blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 38
38 IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 I blaðið SMÁborcrarinn SÍÐASTA MENNINGARNÓTTIN Smáborgarinnernokkuðvandfýs- inn á fólk. Sennilega stafar þetta af því að þegar Smáborgarinn var barn og unglingur las hann litteratúr og kynntist ákaflega merkilegum skáldsagnapersón- um. Þegar Smáborgarinn fór út í lífið varð hann fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hann uppgötv- aði að venjulegt fólk er ekki jafn stórbrotið og skáldsagnapersón- ur. Dálítið einkennilegt að lifa líf- inu og þykja mest til þeirra koma sem ekki eru til í raunveruleik- anum. Þó hefur Smáborgarinn á leið sinni um lífið fundið mann- eskjur sem hann er stórhrifinn af og finnst gott að vera nálægt og myndi gera allt fyrir. Hann kann hins vegar alls ekki við sig í hóp og er þess vegna ekki á ferli á Menningarnótt í hópi hundrað þúsunda. Það eru nefnilega aldrei íoo.ooo manns í skáldsögu nema þar sé óður lýður á ferð. Smáborgarinn á einræna og sér- lundaða vinkonu sem hugsar ekki ólíkt honum sjálfum. Nema hvað hún hefur dálæti á hestum og hundum og segir öllum stundum: „Ég og tíkin mín...“ Smáborgar- inn skilur ekki hvernig er hægt að eiga sálufélag við hund en skilst að margir geti það nú samt. Smáborgarinn sat heima í hlýrri stofu sinni á Menningarnótt og las ævisögu bresks miðaldaskálds sem var drepið í drykkjulátum fyrir þritugsaldur. Smáborgarinn hefur yndi af mannlegum harm- leikjum í bókum. Á meðan átti annars konar harmleikur sér stað í raunveruleikanum og það í mið- bænum. Vinkonan hafði ákveðið að vera menningarleg og bregða sér í bæinn á Menningarnótt. Hún hafði með sér kort og merkti vandlega við þá menningarlegu staði sem hún hugðist heimsækja. Hún komst lítt áfram. Það voru 90.ooomannsíbænumogvinkon- an hraktist til og frá. Hún reyndi að koma auga á menninguna en heyrði einungis tónlist sem hún gat ekki áttað sig á hvaðan barst. Mannfjöldinn hélt áfram að ýta henni áfram og hún átti einsk- is annars úrkosti en að fylgja straumnum, þótt slíkt sé alveg úr karakter þegar hún á í hlut. Skyndilega kom hún auga á listagallerí en komst hvergi að því fyrir mannfjöldanum. Hún var komin með innilokunarkennd og var auk þess orðin sárreið. Loks beygði hún inn i hliðargötu, sá þar nokkuð sem hún hélt vera kaffihús og staulaðist inn. Þetta reyndist vera subbuleg krá, full afmiðaldrasjúskuðumkarlmönn- um. Kynni af hestum og hundum hafa gert vinkonuna afar alþýð- lega. Hún setti þetta ómenning- arlega umhverfi því ekki fyrir sig heldur fór á barinn og drakk sig fulla í örvæntingu. Síðla kvölds skjögraði hún út í nóttina og fann leigubíl eftir langa leit. „Síðasta Menningarnóttin mín“, sagði vinkonan daginn eftir við Smáborgarann og bætti við: „Þú getur ekki ímyndað þér hvað það var gott að koma heim og klappa tíkinni." SU DOKU talnaþraut Lausn á 35. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri Knu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Lausn á 34. gátu lausn á 34. gátu 8 6 3 4 1 9 7 5 2 2 9 5 7 3 6 1 4 8 1 4 7 8 2 5 3 6 9 3 1 9 5 7 2 4 8 6 4 5 6 3 9 8 2 7 1 7 8 2 1 6 4 5 9 3 6 7 1 9 4 3 8 2 5 9 3 8 2 5 7 6 1 4 5 2 4 6 8 1 9 3 7 35. gata 2 7 7 6 1 9 7 2 6 4 6 7 5 4 9 3 2 7 5 8 6 7 9 8 4 3 4 8 Kylie aftur á stjá Tónleikaferðalagi Kylie Minogue verður haldið áfram snemma árs 2006 en því var frestað í maí eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Nú eru komnar fregnir þess efnis að ferðalaginu verði haldið áfram á vordögum 2006. Kylie hef lokið lyfja- og geislameðferð og heils- ast víst vel. Óstaðfestar heimildar herma að Kylie sé í skýjunum yfir að geta skemmt aðdáendum sín- um á næsta ári. Enn sem stendur tekur hún því ró- lega í París ásamt unnust- anum Olivier Martinvez en þau stefna á giftingu á næsta ári. Courtney Love ólett Nýjust fregnir herma að Courtney Love sé ólétt og að fað- irinn sé leikarinn Steve Coogan. Áður höfðu borist fréttir af því að þau væru að draga sig saman. Það entist þó einungis í tvær vik- ur en Courtney staðhæfir að hún sé ólétt. Talsmaður Steve Coogan segir það vera bull og vitleysu en Courtney segir: „Ég er ólétt af barni Steve en ég vill helst ekki tala um vinskap okkar.“ Steve er nýskilinn við konu sina eftir að hafa haldið fram hjá henni með nekt- ardansmeyjum en eins og kom fram í Blaðinu í gær er Courtney á leið í með- ferð eftir að hafa brotið skilorð sitt og notað eit- urlyf. Heidi Klum á von á öðru bami Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum segist vera mjög hagsýn í barnauppeldi enda verslar hún á netinu og gefur 14 mánaða dóttur sinni sama mat og hún sjálf borðar. „Við reynd- um að gefa henni barnamat í mán- uðennúnaborðar hún það sama og ég borða. Hún er að minnsta kosti að b 0 r betri mat en makkarónur og ost“, segir fyrirsætan. Heidi giftist söngvaran- um Seal á strönd í Mexí- kó og gengur nú með annað barn þeirra hjóna. „Ég er heppin. Stundum gleymi ég því að ég er ólétt og svo, búmm, er sparkað í magann á mér.“ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þaðersérstaklegamikilvægtfyrirþigaðstanda við skyldur þínar núna. Rétta fólkið er að fylgjast með, hvort sem þú veist af því eða ekki. ^ Ástin er í loftinu en þú tekur ekki eftir því strax. Njóttu þess á meðan það endist. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú munt finna nýjar leiðir til að levsa gömul vandamál. Þú munt bera af og vekja mikía atnygli. V Þúhefúrheilmikiðfrelsi.íraunhefúrðualltþað frelsi sem þú vilt og möguleikamir eru því ótæmandi. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Hugsaðu alvarlega um markmið þín því ein- hver þeirra þurfa endurskoðun ef þao á að vera mögulegt að ná þeim. V Það hafa allir hugmynd um hvað þeir vilja í lífinu, meira að segja þu. Hættu aldrei að hugsa um það og hver veit hvenær það getur gerst. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Þú finnur fyrir mikilli jákvæðni á vinnustaðn- um sem er bara af hinu góða. Leyfðu þessum tilfinn- ingum að ýta undir framleiðni og stemmningu á vinnustað. V Áhugasemi þín fær hvern sem er með þér í lið. Sýnþín á ffamtíoina er heillandi og von bráðar stfg- ur ernhver á sjónarsviðið til að deila henni með þér. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Það verður mikil streita í dag en ef þú ert dug- leg/ur þá ættirðu ekki að finna mikið fynr henni. V Það er of mikið í gangi til að þú getir tekið á þvf öllu. Vertu skipulögð/íagour og embeittu þér að pví sem er framundan. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Taktu stjórnina á vinnustaðnum. Þú þarft að koma hugmyndum þínum til skila og taka á öllum ffamtíðarverkefnum. V Ástarlff þitt veldur þér nokkrum vanda í dag. Þú þarft ráðleggingar vinar til að sjá þetta skýrar. ©Krabbí (22. júnf-22. júlí) kurteisinnL Þeir sem standa^þér næst vertil fyrir óvæntri uppákomu. V Sama hvað gerist í dag þá skaltu halda tilfinning- unum í jafnvæghÁ þessu stigi munu tilfinningarnar aðeins rugla þig. Vertu róleg/ur og í jafnvægi. Ljón (23. júlí-22. ágúst) $ Núna er frábær tími til að taka á þeim verkefn- um sem hafa safnast saman. Þetta verour góður dag- ur þar sem þú kemur miklu í verk. V Það er gaman að hitta fólk sem hefur sterkar skoðanir enda er ánægjulegt að bera saman þína lífsreynslu við þeirra. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Þótt þú sért í _ þér að vandamálum lanei helst til að sli ef ánuginn er jájbarftú að einbéita ístarfsfélaga þíns þó þig í. Þú nærð góoum árangri V Þú vildir helst láta peningavandamálin hverfa en þvf minni athygli sem fjármálin fá því verr stöad/staddur ert þu. Gerðu pað sem er gafulegast. ©vo9 (23. september-23. október) $ i’ú verður á toppnum í allan dag og allt gengur þér í haginn. Njóttu pess. V Ef J>að er vandamál í veginum þá skaltu skoða það á nýjan hátt og jafhvel bioja um álit annarra. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) © Það gaeti komið upp ágreiningur í vinnunni en þú skalt gera það sem pú getur m að forðast hann. Ef þú blandast í þetta lika þá er aldrei að vita hvað genst. V Það virðast allir vera pirraðir og allt vera öfug- f fyrir þig í dagþar til lægist. snúið í dag. Haltu þér út af fj Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú finnur upp ýmsar leiðir til að halda stemmn- ingunni (vinnunni góðri og afköstunum i hámarki. Brostu og heimurinn brosir með þér. 4P Þú finnur nýjar leiðir til að gera lifið yndisleera fvrir pig og þlna. Það gæti ver- íð að þú sert á leiðinni á góðan áfangastað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.