blaðið

Ulloq

blaðið - 15.07.2005, Qupperneq 10

blaðið - 15.07.2005, Qupperneq 10
föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið Ath! 10 erlent afsláttur'- Allar EGO kvittanir veita Hörmulegt lestarslys í Pakistan Lestarslysiö í Ghotki-héraðinu í Pakistan er það mannskæðasta í landinu í áratug. 25% afslátt í Laugarásbíó Þögn til minningar um fórnarlömb Milljónir manna á Bretlandseyjum og í Evrópu héldu tveggja mínútna þögn í gær til minningar um fórnar- lömb hryðjuverkanna í Lundúnum. Lundúnarborg sjálf staðnæmdist nær algerlega mn stund. Ökumenn drápu á bifreiðum sínum og fólk stóð úti á götu og laut höfði til að heiðra minningu þeirra sem létust. Höfðu stjómvöld biðlað til almennings að sýna hinum látnu virðingu með þess- um hætti. Yfirvöld leita nú manns sem talinn er hafa skipulagt árásirnar en eins og áður hefur komið fram er talið að flórir tilræðismannanna hafi látist sjálfir í árásunum. Telur lögregla skipuleggjandann vera breskan mann af pakistönskum uppruna sem hafi tengsl við al-Qaida samtökin. bjornbragi@vbl.is Minnst 133 létu lífið oghundruð særð- ust, íjölmargir lífshættulega, þegar þrjár þéttsetnar farþegalestir rákust saman í Ghotki-héraðinu í Pakistan á miðvikudag. Er þetta mannskæð- asta lestarslys landsins í meira en áratug. Orsök slyssins mun vera sú að lestarstjóri hraðlestar mistúlkaði var- úðarskilti sem sett hafði verið upp. Lestin, sem var á leið til Karachi, ók inní bakhluta kyrrstæðrar lestar sem hafði bilað nálægt lestarstöð. Við áreksturinn fór hluti lestarinnar inná aðlæga brautarteina og skall þá þriðja lestin, sem kom úr gagnstæðri átt, á þær. Lestarstjóri og aðstoðar- lestarstjóri hraðlestarinnar voru báð- ir á meðal þeirra látnu. Litlar upplýsingar um þá látnu enn Fólk reynir nú að finna ættingja sína og vini og komast að því hvort þeir hafi verið á meðal þeirra látnu. Borin hafa verið kennsl á 35 lík af þeim 127 UTSALA 20% afsláttur af öllum garð álfum og ferðatöskum í júlí Verð með 20% afslætti kr. 1.192,- Margar tegundir af garðálfum. Verð með 20% afslætti kr. 472, Verð með 20% afslætti kr. 472, Verð með 20% afslætti kr. 316, Ferðatöskur í settum og í stöku. 20" ferðataska. Verð áður kr. 2.990, Verð með 20% afslætti kr. 2.392,- 5 töskur. Vðl áður kr. 6.990,-, Verð með 20% afslætti kr. 5.592,- Otrálega búðin sem flutt voru á sjúkrahús en þau hafa ekki verið nafngreind opinber- lega ennþá. Lestarstöðvar í Pakistan eru nú fullar af fólki sem krefst þess að fá að skoða farþegalistana úr lest- unum þremur. „Eg bíð enn eftir því að heyra um örlög tveggja bræðra minna sem ég sá fara héðan á þriðju- dag til Karachi en ég hef ekkert heyrt ennþá“, sagði ungur maður sem var á meðal þeirra sem biðu eftir að fá að sjá farþegalistana. Annar maður, Lutafullah Khan, sagðist afar svart- sýnn um örlög tveggja sona sinna sem voru um borð í einni lestinni. „Ég mun aldrei brosa aftur heyri ég ekki góðar fréttir um drengina mína“, sagði Khan. Samkvæmt BBC-fréttastofunni voru mörg líkanna svo illa leikin eftir slysið að ómögulegt hefur reynst að bera kennsl á þau. ísframleiðendur á svæðinu hafa útvegað sjúkrahús- inu stærðar ísblokkir til að reyna að hindra að líkin rotni. Lestarslys tíð í Pakistan Pervez Musharraf, forseti Pakistan, vottaði landsmönnum samúð sína og kvaðst „afar hryggur“ vegna slyssins. Fyrirskipaði hann að ítarleg rann- sókn færi fram hið snarasta og að þeir sem ábyrgð bæru á slysinu yrðu ákærðir. í Pakistan eiga sér stað hvað mann- skæðustu lestarslys heimsins og er ástæðan sögð sú að lestirnar eru yfirleitt yfirfylltar farþegum, mun fleirum en lestirnar eiga að bera. Þá eru lestirnar og lestarkerfið í heild sinni afar úrelt og er orsök slysanna yfirleitt bilun í búnaði eða mannleg mistök. Yfir 200 manns létust í lest- arslysi í Sindh-héraðinu árið 1990 og ári síðar létust rúmlega 100 manns í öðru lestarslysi sem átti sér einnig stað í Ghotki. Líkfundur eykur ólgu í írak - 100.000 írakar myrtir síðan innrásin hófst magnus@vbl.is írakska öryggisgæslan hefur fundið lík 10 manna sem voru handjárnuð og báru klæði fyrir augunum. Þeir höfðu allir verið skotnir í höfuðið af stuttu færi. Lík mannanna, sem voru á aldrin- um 25 - 30 ára, fundust aðfaranótt fimmtudags í einu af austur-úthverf- um Bagdad. Að sögn Odana Adnan, yfirmanns innan íröksku öryggis- sveitanna, voru líkin skilríkjalaus og því hafa ekki verið borin kennsl á þau. Líkfundurinn kyndir enn frekar undir ólgu á milli írakskra sunni múslima og shia sem eru ráðandi í meintri fulltrúaþingsríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra. Ekki er ljóst hvort líkin séu af sunni- eða shiamúslimum. Hvorki Samtök fræðimanna sunni- múslima né írakski íslamistaflokkur- inn segjast vita nokkuð um morðin en báðar hreyfingarnar eru mjög áhrifa- miklar meðal sunnimúslima. Á miðvikudag sökuðu samtök sunnimúslima írakskar öryggissveit- ir, sem starfa undir beinni leiðsögn og styrkveitingu Bandaríkjamanna, um að fangelsa og pynta 11 sunn- imuslima, þar með talið einn klerk. Samtökin kenna einnig öryggissveit- um um dauða 9 sunnimúslima sem köfnuðu eftir að hafa verið læstir inní þröngum loftlausum bíl í marga klukkutíma í 46°C hita. Innanríkisráðherra íraks sagði að verið væri að kanna ásakanirnar nánar og að réttir aðilar yrðu dregn- ir fyrir dóm reyndust þær á rökum reistar. Samkvæmt upplýsingum frá blaða- manni Aljazeera fréttastofunnar hafa um 100.000 írakskir borgarar látist af stríðsvöldum síðan innrásin Bandamanna hófst í mars 2003. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ mammmmmsmim Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður verður haldinn föstudaginn 22.07.2005 kl. 19.00 í húsnæöi Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 í Reykjavík Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Fundarsetning 2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Stjórn gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári 4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga 5. Umræður um skýrsiu stjórnar og reikninga 6. Reikningar bornir upp til samþykktar 7. Lagabreytingar / ekki á dagskrá 8. Kosin stjórn félagsins: 6.1.8.1. Formaður 6.1.8.2. Sex meðstjórnendur 6.1.8.3. Tveir menn í varastjórn 9. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga 10. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til vara 11. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing Reykjavík - norður 12. Önnurmál 13. Fundarslit Gestur fundarins verður Árni Magnússon félagsmálaráðherra Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins Gestur Kr.Gestsson Sími 858 8171 Stjóm FR-norður wmmmmmmmm K r i n g 1 a n F j ö r ð u r • K e f 1 a v í k

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.