blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaöiö HELLUSTEYPA JVJ VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 Kynnisferðir: Nota erlendar rútur Ýmsir hafa tekið eftir því að nokkrar rútur á vegum Kynnisferða bera er- lend skráningarnúmer. Að sögn Þrá- ins Vigfússonar, framkvæmdastjóra Kynnisferða, hefur fyrirtækið brugð- ið á það ráð yfir háönnina á sumrin að leigja rútur að utan, en íslenska ferðavertíðin stendur nú sem hæst. „Við höfum einfaldlega lent í vand- ræðum með að fá rútur, sem full- nægja kröfum okkar, nýlegar og með þeirri tækni, sem við viljum bjóða farþegum okkar,“ segir Þráinn, en nú eru fimm erlendar leigurútur á vegum Kynnisferða hér, en alls rek- ur fyrirtækið hátt í 70 rútur. KAUPMANNAHÖFN - EKKI BARA STRIKIÐ Guðlaugur Arason er frábær sagnameistari og leiósögumaóur. í Gömlu góöu Kaupmannahöfn segir hann óborganlegar sögur af fólki og atburóum og leiöir lesandann um allar helstu götur okkar fornu höfuóborgar. Glæný, persónuleg og bráðskemmtileg bók, ómissandi feröafélagi sem segir sögur á hverju götuhorni. % Salka www.salkaforlag.is „Við höfum áður verið spurðir út í þessar erlendu rútur, en þetta höf- um við nú gert áður. Málið er ein- faldlega að það er svo mikill munur á því hvað við þurfum af bílum milli sumarsins og dimmustu daganna. En ef við ættum allar þær rútur sem við þurfum á háönninni myndi ansi mikið af þeim standa verkefnalaus- ar um veturinn. Það væri ekkert vit,“ segir Þráinn. Rauðu vagnarnir fara vel af stað Að sögn Þráins hafa þeir hjá Kynn- isferðum orðið varir við samdrátt í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi. „En við höfum reynt að bregðast við þeirri þróun með því að bjóða fjölbreyttari þjónustu. Þar munar sjálfsagt mest um aukningu í hópferðunum hjá okkur, en þá er farið í hringferð um landið með far- þega á vegum ferðaskrifstofa." Þeir vagnar Kynnisferða, sem mesta athygli vekja þó sjálfsagt, eru rauðu, tveggja hæða vagnarnir, sem sinna svonefndum hoppferðum í borginni. Að sögn Þráins hefur sú nýjung gengið ágætlega. „Við bjugg- umst svo sem ekki við neinni spreng- ingu fyrsta kastið, en þetta er allt á áætlun." Hann segir að vitaskuld myndu þeir ávallt óska sér fleiri far- þega, en ástæðulaust sé að kvarta. íslendingar eyddu um 4 milljörðum erlendis í júní íslendingar voru duglegir við að strauja kredidkortin sín erlendis í síðasta mánuði. Þá keyptu þeir vörur og þjónustu fyrir rúma þrjá milljarða króna með kreditkortum, sem er tæpum 40% meiri eyðsla en í sama mánuði á síðasta ári. íslend- ingar voru einnig á ferðinni með de- betkortin sín og straujuðu þau kort erlendis fyrir rúmar 900 milljónir króna í júní síðastliðnum, sem er um 35% aukning milli ára. Þetta kemur fram í morgunkorni Islandsbanka, en þar segir ennfremur að færslum í greiðslukortaviðskiptum erlendis hafi á sama tíma aðeins fjölgað um 21% á milli júní í ár og í fyrra, og að það bendi til að nú séu keyptar dýr- ari vörur eða meira í einu. Á fyrri hluta ársins nam greiðslukortavelta Islendinga erlendis samtals tæpum 18 milljörðum. Rómantískir hamborgarar STEF krefst þess að stefgjöld verði greidd vegna orlofshúsa Orlofshús jafngild hótelum STEF, Samband tónskálda og eig- enda flutningsréttar, hafa sent Or- lofssjóði Bandalags Háskólamanna (BHM) bréf þar sem krafist er þess að sjóðurinn greiði stefgjöld vegna tónlistarflutnings í útvörpum og sjónvörpum orlofshúsa sjóðs- ins. „Það sem þetta mál snýst um er hvort sé um að ræða opinberan flutning á tónlist í skilningi höf- undalaganna þegar menn hlusta á tónlist í orlofshúsum. Okkar mark- aðs- og innheimtustjóri sendi bréf til Bandalags Háskólamanna og fleiri samtaka þar sem hann taldi að sú starfsemi sé sambærileg hótel- starfsemi. Við munum skoða þetta mál og athuga hvort þessi gjaldtaka standist lög,“ segir Eiríkur Tómas- son, framkvæmdastjóri STEF. Eins og á hótelum og veitingahúsum „Það hefur verið talið að þegar tónlist er flutt á stöðum sem almenningur hefur aðgang að, eins og til dæmis á hótelum og veitingastöðum, að sá flutningur sé opinber. Ef gestir geta hlýtt á tónlist á herbergjum eða annars staðar á hótelum þá eiga hót- elin að greiða stefgjöld. Þá skiptir engu máli hvort menn eru með sin eigin tæki vegna þess að menn eru að hlusta á tónlistina á opinberum stöðum." BHMneitaraðgreiða Fráfarandi framkvæmdastjóri Or- lofssjóðsins telur tilraun STEF til innheimtu gjaldanna ekki standast lagalega. I skriflegum svörum sjóðs- ins, þar sem gjöldunum er alíarið hafnað, segir m.a. að sjóðurinn sé stofnaður á félagslegum grunni með kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins og sé lokaður öðrum. Hann starfi því ekki á almennum markaði og orlofshús hans geti ekki talist gististaðir, fremur séu þeir ígildi heimila sjóðfélaga. Orlofshús- in geti ekki heldur talist vinnustaðir og almenningur hafi ekki aðgang að þeim, þannig að ekki sé um opinber- an flutning á útvarpsefni að ræða. dal, sem er skammt frá Egilsstöðum. Helgi segir að áfram verði þó öflug löggæsla á svæðinu. Impregilo sendi í gær sýslumanni kæru vegna eignaspjalla mótmæl- enda að undanförnu. Ennfremur hefur einn yfirmaður fyrirtækis- ins lagt fram kæru um líkamsárás sem hann varð fyrir þegar hann tók myndir af mótmælendum. ■ Tjöldin tekin niður Lögregla hafði talsverðan viðbún- lögreglumanna frá Ríkislögreglu- að á Austurlandi í gær vegna lok- stjóra var sendur austur. unar tjaldbúða mótmælenda við Kárahnjúka. Eins og kunnugt er Alltfórfriðsamlegafram afturkallaði kirkjan leyfi mótmæl- Að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa enda til að dvelja á landi hennar sýslumannsins á Seyðisfirði, urðu með tjaldbúðir, og þurftu mótmæl- engin læti vegna þessa í gær. Tjöld endur að vera búnir að fella tjöld voru felld í rólegheitum fram eftir fyrir hádegi í gær. Meðal þeirra degi í gær, og samkvæmt heimild- ráðstafana sem gripið var til var um Blaðsins munu búðirnar verða að níu manna hópur sérútbúinna reistar að nýju í landi Vaðs í Skrið- cafe Kldda Rót Hveragerði S: 552-8002 365 ljósvaka- miðlar fá 136 milljónir frá skattinum Ríkið þarf að endurgreiða 365 ljósvakamiðlum (áður Islenska útvarpsfélaginu) rúmar 136 milljónir króna. Um er að ræða endurgreiðslu skatta sem 1Ú greiddi vegna áranna 1997 og 1998. Forsaga málsins er að umrædd ár hugðist Islenska útvarpsfélagið nýta sér tap á fyrirtækjunum íslenskri margmiðlun og Sjónvarpsmark- aðnum til að lækka skattstofn fyrirtækisins, og þannig greiða lægri skatta þessi ár en ella. Ríkisskattstjóri komst hinsveg- ar að þeirri niðurstöðu að þessi gjörningur væri óheimill, þ.e. að tap umræddra fyrirtækja mætti ekki nota til lækkun- ar skattstofns, og sendi því endurálagningu á Islenska Útvarpsfélagið í takt við það. Yfirskattanefnd komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu fyrir skemmstu að endur- álagning Ríkisskattsstjóra á Islenska Útvarpsfélagið hafi verið ólögleg og því þurfi að endurgreiða fyrirtækinu hana. Að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra 365 ljósvakamiðla ehf. var þetta niðurstaða sem fyrirtækið hafði búist við. Hann segir að auðvitað komi 136 milljónir sér vel, en rekstur fyrirtækisins gangi vel um þessar mundir og því hafi þessa íjármuni í raun ekki vantað inn i reksturinn. Karlmenn segja nei við nauðgunum Átak karlahóps femínistafélags Islands var kynnt í gær með grillveislu. „Við vildum gera þetta á léttan og skemmtilegan hátt og þannig minna fólk á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg en ekki einhver ofbeldishátíð", segir Gísli Hrafn Atlason meðlimur hópsins.„Okkar áhersla er fyrst og fremst að reyna að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana og til þess að taka skýra afstöðu gegn þeim. Við vitum að það eru allir á móti nauðgunum en það eru alls konar réttlætingar og „mýtur“ í gangi i samfélaginu varðandi nauðganir“, segir Gísli. Hann tekur sem dæmi að talað sé um að stelpur skuli passa sig á strákunum og eigi ekki að drekka sig of fullar. Jafnvel sé talað um að þær þurfi að passa upp á klæðnaðinn. „Okkur þyk- ir þetta vera algjörlega út í hött enda nauðgun af þeirri stærðar- gráðu að hana sé ekki hægt að réttiæta með noklcrum hætti.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.