blaðið - 21.07.2005, Síða 25
blaðiö FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005
Ipróttir i 25
Bolton og
Taíland í úrslit
Asíubikarinn i fótbolta hófst í
gær i Bankok i Taílandi og þar
taka þrjú ensk félagslið þátt.
Bolton Wanderes, Everton og
Manchester City auk landsliðs
Taílendinga sem er blanda af
leikmönnum 23 ára og yngri
og A-landsliðinu. Leildrnir eru
sýndir í beinni útsendingu á
nýju fótboltastöðinni, Enski
boltinn, og í gær sáu menn
Everton gera í-x jafntefli við
Taíland í venjulegum leiktíma
en í vítaspyrnukeppninni vann
Tafland 4-2. Manchester City
og Bolton mættust síðan og
þar var einnig jafnt eftir venju-
legan leiktíma og því fór fram
vítaspyrnukeppni þar sem
Bolton vann 5-4. Það verða því
Bolton og Taíland sem leika
til úrslita á laugardag klukkan
14.00 og verður leikurinn í
beinni útsendingu á sjónvarps-
stöðinni Enski boltinn sem
og leikur Manchester City og
Everton sem verður sýndur
klukkan 10.45 á laugardag.
ÍÞRÓTTIR
Valtýr Björn
Enska knattspyrnuliðið Derby
County var í heimsókn hér á
landi í nokkra daga í vikunni
og á þriðjudagskvöld mættu þeir
ensku, liði lA. Leikið var á Akranesi
í blíðskaparveðri og eftir 21 mínútu
var lA komið í 1-0 með ágætu marki
frá Andra Júlíussyni. Um 15 mínút-
um síðar jöfnuðu Derby-mennþegar
Pólverjinn Gregorz Raziak skoraði.
Það voru ekki liðnar nema 30 sek-
úndur af seinni hálfleik þegar Andri
var búinn að skora öðru sinni og þar
við sat. Lokatölur 2-1 fyrir lA sem
verða að teljast nokkuð óvænt úrslit.
Skagamenn voru að leika ágætlega
í leiknum en liðsmenn Derby virk-
uðu nokkuð þungir enda eru þeir
í miðju æfingatímibili. Keppnin á
Englandi hefst í næsta mánuði og
nýi framkvæmdastjórinn hjá Derby,
Phillip Brown, er fyrrum aðstoðar-
maður Sam Allardyce hjá Bolton og
var hann hjá Bolton í 10 ár. „Jú það
er rétt, þetta er frumraun mín sem
framkvæmdastjóri og ég er mjög
spenntur fyrir vetrinum“, sagði
Phil Brown í samtali við Blaðið eftir
leikinn aðspurður um framkvæmda-
stjórastöðuna hjá Derby. Það verð-
ur erfitt fyrir hann að gera jafnvel
og Derby gerði á síðustu leiktíð en
hann er þó bjartsýnn.
ÍA kom Phil Brown á óvart.
„Derby var mjög nálægt því að
komast upp síðast og Champions-
hip-deildin er mjög erfið. Það þarf
allt að ganga upp til að við verðum í
toppbaráttunni. Þar verða lið eins og
Crystal Palace, Norwich, Southamp-
ton, Ipswich og Leicester og vonandi
við. Þetta er langt og strangt mót og
það gengur á ýmsu. Vonandi slepp-
um við þokkalega frá meiðslum en
það skiptir miklu máli í svo harðri
keppni”, sagði Brown.
Aðspurður um lið í A sagði Brown.
,Þeir komu mér verulega á óvart. Við
lékum að vísu illa og frammistaða
okkar í dag endurspeglar ekki getu
okkar en lið Akraness (lA) lék vel.
Ég var ekki að velta neinum leik-
manna þeirra fyrir mér, það voru
aðrir í því og ég fæ skýrslu um það
á eftir.”
Brown spáir Chelsea meist-
aratitlinum á Englandi.
Þegar Phillip Brown var spurður
um ensku úrvalsdeildina næsta vet-
ur sagði hann: „Ég held að Chelsea
verði mjög líklega enskur meistari á
ný. Þeir eru búnir að styrkja sig veru-
lega og ég sé ekki neinn stoppa þá.
Manchester United verður í toppbar-
áttunni og ég vona að Bolton blandi
sér í þessa baráttu. Þeir eru með
mjög gott lið og eiga væntanlega eft-
ir að styrkja sig aðeins meira. Ég veit
ekki alveg með Arsenal eftir að Vi-
eira er farinn en Liverpool verður án
efa í toppbaráttunni á næstu leiktíð,’
sagði þessi geðþekki framkvæmda-
stjóri en Derby var hér á vegum ÍT-
ferða, Iceland Express og fleiri aðila.
Hið besta mál og vonandi að við sjá-
um fleiri ensk lið koma í æfingaferð-
ir til íslands í framtíðinni. ■
klakavelar
Verð ^
28.000 kr. <#j
w i
ÍS-hÚSÍÖ 566 6000
Phil Brown Framkvæmdastjóri Derby. mynd.HöriurHilmarsson
Bikarinn í kvðld
8-liða úrslitum VISA-bikarkeppni
KSÍ lýkur i kvöld með tveimur leikj-
um. Þeir fara báðir fram í höfuðborg-
inni. Fram og ÍBV mætast á Laugar-
dalsvelli og KR tekur á móti Val á
KR-vellinum. Báðir leikirnir hefjast
klukkan 19.15.
Framarar og Vestmannaeyingar
mættust fyrir nokkrum dögum í
deildinni í roki og rigningu i Eyj-
um og þar höfðu heimamenn betur
2-0. Steingrímur Jóhannesson, sem
skoraði seinna mark iBV i leiknum
gegn Fram, verður ekki með í kvöld
þar sem hann varð fyrir meiðslum
í leiknum gegn Keflavík. Framarar
hafa ekki verið að gera góða hluti
að undanförnu en iBV hefur aftur á
móti verið á uppleið. En það er deild-
in en ekki bikarinn. Við höfum oftar
en ekki séð óvænt úrslit i bikarnum
og nægir i því sambandi að nefna
HK sem fór i undanúrslit í fyrra en
Hk leikur í í.deild. Fram sló út Þór
á Akureyri í 16-liða úrslitum mjög
sannfærandi 0-3 á meðan ÍBV lenti
í smá erfiðelikum með Njarðvík og
vann í Eyjum 3-2. Spá Blaðsins er sú
BrynjarBjörn
tilReading
Landsliðsmaðurinn okkar í knatt-
spyrnu, Byrnjar Björn Gunnarsson,
er farinn frá enska liðinu Watford
til Reading. Bæði þessi lið leika í
Championship deildinni og Brynjar
Björn á aðeins eftir að fara í læknis-
skoðun til að uppfylla skilyrði Read-
ing. Samingsupphæð hefur ekki ver-
ið gefin upp en Brynjar Björn sem er
29 ára hittir fyrir Islendinginn ívar
Ingimarsson sem leikið hefur við
góðan orðstír í vörn Reading.
Brynjar Björn er reynslumikill í
enska boltanum en hann á yfir 150
leiki fyrir Stoke City á árunum 1999-
2003 en þá fór hann til Nottingham
Forest. Brynjar Björn fór síðan á
frjálsri sölu til Watford í júlí í fyrra
og lék 36 leiki með þeim. ■
að Fram hefni ófaranna í Eyjum í
deildinni og fari I undanúrslit.
KR og Valur mætast á KR-vellin-
um. Þegar liðin mættust í sumar í
deildinni á Valsvellinum var um ein-
stefnu að ræða þar sem Valsmenn
BIKARINN
með Gumma Ben fremstan í flokki
fóru á kostum og unnu 3-0. Enn og
aftur er sagt, það var í deildinni en
nú er það bikarinn. Það má búast við
hörkuleik í kvöld þar sem KR-ingar
fundu loksins sigurbragðið í síðasta
leik sinum sem var 0-4 stórsigur á
Fram. Ekki er vitað annað en að
þjálfarar liðanna geti teflt fram sín-
um bestu mönnum en spá Blaðsins
er að rauðir og hvítir Valsmenn með
Willum Þór Þórsson og Guðmund
Benediktsson slái út KR í kvöld. ■
HeimirRík-
harðstilVals
Einn reyndasti handknattleiksþjálf-
ari landsins, Heimir Ríkharðsson,
hefur skrifað undir tveggja ára samn-
ing við handknattleiksdeild Vals.
Mun Heimir verða aðstoðarmaður
Óskars Bjarna Óskarssonar þjálfara
meistaraflokks karla hjá félaginu.
Auk þess mun Heimir þjálfa 2. flokk
og 3. flokk félagsins. Heimir er marg-
reyndur og stýrði karlalandsliði okk-
ar, 19 ára og yngri, til sigurs í Evrópu-
keppninni fyrir tveimur árum sællar
minningar. Hann er í dag þjálfari
landsliða Islands skipað leikmönn-
um 19 ára og yngri og 17 ára og yngri.
Framarar sögðu Heimi óvænt upp
á vordögum og réðu Guðmund Guð-
mundsson og margur Framarinn er
enn ekki sáttur við brotthvarf Heim-
is frá félaginu. Það er þó ljóst að feng-
ur Vals er mikill í þessum snjalla
þjálfara. ■
Kíktu á nýju heimasíðunal
Nú fer hver aö verda sídastur að
Mlkll og góð blrtaTíonJaldl
Pöddufrft t tjdld, þar
sem <|úkur og svefnáltr^g
Veru saunfuð föstyld tjald.
Samanbrotin hjól
Elgum nokkur hjól á frábæru verðl
Svefnpokar
Aztec fíberpokar
Vcrð frá kr. 4.995
HÖFUÐKLÚTAR
kr. 1.195
NOSrfHLAND
Mjúk ste/ m/öndún
kr. 19.953
f/gum einnig mikld,
úrval af I
öndunarfatnaði I
frakr. 9.995 1
CASrSUPíRUTE
göngustafir.
Prístœkkaglcglr med
hertum o^d/, ;
svamphan'dfangi
og svampfódrun niður á staf.
Par frá kr. 3.995
Mikið úrval af göngubuxum,
fljótþornandi cða með öndun.
Margir litir.
Verð fró kr. 4.995
irrimor oá
Áztcc
Sokkar
Proféet sokkar,
miklð úrval
GÖNCUSKÓR CÖNGUSKÓR
Sterðlf 36-43 Stærðir 42-4.8.^.
SKATABUÐIIM
MIKIÐ URVAL AF DYNUM OG
ÖÐRUM FYLCIHLUTUM í FERÐALAGIÐ
Faxafeni 8 • 108 Reykjavik • simi 534 2727
www.skatabudin.com