blaðið - 28.09.2005, Page 30

blaðið - 28.09.2005, Page 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 blaöiö Dregið í bikamum í handbolta í gær var dregið í bikarkeppni karla og kvenna í handknatt- leik. Bikarkeppnin í vetur heitir SS-bikarinn eins og síðastliðin sjö ár. í kvennaflokki eru n lið skráð til leiks. Fimm lið sitja hjá í fyrstu umferð, Haukar, Stjarnan, ÍBV, Grótta og Fram. Þrír leikir verða leiknir: Valur og KA/Þór mætast í Laugar- dalshöll, Stjarnan(2) mætir FH í Garðabæ og Víkingur tekur á móti HK. Leikirnir fara fram 26.og 27.október. í karlaflokki var dregið í 32-liða úrslit. Eitt lið situr hjá og það eru Islandsmeistarar Hauka. Liðin sem mætast eru: Fylkir(2)-Valur, FH(2)- Afturelding(2), Leiknir R-KA, Höttur-Þór Akureyri, Val- ur(2)-Stjarnan, HK(2)-Fram, Leiknir R.(2)-ÍBV, Grótta-Aft- urelding, KR-Fylkir, Þróttur í Vogum-Stjarnan(2), ÍR(2)-HK, Haukar(2)-Selfoss, ÍR-Víking- ur/Fjölnir, lBV(2)-FH og loks mætast Leiftri og FH-elítan. Leiftri er lið lögreglumanna en í FH-elítunni eru menn eins og Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Leikirnir í karlaflokki fara fram 4.og 5.október næstkomandi. ■ Liverpool - Chelsea í kvöld Annari umferð Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Þá fara fram átta leikir og án efa er lang-stærsti leikur kvöldsins viðureign ensku liðanna Liverpoool og Chelsea. Leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool og mikill taugatitr- ingur er fyrir leiknum, bæði hjá áhangendum liðanna og hjá leik- mönnum. Fernando Morientes, leikmaður Liverpool sem getur ekki leikið með á morgun vegna meiðsla, lét hafa eftir sér í gær að Liverpool-liðið hefði góð tök á Chelsea, Liverpool væri Evrópu- meistari og að þeir hefðu slegið Chelsea út úr keppninni á síðustu leiktíð. Morientes bætti svo við að hann reiknaði með að Chelsea kæmist ekki áfram upp úr G-riðl- inum heldur færi Liverpool áfram ásamt spænska liðinu Real Betis. Hvað sem spádómsgáfu Morientes viðkemur, þá eru nú flestir spark- sérfræðingar á því að Chelsea og Liverpool fari áfram upp úr riðlin- um sem þau leika í. Chelsea vann Anderlecht í fyrstu umferð 1-0 á meðan Liverpool vann Real Betis á útivelli 1-2. Chelsea hefur aðeins fengið eitt mark á sig á leiktíðinni í bæði deildar og Meistaradeild- inni sem er hreint út sagt ótrúlegt. Flestir hallast á jafntefli í kvöld en við hér á Blaðinu erum ekki á því og segjum að Liverpool verði fyrst- ir til að leggja Jose Mourinho og hans menn af velli sem yrðu að telj- ast nokkuð óvænt úrslit ef mið er tekið af frammistöðu liðanna til þessa á leiktíðinni en næsta mark sem Liveprpool skorar í Meistara- deildinni verður mark númer 450 hjá félaginu í Evrópumótunum. Þá mætast Anderlecht og Real Betis í kvöld í G-riðli. 1 E-riðli mæt- ast þýska liðið Schalke og ítalska liðið AC Milan og fer leikurinn fram í Þýskalandi. 1 sama riðli leika Fenerbache og PSV Eindho- ven í Grikklandi. I F-riðli leika Rosenborg og Lyon í Noregi og Real Madrid tekur á móti gríska liðinu Olympiakos. Loks er það H- riðill þar sem Inter og skoska liðið Rangers mætast í Mílanóborg en leikur liðanna fer fram á San Siro- leikvanginum en engir áhorfend- ur verða leyfðir á vellinum vegna áhorfendabanns Inter eftir ólæti stuðningsmanna þeirra í leik gegn AC Milan á síðustu leiktíð. Hinn leikurinn í H-riðli er viðureign Porto og Artmedia í Portúgal. ■ Kristján framlengdi við Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur samdi í gær við Kristján Guðmundsson þjálfara liðsins um að vera áfram með Keflavíkurliðið. Kristján tók við í sumar aðeins þremur dögum áður en leiktímabilið hófst en Guð- jón Þórðarson hætti þá skyndilega og fór til Notts County. Kristján tók við og náði mjög góðum árangri með Keflavíkurliðið, fjórða sæti í Landsbankadeildinni og mjög ásætt- anlegur árangur í Evrópukeppninni. Samningur Kristjáns við Keflavík er til næstu þriggja ára en á frétta- mannafundi í gær koma fram hjá Rúnari Arnarssyni formanni félags- ins að Keflavík hafi ekki rætt við neinn annan þjálfara um að taka að sér Keflavíkurliðið á næstu leiktíð. Leikmannamál Keflavíkur eru í ágætum málum fyrir næstu leiktíð. Á fréttamannafundinum i gær kom fram að ekki væri að vísu enn búið að ganga frá málum við Guðmund Steinarsson og Hörð Sveinsson en ef þeir færu eitthvað, þá yrði það til liða í útlöndum. Þeir væru ekki á för- um frá Keflavík til liða á íslandi. Á fréttamannafundinum i gær kom fram að Keflvíkingar settu stefnuna á Islandsmeistaratitilinn og ekkert annað á næstu árum. Kristinn Guðbrandsson verður að- stoðarþjálfari Kristjáns Guðmunds- sonar hjá Keflavík. Keflavík framlengdi samninga við þrjá leikmenn í gær og skrifuðu þeir allir undir tveggja ára samning. Leikmennirnir eru Branko Milicev- ic, Davíð örn Hallgrímsson og Issa Kadír. _ Fer Raikkonen til Ferrari? Nú þegar Spánverjinn ungi Fern- ando Alonso hefur tryggt sér heims- meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 kappakstrinum eru uppi vangavelt- ur um hverjir verða hvar á næsta keppnistímabili. Stærsta nafnið sem gæti hugsanlega verið á förum frá sínu liði er Finninn snjalli, Kimi Ráikkonen. Sögusagnir erlendis frá herma að Ráikkonen sem ekur fyr- ir McLaren/Mercedes sé á förum til ítalska framleiðandans Ferrari. Það yrði þó ekki fyrr en eftir næsta keppnistímabil eða 2007-2008. Sam- kvæmt þessum fréttum er talið að Ferrari ætli sér að ná í Ráikkonen í staðinn fyrir Michael Schumacher en búist er við að hann hætti keppni eftir næsta tímabil. Ef Ráikkonen fer til Ferrari er talið að samning- ur hans verði frá 2007-2011 og fái hann fyrir þennan samning tæpa 12 milljarða íslenskra króna. Þessi upp- hæð er með ólíkindum en ljóst er að Ferrarimenn eru allt annað en sátt- ir með gang mála og stöðu síns liðs á yfirstandandi leiktíð. Ferrari er í þriðja sæti í keppni framleiðenda og Schumacher er í þriðja til fjórða sæti í keppni ökumanna með 60 stig ásamt Juan Pablo Montoya sem sigr- aði í brasilíska kappakstrinum um helgina. Ráikkonen er í öðru sæti með 94 stig en Fernando Alonso er heimsmeistari þrátt fyrir að tvö mót séu enn eftir. Samkvæmt fréttum að utan er það fullyrt að Ráikkonen sé með samning frá Ferrari tilbúinn til undirskriftar. ■ k. »A4 » V V T'*. ■ Utboð Útboð - 5! It«l Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Varnarliðinu verður dagana 25.-30. maí. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Bílasölunnar Hrauns við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Hægt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is Geymslusvæðið ehf Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 5B5 4599

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.