blaðið - 28.09.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaóiö
Framhaldskóla-
kennarar skora
á yfirvöld
Stjórn Félags framhaldsskóla-
kennara skoraði í gær á ríki og
sveitarfélög að grípa til aðgerða
til þess að hækka hlutfall
fagmenntaðra í leikskólum
með því að gera kennslu og
stjórnun í leikskólum að eft-
irsóknarverðu starfi, og með
því að gera leikskólann að
samkeppnishæfum vinnustað.
Stjórnin minnti á að leikskólar
væru fyrsta skólastigið í skóla-
göngu íslenskra barna og að
í aðalnámskrá leikskóla væri
Þess krafist að vel menntað
starfsfólk hafi með höndum
faglegt uppeldisstarf í leikskól-
unum. Eins og staðan sé í dag
eru faglærðir aðeins 40% þeirra
sem á leikskólum starfa, og
þvi hlutfalli verði að breyta.
Baugsmálið:
Þjóðfélagið
orðið fyrir
skaða
Halldór Ásgrímsson sagði við
blaðamenn í gær að hann væri
hneykslaður á mörgu sem
fram hafi komið í Baugsmálinu.
Hann sagði augljóst að fjöl-
miðlar væru orðnir gerendur f
málinu. Hann sagði ennfremur
að það væri mjög alvarlegt þeg-
ar menn liggja undir grun og
ásökunum árum saman og þess
vegna eigi dómstólarnir að fá
frið til að vinna í málinu. Hall-
dór vildi ekkert segja um hvort
málið hafi skaðað ríkistjórnina
en hann taldi að málið hafi
skaðað þjóðfélagið í heild, það
hafi verið gagntekið af málinu
og umfjöllunin verið á þá leið
að fólk hafi ruglast í ríminu.
Fjölmiðlar misnotaðir
Davíð Oddson sagði í fréttum
Bylgjunnar að Öll þjóðin hlyti
að sjá hvernig fjölmiðlar í eigu
Baugs hafi verið misnotaðir
og þyí hlytu menn að velta því
fyrir.sér hvort önnur fyrir-
tæki í eigu sömu aðila væru
misnotuð með sama hætti.
Logi Bergmann hættur á RUV
Farinn yfir til 365 miðla. Mun lesafréttir ásamtþví að sjá um þcetti.
Þær fréttir bárust í gær að Logi Berg-
mann Eiðsson sjónvarpsmaðurinn
kunni hafi sagt skilið við RÚV og
flutt sig yfir til 365 samsteypunn-
ar. „Þetta leggt bara vel í mig,“ segir
Logi í samtali við Blaðið. „Þetta bar
mjögbrátt að, átti sér ekki langan að-
draganda en ég hef nú engan sérstak-
an áhuga á að tala um þetta. Þetta er
bara eitthvað sem gerist, ég er bara
að skipta um vinnu eins og gengur.
Ég var hjá RÚV í fjórtán ár og það
er klárlega eftirsjá af þeim stað hjá
mér. Ég hef átt góðar stundir á stofn-
uninni og þar vinna flestir minna
bestu vina.“ Aðspurður um hvern-
ig nýja starfið leggist í hann svarar
Logi; „Þetta verður mjög spennandi
verkefni til að takast á við. Ég fer yfir
á Stöð 2 og þar mun ég lesa fréttir og
sjá um þætti.“ Aðspurður um hvers-
konar þáttum hann komi til með
að stýra gat Logi ekki tjáð sig um.
„Þetta er svo nýskeð að þau mál eru
bara ekki komin á hreint ennþá“.
Páll sáttur með býtin
Ekki er vika liðin síðan tilkynnt var
að Kastljósi, Mósaík og Ópinu hefði
verið slegið saman í nýjan dægur-
málaþátt sem sýndur verður í beinni
útsendingu 6 daga vikunar. Vinnu-
heiti þáttarins er Opið hús og rit-
stjóri þáttarins átti að vera Logi Berg-
Blaiil/lngó
mann. Páll
Magnússon
útvapstjóri seg-
ir að þetta mál
sé allt gott og
blessað í sjálfu
sér. „Hann tók
þessa ákvörð-
un og við því
er lítið að
segja. Þessi uppákoma hefur engin
áhrif á gang mála hér hjá okkur. Ég
hef þegar ráðið nýjan ritstjóra að
magasínþættinum sem hleypt verð-
ur af stokkunum 10 október og er ég
meira en sáttur með þau býti,“ segir
Páll.
Reglur um fullyrðingar tengdar matvœlum
Margt á gráu svæði
Mörg matvæli eru á gráu svæði
hvað varðar reglur um fullyrðingar
í merkingum þeirra en Úmhverf-
isstofnun stóð fyrir fyrirlestri um
málefnið í gær. Fullyrðing er merk-
ing eða tilvísun á hvaða formi sem
er, sem gefur til kynna sérstaka eig-
inleika eða áhrif tengd eðli matvæla,
samsetningu, næringargildi, fram-
leiðsluaðferð eða öðrum eiginleik-
um. Á fyrirlestrinum kom fram að
auðvelt er að misnota fullyrðingar á
matvælum en óheimilt er að vísa til
þess í merkingu, kynningu eða aug-
lýsingu að ákveðin matvæli ein og
sér séu holl, eða hafi heilsusamlega
eiginleika. Hins vegar má vísa til
slíkra eiginleika þegar þess er getið
sérstaklega að matvælin séu hluti af
hollu mataræði.
Unnið að tilskipun
Þá eru svokallaðar heilsufullyrðing-
ar, sem fela í sér að tiltekin matvara
hafi áhrif á sjúkdóma eða einkenni
þeirra, mjög eftirsóttar af fyrirtækj-
um á markaði.
Fulltrúi Neytendasamtakanna,
Brynhildur Pétursdóttir, hélt einnig
erindi og benti á að samtökin hafi
fundið ýmislegt sem ekki fellur að
þeim reglum sem eru í gildi.
Brynhildur Briem, sérfræðingur
Umhverfisstofnunar, sagði að unn-
ið sé acLtilskipun hjá ESB um þess-
ar fullyrðingar og vonast hún til að
hún verði tilbúin árið 2006. Hún
segir nauðsynlegt að hafa skýrar og
samhæfðar reglur um svona lagað.
Risaálver í Helguvík
Gangi öll áform eftir gæti ál-
framleiðsla hafist í Helguvík á
tímabilinu frá 2010 til 2015. Orku-
lögn í sjó síðasta spölinn líklegur
kostur.
Álframleiðsla í álveri í Helguvík
gæti hafist á tímabilinu 2010 og
2015 og gæti álverið orðið allt að 250
þúsund tonn að stærð. Álverið yrði
byggt á núverandi iðnaðarsvæði
í landi Reykjanesbæjar. Þetta er
niðurstaða könnunar á orkuöflun,
umhverfisskilyrðum og aðstöðu
fyrir álver i Helguvík sem Norðurál,
Reykjanesbær og Hitaveita Suður-
nesja hafa látið gera.
„Skýrslan staðfestir kjöraðstæður
í Helguvík en áhersla hefur verið
lögð á að uppbygging álvers trufli
ekki núverandi íbúabyggð og setji
ekki þróun þess skorður í fram-
tíðinni. Með það fyrir augum er
staðsetning álversins skipulögð
nyrst á skipulögðu iðnaðarsvæði“
segir í tilkynningu frá aðilum
um málið sem send var út í gær.
Myndln sýnir staðsetningu fyrirhugaðs álvers við Helguvík.
Fyrstu skrefin á langri leið
„Niðurstöður könnunarinnar eru
auðvitað fagnaðarefni og mikil
hvatning til að ganga rösklega fram
í undirbúningi að þessu stórverk-
efni, en ég ítreka að við erum rétt að
taka fyrstu sporin á langri leið. Þetta
verkefni yrði gríðarlegur styrkur fyr-
ir byggðararlögin hér“ segir Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
um málið. Fyrstu athuganir á mögu-
leikum til orkuflutnings til fyrir-
hugaðs álvers inn á iðnaðarsvæðið í
Helguvík benda ekki til vandkvæða
við það en lögn í sjó er talinn Hkleg-
ur kostur síðasta spölinn frá Fitjum
að Helguvík.
Lýsi gegn
þunglyndi
Ástralskir vísindamenn kanna
nú hvort lýsi geti virkað gegn
þunglyndi eftir að rannsóknir
hafa sýnt að þar sem sjávaraf-
urða er neytt í miklum mæli
er minna um skapgerðarbresti.
Til þess að sýna fram á ágæti
Omega 3 fitusýranna hefur
Black Dog stofnunin í Sidney
hafist handa við að safna sam-
an fólki með vægt þunglyndi til
þátttöku í rannsókninni. Fyrstu
sex vikur rannsóknarinnar
fær helmingur þátttakenda
daglegan skammt af lýsi, með-
an aðrir fá lyfleysu svo hægt
sé að meta muninn. Næstu
átta vikur þar á eftir munu
hins vegar alhr þátttakendur
fá lýsi og viðbrögð könnuð.
Orkuveit-
an borar
fyrir átta
milljarða
Orkuveita Reykjavíkur hefur
opnað tilboð í langstærsta
borverkefni hérlendis til þessa
á Hellisheiði og Hengilssvæði.
Um er að ræða 30 háhitahol-
ur, bæði rannsóknarholur og
vinnsluholur, 10 niðurrennsl-
isholur, fimm holur til þess að
afla ferskvatns og 13 svokallaðar
svelgholur. Á Stóra- Skarðsmýr-
arfjalli er fyrirhugað að bora 15-
20 háhitaholur en sökum þess
að borsvæðið er í um 550 metra
hæð yfir sjó er ekki hægt að
reikna með nema fimm til sex
mánaða framkvæmdatíma á ári.
Önnur borsvæði eru á Ölkeldu-
hálsi, í Hverahlíð, á núverandi
gufuöflunarsvæði virkjanna og
annars staðar á Hellisheiði og
Hengilssvæði fyrir rannsókn-
arholur. Tvö tilboð bárust í
verkefnið, annað frá Jarðborun-
um að upphæð 7,8 milljarðar
króna og hitt frá Islenskum
aðalverktökum og Istaki sem
nam rúmlega 8,3 milljörðum
króna. Gengið verður að tilboði
Jarðborana en kostnaðaráætlun
ráðgjafa Orkuveitunnar nam
tæpum tíu milljörðum króna.
Framkvæmdirnar eru háðar
mati á umhverfisáhrifum.
...snertu viðkomandi..
Flestir þekkja einhvern sem glataö hefur
stafrænum Ijósmyndum þegar haröur diskur
hrynur eöa tölvu stoliö.
Ekki láta þaö henda þig!
Þaö hefur aldrei veriö auðveldara að koma
stafrænum myndum á varanlegt form.
Þú kemur meö myndirnar, á CD diski,
minniskorti, minnislyklio.fi., skoöarþærog
velur meö því einu aö snerta viökomandi
mynd. Myndirnar eru svo framkallaöar á
Fujifilm Crystal Archive, endingarbesta
Ijósmyndaþaþpír í heimi!
ar dofna.... Myndirnar ekki
FujicolorCrystalArchive
FUJIFILM FRAMKÖLLUN Fii iip|| M
UM ALLT LAND FUJ'F'LM
ttttt
D/GITAL
IMAGING
SERVICE
Skipholti 31, sími 568-0450
www.fujifiim.is