blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 15
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005
VEIÐl I 15
Flestir veiðimenn segja að gæsaveiðin
þetta árið fari rólega af stað. Mynd Ró-
bert Schmith
Gæsaveiðitíminn byrjaði á laugar-
daginn og veiðimenn víða um land
voru mættir á veiðislóð snemma
dags. Eins og gengur og gerist var
veiðin misjöfn þessa fyrstu helgi
enda hefur veðurfarið verið rysj-
ótt. Þó er ljóst að einhver hundruð
fugla hafi verið skotinn þrátt fyr-
ir að margir veiðimenn bíði með
að fara á gæs þangað til seinna í
þessum mánuði eða í byrjun þess
næsta.
Gott gengi á Austurlandi
Gæsaveiðimenn sem Blaðið hitti
út á Mýrum voru búnir að skjóta
ágætlega og af öðrum fréttum við
sem voru á Fellsströnd og gekk
þeim vel. Það virðist ekki vera
mikið af fugli en honum á eftir
að fjölga þegar hann kemur meira
niður úr fjöllunum.
„Það er lítið að frétta hérna að
austan. Menn fóru eitthvað á gæs
en þetta snýst allt um hreindýra-
veiðar hérna núna. Þær eru á fullu”,
sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson
á Hornafirði er við spurðum um
stöðuna.
Veiðimenn á Héraði báru sig
ennfremur vel þegar Blaðið ræddi
við þá í gær. Þannig virðist veiði
á Fljótsdalsheiði hafa farið svipað
af stað og undanfarin ár og veiði-
menn á Jökuldalsheiði skutu nokk-
uð magn af fugli.
Einstaka menn með 5 til 12 gæsir
Róbert Schmith hjá Útivist og
veiði hafði lítið frétt af heiðargæsa-
veiðimönnum þegar Blaðið ræddi
við hann í gær. Hann sagði þó að
skyttur sem voru á Auðkúluheiði
hafi barmað sér yfir lélegum afla
og gæsaleysi á svæðinu. Þó voru
einstaka menn að hafa þetta 5-12
gæsir á sumum tjörnum. f Skaga-
firði höfðu fáeinar skyttur ágætis
afla en almennt veiddist lítið þar
um slóðir um helgina.
Dæmi um að menn
byrji of snemma
Róbert segir ennfremur að miðað
við sínar heimildir hafi grágæsa-
veiðin farið frekar rólega af stað
í opnuninni um helgina þó frést
hafi af veiðimönnum á Vestur-
landi með 18 grágæsir í morgun-
flugi. „Margir eru á því að gæsin
sé ekki komin almennilega á tún
víða um land og einhverstaðar
hafa menn séð gæsir með ófleyga
unga. Sögusagnir um að menn
hafi þjófstartað helgina fyrir gæs
á Norðurlandi hafa ekki fengist
staðfestar en stangaveiðimenn
sem þar voru við veiðar urðu varir
við miklar skothríðir bæði laugar-
dag og sunnudag 13. og 14. ágúst.
Ef þetta er satt þá er nú fokið í
flest skjól“, segir Róbert.
Nú má búast við því að grágæs-
in hverfi af túnum eftir fyrstu
veiðihelgina og láti sér berin duga
þar til frysta tekur eða kornakrar
verða slegnir.
TILBOÐ 1
Turn AlphaCool Casemaster V66
Tumkassi með vatnskaelingu!
Örgjörvi AMD Athlon64 3000+ 1.8GHz
Móðurborð Asus A8V-E Deluxe
Minni 512MB DDR400
Skjákort Asus Geforce 6600 T.O.P. 128 MB
Diskur 250 GB Seagate Baracuda SATA 8MB
Skjár 17”LCD Neovo F-417
Mús Logitech MX510 optical mús
Lyklaborð Logitech Media
Geisladrif 16x NEC ND-3520 DVD±RW Dual Layer
Hljóðkort Innbyggt 6 rása hlóðkort
Aflgjafi 400w
Ábyrgð 2ja ára neytendaábyrgð
Kaupauki Vije webcamera
Ratpadz músamotta
Verð aðeins 124.900 kr.
S NE0V0 - 17”FUTURSKJÁR ® ALPHAC00L - TURNKASSI MEÐ VATNSKÆLINGU
VIÐ VEITUM ÞER
PERSÓNULEGA OG
GÓÐA ÞJÓNUSTU!
TASK ÞJÓNUSTA ER
FYRIR ÞIG....
TILBOÐ 3
Orgjörvi: AMD Sempron ML-34 (1.8Ghz)
Skjar: 15" SXGA 1024x768
Skjákort: ATI Mobility Radeon X300
Minni: 512MB DDR RAM (2x256)
Diskur: 60GB 4200rpm
Drif: DVD+/-RW (DVD skrifari)
Fingrafaralesari
Minniskortalesari: 6-in-1
Módem: 56K digital line guard
Netkort: NetXtreme Gigabit Ethernet
Controller (10/100/1000 NIC)
Þráölaust netkort: 802.11b/g WLAN
Rafhlaða: 6-Cell Lithium-lon
Stýrikerfi: Microsoft Windows XP Pro
Þyngd: 2,7kg
Ummál: 31 x 328 x 267 mm
2ja ára neytendaábyrgð
Verð aðeins 94.990 kr.
SHP nx 6125
Verð aðeins 129.900 kr
300
ERTÖLVAN AÐ GERA ÞIG BRJÁLAÐA(N)?
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM VERÐBREN'TINGAR 0G MYND. STAFSETNINGARVILLUR
TILB0Ð 2
B Asus A6Ne
Örgjörvi: Intel® Pentium® M 725
1.60 2MB On-Die L2 Cache, 400 MHz
Skjár: 15.4" WXGA (1280x800)
Skjákort: Embedded lntel®855GME VGA
Stýrikerfi: Microsoft® Windows® XP Pro
Minni: 512mb DDR333 SDRAM
Video: 0.35 Megabyte Pixels
Diskur: 60GB 5400 RPM
Drif: DVD skrifari - DVD-R/RW:8X/4X
DVD+R/RW: 8X/4X.CD-R/RW: 24X/10X,
DVD-ROM:8X, CD-ROM: 24X
2ja ára neytendaábyrgö
Taska og mus fylgir með
HVER ÞJONUSTAR ÞIG?
TASK ÆVINTÝRALEG TÖLVUVERSLUN | ARMULA42 | S; 588 1000 | WWW.TASK.IS