blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÖST 2005 I blaöið
Hér eru þær Dorrit Moussaieff og Livia Klausová í Hailgrímskirkju.
Heimsókn forseta Tékklands
Gullni hringurinn í dag
í gær hófst tveggja daga opinber
heimsókn Václav Klaus, forseta
Tékklands, til íslands í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar. Forsetarnir
ræddu saman að Bessastöðum í gær-
morgun um málefni Evrópu sem og
önnur mál líðandi stundar. Klaus
sagði að löndin ættu margt sameig-
inlegt, þar á meðal stærð efnahags-
ins þar sem bæði löndin eru smá-
vaxin í samanburði við önnur lönd
í Evrópu. Þá slógu þeir einnig á létta
strengi og Ólafur Ragnar benti við-
stöddum á að fyrsti bíll hans hafi
einmitt verið Skodi en þeir eru fram-
leiddir í Tékklandi.
Hitti borgarfulltrúa
Síðdegis í gær fóru forsetarnir í
heimsókn í Orkuveitu Reykjavíkur
og skoðuðu m.a. vetnisverkefni Is-
lenskrar NýOrku. Þá litu þeir í heim-
sókn í ráðhús Reykjavíkur og tók
Steinunn Vaidís Óskarsdóttir á móti
þeim og kynnti fyrir borgarfulltrú-
um. I gærkvöldi var svo kvöldverður
í boði forsetahjónanna að Bessastöð-
um. í dag er skipulögð ferð á Nesja-
velli og Þingvelli þar sem snæddur
verður hádegisverður í boði Hall-
dórs Ásgrímssonar forsætisráðherra
í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.
Þá verður einnig litið á Gullfoss og
Geysi eins og sæmir þeim sem sækja
ísland heim. ■
Tryggvi Jónsson í Baugsmálinu:
Skipti um verjanda
á síðustu stundu
Athygli vakti í síðustu viku að
Tryggvi Jónsson, fyrrverandi að-
stoðarforstjóri Baugs, skipti um
verjanda aðeins tveimur dögum
fyrir þingfestingu Baugsmálsins,
en hún fór fram miðvikudaginn 17.
ágúst. Óvenjulegt er að menn skipti
um verjendur með svo skömmum
fyrirvara og hefur það orðið tilefni
nokkurra vangaveltna.
Fram að þessu hafði Andri Árna-
son, hæstaréttarlögmaður hjá Juris,
annast hagsmunagæslu Tryggva, en
rétt fyrir þingfestinguna tók Jakob
R. Möller, hæstaréttarlögmaður hjá
Logos við verjandastarfi Tryggva.
Það val hafa lögmenn, sem Blaðið
ræddi við, talið fremur óvenjulegt
þar sem Logos hafi til þessa aðal-
lega sinnt lögmannsstörfum fyrir
fyrirtæki, en lítið sem ekkert kom-
ið nálægt refsirétti. Sérsvið Jakobs
er fjármarkaðsréttur, vinnuréttur,
fjármögnun framkvæmda, skaða-
bótaréttur og vátryggingaréttur, en
hann hefur lítið komið að refsiréttar-
málum til þessa.
Tímaþröng skýringin?
Skýringin, sem gefin er á verjenda-
skiptunum, er sú að Andri hafi séð
fram á að geta ekki sinnt neinum
öðrum lögmannsstörfum en vörn
Tryggva næstu tvö árin, en hann
hafi haft fleiri skuldbindingar. Því
hafi hann þurft að velja og hafna.
Þeir lögmenn, sem Blaðið ræddi við,
telja þá skýringu vissulega geta stað-
ist, en að hún sé ekkert sérstaklega
trúverðug. „Þetta mál hefur staðið
yfir í tæp þrjú ár og það er með ólík-
indum að Andri hafi ekki áttað sig
á því fyrr en tveimur dögum fyrir
þingfestingu að það kynni að reyn-
ast tímafrekt í málflutningi.“
Umhugsanlegarástæðurverjanda-
skiptanna aðrar, vildu lögmennirnir
lítið tjá sig. Algengasta ástæðan fyr-
ir slíku væri skýr hagsmunaárekst-
ur, sem tæpast væri til að dreifa í
þessu máli, en einnig bæri það við
að trúnaðarbrestur yrði milli lög-
manns og skjólstæðings hans. Með
því er átt við að skjólstæðingurinn
hafi skýrt lögmanni sínum rangt
frá málavöxtu og þannig gert hon-
um ókleift að rækja skyldur sínar
við skjólstæðinginn og réttinn, eins
og honum ber að gera. Einn benti
á að Andri og Jón H.B. Snorrason
saksóknari væru afar góðir félagar
frá námsárum þeirra í lagadeild Há-
skóla fslands, en taldi það þó hæpna
skýringu á verjendaskiptunum.
Máiið komið í hring
Lögmennirnir, sem Blaðið ræddi
við, bentu einnig á annan athyglis-
verðan flöt málsins er varðar verj-
endur Baugsmanna. f þeirra hópi
eru nefnilega tveir lögmenn, sem áð-
ur störfuðu á stofu með Jóni Steinari
Gunnlaugssyni.þáverandihæstarétt-
arlögmanni. Jón Steinar var lögmað-
ur Jóns Geralds Sullenbergers þegar
hann kynnti viðskipti sín við Baugs-
menn fyrir Ríkislögreglustjóra, en
það var upphaf Baugsmálsins. Þetta
eru þær Þórunn Guðmundsdóttir
og Kristín Edwald, en stofa þeirra
sameinaðist lögmannsstofunni Lex
þegar Jón Steinar var kvaddur til
starfa sem hæstaréttardómari. ■
Bílstjóri Strætó:
Brattur miðað
við aðstæður
Herinn herðir sultarólina
Þrettán starfsmönnum sagt upp
Varnarliðið á Keflavikurflugvelli
mun segja þrettán starfsmönnum
flotastöðvarinnar upp störfum um
næstu mánaðamót sem, samkvæmt
heimildum Blaðsins, vinna við vöru-
afgreiðslu hjá varnarliðinu.
„Uppsagnarfrestur starfsmanna
eru þrír mánuðir og verður þeim
veitt aðstoð við aðlögun og atvinnu-
leit. Þeir sem leita vilja annarra
starfa hjá varnarliðinu munu hljóta
viðeigandi aðstoð og ráðgjöf", segir í
tilkynningu frá varnarliðinu vegna
málsins.
Starfsmenn meö lang-
an starfsaldur
Samkvæmt heimildum Blaðsins eru
flestir umræddra starfsmanna fé-
lagsmenn í Verkalýðs- og sjómanna-
félagi Keflavíkur. Þegar málið var
borið undir Kristján Gunnarsson,
formann félagsins, í gær staðfesti
hann að samráðsferill væri hafinn
vegna þessara uppsagna.
„Það er í sjálfu sér of snemmt að
segja meira um málið. Við vissum
þó að þetta lá í loftinu þar sem verk-
efni sem þessir einstaklingar sinna
fór fyrir nokkru í svokallaðan for-
valsfarveg og lengi hafa verið uppi
hugmyndir um að bjóða þennan
þátt starfseminnar út. En auðvit-
að er það alltaf áfall þegar menn
standa frammi fyrir því að missa
vinnu sína. Allir þessir starfsmenn
eiga langan starfsaldur að baki hjá
varnarliðinu og hjá þeim liggur gríð-
arlega mikil þekking á mjög sérhæfð-
um störfum“, sagði Kristján.
íslensk yfirvöld hafa verið látin vita
1 tilkynningu frá varnarliðinu segir
að uppsagnirnar hafi hvorki áhrif
á skyldur flotastöðvarinnar í tengsl-
um við rekstur Keflavíkurflugvallar
né þjónustu við varnarliðið.
„Þá snerta þær ekki varnarsamn-
ing íslands og Bandaríkjanna né
umræður um framtíð varnarliðsins
eða endurskoðun á almennum við-
búnaði Bandaríkjahers. Ráðstafanir
þessar hafa verið kynntar íslenskum
stjórnvöldum", segir ennfremur í til-
kynningunni. ■
„Hann er ótrúlega brattur miðað
við aðstæður og ákveðinn í því að
taka þessu eins og öllu öðru með já-
kvæðum hugá', segir Ásgeir Eiríks-
son, framkvæmdastjóri Strætó um
vagnstjórann sem lenti í hörðum
árekstri við vörubíl á gatnamótum
Laugavegar, Kringlumýrarbrautar
og Suðurlandsbrautar á föstudag-
inn. Vagnstjórar hjá Strætó hafa
hafið fjársöfnun tilstyrktarvinnufé-
laga sínum og fjölskyldu hans. Sett-
ir hafa verið upp undirskriftalistar
á nokkrum stöðum Strætó og einn-
ig hjá þeim sem sinna akstri í verk-
töku fyrir strætó.
í árekstrinum kastaðist vagnstjór-
inn út úr vagninum og dróst um
tuttugu metra með vörubílnum. Sár
hans voru alvarleg en hann missti
neðan af báðum fótum fyrir neðan
hné. ■
Lífrænt ræktað
fyrsta flokks
hráefni
Réttur dagsins kr.990-
Fljðtlegt að koma við og taka með sér rétti
Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075
o
Heiöskírt
0 Léttskýjað ^
Skýjað
| Alskýjað
// Rigning, Iftllsháttar Rigning *) J Súld Snjókoma Slydda Snjóél
Skúr
Amsterdam 15
Barcelona 27
Berlin 23
Chicago 17
Frankfurt 21
Hamborg 20
Helsinki 20
Kaupmannahöfn 22
London 20
Madrid 28
Mallorka 30
Montreal 16
New York 21
Oriando 25
Osló 18
París 19
Stokkhólmur 20
Þórshöfn 13
Vín 20
Algarve 26
Dublin 17
Glasgow 15
*
//
///
// /
//'
}/'/
10°
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn 302 0600
Byggt 6 upplýsingum frá Veðurstofu íslands
’tetr
„0
'°0
// /
//'
///
Ámorgun
// /
//'
///
11*