blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 20
ÞRIÐIUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 bla6iö
20tGflRÐAff
Vonda stjúpan
FJaRMoC/NUN
á v/öldum
bílum
BÍLAÞING HEKLU
Númcr rltt i nnluthini Muin
Kletthálsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5040
www.bilathing.is
Glöggir garðeigendur hafa
sennilega tekið eftir því að
hinar vinsælu stjúpur eru
víða lagstar útaf og mega muna fífil
sinn fegurri. Sömu hegðun má sjá
hjá fjólum.
Ástæðan er sú að það eru bölvuð
óþrif sem hafa lagst á þessar mæðg-
ur (fjólu og stjúpu) sem veldur því að
rótarhálsin (þar sem rót og planta
mætast alveg við jarðvegsyfirborð)
rotnar og plantan fellur og sölnar.
Þessi sýking leggst eingöngu á fjólur
og stjúpur og virðist lifa af veturinn
í jarðveginum, sem þýðir að ef þetta
gerist einu sinn gerist þetta væntan-
lega aftur.
Þó að þessar tegundir hafi dug-
að okkur vel í áratugi virðist vera
komið að leiðarlokum - nema þá að
fólk sé tilbúið að skipta inn á tvisv-
ar á sumri. En eigi skal gráta stjúpu
Björns bónda - heldur safna liði.
Þannig er nú að í garðplöntustöðv-
um er mikið úrval af gullfallegum,
harðgerðum og heilbrigðum sumar-
blómum sem gera gott betur en að
koma í stað hinna tveggja - litir eru
fjölbreyttir sem og hæð blómanna.
Þið skulið því bara renna ykkur í
næstu stöð og kíkja á úrvalið, það
kemur ykkur án efa þó nokkkuð á
óvart.
Útsölur á trjám og runnum
Talandi um garðplöntustöðvar. Nú
eru útsölur að hefjast á trjám og
runnum og er það alveg frábært þar
sem að í hönd fer besti og þægileg-
asti útplöntunartiminn.
Ef maður á laust pláss í garði eða
sumarbústað er upplagt að planta út
á haustin því þá er plantan að fara í
dvala og ekkert þarf að vökva. Síðan
er hún komin á rétta stað þegar vor-
ar og þá þarf heldur ekki að vökva
því að yfirleitt er jörð nægilega rök
á vorin - þá græðir maður næstum
heilt vaxtartímabil og áhyggjulaust
og ánægjulegt vor.
Plómur, epli, kirsuber,
eggaldin og blaðlaukur
Nú í ágúst ber á þvi að nokkrir garð-
eigendur fara að ganga um skælbros-
andi og jafnvel raulandi lagstúf fyrir
munni sér en þar er á ferð fólk sem
er með ávaxtatré í garðinum og eða
matjurtabeð. Þetta fólk er farið að
sjá fram á góða uppskeru af plómum,
eplum, kirsiberjum, eggaldin, blað-
lauk og öðrum dásemdum sem gera
nágrannana græna af öfund. Tilfell-
ið er að það eru ótrúlegustu tegund-
ir sem virðast þrífast í grónum og
skjólgóðum görðum og uppskeran
vel ásættanleg. Notið ferðina þegar
þið farið að kaupa tré og runna til
þess að taka nokkrar ávaxtaplönt-
ur með. Svo getur verið sniðugt að
spyrja í leiðinni um nöfnin á þeim
sumarblómum sem þið sjáið og ykk-
ur líst vel á til þess að hafa í huga
fyrir næsta vor. ■
Verkefni
vikunnar:
Rifsberja- og sólberjarunn-
ar þurfa netyfirbreiðslu
svo að fuglar verði ekki á
undan ykkur í berin. Svo
er bara um að gera að hafa
krukkur og uppskriftir klár-
ar - þetta er að bresta á.
Garðhúsgögn
á niðursettu verði
- gerðu góð kaupfyrir nœsta sumar
Senn líður að sumarlokum og því
flestar verslanir farnar að selja
allskyns garðhúsgögn með miklum
afslætti. Þó svo að ekki margir séu
að fjárfesta í nýjum húsgögnum
núna fyrir sumarið í ár getur verið
afbragðs ráð að koma sér upp fal-
legu setti fyrir næsta sumar á góðu
verði. Það er um að gera að nýta verð-
hrunið og geyma vörurnar inn í bíl-
skúr þar til að sólin tekur að skína
að nýju að ári liðnu. Þó svo að ekki
nógu margir hugi að þessu í lok sum-
ars þrátt fyrir mikla verðlækkun
eru alltaf einhverjir sniðugir og fara
á stúfana með það fyrir augum að
koma sér upp fallegum húsgögnum
í garðinn. Þá er misjafnt hvort fólk
velur sér plast eða við enda mikill
verð- og gæðamunur þar á, eðli máls-
ins samkvæmt.
Ingólfur Guðjónsson, sölustjóri
hjá Viðarkó, segir mikilvægt að fólk
velji réttu húsgögnin og finni hvað
passi hvaða garði eða palli fyrir sig.
Garðhúsgögn taka sig misvel út, það
fer mikið eftir stærð og lögun um-
hverfisins, lit hússins og fleira. „Við
hjá Viðarkó erum eingöngu með
viðarhúsgögn en ég held að það séu
fæstir sem nota plast núorðið. Þau
auðvitað fjúka þegar rok er úti og
þess konar húsgögn þarf að taka inn
á veturna", segir hann og tekur fram
að viðarhúsgögn séu til þess gerð að
standa úti þó svo að rigni. „Rigning-
in skemmir viðinn alls ekki, allt efn-
ið er gagnvarið en þá er þrýst vökva
inn í tréð sem gerir það að verkum
að rignt getur á það án þess að nokk-
uð gerist. Þetta er rétt eins og með
pallaefnin." ■
halldora@vbl.is