blaðið - 04.10.2005, Síða 8

blaðið - 04.10.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöÍA Geimferða- langur í sjö- unda himni Bandaríski milljónamæring- urinn og geimferðamaðurinn Gregory Olsen var með í för þegar rússneskt geimfar lenti án vandkvæða á alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Fjölskylda Olsens fagnaði lendingunni innilega í stjórnstöð ferðar- innar rétt fyrir utan Moskvu í Rússlandi. Krista Dibsie, dóttir Olsens, sagði að föður sínum heföi aldrei liðið betur en bætti við að sjálf gæti hún ekki beðið eftir að hann kæmi aftur niður á jörðina. Lendingunni var stýrt með sjálfvirkum búnaði en áður hafa flugmenn þurff að lenda sjálfir vegna tækni- vandamála en það er erfið aðgerð sem að auki fylgir hætta á að stöðin skemmist. Auk Olsens komu tveir geimfarar, annar bandarískur og hinn rússneskur, með geimfarinu og munu þeir standa vaktina í geimstöðinni næsta hálfa árið. Olsen snýr á hinn bóginn aftur til jarðar í næstu viku. ■ Lögregla krefst aðgerða gegn Hamas-samtökunum Lögregla í Palestínu er orðin langþreytt á aðgerðaleysi palestínskra yfirvalda í garð vopnaðra vígamanna. Hamas-samtökin mun bet- ur vopnum búin en lögregla. Lögregluforingi var skotinn til bana í átökum Hamas og lögreglu á sunnudag. Palestínskir lögreglumenn halda mótmælum áfram fyrir utan þinghúsið í Gasaborg í gær. Um tveir tugir palestínskra lögreglu- manna réðust inn í þinghús Palest- ínumanna í Gasaborg í gær til að krefjast aðgerða gegn vopnuðum vígamönnum. í kjölfarið kröfðust þingmenn þess að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, leysti upp ríkisstjórnina þar sem henni hefði mistekist að bæla niður vopnuð átök á Gasasvæðinu. Mótmælendurnir sögðu að örygg- issveitir væru illa vopnum búnar miðað við herskáa hópa á borð við Hamas. „Við viljum að palestínsk stjórnvöld taki skýra afstöðu til Hamas. Hamas hefur meira af vopn- um og skotfærum en lögreglan. Blóði okkar er dreift fyrir stjórnvöld og þau aðhafast ekkert,“ sagði einn mótmælenda við Reuters fréttastof- una. Lögregluforingi skotinn til bana Lögregluforingi og tveir óbreyttir borgarar fórust í skotbardaga milli lögreglu og vígamanna Hamas- samtakanna á sunnudag. Fimmtíu manns, þar á meðal börn, særðust þegar Hamas-liðarnir reyndu að leggja undir sig lögreglustöð eftir skotbardagann. Bardaginn hófst þeg- ar lögregla stöðvaði bíl Hamas-liða sem virtu að vettugi nýlegt bann við því að sýna vopn á almannafæri. Di- ana Bbuttu, ráðgjafi Abbas, sagði að hann hefði áhyggjur af ástandinu og myndi fylgja málinu eftir. ■ Ráðherrafundur Evrópu- sambandsins í Lúxemborg: Samningar nást í Tyrk- landsmálinu Tyrknesk stjórnvöld samþykktu í gærkvöldi skilmála fyrir viðræðum um aðild landsins að Evrópusambandinu. Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands staðfesti þetta í gær og hélt í kjölfarið til Lúxemborgar til fundar við utanríkisráðherra ESB. Utan- ríkisráðherrar Evrópusambands- ins komust fyrr um daginn að samkomulagi sem gerir Tyrklandi kleift að hefja aðildarviðræður við sambandið. Austurríkismenn sætt- ust á að samið yrði um fulla aðild Tyrkja að sambandinu eftir langar og strangar samningaviðræður en áður vildu þeir bjóða þeim eins kon- ar aukaaðild án fullra réttinda. Fyrr um daginn höfðu ráðherrarnir frest- að athöfn sem átti að marka form- legt upphaf samningaviðræðna um aðild Tyrkja.að Evrópusambandinu. Breskir embættismenn vonuðust til þess að viðræðurnar gætu hafist sem fyrst en upphaflega áttu þær að hefjast í gær. Bretar fara með for- sæti í Evrópusambandinu og hafa leitt undirbúningsviðræður vegna málsins. ■ ■ Smurþjónusta Peruskipti Rafgeymar Sækjum og sendum FRAMLENGJUMINOKKRA DAGA Þú færð heilsársdekk með 20% afslætti hjá Bílkó. r...| 1 d IJ goou'/yeah JiíioaesTune j^onny Hlgh Ptrfotmanc* Tyrat LbÖDuQDDDD QÖDMmm& BIUKa Betri verö! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 £ bilkol is úrmjnoRHiisio PLAST-, TRÉ- OG JÁRNMÓDEL í MIKLU ÚRVALI Að minnsta kosti 18 fórust og meira en 100 manns slösuðust i alvarlegu járnbrautarslysi á Indlandi í gær. Mannskætt járnbraut- arslys á Indlandi þess sem margir farþegar voru enn fastir í vögnunum. Sex vagnar fóru út af sporinu nálægt lestarstöðinni í bænum Datia. Lestin var á um 90 km/klst þegar slysið varð en hefði átt að vera á um 15 km/klst miðað við aðstæður. Lögreglu grunar að hemlakerfi lestarinnar hafi ekki virkað sem skyldi og því hafi hún ekki hægt á sér þegar hún nálgaðist lestarstöðina. Að minnsta kosti 18 fórust og á ann- að hundrað manns slösuðust þegar járnbrautarlest full af farþegum fór út af sporinu á Indlandi í gær. Tala látinna mun að öllum líkindum hækka þar sem að minnsta kosti 40 voru Hfshættulega slasaðir auk Landsins mesta úrval fjarstýrðra bíla Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is Vanræksla Járnbrauta Indlands Samtök sem berjast fyrir réttindum neytenda vilja draga Járnbrautir Indlands til ábyrgðar vegna glæp- samlegrar vanrækslu þar sem þau hefðu oft varað félagið við hættuleg- um aðstæðum á stöðinni þar sem slysið varð. Um 300 járnbrautarslys eru skráð á ári hverju á Indlandi og eru mörg þeirra mannskæð. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.