blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaAÍA
Dekk • • Smurþjónusta •
• Peruskipti •
• Rafgeymar-
Baros líklega
tilVilla
Vonbrigði hjá
U21 liðinu á HM
Landslið Islands í handknattleik,
skipað leikmönnum 21 árs og yngri,
er ekki að gera góða hluti á heims-
meistaramótinu sem nú stendur yf-
ir í Egyptalandi. fsland hefur nú tap-
að þremur leikjum í röð á mótinu
eftir að liðið vann Kongó og Chile
i tveimur fyrstu leikjunum. Fyrst
fyrir Spánverjum með eins marks
mun og síðan fyrir Þýskalandi með
þriggja marka mun. f gær lék ísland
við landslið Egyptalands í fyrsta
leik liðsins í milliriðlinum og tap-
aði með fimm marka mun, 25-30.
Staðan í hálfleik var 12-14. Árni Sig-
tryggson skoraði 8 mörk og Ásgeir
örn Hallgrímsson var með 6 mörk.
Björgvin Páll Gústavsson varði 14
skot í marki íslands. Þar með er það
ljóst að ísland kemst sennilega ekki
ofar en í 7.-8. sæti og er það þó nokk-
ur bjartsýni að ætla að það gangi
upp. Þetta eru mikil vonbrigði með
árangur liðsins en þessi hópur sem
varð Evrópumeistari 18 ára og yngri
var fyrir mótið talinn líklegur til af-
reka á þessu heimsmeistaramóti og
var talað um að það mundi leika um
verðlaunasæti. 1 dag leikur fsland
við landslið Danmökru. ■
DelPiero
tilMilan
Chelsea, hafa keypt að undanförnu.
Shaun Wright-Phillips var keyptur
á 2,5 milljarða íslenskra króna og
Michael Essien á rétt rúma 3 millj-
arða. Jose Mourinho hefur gefið út
að hann ætli að setja Arjen Robben
á bekkinn fyrir leikinn á morgun
gegn W.B.A. og líklega verður Eiður
Smári við hlið Robben á bekknum.
Þetta þýðir að Shaun Wright-Phillips
og Michael Essien verða í byrjunar-
liðinu. Nú er sem sagt komið að því
enn einu sinni fyrir Eið Smára hjá
Chelsea að taka á sig rögg og sanna
hver er bestur. ■
Fjölmiðlum á Ítalíu hefur und-
anfarna daga verið tíðrætt um
hugsanlega sölu á Alessandro
Del Piero, leikmanni Ítalíu-
meistara Juventus, til AC Mil-
an. Til þess að þetta geti gengið
upp þarf Juventus að kaupa An-
tonio Cassano framherja Roma
en Juventus hefur þegar boðið
í leikmanninn. Flestir spark-
kunnendur vita af ósamkomu-
lagi Del Piero og Fabio Capello
þjálfara Juventus en þeir varla
talast við í dag. Carlo Ancelotti,
þjálfari AC Milan, lét hafa eftir
sér um helgina að hann vildi
gjarnan fá Del Piero til Milan
og ef að honum verði leyft að
fara þá vilji hann fá Del Piero
til Milanóborgar. Ancelotti seg-
ist vel geta séð Del Piero leika
fyrir aftan Andryi Shevchenko
og Christian Vieri eða Alberto
Gilardino í vetur. Fjölmiðlar
á ftalíu segja miklar líkur á
að þetta gangi upp en félögin
verða að að klára félagaskiptin
fyrir mánaðamót en þá rennur
út fresturinn til félagaskipta
hjá þeim liðum sem eru í Meist-
aradeildinni.
Allir þeir sem horfðu á leik
Chelsea og Arsenal á sunnu-
dag sáu okkar mann, Eið
Smára Guðjohnsen, eiga ágætisleik
og þá sérstaklega í seinni hálfleik.
Leikur liðanna var svo sem ekkert
til að hrópa húrra yfir knattspyrnu-
lega séð. Jose Mourinho skipti Didi-
er Drogba inn á í hálfleik fyrir Hern-
an Crespo og þegar um 30 mínútur
voru eftir af leiknum gerði Mourin-
ho tvær breytingar á liði sínu. Shaun
Yfirgnæfandi líkur eru á því að
tékkneski landsliðsmaðurinn
Milan Baros sem leikur með
Liverpool gangi til liðs við As-
ton Villa á allra næstu dögum.
Franska liðið Lyon hefur boð-
ið um 990 milljónir íslenskra
króna en Aston Villa hefur
boðið aðeins lægra eða um 760
milljónir. Baros vill ekki fara til
Frakklands og vill helst af öllu
vera áfram á Englandi. Rafael
Benitez, framkvæmdastjóri
Liverpool, sagði í gær að Baros
væri enn leikmaður Liverpo-
ol en það væri ekki líklegt að
hann væri leikmaður Liverpool
eftir nokkra daga. Ef af þess-
ari sölu Baros til Aston Villa
verður er allt eins talið líkíegt
að Nolberto Solano, leikmaður
Aston Villa, fari til Liverpool
sem hluti af þessum kaupum
Aston Villa. Nokkur önnur lið
hafa sýnt Milan Baros áhuga
og nægir í því sambandi að
nefna þýska liðið Schalke og
svo ensku liðin West Ham og
Everton.
Verður Eiður settur á bekkinn?
Wright-Phillips kom inná fyrir Arj-
en Robben og nýi þriggja milljarða
leikmaðurinn, Michael Essien, kom
inn á fyrir Eið Smára. Sparkunn-
endur hafa í kjölfarið farið að velta
því fyrir sér hvort dvöl Eiðs Smára
hjá Chelsea fari að styttast en hann
hefur nú verið fimm ár hjá Englands-
meisturunum. Mourinho hefur fært
Eið Smára aftar á völlinn en hann
hefur leikið á miðjunni það sem af
er leiktíð. Michael Essien er miðju-
maður og þrátt fyrir að Eiður Smári
hafi leikið einna skást af leikmönn-
um Chelsea á sunnudag þá nægði
það ekki til að hann fengi að ljúka
íeiknum inn á vellinum. „Það er pól-
itík í þessari skiptingu”, sagði Guð-
mundur Torfason í lýsingu á leikn-
um á fótboltastöðinni Enski boltinn.
Af hverju var til dæmis Frank Lamp-
ard ekki tekinn út af. Var það af því
að hann er enskur landsliðsmaður?
Sennilega. Lampard hefur ekki
leikið vel þessa tvo fyrstu leiki en
honum er samt ekki skipt út af. Af
hverju? Eiður Smári hefur svo sem
áður lent í mikilli samkeppni í liði
Chelsea og staðið hana af sér en það
verður bara að segjast eins og er að
hann hefur ekki lent í meiri sam-
keppni um stöðu sína í liðinu en
einmitt í dag. I þessari samkeppni
hefur hann þó ávallt reynst sterk-
ari en aðrir. Nú er hann að keppa
við menn eins og Michael Essien,
Frank Lampard, Joe Cole, Makelele
og ef hann verður færður framar á
völlinn aftur þá þarf hann að berj-
ast við framherjana Hernan Crespo
og Didier Drogba. Það má búast við
því að Eiður lendi á bekknum oftar
í næstu leikjum en góðu hófi gegnir
að mínu mati en keppnistímabilið
á Englandi er langt og strangt og
Eiður hefur oftar en ekki staðið það
af sér með sóma og komið til baka
þegar liðið hefur á leiktíðina. Eiður
er gæðaleikmaður og það veit Jose
Mourinho og leikmenn með hans
hæfileika eru vandfundnir. Leiktíð-
in sem nú er nýhafin verður vænt-
anlega ein sú erfiðasta sem okkar
maður hefur gengið í gegnum vegna
þeirra dýru leikmanna sem Mourin-
ho og Roman Abaramovich, eigandi
Þriðja umferð ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu hefst í kvöld.
Þrír leikir eru á dagskrá en leik Charl-
ton og Liverpool hefur verið frestað
vegna leiks Liverpool og CSKA Sofia
í forkeppni Meistaradeildar Evrópu
sem fer fram í kvöld. Þar leikur Ste-
ven Gerrard fyrirliði Liverpool ekki
með sínum mönnum þar sem hann
er meiddur. Þau meiðsli eru þó ekki
talin alvarlegs eðlis, lítilsháttar togn-
un í kálfa.
Leikirnir þrír í ensku úrvals-
deildinni í kvöld eru; Sunderland-
Manchester City, Portsmouth-Aston
Villa og Birmingham-Middlesbro-
ugh. Öll liðin sem mætast í kvöld,
fyrir utan Manchester City, eiga það
sameiginlegt að vera án stiga eða
með eitt stig eftir tvær fyrstu umferð-
irnar. Manchester City er með 4 stig
í efri hluta deildarinnar. Aston Villa,
Birmingham og Middlesbrough eru
aðeins með eitt stig en Portsmouth
og Sunderland eru enn án stiga.
I leikmannahópi Birmingham í
kvöld verður væntanlega Jiri Jarosik
sem Steve Bruce framkvæmdastjóri
Birmingham fékk að láni frá Chels-
ea fyrir tveimur dögum. Jarosik
verður með Birmingham út leiktíð-
ina sem er nýhafin. B
Betri verd!
Smiöjuvegi 34 | Rauö gata | bilko.is | Sími 557-9110
Hvað get ég gert
á tilboði
Kynntu þérfrábærtilboð
á jeppadekkjum hjá okkur.
Mikið úrval!
■wai.
Vaxtalausar léttgreiðslur!
Enski boltinn
í kvöld