi ársins.
í ár var hann 1.159.500 tonn sem er
rúmum 103.000 tonna meiri afli en í
fyrra. Verðmæti fiskaflans á fyrstu
sex mánuðum ársins jókst einnig,
eða um 1,2% miðað við sama tíma í
fyrra.
Gríðarlegur samdráttur í út-
hafskarfaveiðum
Botnfiskafli í nýliðnum mánuði
var rúm 30.000 tonn miðað við tæp
36.000 tonn í sama mánuði í fyrra,
og dróst því saman um tæplega 6.000
tonn. Samdrátturinn var hlutfalls-
lega mestur í úthafskarfaveiðum, en
í júní veiddust 3.500 tonn miðað við
9.500 tonn í sama mánuði í fyrra, en
það þýðir samdrátt upp á um 6.000
tonn. Af kolmunna bárust á land
80.200 tonn en í fyrra nam aflinn
91.400 tonnum og nemur samdrátt-
urinn 11.200 tonnum. Síldaraflinn
var tæp 36.300 tonn í ár en það er um
1.500 tonna aukning frá júnímánuði
2004.
Skel- og krabbadýraafli heldur
áfram að dragast saman, var tæplega
1.700 tonn sem er 3.100 tonna minni
afli en í júmmánuði 2004.
Þrátt fyrir samdrátt í júní jókst heildaraflinn fyrri hluta ársins nokkuð.
Nýtt leiðakerfi Strætó
Aukin þjónusta á háannatímum
Nýtt leiðakerfi Strætó tekur gildi 23. júlí
næstkomandi.
Strætó bs. tekur nýtt leiðakerfi í notk-
un laugardaginn 23. júlí næstkom-
andi en með því verður í fyrsta sinn
komið á sameiginlegu, samræmdu
leiðakerfi almenningssamgangna fyr-
ir allt höfuðborgarsvæðið. Nýja kerf-
ið byggir á aðferðafræði sem þekkist
víða um heim og byggist á ferðum á
stofnleiðum, þ.e. greiðustu og fljót-
fórnustu akstursleiðum gatnakerf-
isins. Sérstaklega verður hugað að
þeim tíma þegar flestir þurfa að kom-
ast leiðar sinnar, þ.e. á morgnana og
síðdegis á virkum dögum. Til að þjón-
usta fólk á þessum tíma munu vagn-
ar ganga á allt að 10 mínútna fresti á
stofnleiðum, en með því á að reyna að
stytta ferðatíma fólks sem er í skóla
eða vinnu.
Upplýsingar um nýja leiðakerfið er
hægt að finna á vefsvæði Strætó bs. Á
slóðinni www.bus.is.
Upplýsingar um vöruúrval
Reykjagarðs og uppskriftir
er að finna á heimasíðu
fyrirtækisins www.holta.is
á
ri Uj, Toltc iklii)< ^ur
r fl
Reykjagarður M
www.holla.is
KRroouci
œasa
°e«lAn 1
VOUHIÚ'AOW
MCDS*l»Tioc
'“"tö.lujtk*
ReykjagarSur hf. • Fossháls 1-110 Reykjavík • Sími 575 6440 110 Reykjavík ■ Bréfasímar: 575 6490 • www.holta.is
Sæludagar um
verslunarmannahelgina
Fræðslustundir
um Simpson
- og fleira
Dagskrá Sæludaga, sem verða í
Vatnaskógi um verslunarmanna-
helgina, er tilbúin og kennir þar
ýmissa grasa. Boðið verður upp á
skemmtiefni þjóðþekktra íslendinga,
kvöldvökur, gospelmessu, báta og
vatnafjör, varðeld, veiði og fræðslu-
stundir um hin ýmsu málefni - þar
ó meðal Simpson - Qölskylduna. Há-
tíðin er haldin af Skógarmönnum
KFUM og er með öllu vímuefnalaus
en undanfarin ár hafa milli 700 og
1500 manns mætt á hana. Aðstand-
endur Sæludaga leggja áherslu á að
fólk, sem er á engan hátt tengt Vatna-
skógi eða öðru kristilegu starfi, finni
sig velkomið.
Skógar- og
útivistardagur
fjölskyldunnar
Á laugardaginn veróur skógar- og
útivistardagur fiölskyldunnar hald-
inn við Hvaleyrarvatn. Fjölbreytt
dagskrá verður í gangi en hún hefst
klukkan 14 í Höfða með ávarpi
Gunnars Svavarssonar, forseta bæj-
arstjórnar. Fimmtón mínútum síðar
mun séra Gunnþór Ingason sjá um
helgistund í Bænalundi í Höfðaskógi.
Þá ætlar Skógræktarfélag Hafnar-
fiarðar að selja léttar veitingar.
Fræðsluganga og hestar fyrir
börnin
Steinar Björgvinsson, garðyrkjufræð-
ingur og fuglaáhugamaður, mun leiða
fræðslugöngu um Trjásýnislundinn í
Höfðaskógi sem fer af stað klukkan
15. Hann mun segja frá því sem fyr-
ir augu ber í þessu m'u ára trjásafni
en lagt vérður af stað frá Selinu. Þá
munu íshestar og hestamannafélag-
ið Sörh bjóða bömum upp á að fara
á hestbak seinni partinn í hestamið-
stöð íshesta.
Léttir - Pottþéttir
Hraði
Zodiac
áratuga reynsla á Islandi
í Vorö frá % 98.197 kr.
s " |
ELLINGSEN |
| Opið virkadaga ki. 8-18, laugard. kl. 10-14 Slml 580 8500 V" .ii *
TILB0Ð 1 Alla virka daga
HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 ■ ■ Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði
Frá 11.00-13.30
TILB0Ð 2 Alla daga vikunnar
30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RBINU
gildirfrá 17.30 - 2100
Ajhekonc
Tilboðin gilda ekki með heimsendingu
Sðltún 3 Bæjarlind 14-16
S 562 9060 S 564 6111