blaðið - 04.10.2005, Qupperneq 16
16 I NEYTENDUR
W *T
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 bla6Í6
Microsoft og Intel styðja HD-DVD tæknina
Slegist um DVD staðla
lenda í þeirri aðstöðu sem eigend-
ur Beta myndbandstækjanna lentu
í fyrir tæpum tuttugu árum þegar
sú tækni vék fullkomlega fyrir VHS.
Þetta hefur skapað nokkur vand-
ræði fyrir kvikmyndaverin í Holly-
wood sem hafa mikla hagsmuni í
sölu mynddiska og höfðu bundið
nokkrar vonir við að hin nýja kyn-
slóð DVD-tækja myndi glæða alla
sölu á ný
Blue-ray á leikjatölvur
Þó að Microsoft og Intel framleiði
ekki DVD- spilara er búist fastlega
við því að neytendur muni vilja
spila nýju mynddiskana á tölvunum
sínum. Þetta þýðir að Microsoft og
Intel verða að hanna tölvubúnað og
forrit á þann veg að þau geti ráðið
við HD-DVD tæknina. Það mun svo
í kjölfarið útiloka Blue-ray tæknina
og að öllum líkindum draga úr sölu
mynddiska sembyggja áþeirri tækni.
Enga að síður hefur Sony ákveðið að
hin nýja leikjatalva, PlayStation 3,
muni byggja á Blue-ray tækninni.
Báðir samkeppnisaðilar ráðgera að
setja hina nýju kynslóð DVD-spil-
ara á markað fyrir næstu jól.
HD-DVD spilari
þessa ákvörðun enda hafa þau átt í
viðskiptum við báða samkeppnisað-
ilana og ljóst að gríðarlegir hagsmun-
ir hafa verið í húfi.
um hefur minnkað töluvert. Ástæð-
an er fyrst og fremst sögð vera hik
hjá neytendum enda bíða þeir eftir
niðurstöðu um það hvaða kerfi komi
til með að standa upp úr. Fáir vilja
Microsoft og Intel tilkynntu í
síðustu viku þau áform sín að
styðja HD-DVD tækni Toshiba
sem grundvöll að næstu kynslóð
DVD tækja. Þetta telst vera nokk-
uð áfall fyrir keppinautana Sony,
Matsushita Electric, Samsung og
fleiri sem hafa hingað til byggt á
hinni svokölluðu Blue-ray tækni.
Ákvörðunin þýðir að framvegis
munu fyrirtækin tvö miða fram-
leiðslu sína í forritum og örgjörv-
um við HD-DVD tæknina.
Samkvæmt forráðamönnum fyr-
irtækjanna tveggja voru þau lengi
tvístígandi um hvora tæknina þau
ættu að velja en að lokum var það lít-
ill framleiðslukostnaður HD-DVD
diskanna sem réð úrslitum. Einnig
þykir það sýnt að framleiðsluferl-
ið sjálft á þessum diskum er mun
einfaldara og því telja fyrirtækin
tvö líklegra að þeir muni ná meiri
útbreiðslu er fram í sækir. Fyrirtæk-
in hafa þó beðið í rúm tvö ár með
Blue-ray spilari
Hagsmunir í Hollywood
Samkeppnin milli þessara tveggja
kerfa hefur þó þegar valdið skaða
þar sem eftirspurn eftir DVD-tækj-
PÚSTÞJÓNUSTA J IzUtMrt/
Smiójuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950
Setjum
í allar gerðir bíla
Sérsmíða kerfi íjeppann!
Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til!
m—«1564 0950
glpf (ýj§jjspj§Érr S^ÖKÍ 5 ^(TffMfrríT.
DVD-spilarar úreldast fljótt
Magnús Möller, sölumaður hjá
Heimilistækjum, gerir ráð fyrir því
að þessi ákvörðun Microsoft og Intel
geti ráðið úrslitum um hvaða tækni
verði að endingu ofan á í samkeppn-
inni. Hann segir að báðir kostirnir
séu mun betri en það sem gengur og
gerist í dag og töluvert muni i bæði
myndgæðum og hljóði. Vandamálið
sé hins vegar að örfá sjónvarpstæki í
dag geta tekið við þeim köplum sem
hinir nýju DVD-spilarar munu krefj-
ast. „Þú þarft að hafa tengingu sem
getur flutt þessi gögn upp í sjónvarp-
ið. Núna eru flest sjónvörp komin
með svokallað DVI tengi og þá þarf
spilarinn að minnsta kosti að hafa
það en DVI flytur ekki hljóð. HDMI
tengið er hins vegar miklu betra að
því leyti að það flytur líka hljóð og
það er það sem flestir segja að taki
við af skarttenginu. En það eru fá
sjónvörp sem bjóða upp á það tengi
í dag.“ Magnús segir einnig að ör
þróun á þessum markaði valdi því
að DVD-spilarar úreldist fljótt og
að spilarar sem keyra á núverandi
kerfi muni ekki geta spilað diska
sem byggja á Blue-ray eða HD-DVD
tækninni. „Þetta fer allt eftir því
hvenær þetta kemur á markað. Svo
er það alltaf þannig að þegar eitt-
hvað nýtt kemur á markaðinn þá er
það yfirleitt mjög dýrt. Þannig að ég
hugsa að fólk geti alveg verið öruggt
með sína spilara a.m.k. næstu fimm
árin.“.
hoskuldur@vbl.is
BlaÖiO/SteinarHugi
Lítil þjónusta við viðskiptavini
Strœtó gefur
ekkert til baka
Víða erlendis viðgengst það að
strætóbílstjórar gefi til baka
þegar viðskiptavinur greiðir með
seðli. Áf einhverjum ástæðum
hefur ekki þótt ástæða til að
taka upp slíkt kerfi hér á íslandi.
Þetta hefur þýtt að viðskiptavinir
Strætó hafa annað hvort þurft frá
að hverfa eða neyðst til að greiða
of mikið fyrir farið hafi þeir ekki
haft nákvæmt fargjald á milli
handanna.
Hörður Gíslason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Strætó bs„ segir að
meginástæða fyrir því að ekki séu
sérstök skiptimyntabox í strætis-
vögnum sé tímasparnaður. „Þetta
snýst um einfaldleika og hraða. Þeg-
ar baukurinn var settur í bllana
þá var það gert til þess að einfalda
afgreiðsluna. Fyrir þann tíma voru
vagnstjórar með töskur sem þeir
höfðu skiptimyntina í og miða. Það
var bara þeirra mat að það væri
betri þjónusta að skila fólkinu sem
fljótast á milli staða með því að kom-
ast hjá þeim töfum sem yrðu við að
afgreiða einstaklinginn. Að auki
sparar þetta alla uppgjörsvinnu fyr-
ir strætóbílstjóra í lok vinnudags,"
segir Hörður. Hann segir ennfrem-
ur að svona kerfi, eins og viðgengst
hér, sé alþekkt í Bandaríkjunum og
hafi gefið góða raun þar.
Nýtt smartkort
Hörður segir að það hafi ekki verið
rætt sérstaklega að koma upp skipti-
myntaboxum í strætisvögnum en
hins vegar sé í bígerð að koma á fót
sérstöku smartkorti í samvinnu við
Reykjavíkurborg. „Það er áformað á
næstunni, þó ekki sé búið að festa
ákveðna dagsetningu, að koma upp
nýju rafrænu greiðslukerfi. Kerfið
virkar þannig að viðkomandi er
með smartkort og hann getur verið
með hleðslu inn á þessu korti til að
gera ýmislegt t.d. að borga í sund
eða strætó og þess vegna fleira sem
kann að koma inn í það síðar.“ Sam-
kvæmt Herði virkar kortið þannig
að þegar viðskiptavinur gengur inn
í strætisvagninn nægir honum að
bera kortið upp að þar til gerðum les-
ara. Hörður segir að ekki verði nauð-
synlegt að kaupa einhver ákveðin
tímabilskort heldur geti menn lagt
inn á þetta kort þá upphæð sem
hentar hverju sinni. Hann segir að
þó að þetta kunni ekki að leysa all-
an vandann varðandi skiptimynt þá
sé þetta nýr greiðslumöguleiki fyrir
farþega og ætti einnig að flýta fyrir
allri afgreiðslu. ■
hoskuldur@vbl.is