blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 blaöiö Fer Owen til ManUtd? Michael Owen varafyrirliði enska landsliðsins virðist vera á leiðinni frá Real Madrid. Eftir að spænska liðið tryggði sér Julio Baptista frá Se- villa og Robinho frá Santos er staða Owen nú orðin ansi erfið en hann er orðinn aftastur í goggunarröðinni hjá liðinu. Brasilíska draumatríó- ið Baptista, Robinho og Ronaldo ásamt gulldrengnum Raúl prýða nú sóknarlínu Real Madrid sem er ansi spennandi. En hvert á Owen að fara? Rafael Benítez stjóri Liverpool hefur gefið það út að hann hafi ekki áhuga á því að fá Owen aftur á Anfi- eld en hann leggur nú allt kapp á að tryggja sér miðvörð og hægri kant- mann fyrir komandi átök. Svipaða sögu er að segja af Arsene Wenger hjá Arsenal en hann gaf það út að hann vildi styrkja miðjuna en ekki sóknina og því eru aðeins tvö lið eft- ir á Englandi sem koma til greina, Chelsea og Manchester United. Jose Mourinho ætlar að nota 4-3- 3 leikkerfið með þá Shaun-Wright Phillips og Arjen Robben á könt- unum fyrir aftan sóknarmanninn. Sóknarlína Chelsea prýðir nú Hern- an Crespo sem kemur til þeirra nánast sem nýr leikmaður eftir að hafa eytt síðasta tímabili hjá AC Milan á lánssamningi. Enginn efast um hæfileika Crespo sem skoraði meðal annars tvö mörk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Li- verpool varð reyndar Evrópumeist- ari. Crespo leið þó illa á Englandi eftir að hann kom þangað fyrir 16,8 milljónir punda frá Inter Milan á Italíu. Hann gaf það út nýverið að hann þjáðist af þunglyndi og hafi nánast verið hættur knattspyrnu- iðkun. Annar stórlax á sóknarlín- unni er 24 milljón punda maður- inn Didier Drogba. Hann skoraði tíu mörk á sinni fyrstu leiktíð hjá Chelsea, tveimur færri en Eiður Smári. Ætla má að Mourinho noti Eið Smára á miðjunni með þeim Frank Lampard og Claude Makelele en að sjálfsögðu getur Eiður spilað í framlínunni og vel það. Þar fyrir utan eru þeir Filipe Oliveira og Carl- ton Cole hjá Chelsea. Cole var í láni hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og gæti komið sprækur inn en Oliveira ■ Smurþjónusta • á líklega enn nokkuð í land með að komast í byrjunarlið Englandsmeist- aranna. Spurningin er: Þarf Chels- ea á Owen að halda? Líklega ekki enda hefur liðið ekkert verið orðað við strákinn annað en Manchester Untied. Það er þegar staðfest að Sir Alex Ferguson fær þær 11 milljónir punda sem ættu að duga fyrir Ow- en en Ferguson hefur ekki staðfest áhuga sinn á leikmanninum. Það gæti verið freistandi fyrir hann að fá Owen, sérstaklega í ljósi þess að hann hyggst færa Alan Smith aft- ur á miðjuna og því yrðu aðeins þrir sóknarmenn eftir, Ruud van Nistelrooy, Louis Saha og Wayne Rooney. Sá síðastnefndi og Owen spila saman með enska landsliðinu og mynda sérstaklega skætt sóknar- par. Getur Owen hugsað sér að spila í búningi United? Owen er fæddur í Chester, Wales og byrjaði fljótt að sýna mikla hæfileika með knöttinn. Hann studdi Everton sem strákur en skrifaði undir hjá Liverpool á 17 ára afmælisdegi sínum, þann 14. desember árið 1996. Þaðan fór hann svo síðasta sumar fyrir 8 milljónir punda auk þess sem Antonio Nun- ez gekk í raðir Evrópumeistaranna. Owen á hús ekki langt frá Manc- hester og hann vill að sjálfsögðu spila í Meistaradeildinni. Hann á marga vini úr enska landsliðinu hjá United og þrátt fyrir hatur Liverpo- ol manna á United og öfugt gætu þessi félagaskipti orðið þau stærstu í sumar. Það væri ógnvænleg sókn- arlína að hafa Wayne Rooney fyrir aftan Michael Owen og Ruud van Nistelrooy - Stuðningsmenn United hljóta að fá vatn í munninn af til- hugsuninni! ■ ■ Peruskipti • Bjart yfir íslenskum handbolta íslenska landshðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Norðmenn að velli í lokaleiknum á opna Skandinavíumótinu sem fram fór í Svíþjóð um helgina. ísland gerði jafntefli gegn Dönum á föstudaginn en þeir eru með gríðarlega sterkt hð á að sldpa og urðu meðal annars í öðru sæti á Evrópumótinu í fýrra. Danir unnu svo mótið um helgina þegar þeir lögðu Svía í úrslitaleiknum í gær en Svíagrýl- an virðist elta aha aldursflokka og þeim tókst að leggja íslendinga að velli á laug- ardaginn 23-20 þrátt fyrir stórleik Björg- vins Gústafssonar sem varði 18 skot í markinu. Leikurinn gegn Dönum var æsispennandi en honum lauk með 29 mörkum gegn 29 þar sem Ásgeir Örn Hahgrímsson var markahæsti maður hðsins með 5 mörk. Arnór Atlason leikmaður Magdeburg var aftur á móti markahæstur í gær þegar Norðmenn lágu í valnum 34-31 en hann skoraði 7 mörk. Þriðja sætið varð því niðurstaðan á þessu sterka opna Norðurlandamóti sem er hður í undirbúningi hðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Ungverjalandi sem fer fram 15-28 ágúst en ísland er þar í B riðh með Þýskalandi, Spáni, Chíle og Kongó. Við tókum Viggó Sigurðsson landshðsþjálfara tah og spurðum hann hvort hann væri ánægður með árangur- inn á mótinu: „Ég er svona þokkalega sáttur. Við spiluðum ágæta leiki bæði á móti Norðmönnum og Dönum en spil- uðum síðan mjög illa á móti Svíum. 011 þessi lið eru frekar jöfn að getu en við eigum kannski aðeins betra hð en Sví- ar að mínu mati en svipað hð og Danir sem eru með mjög öflugt hð. Þeir lentu í öðru sæti á Evrópumótinu á síðasta ári og spiluðu þar til úrslita við Þjóðveija sem eru með okkur í riðh á HM. Við spil- uðum mjög góðan leik í gær, komumst í sjö marka forystu gegn Norðmönnum en svo misstum við aðeins dampinn. Við vorum mjög mikið útaf, samtals í fjórtán mínútur en þeir aðeins í tvær. Þeir náðu að jafna og komast yfir en svo tókum við þetta í restina." Misjöfn spilamennska Islenska liðið spilaði mjög vel gegn Dönum og Norðmönnum en illa gegn Svíum. Viggó var mis ánægð- ur með spilamennskuna á mótinu: „Hún var svolítið köflótt. Við spiluð- um mjög vel á milli en til dæmis í Svíaleiknum þá spiluðum við mjög ■ Rafgeymar* Hvað get ég gert fyrir þig? illa. Sóknarleikurinn var mjög slak- ur, við skoruðum aðeins átta mörk í fyrri hálfleik og tuttugu í heildina.“ Ljóst er að framtíðin er björt fýrir íslenskan handbolta en fjöldamargir ffambærilegir leikmenn eru í þessu sterka landsliði. Margir eru farnir að banka fast á dyrnar á aðahandsliðinu: „Jájá það er alveg ljóst. Björgvin spUaði mjög vel á mótinu. Arnór og Ásgeir voru köflóttir. Ernir Hrafn Arnarsson spUaði ff ábærlega vel í öUum leikjunum og hann og Björgvin stóðu uppúr að mínu mati.“ Framundan er svo sjálft Heimsmeist- aramótið í Ungverjalandi og hvernig leggst það í landsliðsþjálfarann? „Bara mjög vel. Við vitum betur núna út í hvað við erum að fara. Við sjáum það tíl dæmis að Spánveijar slógu Norðmenn út í leikjunum um að komast á mótið og Þjóðverjarnir unnu Danina eins og vit- að er. Það segir okkur það að við erum að fara að spUa tvo mjög erfiða leiki sem ráða úrshtum um það hvar við lendum á mótinu. Síðan er mUliriðUlinn erfiður líka, þar lendum við væntanlega á móti Dönum og Svíum þannig að þetta verða aUt saman mjög erfiðir leikir." Dagsformið gildir Undirbúningur hðsins hefúr verið strangur í sumar: „Við erum búnir að æfa mjög vel aUan júllmánuð, tvisvar á dag og svo tókum við þátt í þessu móti. Við hægjum aðeins á okkur núna, það er frí hjá strákunum í dag og á morg- un en við byrjum aftur á frUlum krafti á miðvikudaginn og þá verður bara keyrsla ff am að móti.“ ísland er þekkt fyrir skrautlegar kröf- ur fil handboltalandshða okkar en nú er mjög góð ástæða tU að vera bjartsýnn. Hveijar eru því raunhæfar kröfúr tU strákanna í Ungverjalandi? „Það má segja að það sé dagsformið sem ráði úrslitum þar. Ég held að Spánverjar og Þjóðveijar séu ekki með síðra lið en okk- ar og síðan koma Danir með mjög gott hð. Þetta snýst því um að toppa á hár- réttum tíma og það er ljóst að við erum ekki að fara að rúha þessu upp. Þó svo að við séum með gott lið þá eru hinir það líka.“ ■ // Raikkonen: Þetta er ekki búið Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen segir að baráttan um heimsmeistara- titil ökumanna sé langt frá því að vera lokið eftir keppni helgarinnar í Ungverjalandi. Raikkonen tryggði sér sigur á mótinu á McLaren bíl sínum en hann er nú 26 stigum á eft- ir Fernando Alonso sem ekur fyrir Renault. Alonso náði ekki að tryggja sér stig um helgina en nú eru aðeins sex mót eftir en næsta keppni fer fram í Tyrklandi eftir þrjár vikur. „Þetta lítur mun betur út núna en eft- ir síðustu keppni“ sagði Raikkonen. „Það lítur út fyrir að þegar við hend- um tíu stigum gefur hann okkur þau til baka en það eru enn sex mót eftir. Ef við höldum áfram að ná svona úr- slitum og eitthvað kemur kannski fyrir hjá honum þá getum við enn barist um titilinn. Það er það sem við stefnum á að gera.“ Alonso er mjög bjartsýnn á tit- ilmöguleika sína þrátt fyrir að ná aðeins ellefta sæti í Ungverjalandi. „Við hófum þennan mánuð með 22 stiga forskot og við ljúkum honum með 26 stiga mun fjórum mótum seinna“ sagði Alonso. „Núna var komið að okkur að þjást. En næst á dagskrá er bara að hvíla sig og safna orku fyrir lokaátökin. Við erum með mjög þægilegt forskot." Fram- vængurinn á bíl Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins eftir árekst- ur við Toyotabíl Ralf Schumacher og þurfti Spánverjinn að skipta um væng strax eftir fyrsta hring. Hann kom þá sautjándi út en hélt áfram að lenda í vandræðum út keppnina vegna árekstursins og því náði hann aðeins ellefta sætinu. Ljóst er að lokabaráttan í formúlunni verður æsispennandi þar sem greinilegt er að allt getur gerst! BIUKO bilkoUs afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með þvi að láta okkur (Bílkó sjá um að smyrja bdinn. r Vaxtalausar léttgreiðslur! - Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 UEFA Super Cup • Mónakó • 26. ágúst 2005 Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 8S0 >■ -20% afsláttur ý Polar-rafgeymar af sendibíladekkjum á tilboðsverði Bón og alþrlfá tilboöl ^ -20% afsláttur af sumardekkjum ^ -20% afsláttur af low-profile Skráðu þig I Fótboltaklúbb MasterCard á www.kreditkort.is, notaðu MasterCard® kortiö þitt til 11. ágúst og þú gætir veriö á leiöinni á stórleik i Mónakó: UEFA Champlons League meistararnir I Liverpool mæta UEFA Cup meisturunum f CSKA Moskvu. «** htklttbbur Maxteri Í ótboliakltibbur Mn’tterCard Meira á www.kraditkort.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.