blaðið - 15.07.2005, Síða 30

blaðið - 15.07.2005, Síða 30
Fátækir námsmenn Sumarið er hálfnað. Námsmenn eru í fríi frá ströngu námi og eru út um allar trissur að vinna ýmis störf. Samt þurfa þeir að passa sig á því að vinna ekki of mikið því annars verða þeir fá- tækir næsta vetur - ef þú vinn- ur nefnilega of mikið skerðast námslánin. Tekjutenging námslána er eitthvað sem hindrar marga í að geta einbeitt sér að fullu að skól- anum og gerir þá tilneydda til að vinna meðfram ströngu námi. Þetta verður að vítahring. Námsmaðurinn vinnur með skól- anum til þess að eiga fyrir leigu, mat, bókum og öðru slíku þar sem námslánin eru of lág. Það veldur því að á næstu önn skerð- ast námslánin ennþá meira. Þá verður námsmaðurinn að vinna ennþá meira. Dæmi eru um það að fólk hrekist úr skóla vegna þess að það hefur hreinlega ekki efni á að stunda hann af heilum hug. Eru námsmenn þess lands ekki of dýrmætir til þess að við látum þá sleppa úr skólanum? Viljum við ekki að fólk hugsi með ánægju til þess tíma sem það var að mennta sig, að það þurfi ekki að rifja upp þegar það þurfti að betla af fjölskyldunni sinni eða herða ólina með hveiju árinu? Allir hafa gott af því að finna fyrir lífinu en er bara ekki nóg að finna fyrir því þeg- ar vinnumarkaðurinn tekur við og borga þarf upp lánin - og yfir- drátt - frá námsárunum. Leiga er himinhá um þessar mundir, matvælaverð á Islandi er nú eins og það er og bensín- verðið rokið upp úr öllu valdi. Það segir sig sjálft að það er rán- dýrt að lifa og ekki fá námsmenn neinn afslátt. Hvað er það sem segir að sá sem hefur þénað mikið árið áður en nám hefst eigi meiri pening en sá sem hefur þénað lítið? Ef sá hinn sami hefur lagt allan þann pening til hliðar sem hann hefur þénað umfiram það mark sem lánsskerðing hefst þá þyrfti hann væntanlega ekki að taka lán. Enginn vill stinga sér til sunds í skuldahaf ótilneyddur. Þetta er jú lán en ekki styrkur sem námsmenn fá til að eyða í vitleysu á meðan á náminu stendur. Lánasjóðurinn fær á endanum hverja krónu til baka og gott betur. Eva Longoria ekki tilnefnd Það er búið að tilkynna hverjir eru tilnefndir til 57. Emmy verðlaun- anna og það kemur varla á óvart að Aðþrengdar eiginkonur eru ofar- lega á lista. Teri Hatcher, Marcia Cross og Felicity Hoffman voru all- ar tilnefndar sem besta leikkonan í sjónvarpsseríu en Eva Longoria fékk enga tilnefningu. Þátturinn Að- þrengdar eiginkonur var tilnefndur sem besti gamanþáttur í sjónvarpi ásamt Scrubs, Will & Grace, Every- one Loves Raymond og Arrested De- velopment. Sigurvegaramir verða tilkynntir 27. ágúst. SU DOKU Su Doku _ 9. gáta 9 4 5 6 5 2 1 3 8 7 9 3 1 3 8 1 4 6 2 7 5 2 8 1 9 3 8 6 1 Su Dok j- i ausn við 8. gátu Laus 1 5 7 4 6 9 3 2 8 9 8 6 1 2 3 7 5 4 4 2 3 5 8 7 1 9 6 3 9 2 8 5 1 4 6 7 7 6 8 2 9 4 5 3 1 5 1 4 7 3 6 9 8 2 2 7 5 9 1 8 6 4 3 6 4 9 3 7 2 8 1 5 8 A. 1 6 4 5 2 7 9 Lausná10. gátu verður að finna í blaðinu á mánudag. Lausn á 9. gátu Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum ffá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út fr á þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta lfka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju- boxinu. Ef möguleikamir em tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áffam. Lauryn Hill of sein á eigin tónleika Söngkonan Lauryn Hill reyndi á þolinmæði margra aðdáenda sem biðu í ofvæni eftir að hitta stjömuna í Col- iseum í Lundúnum um daginn. Aðdáendumir þurftu að bíða í 3 klukku- stundir eftir að sjá hana, en ástæðan fyrir þessari seinkun var að Lauryn átti eitthvað erfitt með að ákveða hveiju hún ætti að klæðast. Eftir að áhorfendur höfðu beðið í klukkustund, kom maður á sviðið og tilkynnti að frú Hill hefði seinkað vegna mikillar umferðar en yrði mætt eftir 40 mínútur. Breskt dagblað segir hins veg- ar að söngkonan hafi verið allan tímann á hóteli sem hafi verið í fimm mínútna fjarlægð. Þegar að Lauryn kom loksins á svið hentu áhorf- endur í hana poppkomi, en þá tilkynnti hún: „Ég þarf alltaf mjög mikinn tíma til að taka mig til. Ég mjög erfitt með að ákveða mig í hveiju ég á að vera - þetta er konumál". Lauryn baðst ekki afsökunar á að hafa komið svona seint, og fullt af fólki fór óónægt af leikvanginum hrópandi ókvæðis- orðum að söngkon- Beyonce kærð Það er búið að kæra poppstjöm- una Beyonce fyrir lagaþjófnað, en lagasmiðurinn og söngkon- an Jennifer Armourseg- ir Beyonce hafa stolið laginu Ba- by frá sér, en lagið hafi verið samið nokkmm mánuðum áð- ur.Jenniferseg- ir að myndband við lag hennar, Got a Little Bit of Love for You hafi komist í hendur Bey- once í mars 2 0 0 3 Málið verður tekin fyrir 28.október í Houston, Texas. Lagið Baby Boy, sem var mjög vinsælt á sínum tíma, Destiny's Child söngvaranum Sean Paul í október 2003, og var lagið einnig á plötu Beyonce, Dan- gerously in Love, sem var gefin út í júní 2003. ■ föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið Hvað segja stjörnurnar? ©Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú ert fráhverf/ur viöskiptavinunum í dag, sérstaklega ef þeir eru ekki fastakúnnar. Reyndu að einbeita þér að þeim sem þú þekkir best. V Þú ert að reyna að finna leið til að gera allt sjálf/ur. Það er tími til að kalla á aðstoð. Það þýðir þó ekki að þú sért ekki fær um það. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Viðhorf þitt til vinnustaðarins gæti breyst snögglega. Hægðu á þér og athugaðu hvort þú getir ekki hugsað skýrar. V Það er ást í loftinu og hún er alls staðar. Gríptu hana. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Sama hve mikilvægt þaö er þá áttu í erfiöleikum með að taka ákvörðun. Reyndu að koma í veg fyrir að aðrir nýtí sér hik þitt, þú hefur meira vald en þig gmnar. V Ekki láta ganga yfir þig. Ef þú stendur ekki upp fyrir sjálfa/n þig þá gerir það enginn. Þú hefur styrkinn til að segja nei. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Það er margt á seyði í hausnum á vinnufé- lögunum og nú ætti að vera auðvelt að ná fram ákvörðunum sem venjulega tækist ekki. V Gleymdu sjálfri/sjálfum þér í dag. Með því að hjálþa óðrum að fá það sem þeir vilja gætirðu í raun verið að hjálþa sjálfum þer. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Það er mikið tilfinningarót vegna nýrra fram- kvæmda og breytlnga á vinnulagi. Þær eru ekki all- ar neikvæðar en það þarf að taka á neikvæðninni. V Ástríða er ekki bara fyrir sápuóper- ur, heldur líka fyrir þig og ástvininn. Hrist- ið upp í ástarlífinu og góða skemmtun. ©Tvíburar (21. maí-21. júnQ S Þú ert umhyggjusöm/samur um viðskipta- vini og vinnufélaga og þeirra þarfir. Ekki hunsa vinnu þína algerlega en grafðu dýþra en venju- lega. V I dag er hentugur dagur til að kanna ókönnuð lönd, sérstaklega í ástarlífinu. Taktu áhættu, þar liggur mesta fjörið. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) S Það virðist sem þú hafir marga kosti til að velja um en ef þú fjarlægir þig frá verkefninu þá sérðu að þeir erg allir svipaðir. V Ef þú finnur ekki leið til að vekja athygli á málstað þínum, haltu áfram að reyna. Að hafa samskipti á góðan hátt þarfnast æfingar en ef þú gefst upp þá kemstu ekkert. o Ljón (23. júlf- 22. ágúst) Diaz kærir IJósmyndara Réttarhöld eru hafin yfir Ijósmyndara sem að tók myndir af Cameron Diaz í engu að ofan, áður en hún varð fræg. Hann er sagður hafa reynt að beita fjár- kúgun og vildi hann að Diaz greiddi hon- um sem samsvarar um 200 milljónum króna gegn því að hann birti ekki myndimar opinber- lega. Sjálfur tók hann myndimar af Diaz þegar hún var aðeins 19 ára ogfals- aði síðan undirskrift hennar á samning um að hann mætti selja myndimar áfram. Fjárkúgunin kom í kjölfarið og var leikkonunni þá nóg boðið og kærði hinn 42 ára gamla ljósmyndara, John Rutter. $ Það er góður tími til beinna aðgerða. Láttu álit þitt í Ijos og gefðu ekki eftir. Þú hefur á réttu að standa. V Ef þér finnst eins og eitthvað sé ekki rétt, þá er það vel athugað hjá þér. Innsæi þitt er gott, hlustaðu á það. Þér líður betur á eftir. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Þú munt finna áhugaverðar upplýsingar en ekki láta það trufla þig frá vinnunni. V Ef þú ert forvitin/n þá er tími til að komast til botns í málinu og finna út hvað þú virkilega vilt. Vog (23. september-23. október) S Þaö er góður tími til að gera þessar afr- drifaríku breytingar sem þú hefur hugsað um. Ef þú ert ánægð/ur með hlutina eins og þeir eru, þá er kominn tími til að endurskoða stóðu þina. V Hættu þessum peningaáhyggjum. Þetta er ólíkt þér, en það er þó ekki vitlaust að koma með heildræna áætlun um fjármál. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Vald þitt er geislandi og fólk safnast sam- an í kringum þig til að fá leiðbeiningar. Það er kominn tími á þig. V Þú ert skapslygg/ur í dag og tilfinningamar eru út um allt. Það er allt í lagi að liða svona, |5að hendir alla öðru hvooi. En ekki láta það bitna á öðaim. ■ Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú ert eitthvað illa fyrirkölluð/kallaður en þó ekki svo að þú qetir ekki lokið verkefnunum. Hægðu á þér og haltu fast í hefðina. V Þú vilt halda i frelsið og að maki þinn geri það sama. Það þýðir þá ekkert að vera afbrýois- söm/samur þegar hann er úti á lífinu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.