blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaöiö Neytendasamtökin: Landakotsskóli Skólasetning i gær I gærmorgun var skólasetning í Landakotsskóla en lengi vel var ef- ast um að skólastarf yrði þar með eðlilegum hætti í kjölfar mikilla deilna í skólanum sem hófust síð- astliðið vor. Fríða Regína Höskulds- dóttir skólastjóri sagðist ánægð með daginn. „Eins og þetta blasir við okkur var full Landakotskirkja af ánægðum foreldrum og eftirvænt- ingafullum nemendum.“ Regína seg- ir ennfremur að fleiri nemendur séu skráðir í skólann í ár en voru í fyrra. ,Það mættu um 150 nemendur og við vitum af nokkrum sem eru erlendis og fleirum sem eiga eftir að skila sér ýmissa hluta vegna.“ Þeir foreldrar sem hafa verið hvað háværastir i umræðu um skólann undanfarin misseri segja að deilurnar hafi á engan hátt ver- ið leystar og eru miður sín yfir því að svona sé komið fyrir skólanum. Þá nefna þeir að margir nemend- ur ætli að mæta fyrstu vikuna til reynslu og ákveða síðan hvort hald- ið verði áfram. Aðrir foreldrar Iýsa yfir ánægju sinni með að kominn sé vinnufriður í skólanum. Vissulega sakni þeir þeirra kennara sem frá hurfu en að nú sé vonast til þess að öldurnar lægi. ■ Fær leyfi til að setjast á skólabekk ,Aron Pálmi fékk fyrir helgina marg- umbeðna og langþráða heimild til að mega stunda nám við skóla (college) í Beaumont í Texas þar sem honum hefur undanfarin 2V2 ár verið gert að dvelja í stofufangelsi með mjög skert athafnafrelsi." Þetta segir í til- kynningu frá svokölluðum RJF hópi sem unnið hefur í málefnum Arons Pálma Ágústssonar að undanförnu. „Eftir margítrekaðar beiðnir þar um kom skilorðfulltrúi Arons þessu til leiðar en Aron hafði fyrr í sum- ar m.a. verið neitað um að stunda heilsurækt þar sem í því gæti fólgist skemmtun", segir ennfremur í til- kynningunni. Má vera í skólanum allan daginn „Það er mikill áfangi fyrir hann að fá að stunda skóla, vera innan um fólk og hreyfa sig reglulegá', sagði Einar S. Einarsson, talsmaður hóps- ins, í samtali við Blaðið í gær. „Hann má vera í skólanum allan daginn, ganga í bókasöfn, hefur aðgang að interneti og heilsurækt“, sagði Einar ennfremur. Frekari fréttir í dag I dag er liðinn sá sex vikna um- hugsunarfrestur sem ríkisstjórinn í Texas tók sér til að skoða mál Arons. Það má því gera ráð fyrir að frekari fréttir af honum verði í dag og á morgun. Aron, meðal annars með hjálp RJF hópsins, hefur farið fram á að fá frelsi sem og heimfararleyfi til íslands. Ekki er þó fullvíst að svör um málið fáist í dag þar sem ríkis- stjórinn gæti einfaldlega ákveðið að hann þyrfti lengri frest fyrir málið, Vonir standa þó til að svo verði ekki, heldur að einhver svör fáist. ■ Tryggja þarf virka sam- keppni á ADSL markaði Neytendasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulag stóru símafyrirtækj- anna þegar þau tvinna saman sjónvarpsrekstur og internetþjónustu. „Samtökin minna á að nú eru það sömu fyr- irtæki sem eiga jafnt sjónvarpsstöðvar (efnis- veitur) og fjarskiptafyr- irtæki (dreifiveitur). Áð mati Neytendasamtak- anna er óeðlilegt að ............... tengja saman viðskipti neytenda við fjarskiptaviðskipti og kaup á tiltekn- um sjónvarpsrásum eins og hér er gert. Jafnframt má minna á að það er einnig andstætt viðhorfum sem 99............. Því verður vart trúað að sam- keppnisyfirvöld sitji og horfi aðgerðalaus á. komu fram hjá fjölmiðlanefnd að slíkt sé gert“, segir í grein Jóhann- esar Gunnarssonar, formanns samtak- anna. Ástæða fjárfest- inga Símans Þá er sagt að gera megi ráð fyrir að þarna sé komin ástæða þess að Sím- inn sá ástæðu til að fjárfesta í Skjá 1 og þar með í send- ingu frá enska boltanum og styrkja þannig enn frekar stöðu sína á ÁDSL markaði. „Ljóst er að önnur fyrir- tæki sem selja ADSL aðgang eiga á brattann að sækja komist stóru fyr- irtækin tvö, Síminn og Og Vodafone, upp með það að tengja ADSL áskrift sína við sölu á einstökum sjónvarps- rásum til neytenda. Enda hefur fyrir- tækið Hive kært þetta til samkeppn- isyfirvalda“, segir í greininni. Hreinar samkeppnishömlur „Þvíverðurvarttrúaðaðsamkeppn- isyfirvöld sitji og horfi aðgerðalaus á að stóru fyrirtækin tvö leggi á þenn- an hátt undir sig ADSL markaðinn eins og hann leggur sig. Hér er um hreinar samkeppnishömlur að ræða og því fyrr sem þær verða upprættar því betra fyrir neytendur“, segir enn- fremur í grein Jóhannesar. ■ Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Megrunaráskorun: Tapaði 18 Heilsuræktarkeðjan Icelandic Spa & Fitness gekkst fyrir áskorun á liðn- um vetri þar sem fólk var hvatt til þess að gera átak í mataræði og hreyf- ingu, en vegleg verðlaun voru í boði fyrir þann, sem mestum árangri næði á tólf vikum. Á sjöunda hundrað manns tóku áskoruninni og skráðu sig til leiks, en nokkru færri eða um 500 fóru alla leið og töpuðu þau samtals um 3.000 kílóum af fitu. Unnt var að taka áskoruninni frá 1. september 2004 fram í maí 2005. Þegar allt var talið reyndist það vera námsmaðurinn Símon Halldórs- son sem náði glæsilegustum árangri, en hann missti 18 kíló á þeim 12 vik- um, sem hann valdi sér til þess að taka áskoruninni, en tilkynnt var um niðurstöðurnar á föstudag. Af Spennandi ævintýraferðirtil allra heimsálfa með Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. kílóum á tólf vikum verðlaunum fékk Símon árskort hjá Icelandic Spa & Fitness, birgðir af fæðubótarefnum frá Maximize, sem tók þátt í áskoruninni, og hálfa millj- ón króna, sem vafalaust hafa komið sérvel. Símon var ekki í vafa um að hann hafi gert rétt með því að taka áskor- uninni: „Ég leit mjög illa út þegar ég ákvað að taka þátt í áskoruninni, mér leið illa, var latur, hafði lítið sjálfsálit og gerði litið annað en að horfa á sjón- varpið, borða óhollan mat og mikið sælgæti.“ Nú segir hann taflið heldur betur hafa snúist við, sér líði betur, sjálfsálitið sé meira og þrótturinn meiri. Hann hafi gert líkamsrækt og hollt mataræði að lifstíl og það hafi gjörbreytt lífinu hjá sér. ■ Færd þú MasterCard Fer&aávísun? STUDENTA e it.is Leikskólar og skólasel: Mannekla tefur inn- töku barna Skólastarf er óðum að heijast í Reykjavík og á það við á öllum skólastigum. Mannekla hefúr þó valdið nokkrum vanda og hefúr inntaka barna í leikskóla í Reykjavík þannig tafist nokkuð og eins bíða um 100 börn eftir plássi í heilsdagsskólum Reykjavíkur. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðs- stjóri Menntasviðs Reykjavík- ur, sagði í samtali við Blaðið að í stórum dráttum hefði undirbúningur skólastarfsins gengið vel. Hins vegar hefði gengið erfiðlega að manna stöður í leikskólum og af þeim sökum tefðist inntaka barna sums staðar. „Það hefur þó ræst nokkuð úr þessu á slðustu vikum, þannig að ég er vongóð um að við leysum málið innan skamms“, segir Gerður, en enn mun vanta um 70-80 manns. Mikil eftirspurn eftir heilsdagsskóla Það eru þó ekki aðeins tafir í leikskólunum því um 100 börn bíða effir því að komast að í heilsdagsskólum Reykja- víkur, en ástæðan er einnig mannekla. Þar vantar um 80 manns til þess að anna megi eftirspurn. Sótt hefur verið um rými á frístundaheimilunum eða skólaseljum, eins og þau eru jafnan nefnd, fyrir um 2.100 börn á aldrinum 6-9 ára. Gagnrýnt hefúr verið að ITR hafi ekki gert viðvart um biðlistana fýrr en á fostudag og hafa margir foreldrar átt erfitt með að grípa til annarra ráðstafana með svo skömmum fyrirvara. Forsvarsmenn þeirra segjast á hinn bóginn hafa beð- ið með slíkar tilkynningar þar sem vonir hefðu verið uppi um það fram á síðustu stundu, að takast myndi að munstra nauð- synlegan mannskap í tæka tíð. Áfengisstefna ríkisins: Ekki í takt við tímann Samtök verslunar og þjónustu segja það sífellt verða augljós- ara að tími sé kominn til að heimila sölu á léttvíni og bjór 1 matvöruverslunum og sérversl- unum. ÁTVR sé löngu horfið frá því markmiði sem lögin setji henni um að sporna gegn misnotkun áfengis. Þá þykir þeim ljóst að ÁTVR standi ekki undir kröfum neytenda um úr- val léttvíns sem í boði er líkt og þær verslanir sem f samkeppni myndu gera. Samtökin segja að rök um að afnám á einkasölu ÁTVR myndi auka misnotkun áfengis séu léttvæg enda geti enginn bent á að ATVR vinni gegn misnotkun áfengis eins og þeim er skylt samkvæmt lögum. . Alla virka daga i HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 “ Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði ■ Frá 11.00-13.30 fB fflEKONC thailensk matstofa Tilboðin gilda ekki með heimsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.