blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDfiR FRÉTTIR Gyðingar hafa yfirgenð Gaza -Hörð átök á Vesturbakkanum í aðsigi inuviðjörðu. FJaRMoGNIJN á voklum bílum BÍLAÞING HEKLU Xiinur citt í inttmhini Muiii Kletthálsi 11 • Laugavegi 174 • sími 590 5040 www.bilathing.is Síðustu landnemarnir bjuggu sig undir að yfirgefa gyðingabyggðir á Gaza-svæðinu í gær en brottför gyðinga þaðan, sem hófst fyrir sex dögum, var þá senn að ljúka. íbúar Netzarim voru þeir síðustu af 8.500 gyðingum sem yfirgáfu svæðið. At- hyglin beinist nú að Vesturbakkan- um en þar verða fjórar gyðingabyggð- ir yfirgefnar og er búist við miklum átökum í kjölfar þess. Fyrirhugað er að hefja brottförina frá Vesturbakk- anum í dag og eru ísraelskir her- menn óðum að flytja sig frá Gaza yfir á Vesturbakkann. Um 2.000 aðgerðasinnar hafa safnast saman í bæjunum Sanur og Homesh á Vest- urbakkanum vegna þessa og er búist við kröftugri mótspyrnu. „Erfið og sársaukafull aðgerð" Forsætisráðherra ísraels, Ariel Shar- on, arkitektinn á bak við brottfarar- áætlunina, heimsótti hermenn áður en brottförin fór fram og þakkaði þeim fyrir vandasamt verk sitt. „Þið hafið framkvæmt aðgerð sem hefur verið afar erfið fyrir ykkur og íbúa svæðisins. Þið hafið skilað verkinu með þeim hætti að þið eigið skilið mikla virðingu og ég þakka ykkur“, sagði Sharon þegar hann ávarpaði hermenn í Ein Hashlosha herstöð- inni. Játaði hann að brottförin væri gífurlega erfið og sársaukafull að- gerð en jafnframt nauðsynleg. Netzarim var ein af fyrstu byggð- unum sem gyðingar reistu á Gaza þegar þeir tóku sér búsetu þar á 7. áratug 20. aldarinnar. Hermenn sameinuðust með landnemum í tár- votum bænum áður en rabbíninn Zion Tawil leiddi hópinn út í rútur sem biðu hans og fluttu brott. Marg- ir héldu á skiltum sem á stóð: „Þið getið eyðilagt heimili okkar en ekki anda okkar.“ Áætlað er að um 2.000 ísraelskir hermenn hafi starfað að brottflutningunum þaðan. ísraelskar jarðýtur hófu að jafna yfirgefin heimili gyðinga við jörðu á Gaza-svæðinu á sunnudag. Áætl- að er að eyðing byggðarinnar taki nokkrar vikur og er verkið fram- kvæmt í samráði við palestínsk yf- irvöld. Munu þau taka við ábyrgð á landsvæðinu eftir að ísraelski herinn yfirgefur svæðið. Búist er við því að siðustu ísraelsku hermennirnir yfir- gefi Gaza innan mánaðar en þá mun vera búið að rífa herstöðvar og aðrar eignir hersins á svæðinu niður. Vopnaðir hermenn á Vesturbakkanum Fyrrum yfirmaður innan ísraelsku leyniþjónustunnar, Ami Ayalon, sagði í samtali við ísraelska sjón- varpsstöð að telja mætti um 8% þeirra 230.000 landnema á Vestur- bakkanum hættulega. Um væri að ræða fólk sem virti ekki vald ríkis- ins og af þeim stafaði mikil ógn. „Þau hafa engin takmörk og munu gera allt sem þau geta til að hindra aðgerðir stjórnvalda, þ.á.m. að beita ofbeldi", sagði Ayalon. Talið er að einhverjir mótmælendanna búi yf- ir vopnum sem þeir kunni að beita. Skærur áttu sér stað á Vesturbakkan- um á sunnudag og í gær milli mót- mælenda og öryggissveita. Vopnaðir hermenn munu vera að störfum á Vesturbakkanum þegar gyðingar í Sanur og Homesh verða látnir flytjast brott, ólíkt því sem var á Gaza en þá voru allir hermenn óvopnaðir. Þótti brottförin þaðan enda takast með eindæmum vel mið- að við það sem fyrirfram var óttast. bjombragi@vbl.is Franskur gísl frelsaður á Gaza Mohamed al-Wati, hljóðmaður sjón- varpsstöðvarinnarFrance3,varígær látinn laus úr klóm mannræningja en honum var rænt á Gaza-svæðinu fyrir átta dögum síðan. Wati, sem er 46 ára gamall af alsírskum uppruna, var ómeiddur þegar hann gekk inn á lögreglustöð á svæðinu. Jarðskjálfti á Ítalíu Mikil skelfing greip um sig í Róm, höfuðborg Ítalíu, þegar snarpur jarð- skjálfti reið yfir á svæðinu skömmu eftir hádegi í gær. Upptök skjálftans áttu sér stað við ströndina og flýði fólk heimili sín og vinnustaði eftir að hann reið yfir. Jarðskjálftinn stóð yfir í nokkrar sekúndur og mældist 4,4 á Richter-kvarðanum. Engin meiðsl voru tilkynnt vegna skjálftans í gær og talið er að afar lít- ið tjón hafi orðið vegna hans. ■ Hljóðmanninum var rænt af vopn- uðum mönnum þann 14. ágúst síð- astliðinn á hóteli sem hann dvaldi á. Var það aðeins nokkrum dögum eftir að leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, fyrirskipaði ör- yggissveitum að vernda útlendinga á Gaza, i kjölfar hrinu mannrána. Flestir þeirra sem teknir voru af mannræningjum voru látnir lausir ómeiddir skömmu síðar. Samein- uðu þjóðirnar ákváðu að afturkalla starfsfólk sitt, sem ekki sinnti nauð- synlegum störfum, frá Gaza-svæð- inu fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að fimm starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna var rænt um stund- arsakir. Palestinsk yfirvöld voru undir mikilli pressu frá frönskum stjórn- völdum að ná Wati heilum og höldn- um sem allra fyrst. Rekia Wati, systir Mohameds, sagðist hafa fengið frétt- irnar frá forsætisráðherra Frakk- lands, Dominique de Villepin, sem Mohamed al-Wati hringdi í hana og tilkynnti henni góðu tíðindin í gegnum farsíma. ,Ég á engin orð til að lýsa tilfinning- um mínum og ég hef ekki enn getað grátið af gleði, tilfinningarnar eru svo sterkar", sagði Rekia í samtali við franska fréttastofu. ■ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaðiö Skógareldar í Portúgal hafa valdið gífurlegum skaða Evrópuþjóðir taka höndum saman Fjölmörg Evrópuríki hafa brugðist við beiðni Portúgala um hjálp vegna þeirra miklu skógarelda sem hafa geysað um landið undanfarið. Þjóð- verjar hafa sent þrjár lögregluþyrlur með sérfræðingum sem munu að- stoða þá 2.700 portúgölsku slökkvi- liðsmenn sem eru að störfum við að ná tökum á þeim 27 eldum sem geysa í skógum og á beitilöndum um þessar mundir. Þá hafa Spánverj- ar, Frakkar og Italir sent tvær flug- vélar sem notaðar eru við að slökkva eld úr lofti. Eldarnir í Portúgal hafa orðið minnst 15 að bana og eyðilagt 140.000 hektara landsvæði. Mið- og norðurhluti Portúgal hafa orðið verst úti og fjölmörg þorp á þeim svæðum hafa verið rýmd. Alvarlegustu eldarnir um helgina urðu í Coimbra-héraðinu, tæpa 200 kílómetra norður af höfuðborginni Lissabon. Forseti Evrópusambands- ins, Jose Manuel Barroso, heimsótti svæði í norðurhluta Portúgal meðan á sumarfríi hans stóð og hét aðstoð fyrir heimaland sitt. Talsmaður ESB, Rupert Kreitemeyer, sagði við BBC-fréttastofuna að verið væri að skipuleggja aðstoðina og hvernig best væri að framkvæma hana. Skaðsömustu eldar seinni tíma Fjölmargar fjölskyldur hafa misst heimili sín og gríðarlegt tjón hefur orðið. „Ég hef misst allt saman. Allt umhverfis húsið er brunnið", sagði kona en heimili hennar varð fyrir barðinu á eldunum. „Þetta gerðist á skógi við borgina Viana do Castelo i norð- urhluta Portúgal i gær. nokkrum sekúndum og það er ekk- ert eftir. Það voru engir slökkviliðs- menn. Þetta er hörmulegt.“ Innanríkisráðherra Portúgal, An- tonio Costa, hefur sagt eldana vera þá skaðsömustu sem landið hafi orð- ið fyrir á seinni tímum og ómögu- legt væri að komast af án utanað- komandi aðstoðar. Þá talaði hann um að aðstæðurnar væru mun verri en ella sökum mikils hita og vinds. Forseti Portúgals, Jorge Sampaio, hefur hvatt til einingar þjóðarinn- ar og biðlað til atvinnurekenda að senda starfsfólk sitt til sjálfboða- slökkvistarfa. „Núna þarf landið á eins mörgum slökkviliðsmönnum að halda og mögulegt er“, sagði Sampaio. „Þetta er mjög alvarlegur tími fyrir Portúgal“, lét hann einnig hafa eftir sér. ■ Píanómaðurinn útskrifaður Maðurinn sem hefur fengið viðurnefnið Pí- anómaðurinn var útskrifaður af geðsjúkra- húsi á Eng- landi þar sem læknum þótti ástand hans hafa batnað nægilega. Samkvæmt bresku dagblaði rauf maðurinn mánaðalanga þögn sína fyrir nokkr- um dögum síðan og kvaðst þá m.a. vera þýskur. Sjúkrahúsyfirvöld hafa engu viljað svara um þessar tilgátur þar sem það muni vera trúnaðarbrot við sjúklinginn. 1 yfirlýsingu frá geð- sjúkrahúsinu í gær sagði einfaldlega að maðurinn hefði verið látinn laus þar sem heilsa hans hefði batnað verulega en ekki kom nánar fram hvað fælist í því. Vaknaði til lífsins við píanóið Maðurinn fannst ráfandi um götur Kent í gegnblautum jakkafötum í apríl síðastliðnum og eftir rannsókn- ir lækna var ákveðið að vista hann tímabundið á geðsjúkrahúsi. Mælti hann ekki aukatekið orð við nokk- urn mann og virtist afar hræddur. Þegar honum var fært blað og blý- antur teiknaði hann mynd af mikil- fenglegu píanói og var þá farið með hann i kapellu sjúkrahússins þar sem píanó var að finna. Kom þá á daginn að hinn dularfulli maður var framúrskarandi fær píanóleik- ari. Einhverjir fjölmiðlar hafa þó neitað því að þessar fregnir eigi við rök að styðjast og hafa haldið fram að maðurinn hafi einatt leikið einn tón. Félagsráðgjafi mannsins sagði að skjólstæðingur sinn hefði allur vaknað til lífsins þegar hann settist við píanóið og leikið á það klukku- stundum saman. Sá kvittur komst á kreik að mað- urinn væri franskur götulistamaður og einhverjir vildu meina að hann væri tékkneskur og léki í stórhljóm- sveit. Þá var norskur túlkur kallaðiir til eftir að dularfulli pianóleikarinn, sem sagður er vera á þrítugsaldri eða á öndverðum fertugsaldri, benti á Osló á landakorti. Vitað var að skip frá Noregi var á þeim slóðum sem maðurinn fannst um það leyti og þá var einnig talið líklegt að mað- urinn hefði verið í sjónum. Þessar sögusagnir reyndust þó tilhæfulaus- ar. Málið hefur vakið mikla athygli í sumar og barst lögreglunni hátt í þúsund vísbendinga hvaðanæva um heiminn. ■ VIÐ KAUP A EGLA BREFABINDUM ERTU AÐ TRYGGJA MORGUM EINSTAKLINGUM BETRI FRAMTIÐ BIC Atlantis penni Verð I 19 kr/slk FAST I OLLUM BETRI BOKAVERSLUNUM te. yk...... MULALUNDUR Þunnu möppurnar með mjúku og hörðu baki. Þær sem allir eru að spyrja um Ljósritunarpappír 394 kr/pakkningin nta Teyajumöppur af öllum gerSum Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr fást í 10, 25, 50 og 100 stk einingum Mjúkar möppur sem passa vel bakpokann. STABILO BOSS Margir litir. Verð 89 kr/stk Vinnustofa SIBS • Hátúni 1 Oc • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.