blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 blaðið Daði Guðbjörnsson við málverkið af Dón Kíkóta. Don Kikóti í hlutverki listamanns í Nýlistasafninu við Grettisgötu stendur yfir sýning á verkum eftir Daða Guðbjörnsson. Á sýningunni eru um 30 verk en mesta athygli vekur risastórt málverk af riddara á hesti. „Þessi sýning er ólík því sem ég hef verið að gera. Ég hef sjaldan gert svona stórar myndir og sjaldan sýnt teikningar eins og ég sýni þarna. Þær eru eins og hugdettur, mjög hrá verk og að sýna þær er eins og að opna skissubókina mína,“ segir Daði. „Það tók mig hins vegar mörg ár að vinna stóra verkið, ég lá yfir því og málaði aftur og aftur. Hlut- föllin í því reyndust erfið.“ Málverkið er af riddaranum hug- umstóra Don Kíkóta. „Þetta er í raun- inni rómantísk mynd af listmálaran- um í hlutverki Don Kíkóta, frægasta riddara sögunnar,“ segir Daði. „Þeg- ar ég fékk hugmyndina að þessari mynd var menningarelítan búin að ákveða að málverkið væri dautt. Það væri bara söluvara og menn ynnu ekki metnaðarfull verk. Þess vegna varð þessi hugmynd til. Riddarinn leggur til orrustu með pensilinn að vopni.“ Daði segist mála vegna þess að hann hafi þörf til að tjá sig. „Maður vill lýsa samtímanum og sjálfum sér i samtímanum," segir hann. Sýn- ingu hans í Nýlistasafninu lýkur 2. október. ■ Galsafull barnabók Allt of sjaldan fær maður í hendur barnabók sem hrífur mann og kæt- ir. Ævintýri á meðan eftir írska rithöfundinn Roddy Doyle er bók sem kemur manni í verulega gott skap. Þar segir frá herra Mack sem vegna slæms misskilnings lendir í fangelsi. Á meðan er eiginkona hans úti í heimi þar sem hún leitast eftir þvi að verða fyrst kvenna til að fara umhverfis jörðina án þess að segja nokkrum frá því. Þar sem faðirinn er í fangelsi og móðirin er horfin eru börn hjónanna í hlutverki mun- aðarleysingja um stund. Þau deyja þó ekki ráðalaus og njóta aðstoðar hundsins Hróa við að finna mömmu og frelsa pabba. Þetta er galsafull, stórskemmtileg og frumleg saga. Frásögnin er hröð og full af alls kyns innskot- um og útúrdúrum. Það er alltaf eitthvað að gerast því þetta er ein af þessum bókum þar sem lesandinn getur aldrei vitað fyrir- fram hvað höfundinum dettur í hug. Raunsæið er ekki í fyrirrúmi, enda er þetta bókþar sem dýr hafa jafn mikið vægi og menn og tala ekki síður en þeir. Vitanlega leikur illmenni stórt hlutverk í ævintýra- bók eins og þessari, hér er ROPD.y DOYLE teikmngar Enan Ajl-ar 99............. Þetta er galsafull, stór- skemmtileg og frumleg saga. Frásögnin er hröð og full afallskyns innskotum og útúrdúrum. heiminum sem stela senunni. Þeir eru eig- inlega ómótstæðilegir. Þetta er bók sem ástæða er til að mæla með, og fullorðnir ættu að njóta lesturs- ins alveg til jafns við börnin, það er að segja hafi þeir einhvern vott af ímyndunarafli. Þetta er nefnilega alls ekki bók fyrir fýlu- poka. Teikningar eftir þaðmunaðaleysingjasmali, ...................... Brian Ajhar eru lífleg- fröken Meaney, aðdáandi ar, eins og allt annað í Steve McQueen, sem vekur hroll í þessari fínu bók. hvert sinn sem hún birtist. Samt eru ................................. það sniglarnir sem ætla að bjarga KB VIÐ BJÓÐUM NÝTT STARFSFÓLK VELKOMIÐ í HÓPINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.