blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 16
föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið Tíska fyrir allar konur Tískuvöruverslunin ER er á Skólavörðustígnum, við hliðina á kaífihúsinu Mokka. Þar kennir ýmissa grasa, íslenskar lopapeysur eru þar á boðstólum, auk ítalskrar og þýskrar hönnunar. Áslaug Harðar- dóttir á og rekur ER og hefur gert það síðastliðið eitt og hálft ár. „Það er allt mögulegt í boði fyrir allar konur. Ég fæ ekki margar eins flíkur, yfirleitt bara eina í hverri stærð svo það er ekki mikil hætta á því að hitta konu í alveg eins flík,“ segir Áslaug. Hún bendir einnig á að hún er með stórar stærðir jafnt sem litlar. ER hefur gengið mjög vel að sögn Áslaugar en tíðin hefur þó sett sitt raark á söluna eins og hjá svo mörgum í þessum bransa. „Sumarvörurnar hafa ekki farið eins vel og von var á. Þegar það er svona mikil rigning og ekki lítil hlýindi fer fólk minna í bæinn en heldur sig frekar í verslanamiðstöðvunum," segir Áslaug en bætir við að um leið og sólin fer að skína glæðist viðskiptin. Dóra í Skarthúsinu hefur verið í skartgripabransanum í fjölda ára og er alltaf með á hreinu hvað það er sem er í tísku hvert sinn í glingr- inu. „Núna vorum við að fá rosalega flotta tréskartgripi, stóra og grófa en samt kvenlega. Það eru frekar síðar háls- festar, stór armbönd og eyrnalokk- ar. Það gætir afrískra áhrifa í þessu skarti, allt er þetta náttúrulegt og handgert,“ segir Dóra og bætir við að töskumar í þessum stíl eigi líka eftir að verða vinsælar. Tréskartið er þó ekki alveg nýtt af náhnni því að Dóra man eftir þeim tíma sem allar hillur voru þaktar svona gripum og þeir runnu út eins og heitar lummur. „Það eru ekki nema svona 10-12 ár síðan að allar konur gengu með svona skart. Það er auðvitað fallegra núna, fleiri litir og meira úrval. Það er samt alltaf gaman að sjá tískuna fara í hringi." En eiga konur þá að henda gullinu og silfrinu og finlega skartinu sem hefur verið mikið í tísku undanfar- ið? „Nei, alls ekki. Það sem er búið Skartaðu þínu fegursta að vera núna er klassískt og mun halda áfram. Þá er hægt að nota það við finni tilefni. Þó er hægt að nota trémunina líka við fín fót, það fer allt eftir smekk hvers og eins.“ nœrföt Levante Sokkabuxur fast a eftirtöldum stödum: - X" wr / ' msram■ sokkabuxur Krúttlegir Glamúr við Skólavörðustíg er lítil verslun sem leynir þó á sér. Úrvalið er mikið og allar konur sem fila áhrif fyrri áratuga ættu að líta við og skoða það sem Glamúr hefur upp á að bjóða. Núna er sumar og allar konur ættu að hafa í huga að kjólar eru það allra heitasta. Allt frá kjólar kvenlegum línum 6. áratugarins til frjálslegs hippastíls 8. áratugarins. Hægt er að fá stutta kjóla fyrir hlýviðrið og síða kjóla fyrir hið dæmi- gerða íslenska veður. Svo má líka klæðast sokkabuxum við kjólana ef einhver treystir sér ekki til að sýna leggina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.