blaðið

Ulloq

blaðið - 28.07.2005, Qupperneq 22

blaðið - 28.07.2005, Qupperneq 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaöiö Ragga Ömars Tígrisrækjur Það hefur orðið algjör bylting í úr- vali á framandi hráefni í búðum í dag, sem skemmtilegt er að elda heima hjá sér. Ég hef heyrt af fólk- inu í kringum mig að það þori ekki að prófa sumt heima vegna þess að það er hrætt um að klúðra því.og lætur það duga að borða það á veit- ingarstöðum, en ég hvet fólk til að prófa sig áfram, og vera hugrökk við að græja málin, ná sér í uppskriftir í bókum, á netinu eða bara hringja í einhverja jákvæða kokka og fá til- sögn. Það sem ég ætla að taka fyrir í dag eru risarækjur (tígrisrækjur) sem eru kannski ekki alveg nýjar af nál- inni en ekki langt síðan að hægt var að fá þær í búðum. Það er ekkert mál að elda risa- rækjuna, hún er stinn og bragðmild, tekur ótrúlega vel í sig allskyns mar- ineringar og býður því uppá enda- lausa eldunarmöguleika Það er svo vígalegt að bjóða t.d uppá risarækju sem dipp fyrir mat með fordrykkn- um. Þá er hægt að láta hana hanga á halanum (sjá mynd) og gestirnir dippa-henni sjálfir í góða dressingu. Hún er einnig frábær hrá í sushi, rosalega góð grilluð eða hvítlauksri- stuð á pönnu og tilvalin köld í salat- ið svo eitthvað sé nefnt. Ég segi eins og með flestan fisk „það má ekki elda hann of mikið “ því þá verður risarækjan seig og leiðinleg, sem sagt hún verður að vera smá glær í miðjunni. Gangi ykkur vel!! Kveðja Raggi Blaðið kynnir: Nýtt hágœðavín i kössum Geymist í 45 daga eftir opnun Robertson Cabernet Sauvignon, rauðvin Robertson Winery - Robertson - S.-Afríka. Þægileg og aðgengileg Cabernet-vin hafa rutt sér til rúms. Cabernet Sauvignon frá Robertson hefur þessi einkenni. Vínið er dökkt og mjúkt, með talsvert miklu bláberjabragði, sem gefur víninu skemmtilegan ávaxtakeim. Vínið er þroskað í sjö mánuði á franskri eik. Vínið er talið mjög góð kaup í mörgum fagritum. Það er mjög góður kostur með íslenska lambinu. Frábær kostur í útileguna - sannkallað sumarvín. Verð: 3690 ■ ^ Robertson 'Avníyi f ^RfOTt/tN• Chardonnay, hvítvín ' ífjV' % .•'( JDÍRTsONvwÉVii'f . Robertson Winery - Robertson - S. Afríka. jb- W Sérstaða Chardonnay-vína er sú að þrúgan er ræktuð hátt í fjallshlíðum og gefur það víninu mikinn ferskleika og fyllingu. Vínið hefur mjög mikið bragð af melónu og keim af lime. Það er mjög kremað, með talsverðan keim af hnetum sem kemur frá eik. 20% af víninu eru gerjuð í tunnum og eftir gerjun er það þroskað í nýrri franskri eik. Þetta gefur víninu mikinn karakter og ágæta fyllingu. Eins og önnur vín frá Robertson er vínið hreint og tært með stutta endingu. Vínið er mjög gott með laxi, almennum fiskréttum og jafnvel Thai-mat og svinakjöti. Drekkið vel kælt! Verð: 3490 Grilluð og engifermariner- uð tígrisrækja með aprik- ósu-limedýfu (4 manns) Þetta er hugsað sem dipp fyrir mat má einnig fjölga rækjunum og bæta við salati og nota sem forrétt í löginn og látið standa í lágmark 1 klst.Þá eru rækjurnar grillaðar á heitu grilli eða pönnu í ca.i 1/2 mín á hvorri hlið, kryddað með salti og pipar.bornar fram annað hvort heit- ar eða kaldar. Ca.2-3 rækjur á mann(skelhreins- uð, en skilja síðasta liðinn á hal- anum eftir og taka burtu svörtu röndina sem liggur eftir bakinu á rækjunni) 1 tsk ferskt engifer (rifið í mjög fínu rifjárni) 1 stk hvítlauksrif (rifið í mjög fínu rifjárni) 1 dl ólífuolía Salt og pipar Aðferð. Blandið olíunni.engifer og hvít- lauk vel saman. Leggið rækjurnar Idýfan. 2 msk apríkósumarmelaði Safi úr 2 stk lime Vi stk rauður chilli (fint saxaður) 2 msk hvítvínsedik 2 msk soyasósa 2 msk fiskisósa Hnefafyllir af kóríander (fínt sax- að) Salt og pipar eftir smekk. Aðferð. Öllu blandað saman smakkað til með salti og pipar Horfa, þefa og smakka Þegar við erum að smakka vín þá eru nokkur atriði sem gott er að hafa i huga. Fyrst er hvernig á að halda á glas- inu? Það á alltaf að halda um fótinn, það er gert til að tryggja að við sjáum hvernig vínið lítur út og við fáum að horfa á vínið en ekki fingraför okk- ar. Þegar við erum að skoða litinn á víninu, þá erum við að athuga hvort hann sé í lagi, t.d ungt vín er almennt mjög fjólublátt eða dökk rautt. Það gefur oftast til kynna að vínið er ferskt og ávaxtaríkt. Eldra vín er aftur á móti brúnna eða rauð brúnna að sjá og gefur til kynna vín sem er þroskaðra og hefur misst að- eins ávaxta einkennin. Ef ungt vín sem á að hafa fjólubláan eða dökk rauðan lit hefur rauð brúnan eða brúnan lit, þýðir það oftar en ekki að of mikið loft hefur komist í gegn- um tappann og vínið getur verið skemmt. Þegar við þefum af víninu þá er- um við fyrst og fremst að reyna að komast að því hvernig vínið á að bragðast, og hvort vínið er skemmt eða ekki. Fyrst á að þefa af víninu, svo þyrla því og þefa aftur. Þegar við þyrlum víninu þá fáum við meira loft í glasið, og loftið gerir það að verkum að lyktin verður meira áber- andi. Það er tvenns konar lykt sem gefur til kynna að vínið sé skemmt, annars vegar fúkkalykt, þá hefur baktería sem nefnist TCA smitast frá korktappanum og skemmt vínið. Hins vegar þegar of mikið loft hefur komist í flöskuna þá kemur rúsínu lykt af víninu. Þegar við smökkum vin þá tökum við sopa af því og reynum að taka inn smá loft samtímis. Þetta er gert til þess að auka bragðið af vininu, einnig á að reyna að koma því út um allt í munninum með því að nota það sem ég kalla tannbursta aðferð- in, sem felur í sér að færa vínið út um allt í munninum eins og þegar maður skolar tannkrem í munnin- um áður en því er spýtt út. Ef fólk er að smakka margar tegundir þá er æskilegt að spýta víninu út, annars verða bragðlaukarnir dofnir eftir nokkur glös. ■ Stefán Baldvin Guðjónsson, sommilier WWW.SMAKKAR1NN.1S

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.